Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 37
ungavík, kom þar fram á opinber- um skemmtunum og við hátíðleg tækifæri og söng einsöng, jafn- framt því sem hún hafði sungið í kirkjukór Hólskirkju frá barns- aldri. Þá lék hún fjölmörg hlut- verk í leiksýningum Bolvíkinga og sýndi þar, að hún var ekki einhæf í sinni listsköpun. Margir gamlir Bolvíkingar hafa sagt mér frá minnisstæðum söng hennar frá árunum, er hún dvaldi þar vestra, hennar fallegu sópranrödd, og að þegar hún söng Lindina, þá hafi ekki þurrt auga verið í öllum saln- um, af svo mikilli tjáningu og til- finningu túlkaði hún list sína. Ógleymanlegar eru margar minningar af samfundum á hlý- legu heimili tengdaforeldra minna. Heimilið var menningar- legt og bar glöggt svipmót húsráð- enda, umsvifa hins atorkusama heimilisföður, umhyggju og hlýju hinnar elskulegu húsmóður. Til mikillar heimilisprýði var list- rænn útsaumur húsmóðurinnar, og áður en yfir lauk hafði henni einnig tekist að prýða á samskon- ar hátt heimili barna 'sinna og tengdabarna því aldrei féll henni verk úr hendi. Líf tengdaforeldra minna einkenndist af bjartsýni og lífskrafti og saman stóðu þau af sér allan stórsjó þrenginga og erf- iðleika. Allt virtist þeim yfirstíg- anlegt og óðurinn til lífsins var sunginn til hinstu stundar. Er kallið kom sat Guðfinna með hannyrðir sínar í stofu í sumar- húsi þeirra, eins og oft áður að loknum daglegum störfum. Bóndi hennar sat við ritstörf sín. Guð- finna hafði komið heim af sjúkra- húsi fjórum dögum áður og hafði við orð við dóttur sína fyrr þennan dag, hve ótrúlega hún hefði náð sér og hefði ekki verið eins hress í marga mánuði. Hún var að sauma út veggmynd, er hún hugðist færa ungri dóttur minni að gjöf nú um jólin. Þannig var fyrirhyggja hennar og umhyggja, ávallt hugs- aði hún fyrst og fremst um að gleðja aðra og engu sínu minnsta barni gleyma. Sumarhúsið var nefnt Hanhóll eftir æskuheimili Guðmundar. Með tilkomu þess rættist gamall draumur tengdaforeldra minna og þar höfðu þau sumarlangt athvarf og næði frá löngum og annríkum vinnudegi, en á heimili þeirra í Reykjavik var jafnframt skrif- stofa Ægisútgáfunnar og þar því jafnan erilsamt og gestkvæmt. Guðfinna tók jafnan virkan þátt í margháttuðum störfum eigin- manns síns, sem þrátt fyrir erfið og iangvarandi veikindi brast aldrei þrek eða kjarkur til að leggja útí hvert stórvirkið á fætur öðru af mikilli djörfung og fram- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 sýni. Störfin voru margvísleg og heimilið stórt. Guðmundur rak meðal annars útgerð og verslun í Bolungavík og stundaði jafnframt sjósókn, en hagur útgerðarinnar var erfiður og verslunin hafði þar miklu til kostað. Við skuldaskil á útgerðinni þurfti verslunin að gefa eftir útistandandi eignir sín- ar og gekk það svo nærri rekstrin- um, að Guðmundur þurfti að af- setja eigur sínar í Bolungavík. Flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, en Guðmundur veiktist af berkl- um og þurfti að heyja harða bar- áttu næstu 7 árin á sjúkrahúsum, oft vart hugað líf. Hörð lífsbar- átta tók við og þar eins og ann- arstaðar brást Guðfinna hvergi og sýndi glöggt hvað í henni bjó og bæði stóðu þau þessa miklu erfið- ieika af sér. Þó hugur Guðmundar stæði helst til útgerðar, krafðist heilsa hans breytinga frá fyrri störfum og hugkvæmdist honum þá að beina kröftum sínum að bókaútgáfu og stofnsetti Ægisút- gáfuna, sem hann hefur auk ým- issa ritstarfa starfrækt síðan. Eftir þessa erfiðleika undrast því enginn að þau hjónin undu lífsins í vorsalnum að Hanhóli, sem skjótt varð einskonar ættar- setur allrar fjölskyldunnar og sannkölluð höll sumarlandsins. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þessari einstæðu og góðu konu. Ég minnist þess meðal annars, hversu einstaklega skemmtilegur ferðafélagi hún var, hvort sem dvalist var í erlendum heimsborgum eða er hún virti fyrir sér burknirót í íslenskum kletti að ógleymdum fjölskyldu- mótunum okkar miðsumars að Álfaskeiði. Þar lét hún ekki sitt við liggja, var virkur þátttakandi í leikjum barnanna jafnt sem áhugaverðum umræðum hinna eldri og oft var hent gaman að því hversu við gátum verið innilega sammála um flesta hluti og svör okkar lík um ólíklegustu efni. Hún hafði og næmt auga fyrir fegurð og áhugaverðum málefnum og bjó yfir litríkri og skemmtilegri frá- sagnargáfu. Margar frásagnir hennar eru eftirminnilegar, hafði hún miklu að miðla til fróðleiks og skemmtunar, enda þeim góðu hæfileikum gædd að kunna að njóta þess, sem lífið bauð og varð- veitti alla ævi hina hreinu barns- legu gleði. Minning Guðfinnu Gísladóttur mun lifa í hugum okkar, sem kynntumst henni. Sú minning er björt og hrein. Efst er okkur í huga þakklæti fyrir alla hennar einlægu umhyggju, sem aldrei brást. Blessuð sé minning hennar. Jón Oddsson , ISLENSK ROK'A JV/IPM MiMr DUlvM VILIN ER VERDMÆTI BÆKUR MENNINGARSjÓDS INluésvj 'íjm mT\ ialliip pslIlM InllpÍP 1 UihbIíI y ■ •• ■LJJ|»I ||ll 1"'Ml■■ a ek ú ~ z*l***& flHM Steindor Steindórsson ttá Hlöðum ■ ■ ■ ■ ' ■ ■ ' JENS MUNK Bókin lýsir á eftirminnilegan hátt svaðilförum Jens Munks í norðurhöfum svo og aldarandanum í Danmörku um 1600. Þetta er sú bók Thorkilds Hansen sem náö hefur mestri útbreiöslu og geröi hann aö einum virtasta höfundi Norðurlanda. 8U9' ■ • iMUÐ slÓ éil . ttlBlCj ÍSLENSKIR NÁTTÚRUFRÆÐINGAR 'IÓ Átján þættir og ritgeröir um brautryðjendur íslenskra náttúruvísinda og jafnframt innsýn í sögu þess tímabils. SAGA REYKJAVÍKURSKÓLA Skólalífið í Læröaskólanum 1904—1946. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 — Reykjavík UTSJONVARPSTÆKIN loksins komin afturí Útsölustaðir: KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA Húsavík KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Akureyri SVEINN GUÐMUNDSSON rafverktaki Egilsstöðum BRÆÐURNIR ORMSSON LAGMULA 9 SIMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.