Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 Jafnræði í leik Ögra og Selfoss TALSVKRI) spenna hélzt út allan leikinn er Ögri í Keykjavík og Sel- fyssingar mættust í 3. deildinni í handknattleik í Laugardalshöll á laugardag. Jafnræði var með liðun- um frá upphafi til loka leiksins, en Selfyssingar fóru með sigur af hólmi, skoruðu 23 mörk gegn 21 marki heimamanna. Selfyssingar höfðu jafnan yfir- höndina og frumkvæðið í leiknum, en leikmenn Ögra, sem margir hverjir eru heyrnardaufir og mál- lausir, börðust vel og gáfu aldrei neitt eftir. Með örlitlu meira sam- spili hefðu þeir trúlega komið bet- ur frá leiknum, sem einkenndist lengi vel af miklu hnoði. í liði Ögra átti markvörðurinn beztan leik, Júníus Guðjónsson, sem varði oft skémmtilega, t.d. tvö vítaskot í seinni hálfleik. Þá skor- aði Gunnar Kristófersson oft skemmtilega eftir gegnumbrot. Lið Selfoss er skipað nokkuð jafnari einstaklingum, en þar stóðu sig einna bezt Ámundi Sig- mundsson, Sævar Sverrisson og Einar Jónsson. Annars kom það í ljós í þessum leik, að bæði liðin standa ýmsum öðrum þriðju deild- ar liðum talsvert að baki, t.d. Ármanni og Dalvíkingum, sem léku á sama stað seinna um dag- inn. Urslitin urðu annars sem hér segir: Islandsmótið 3. deild, Laugar- dalshöll, Ögri 21 — Selfoss 23, Selfyssingar höfðu yfir í hálfleik, 14-12. # LjÓBm. Krislján Kinarsson • Ögri, félag heyrnardaufra, tekur nú í fyrsta skipti þátt í íslandsmótinu í handknattleik meistaraflokki karla og leikur í 3. deild. Liðið hefur liprum einstaklingum á að skipa sem án efa eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Þessi mvnd var tekin af liðsmönnum Ögra á æfingu fyrir skömmu. Ath. Við veitum alla þjónustu í sambandi við varahluti og vélakaup. UPRmeð SKRUFLyKILINM Þetta er Mercedes Bens Unimog Samskonar bílar hafa verið notaðir af herjum Nato í fjölda ára, það segir sína sögu. Enda er bíllinn: — Vatnsvarinn að fullu. — Með læst drif og niðurgíruð í hjól. — Með gormafjöðrum að framan og aftan. — Með drifsköftin lokuð í þéttu hulstri. — Með 1,5 tonna burðarþol. — Mjög háfættur. Það er hálfur meter undir lægsta punkt. — Afar lágt gíraöur. Kramið í þessum bíl er mjög gott. Og þaö er hægðarleikur að fá varahluti. Með litlum tilkostnaði getur þú hæglega breytt honum í fullkomna: Ferðabílinn Vinnubílinn Kaggann Dráttarbílinn Sjúkrabílinn Sveítabílinn O.s.fr. Verðið er hreinasti brandari; aðeins um kr. 40.000,- Þetta gæti þess vegna verið jólagjöfin í ár! Hvers annars gæti svo sem bóndinn, skíðagarpurinn, jeppatöffarinn, ferðamaðurinn, popparinn, björgunarsveitirnar, þú eða aörir óskað sér? pfumflxon & vAL/xon Klapparstíg 16 Sími 27745 Ármann—Dalvík: Leikurinn jafnari en tölurnar gefa til kynna Ármenningar unnu öruggan sigur á Dalvfkingum í 3. deildinni í hand- knattleik á laugardag, en leikurinn fór fram í Laugardalshöll. Sigruðu Ármenningar med 25 mörkum gegn 18 eftir að hafa leitt leikinn með fjögurra marka mun í hálfleik er staúan var 14—10. Iæikurinn var annars jafnari en tölurnar gefa til kynna og munurinn á lióunum ekki eins mikill og halda mætti. Var lengst af ekki nema eins til tveggja marka munur allt þar til á 15. mínútu seinni hálfleiks, er staó- an var 17—15 fyrir Ármann. En þaö var eins og botninn dytti úr leik Dalvíkinga siðasta korter- ið, þá hófst hnoð og þó af þeirra hálfu er gaf ekki af sér nema þrjú mörk síðustu 17 mínúturnar, og skoruðu þeir t.d. aðeins eitt mark síðustu 11 mínútur leiksins. Annars voru ýmsir nettir leik- menn í liði Dalvíkur, og trúlega hefur þá aðeins vantað úthald síð- asta korterið. Ármenningar tvíefldust á sama tima og Dalvíkingar urðu að slaka á klónni og náðu afgerandi forystu á fimm mínútna kafla upp úr miðjum seinni hálfleik og gerðu út um leikinn. Leikurinn var lengst af spenn- andi, en oft á tíðum var þó um of á þófi af beggja hálfu. Hjá Dalvíkingum áttu beztan leik Björn Ingi Hilmarsson markvörður, Magnús Guðmunds- son og Stefán Georgsson að öðrum ólöstuðum. Hjá Ármanni voru Björn Jóhannsson, sem skoraði 11 mörk, Einar Eiríksson og Kristinn Ingólfsson einna beztan leik. j stuttu máli: íslandsmótið 3. deild, Laugardals- höll: Ármann 25 — Davík 18. Ármenningar höfðu forystu í hálf- leik, 14—10. Stórsigur ÍA ÍA SIGRAÐI Dalvík mjög örugglega í 3. deildinni í handknattleik um síð- ustu helgi 33—25. Leikurinn fór fram á Akranesi. Það var lands- liðsmarkvörðurinn í knattspvrnu, Bjarni Sigurðsson, sem skoraði flest mörk IA eða 8. Pétur Ingólfsson gcrði líka 8 mörk. Flest mörk Dal- víkur skoraði Stefán Georgsson, 8. Haukar mæta Fylki í kvöld í KVÖLD fer fram einn leikur í ís- landsmótinu í handknattleik 2. deild. Haukar mæta Fylki í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði kl. 20.00. Strax á eftir leika Haukar og HK í 2. deild kvenna. Veittar verða viðurkenningar EINS OG fram hefur komið á íþróttasíðum Morgunblaðsins, hefur vcrið áframhald á einkunnagjöf fyrir leikmenn í handknattleik og körfu- knattleik í Islandsmótunum í meist- araflokki karla, I. deild og úrvals- deild. Þessu mun verða haldið áfram út íslandsmótin. En sá galli er á gjöf Njarðar, að vegna verkfalls bókagerðarmanna duttu allmargir leikir út. Það verður til þess að ekki er hægt að gefa mcðalcinkunn fyrir keppnistímabilið í heild. íþrótta- fréttaritarar blaðsins munu því út- nefna leikmenn mótsins í báðum greinum að þcim loknum og styðjast við einkunnagjöf blaðsins. En eins og áður mun stigahæsta körfuknatt- leiksmanninum og markahæsta leik- manninum I handknattleik verða veittar viðurkenningar. - ÞR. Einkunnagjöfin LIÐ ÍS: Gísli Gíslason Arni Guðmundsson Itjarni Gunnar Albert Guðmundsson Ingi Stefánsson Þórður Oskarsson LIÐ KR: 6 Garðar Jóhannsson 6 Ágúst IJndal 6 Jón Sigurðsson 4 Bjarni Jóhannesson 4 Páll Kolbcinsson 4 Birgir Mikaelsson Kristján Rafnsson - 7 5 7 5 5 5 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.