Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 Fimm frambjóðendur til framkvæmdastjóra? Samrinuðu þjóðunum, 9. dt*s<*mber. AP. . í KVÖLI), midvikudag, var ekki vitað með vissu hvort fimm nýjir frambjóð- endur um framkvæmdastjórastarf Sameinuðu þjóðanna, yrðu í kjöri né heldur teystu mcnn sér til að spá hver þeirra kynni þá að vera sigurstranglegastur. Otunnu, forseti Öryggisráðsins í desember, sagði, að mennirnir myndu ganga frá framboðum sínum í kvöld og umræður hefjast i m málið á föstudag. Þeir sem hlut eiga að máli eru Jorge Enrique Illueca, utanríkis- ráðherra Panama, Javier Perez, reyndur diplómat frá Perú, Shri- dath Rampal, fyrrverandi utanrík- isráðherra Guyana, Carlos Ortiz de Rozas, sendiherra Argentínu í Bretlandi, og Sadruddin Aga Khan prins, fyrrverandi yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem er íranskur ríkis- borgari. Á1 sem eldsneyti á bfla? RANNSOKNARSTOFNIJN norska varnarmálaráðuneytisins hefur und- anfarið gert tilraunir með nýja tegund rafgeyma er gætu átt eftir að hafa notagildi á almennum markaði, en þeir byggja á örþunnum álflögum. Tilgangurinn með athugununum var að reyna að framleiða léttar rafstöð- var til nota í hernaði, en stöðvarnar yrðu undir venjulegum kringumstæð- um kallaðar rafgeymar, háþróaðir þó. fengin þar ný blanda af vatni og álflögum. Segja má að hér sé í raun og veru um háþróaðan rafgeymi að ræða, þótt þar fari fram orku- framleiðsla. Álið kemur í stað zinks, sem notað er í venjulegum rafgeymum/rafhlöðum og kolefn- israfskautið hefur vikið fyrir súr- efni. Það sem gerist í rafkerinu er öfugt við það sem gerist þegar ál er framleitt, þ.e. álið hvarfast við súrefni og afurðin verður áldíoxíð og raforka. Umhverfisverndarmenn verða líklega ánægðir ef þessi tækni verður einhverntíma að veruleika því hægt er að nýta úrganginn, þ.e. áloxíðið, við framleiðslu áls. Rafstöðvarnar eru í raun og veru rafker, sem í er hellt blöndu vatns og áls, en segja má að álið sé eldsneyti rafstöðvarinnar. Ef þetta „orkuver“ yrði sett í bíla mætti hugsa sér að ál- verksmiðjur framleiddu flögurn- ar fyrir bensínstöðvar, þar sem bílstjórar fengju „áfyllingu", vatn í lítratali og flögur í kílóa- tali, allt eftir stærð rafkersins. Þegar blandan hefur verið gerð hefjast efnahvörf í rafkerinu og raforka leysist úr læðingi. Á 50 lítra blöndu ætti að vera hægt að aka 1600 kílómetra. Þegar eldsneytið hefur verið notað til hlítar, þ.e. efnahvarfið stöðvast, er eftir í geyminum ál- sýra sem skilað er í álverið og Forsætisráðherrar Norðurlanda þinga um þessar mundir l' Finnlandi og var meðfylgjandi mynd tekin af ráðherrunum í Vanta á mánudagskvöld, en þeir eru (f.v.) Kjeld Olesen utanríkisráðherra Danmerkur, sem var fulltrúi Dana, Thorbjörn Fálldin Svfþjóð, Eino Uusitalo, er gegnir störfum forsætisráðherra Finnlands, Káre Willoch Noregi, Mauno Koivisto, er gegnir störfum Finnlandsforseta, og Gunnar Thoroddsen. Símamynd-AP. Flugránid í S-Ameríku: Ein flugvélanna farin frá Kúbu ( áraras, Yenezuela, 9. desember. Al*. KIN farþegaþotanna þriggja sem var rænt í innanlands- flugi í Venezuela fór frá flugvellinum í Havana í dag og með vélinni fóru 89 far —^Vi6 erum stoltir af þegar, að því er kúbanska fréttastofan sagði frá. Vélin sem fór er af gerðinni Boeing 727 og er í eigu innanlands- flugfélags Venezuela. Engar fréttir hafa borizt af hinum vélunum tveimur né heldur hafði komið fram í kvöld hvert ferðinni var heitið. M€DINR MEDINA raðskáparnir eru nýjasta framleiðsla okkar. Glæsilegir raðskápar sem við erum stoltir af. Það verður þú líka eftir að hafa eignast MEDINA. MEDINA fæst með hinum hag- stæðu greiðslukjörum okkar. KRISTJfiíl SIGGEIRSSOfl HF. Útsölustaðir: Reykjavík Hallarmúli sf . Jón Loftsson hf • Akureyn Augsýn hf., örkin hans Nóa • Akranes: Verslunin Bjarg hf • Blönduós: Trésmiójan Fróöi hf • Borgarnes Verslunin Stjarnan • Bolungarvík Verslunin Virkinn • Hafnarfjörður Nýform • Húsavík: Hlynur sf • Keflavík Duus • Kópavogur Skeifa hf • Neskaupstaður: Húsgagnaverslun Höskuldar Stefánssonar • Ölafsfjörður: Verslunin Valberg hf • ólafsvík: Verslunin Kassinn • Sauðárkrókur Húsgagnaverslun Sauðárkróks • Selfoss Kjörhúsgögn • Siglufjörður Bólsturgeröin • Vestmannaeyjar Húsgagnaverslun Marínós Guömundssonar • Patreksfjörður: Húsgagnaverslun Patreksfjaröar • Stykkishólmur: J.L. húsið • Hornafjörður: Húsgagnaverslun J.S.G. • fig óska eftir að fá sent MEDINA litmyndablaðið m Nafn: LAUGAVEG113 SMIÐJUSTlG 6. SIMI 25870 Heimili: Staður. Sendist til:Kristján Siggeirsson h.f.Laugavegi 13.101 Reykjavík ERLENT 13 dÓU í námuslysi Whitwell, Tennessee, 9. detsember. Al*. SPRENGING varð í kolanámu í Whitwell í Tennessee á þriðju- dagskvöld og þrettán námamcnn sem voru við störf þar létu lífið. Þetta er þriðja námuslysið á skömm- um tíma á kolasvæðum í fylkinu. Björgunarlið reyndi að brjóta sér leið til mannanna, en í Ijós kom að þeir voru allir látnir. Veður víöa um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlin Briissel Chicago Denpasar Oyflinm Feneyjar Frankfurt Faereyjar Genl Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Lissabon * London Los Angeles Malaga Mallorka Miami Moskva New York Ný|a Delhi Paris Perth Reykjavík Rió de Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tokýó Vinarborg -7 skýjaó 5 rigning 20 heiöskírt 17skýjaó 0 snjókoma 4 skýjaó 2 skýjað 31 rigning 2 heióskýrt 2 þoka 8 rigning 0 skýjaó 10 rigning 2 skýjað 19 heióskirt 18 heiðskírt 24 rigning -4 skýjaó 16 rigning 1 heiðskírt 27 heiðskirt 19 skýjaó 19 skýjaó 27 heiðskírt vantar 6 skýjaó 22 heióskírt 6 heiöskírt 34 heióskirt -6 léttskýjaó 25 skýjað 16 skýjað -3 skýjað 26 heiöskirt 22 heióskírt 13 heióskírt 9 skýjað Engin olíu- verðshækkun á næstunni Abu Dhahi, 9. dosember. Al*. AHMEI) Zaki Yamani, olíumálaráð- herra Saudi Arabíu sagði í kvöld, að olíuvcrð mundi ekki breytast fyrr en í árslok I982, jafnvel þótt Bandaríkja- dollar lækkaði á þcssu tímabili. Yam- ani sagði að OPEC-fundurinn hefði í hyggju að „færa iðnríkjunum Ijúfa jólagjöP1 og sagði að grcint yrði frá gjöfinni við lok fundarins síðia fimmtudags. Heimildir AP-fréttastof- unnar veltu fyrir sér hvort gjöfin fæl- ist í því að olíuvcrð myndi lækkað eftir gæðum eða fjarlægð frá viðkom- andi mörkuðum. Núverandi hráolíuverð Saudi- Araba var ákveðið á fundi OPEC í Genf og er 34 dollarar á hverja tunnu, en auk þess er ieyfð hækkun með tilliti til ofangreindra atriða. Þar með gátu ýrais Afríkulönd hækkað olíutunnuna í 38 dollara og Yamani mæltist það illa fyrir víða og dró úr eftirspurn á ýmsum olíumörkuð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.