Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 TASS, plata Jóhanns Helgasonar íslenzkir tónlistarmenn feta sig á heimsmarkaðinn Hljóm n rMTTn Árni Johnsen TASS, hljómplata Jóhanns Helgasonar, sem er nýkomin út, er tvímælalaust bezta hljóm- plata hans, afburðagóð í alla staði fyrir dægurmarkaðinn og þessi faglega unna plata sannar ummæli Steinars Bergs Isleifs- sonar, forstjóra Steina hf., í Mbl. fyrir skömmu, þar sem hann segir, að það sé engin spurning að íslenzkir tónlistarmenn eigi að spreyta sig á heimsmarkaði. TASS er gott dæmi um góða plötu, sem á að geta höfðað til fjölda fólks í öllum löndum sem þekkjast hina vestrænu tónlist. Reyndar er einnig nýkomin út hljómplata með Jóhanni Helga- syni og Helgu Möller, Þú og ég, á ensku í Japan og hefur hún vakið verðskuldaða athygli þar. Öll lögin á TASS eru eftir Jó- hann Helgason og hin fallega laglína flestra þeirra nýtur sín vel í vönduðum útsetningum og listilegum hljóðfæraslætti. Take Your Time er lag, sem kallar strax á vinsældir og hlýt- ur það að sýna sig á næstu vik- um, en það skemmtilega við þessa plötu er, að mörg laganna eru virkilega góð og njóta sín vel í meðferð kunnra hljómlistar- manna vestanhafs, en upptökur og hljóðblöndun fór fram í nokkrum upptökusölum í Kali- forníu í Bandaríkjunum sl. sumar þar sem menn með langa reynslu standa við tæknibúnað- inn og skiptir slíkt verulega miklu máli, ef ná á árangri í grimmri samkeppni heimsmark- aðarins. Meðal þessara upptök- umanna er Jónas R. Jónsson, sem stendur fyllilega fyrir sín- um hlut í hópi færustu erlendu manna á þessu sviði. Burning Love er eitt af skemmtilegri lögum TASS, villt en ljóðrænt, og það er stærsti kostur þessarar plötu hve lögin leika létt. Margar plötur sem hafa náð langt búa ekki yfir þessum kostum laga Jóhanns, sem öll hafa persónuleika þótt mismikill sé. She’s Done it Again er einnig mjög fallegt lag og í laginu Love is the Reason, kemur vel fram hve þáttur upptökunnar skiptir miklu máli. Það er breidd í því, þar sem möguleikar lagsins komast vel til skila með úthugs- aðri nýtingu hljóðfæra með söng Jóhanns og sama er að segja um lagið Sail on, þar sem bakraddir og meðferð allra þátttakenda skaftar lotningu í þágu tónlist- argyðjunnar. Jakob Magnússon hafði yfir- stjórn í hljóðrituninni og á ekki sízt stóran þátt í góðri útkomu, en það eru engir aukvisar á ferð í undirleiknum, m.a. nokkrir fé- lagar úr hljómsveitunum Boz Scaggs og Pages, enda er hvergi að finna veika kafla í undirleikn- um. Aðalupptökumaður var Humberto Gattica, sem m.a. hef- ur unnið með Boz Scaggs og Chicago. Eins og fyrr segir, eru öll lögin eftir Jóhann. Hann á einnig 3 texta, Magnús Sigmundsson samdi 1 texta ásamt John Lang, sem er aðaltextasmiður hljóm- sveitarinnar Pages, en að auki á John 3 aðra texta á plötunni, Joseph Nazzaro á tvo og Arlene Matza einn texta. Um textana má segja í heild, að þeir falla Vel að þeim dægurstíl sem ræður ferðinni í þessum þætti tónlist- arinnar í dag. Snyrtilegt plötu- umslag er hannað af Ernst J. Backmann og Jonni í Studio 28 tók ljósmyndirnar á umslaginu, en pressun og prentun fór fram í Hafnarfirði. Útgefandi TASS eru Steinar hf. Það er ástæða til að gleðjast yfir árangri Jóhanns Helgasonar og annarra aðstandenda TASS, því platan er mjög góð. HBSGAGNA BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK HÖLLIN SÍMAR: 91-81199 -81410 er langstærsta húsgagnaverzlun landsins meö 70—80 sófasett á gólf- inu, 30—40 geröir af rúmum, tugi veggskápa, hægindastóla og boröa og hundruð stóla. HÚSGÖGN Ide-merkið tryggir þér meiri gæði og lægra verð en áður hefur þekkst Líttu inn Það borgar sig HIÍS6ABHA BfLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVfK HÖLLIN SfMAR: 91-81199-81410 Það er svo margt Bókmenntir Ævar R. Kvaran Grétar Fells: ÞAÐ ER SVO MARGT Krindi, VI. bindi. lltgefandi: Illiðskjálf, Rvk. Það eru óhjákvæmileg örlög okkar allra að verða fyrr eða síðar að yfirgefa þennan skóla sem jarð- vistin er. Þeim fer æ fjölgandi sem hallast að þeirri skoðun, að við verðum að koma aftur í þennan skóla lífsreynslunnar sökum þess að ein mannsæfi gefi engum nægi- lega reynsluþekkingu til þess að hún dugi viðkomandi til þess þroska í andlegum efnum sem okkur er ætlað að ná. Þeir sem hailast að síðarnefndu skoðuninni kunna yfirleitt betur að taka frá- falli ástvina og þeirra sem þeim þykir vænt um. Þeim er ljóst að dauðinn er ekkert annað en hlið inn í aðrar vistarverur, þar sem við fáum að líta yfir farinn veg í jarðlífinu til þess að læra af því og gera okkur ljós mistök okkar og galla. Það er því ekki furða þótt ýmsir vilji fá annað eða önnur tækifæri til þess að farnast betur í jarðlífi og eru margir þeirrar skoðunar að slík tækifæri séu ein- mitt veitt í þessum tilgangi. Engu að síður er erfitt að finna ekki til saknaðar, þegar frá okkur hverfa hinir ágætustu menn, sem með visku sinni hafa getað veitt mörgum leitandi manni svör við hinum erfiðustu spurningum lífs- ins og þannig haft áhrif á viðhorf þeirra sjálfum þeim og öðrum til heilla. Svo er prentlistinni fyrir að þakka, að hugsanir slíkra manna lifa þá á jörðunni eftir að þeir hafa kvatt okkur, svo við getum haldið áfram að læra af þeim eftir sem áður. Sá sem þetta hripar hefur enn- þá engum rithöfndi kynnst sem látið hefur eftir sig annað eins magn af viturlegum lífsráðlegg- ingum og skáldið Grétar Fells. Það sem hann hefur skrifað ber svo bersýnilega með sér að þar talar vitur maður. Auk þess eru Grétar Fells ritgerðir hans hinn dásamlegasti lestur burt séð frá því hvort les- andi er höfundi sammála eða ekki sökum þess, að allt er þetta skrif- að á sérstaklega fagurri íslensku, skáldið leynir sér ekki; og svo er annað sem hlýtur að hafa örfandi áhrif á lesarann, en það er hin stórkostlega bjartsýni og hinn mikli þokki sem býr í þessum rit- gerðum. Ekki er ósennilegt að þeim fari fjölgandi nú á tímum sem telja sér þörf nokkurrar leiðsagnar, hvort sem viðkomandi hefur náð því meginmarkmiði margra að verða efnaður maður eða ekki. Eignir og fjármunir veita enga trygging fyrir sálarfriði, jafnvægi og ham- ingju í þessu lífi. Slíkt er ekki hægt að kaupa, og reyndar ekki heldur neitt annað sem verulegu máli skiptir. Slikir leitendur geta ennþá fundið tillögur til lausnar hinum ólíkustu vandamálum sín- um með því að kynna sér ritgerðir Grétars Fells, þótt hann hafi per- sónulega kvatt okkur um stund. Sá sem þetta ritar er sammála Gunn- ari skáldi Dal um það, að í þessum sex bókum sínum sameini höfund- urinn með ágætum rökvísa hugs- un og innsæi djúphyggjumanns- ins. Ævar K. Kvaran Drengur fær sauðburðarfrí Bókmenntír Jenna Jensdóttir Magnea frá Kleifum: Kátl er í Krummavík. Myndir eftir Sigrúnu Kldjárn. Iðunn — Keykjavík — 1981. Nú er komið framhald af sögunni Krakkarnir í Krummavík. Aðalper- sóna er Danni, móðurbróðir krakk- anna. Hann er stráklingur í Reykja- vík. Yngstur systkina sinna, dekrað- ur í uppeldi og hegðun hans sam- kvæmt því. í byrjun sögunnar eru hann og foreldrar hans mjög uppveðruð af því að bókin Krakkarnir í Krumma- vík er komin út. Þar sér Danni getið um sjálfan sig frá því hann var í Krummavík, þó kemur hann lítið við sögu og sést hvergi á myndum í bók- inni. Bókin er keypt og þau lesa hana öll með hrifningu. Danni er dálítið afbrýðisamur og vill sjálfur vera söguhetja í bók. Hann skrifar systur sinni, Báru í Krummavík, og biður hana að lofa sér að koma í sveitina, enda hefur móðir hans oft nefnt að hann væri best kominn þangað — þegar hann er sem erfiðastur heima fyrir. Ýmislegt er sagt frá Danna áður en hann fer í sveitina um sauðburð- inn. Samferðafólk hans í flugvélinni austur er að fara þangað til vega- gerðar. Danni slæst í hópinn með því og það verður til þess að stytta honum ferðina í óeiginlegri merkingu. Hann snússar sig með köllunum. Þegar til Krummavíkur kemur er líf í tuskun- um. Bærinn er fullur af börnum sem Magnea frá Kleifum. eru í essinu sínu hvað glaðværð, uppátæki og athafnasemi snertir. Hver atburðurinn rekur annan. Magnea frá Kleifum á sér lifandi frásögn og stundum svo hlaðna at- burðum, að það bjargar hve henni tekst vel að gæða þá lífi með gam- ansömum orðum og jafnvel kringil- yrðum. Fjölmargir eru kallaðir til í bók hennar og erfitt að henda reiður á persónuleika hvers og eins, til þess er mótun þeirra of losaraleg. Enda virðist sagan fremur sögð til þess að koma öllu gamni og gáska vel til skila, en skapa heilsteyptar eftir- minnilegar persónur yngri eða eldri. Ég trúi því að þessi bók verði kærkomin í hendur þeim sem lásu Krakkarnir í Krummavík sér til án- ægju. Nóg er hér af bráðsniðugum frásögnum úr daglegu lífi krakk- anna. Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn eru sem fyrr lifandi og skemmtilegar. Þær auka gildi bókarinnar. Frá- gangur er vandaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.