Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 27 Myndin er tekin í Póstgíróstofunni þegar undirbúin var útsending gíróseðla og umslaga vegna söfnunar til aðstoðar Pólverjum og þróunaraðstoðar við Súdan og Kenýa. l.jósm. Kristján. Söfnun Hjálparstofnunar, ASÍ og kaþólsku kirkjunnar: Gíróseðlum dreift til landsmanna í dag ÁKLEG landssöfnun Hjálparstofun- ar kirkjunnar undir kjörorðinu, Brauð handa hungruðum heimi, er nú að fara af stað og er hún að þessu sinni í samstarfi við Alþýðusamband íslands og kaþólsku kirkjuna á ís- landi. Gefendur geta ráðið nokkru um í hvað féð verður notað: 1) Að- stoð til Pólverja 2) Próunaraðstoð í Suður-Súdan 3) Bygging sjúkra- og kennsluhúsnæðis á íslensku kristni- boðsstöðinni í Kenýa. I dag fara að berast inn á heim- ili landsmanna bréf frá aðstand- endum söfnunarinnar þar sem gerð er grein fyrir tilgangi og fylgir því gíróseðill, sem nota má til að greiða framlög í söfnunina. Undir bréfið rita Pétur Sigur- geirsson biskup, Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ og Hinrik Fre- hen biskup kaþólsku kirkjunnar á Islandi. Segir í bréfinu, að mörg og aðkallandi verkefni bíði úr- lausnar, megináhersla sé lögð á aðstoð við Pólverja, en mörg fyrir- b.VKRjandi verkefni bíði, svo sem í Súdan og Kenýa. Helgarskákmót á Höfn í Hornafirði UM NÆSTU helgi verður Helgar skákmót á Höfn í Hornafirði. Að venju verða flestir bestu skákmenn þjóðar innar meðal þátttakenda. Tefldar verða níu umferðir eftir monrad-kerfi með einnar klukku- stundar umhugsunarfresti á mann. Tefldar verða fjórar umferðir á föstudag, fjórar á laugardag og sú síðasta á sunnudagsmorgun. Eftir hádegi á sunnudag verður síðan hraðskákmót og um kvöldið lýkur mótinu á verðlaunaafhendingu í kvöldverðarboði bæjarstjórnar. Mótið fer fram að Hótel Höfn og hefst með setningarathöfn kl. 14.00 föstudaginn 11. des. Keppt er um vegleg verðlaun eða hátt í 40.000 krónur. 1. verðlaun kr. 5.000, 2. v. 3.000, 3. v. 2.000. — Kvennaverðl. kr. 1.000, — gamlingjav. kr. 1.000, Ungl- ingav. yngri en 14 ára (skákskólavist að Kirkjubæjarklaustri næsta vor). Hraðskákverðl. kr. 1.000, — 500, — 300. Þá er teflt um heildarverðlaun fyrir bestan árangur í hverjum fimm mótum. Þau verðlaun nema nú kr. 15.000. Flugleiðir hafa einnig gefið verð- laun til mótsins, flugferð fram og til baka á einhverri flugleið Flugleiða. Öllum er heimil þátttaka en töfl og klukkur þurfa menn að hafa með- ferðis. Bankaræningj- ar á eftirlaunum einhverju spennandi, og verður bankarán fyrir valinu. Þeir sann- færa sjálfa sig um ágæti þess verknaðar, ef ilta fer lenda þeir bara í fangelsi í 2—3 ár og eiga þó nóg af peningum sem safnast hafa af ellilaununum á meðan. Banka- ránið tekst með ágætum, en elli kerling gerir þeim grikk. I aðalhlutverkum eru George Burns, Art Carney og Lee Stras- berg. Tónlist er eftir Michael Small. NÝJA BÍÓ er um þessar mundir að hefja sýningar á nýrri gamanmynd, „Going in style", í íslenskri þýdingu „Bankaræningjar á eftirlaunum". Myndin er gerð eftir samnefndri sögu eftir Kdward ('annon og er leikstjóri og höfundur handrits Martin Brest. Myndin fjallar um þrjá karla sem komnir eru á eftirlaun og finnst tilveran heldur einhæf og litlaus. Þeir ákveða að taka þátt í Jólafund- ur Hvat- ar í kvöld ÁKLKGUK jólafundur Hvatar verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 10. descmber nk., kl. 20.30. Dagskrá fundarins er að vanda hin fjölbreyttasta. Bessí Jóhanns- dóttir, formaður félagsins, setur samkomuna, síðan verður helgistund og er það séra Arngrímur Jónsson sem annast hana. Þá verður upplest- ur Herdísar Egilsdóttur rithöfundar og hið hefðbundna jólahappdrætti. Gestur fundarins verður Ingibjörg Rafnar, héraðsdómslögmaður og mun hún flytja stutt ávarp. Fundin- um lýkur með því að félagskonur sýna fatnað frá Pelsinum, Kirkju- hvoli, undir stjórn Unnar Arn- grímsdóttur. Kynnir verður Þuríður Pálsdóttir. Nefnd undir stjórn Kristínar Zoéga hefur haft veg og vanda af undirbúningi þessa jólafundar. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Að- gangseyrir er enginn, en kaffi og happdrættismiðar verður selt á vægu verði. (FréttatilkynninK) HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 mynd band með óendanlega möguleika SHARP myndsegulbandió byggir á háþróaöri japanskri örtölvutækni og árangurinn er líka eftir því— myndsegulband sem ekki á sinn líka í mynd gæöum og tækninýjungum. SKOÐUN: SHARP myndsegulbandið er sjálfvirkt og framhlaðið lárétt. nokkuð sem er stór kostur þegar varna þarf ryki og óhreinindum að setjast á viðkvæman tækni- búnað. 7-7-7 UPPTÖKUR/PRÓGRAMMINNI: Með stillingu getur tækið tekið uþp 7 þætti frá 7 mismunandi stöðvum á allt að 7 dögum fram í timann. Tækið kveikir og slekkur á sér sjálft. Verð frá kr. 17.950,- m.l® Tækið getur fundið strax nákvæmlega það atriðf á filmunni sem þú ætlar að skoða, — „frystir" filmuna eða sýnir í hægagangi, jafnvel mynd fyrir mynd — eykur hraðann, spólar til baka eða áfram. — SimuUertes bild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.