Morgunblaðið - 10.12.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 10.12.1981, Síða 1
48 SIÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 271. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Leiðtogar Samstöðu og kirkju ræðast við Varsjá, 9. desember. AP. LECH Walesa og sex adrir hinna óháðu verkalýðsfélaga tíma fund með Jozef Glemp ólsku kirkjunnar í landinu. Póllandi undanfarna daga m fjölmiðla á Samstöðu. Orðrómur var á kreiki um það í Varsjá í dag, að Walesa, Glemp erkibiskup og Jaruzelski forsætisráðherra og leiðtogi kommúnistaflokksins, myndu eiga með sér fund í kvöld eða leiðtogar Samstöðu, samtaka í Póllandi, áttu í dag fjögurra erkibiskupi og yfirmanni kaþ- Vaxandi spenna hefur verið í a. vegna hertra árása opinberra fyrramálið. Glemp hefur skrif- að bæði Walesa og Jaruzelski og lagt að þeim að taka upp við- ræður og sneiða hjá opinberum deilum. Hin opinbera fréttastofa Austur-Þýzkalands sagði í dag að leiðtogar Samstöðu hefðu þjálfað sérstakar „stormsveit- ir“, sem ætlað væri að efna til uppþota og jafnframt halda aga innan Samstöðu. Anker Jörgensen kemur af fundi Danadrottningar í gærmorgun. (Símamvnd AP) Ongþveiti framundan í Andrew prins segir brandara l.ondon 9. desember. AP. ANDREW Bretaprins vann hug og hjörtu viðstaddra, er hann hélt snjalla ræðu á Hilton-hótelinu í l.ondon í gærkvöldi, er þess var minnzt aó 100 ár eru liðin síðan íþróttakeppni var fyrst háð milli háskólanna í ('ambridge og Ox- ford. Prinsinn flutti mál sitt undir borðum. Sagði hann að hér væri betra í boði en hefði verið hjá mannætufeðgunum tveimur sem voru á göngu í frumskógin- um og komu auga á ljómandi þekkilega unga stúlku. Andrew, sem er kunnur að því að hafa gott auga fyrir kvenfólki, hélt síðan áfram: „Sonurinn sem hafði ekki kynnzt lífinu að marki sagði við karl föður sinn: Líttu á hana pabbi, eigum við ekki að taka hana með okkur heim og hafa hana í hádegis- mat? Faðirinn svaraði: Ég hef betri uppástungu: Við skulum fara með hana heim .. . og hafa mömmu þína í hádegismatinn." dönskum stjórnmálum Kaupmannahöfn, 9. desember. AP og Ib Björnbak, fréttaritari Mbl. ANKER Jergensen gekk í morgun á fund Margrétar Dana- drottningar og sagði af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ríkis- stjórn Jergensens mun sitja áfram til bráðabirgða þar til ný stjórn hefur verið mynduð. Allt bendir til þess að mjög erfið stjórnarkreppa sé framundan í Danmörku. Leiðtogar annarra stjórnmálaflokka en jafnaðarmanna ganga á fund drottn- ingar á morgun, fimmtudag, og munu þeir ráðleggja henni um hverjum veita beri stjórnarmyndunarumboð. Búizt er við að Jergensen reyni fyrst að mynda nýja ríkisstjórn, þótt flokkur hans hafi tapað níu þingsætum og aðeins fengið 32,9% atkvæða og 59 menn kjörna. Flokkurinn hafði áður fylgi 38,3% kjósenda. Danski íhaldsflokkurinn fékk 14,4% atkvæða og 26 þingmenn en hafði 22 menn áður. Bætti flokkurinn við sig 1,9% atkvæða sem er mun minna en búist var við. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre, missti einn mann, fékk 21 þingmann og 11,3% atkvæða. Sósíalíski þjóðarflokkurinn fékk sama hlutfall atkvæða og 20 menn kjörna, bætti við sig 9 þing- mönnum. Framfaraflokkurinn fékk 16 þingmenn, tapaði fjórum mönnum og fékk 8,9% atkvæða. Miðdemókratar fjölguðu þing- mönnum sínum úr 6 í 15 og fengu 8,3% atkvæða. Radikali vinstri flokkurinn, sem or íriðflokkur, missti einn þingmann og fékk 9 menn kjörna. Vinstri sósíalistar og kristilegi þjóðarflokkurinn töpuðu einnig einum manni hvor- ir og fengu 5 og 4 menn kjörna hvorir um sig. Réttarsambandið tapaði öllum fimm þingmönnum sínum. Dönsku blöðin eru sammála um það í dag, að kosningaúrslitin kunni að leiða til öngþveitis í stjórnmálum í Danmörku, en ljóst þykir að Anker Jorgensen muni áfram gegna lykilhlutverki l við að greiða úr flækjunni. Jafnaðarmannaflokkurinn og flokkarnir til vinstri við hann hafa nú 84 þingmenn til samans, en borgaraflokkarnir að Fram- faraflokknum meðtöldum 82 þingsæti. Samtals þarf 90 þing- sæti til að hafa meirihluta í danska þinginu. Afstaða Rad- ikala vinstri flokksins mun því geta ráðið úrslitum, en leiðtogar hans hafa lýst því yfir að þeir geti hvorki starfað með Sósíal- íska þjóðarflokknum né Fram- faraflokknum. Utilokað er talið að jafnaðar- menn og borgaralegu flokkarnir geti starfað saman og því helzt talið að annað hvört jafnaðar- menn eða nokkrir borgaraflokk- anna reyni að mynda minnihluta- stjórn. Thomas Nielsen, forseti danska alþýðusambandsins, LO, hefur sagt að hann sé andvígur nýrri minnihlutastjórn jafnað- armanna. Búizt er við því, að ný stjórn verði ekki langlíf og að boðað verði til nýrra kosninga áður en langt um líður, jafnvel innan 18 mánaða. Tæplega 83% kjósenda neyttu atkvæðisréttar síns í kosningunum í Danmörku. Fær Liza Alexeyeva að fara úr landi? Líbýska vélin lent í Beirut í þriðja sinn lU'irul. 9. dosombtT. AP. LÍBÝSKA flugvélin, sem rænt var yfir Ítalíu á mánudag, lenti í kvöld á flugvellinum í Beirut í þriðja sinn frá því henni var rænt. Kom vélin í þetta sinn frá Teheran, þar sem flugræn- ingjarnir reyndu aö fá Khomeini trúarleiðtoga til liðsinnis við sig. Leiðtogi flugræningjanna sagði þegar vélin lenti í Beirut í kvöld að vélin væri komin á leiðarenda og að ræningjarnir vildu að málinu lyki án þess að neinn meiddist. Moskvu, 9. dosombcr. AP. SOVÉZKA leynilögreglan KGB tilkynnti Lizu Alexeyevu, tengdadóttur Andrei Sakharovs í dag, að hún myndi fá að fara úr landi og að Sakharov hjónin hefðu fallizt á að hætta mótmælasvelti sínu. Skrifstofa sú, sem annast útgáfu vega- bréfsáritana vegna flutnings til útlanda, kannaðist hins vegar ekki við þessa ákvörðun, þegar Liza hafði samband við hana í dag. Liza Alexeyeva sagði vestræn- um fréttamönnum að hún hefði í dag verið kvödd á skrifstofu KGB-foringjans Alexanders Baranovs, sem hefði sagt sér að hún fengi að flytja úr landi og að tengdaforeldrar hennar hefðu byrjað að neyta matar, þegar þau fréttu um þessa ákvörðun. Bar- anov hafi líka sagt, að Liza fengi e.t.v. að heimsækja Sakharov- hjónin í Gorky, en það væri komið undir læknum þeim, sem nú önn- uðust þau í sjúkrahúsi. i V Liza Alexeyeva Liza sagði að Baranov hefði sagt sér að brottför hennai* færi eftir því hvernig hún hagaði samskipt- um sínum við útlendinga, sér- staklega vestræna fréttamenn, á næstunni. Genscher, utanríkisráðherra V-Þýzkalands, fagnaði í dag frétt- um um að Liza fengi að flytjast úr landi og hitta eiginmann sinn í Bandaríkjunum og talsmaður Haigs, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, tók í sama streng. Sagði hann Lizu velkomna til Bandaríkj- anna. Nokkrir skothvellir heyrðust þó frá vélinni skömmu eftir að hún var lent og er talið að ræningjarn- ir hafi með þeim viljað bægja líb- önskum og sýrlenzkum hermönn- um frá vélinni. Vélinni var ekið út á afskekktan brautarenda í kvöld og umkringd, en þegar Mbl. fór í prentun var ekki ljóst hvaða endi málið myndi fá. Vélin stóð mjög nærri íbúðarhverfi í Beirut, þar sem nokkrir flugræningjanna og stuðningsmenn þeirra búa. Hóp- uðust stuðningsmennirnir að flugbrautinni og hrópuðu vígorð til stuðnings flugræningjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.