Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981
15
Með afbrigðum vel
að verki staðið
Bókmenntir
Guömundur G. Hagalín
Jakob Jónsson: Frá sólarupprás
til sólarlags, minningabrot.
l'tgcfandi: Skuggsjá,
Hafnarfirði 1981.
Það mun hafa verið veturinn
1962—63, að hafinn var illskeyttur
áróður gegn byggingu Hallgríms-
kirkju í Reykjavík eftir teikningum
Guðjóns prófessors Samúelssonar,
og var í fyrstu lítt um varnir. Ég
hafði ekki mikið vit á byggingar-
list, en traust á Guðjóni Samúels-
syni, sem ég taldi einn af velgerð-
armönnum þjóðarinnar, og mér
þótti leið sú sundrung, sem var vís,
ef andstæðingum hinnar stórum
veglegu byggingar, yrði ekki rögg-
samlega og rækilega svarað. Ég var
alinn upp við heilræði séra Hall-
gríms og lestur kvæða hans, sem
voru til í Lokinhömrum á bernsku-
dögum mínum í tveimur vænum
bindum, og nú hafði ég lært að
meta gildi Passíusálmanna fyrir
þjóðina í sárum nauðum... En svo
var þá stofnað til útvarpsumræðna
um byggingu kirkjunnar, og var
einkum turninn talinn allt að því
glæpsamlegt tiltæki, ef fylgt yrði
teikningum Guðjóns. Harðsæknir
menn voru til sóknar í útvarpsum-
ræðunum, en séra Jakob Jónsson
einn til andsvara. Ég hafði kynnzt
dr. Jakobi og þekkti hann að gáfum
og góðri þekkingu, en samt sem áð-
ur efaði ég, hversu vel honum
mætti takast að hrinda árásunum.
En brátt hýrnaði yfir mér. Séra
Jakob stóð sig með ágætum, var
rólegur, en þó brennandi í andan-
um undir niðri, reyndist hugkvæm-
ur á rök og loks andstæöingunum
svo erfiður, að hann gat tekið að
beita gegn þeim kímnigáfu sinni. I
lok þessarar viðureignar þóttist ég
viss um það, að andstaðan mundi
verða til að þjappa saman liði
kirkjubyggingarinnar, og sú varð
vissulega raunin. Og nú er hinn
hneykslanlegi turn búinn að fá
málið og talar um tign Hallgríms-
kirkju og dugnað hennar velunnara
við hvern mann, sem kemur að höf-
uðborg Islands á sjó eða landi!
Dr. Jakob Jónsson hefur gefið út
bækur og ritlinga af ýmsu tæi, og
er þar margt girnilegt til fróðleiks
og skemmtunar. Og nú, þegar hann
Dr. Jakob Jónsson
er brátt áttræður, er komin frá
hans hendi ævisaga hans, fimmtán
arka bók í frekar stóru broti. Ég
las það vandlega, sem útgefandinn
hefur látið prenta á baksíðu bók-
arkápunnar og þótti hann nokkuð
óspar á lofið. En lestur bókarinnar
sannfærði mig um það, að útgef-
andinn hefði ekki hælt henni um
skör fram.
Séra Jakob gerir grein fyrir því í
nokkrum formálsorðum, hvað hann
hafi haft að leiðarljósi við samn-
ingu bókarinnar, og segir þar svo:
„... það vaknaði hjá mér löngun
til að segja sem mest frá ferli hugs-
unar minnar, hvernig ég myndaði
mér skoðanir og álit á viðfangsefn-
um mínum og samtíðar minnar. Ég
komst fljótt að raun um, að slíkt
var ógerningur, án þess að tengja
þær hugleiðingar við einstaka at-
burði eða sérstaka kafla úr ævi
minni. Oft getur einnig stutt lýsing
á atburði eða smámynd frá mann-
lífinu gefið betri hugmynd um feril
Bara svona af sjálfu sér
Bókmenntir
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Jón úr Vör:
REGNBOGASTÍGUR
Ljóð, 108 bls., Mcnningarsjóður.
Jón úr Vör er meðal þekktustu
og bestu núlifandi skálda á íslandi
og í hópi þeirra sem hvað mest og
heillavænlegust áhrif hafa haft á
yngri skáld. Þekktasta verk hans
er vitaskuld „Þorpið" (1946) og
þótt hann hefði aldrei ort neitt
annað hefði það eitt nægt til að
skipa honum á bekk með þjóð-
skáldum. Þessi aðstaða hlýtur að
vera all óþægileg fyrir skáld. Það
er jú ekki hægt að yrkja „Þorpið"
oftar en einu sinni, en óhjákvæmi-
legt að lesendur miði öll síðari
verk skáldsins við þessa
tímamótabók.
„Regnbogastígur" er ellefta
ljóðabók Jóns. Hún skiptist í fjóra
kafla, sem nefnast Hringleikar,
Ráðgjafinn, Vonarstræti og Fimm
konur. Siðasti kaflinn hefur að
geyma þýðingar Jóns á ljóðum eft-
ir fimm skáldkonur frá hinum
Norðurlöndunum.
Sem að líkum lætur er að finna
í þessari bók hreinan og tæran
skáldskap. Vitanlega þóttu mér
ljóðin misjöfn, þ.e. þau höfðuðu
mismikið til mín eins og gerist og
gengur. En aðalatriðið er að þau
eru sönn og einlæg. Þau eru skrif-
uð af skáldi með tilfinningar:
l»að drýpur,
drýpur bara svona af sjálfu sér,
klakinn úr þakrennunni
drýpur bara svona af sjálfu sér
I m leið þiðnar eitthvað
í brjósti þínu
|>eli í moldinni á bakvið
hjartað
og þú ferð að yrkja
orðin verða mýkri og mýkri
mýkri með hverjum degi
uns þér verður eðlilegt
að brosa um leið og þú vaknar,
Þannig hefst „Nýtt vorkvæði".
Mér þykir þetta ljóð vera prýðilegt
dæmi um það, hve ljóðin í þessari
bók eru einmitt eðlileg og eins og
til orðin „bara svona af sjálfu sér“.
Þessi bók er ein þeirra sem lætur
lesandanum líða betur eftir lestur
hennar, en áður. Slíkar bækur
hljóta að teljast góðar.
Núna eru vondir tímar fyrir til-
finningar. Einlægni á undanhaldi.
Einmitt þess vegna er gott að lesa
ljóð Jóns úr Vör. Þau hafa hvort
tveggja til að bera.
Þá finnst mér það líka mikill
kostur, hve þau eru laus við allan
hátíðleika og rembing. Sum skáld
eru alltaf að rembast í verkum
hins innra manns en langar lýs-
ingar.“
Hann kallar þessa bók reyndar
ekki ævisögu, heldur er þar undir-
fyrirsögnin Minningabrol. En sá er
dómur minn, að saga hans, hugsun-
ar og athafna, sé þarna sögð ótrú-
lega samfelld — og rækilega gerð
grein fyrir því, sem máli varðar,
hvort sem hann fjallar um bernsku
sína og bernskuumhverfi, skólaárin
eða starf sitt sem prests og for-
ystumanns um frjálslyndi í trúar-
og menningarmálum, um leið og
bókin speglar skýrt samtíð harvs og
þá samtíðarmenn, sem um er getið.
Liggur mér við að segja, að bókin
sé gerð af hugsunarlegri íþrótt, í
svo ríkulegum mæli, að furðu
gegni. Þar kemur svo margt og
margvíslegt fram, að óðs manns
æði væri að rekja það lið fyrir lið í
ritfregn. Þakka ég svo dr. Jakobi
bókina og læt hér staðar numið
með hvöt til annarra um að lesa
hana og njóta hennar.
sínum. Önnur skáld þurfa þess
ekki.
Um leið og ég þakka Jóni fyrir
að hafa ort „Þorpið" óska ég hon-
um til hamingju með „Regnboga-
stíg“.
Opið til kl. 7 föstudagskvöld
Opiö til kl. 6 laugardagskvöld
Ath. Þetta verö er á
meðan birgöir endast
Ný svínalæri heil eða hálf
Svínalærissneiðar
Svínahamborgarlæri
Svínahamborgarlæri úrb.
Svínabógar nýir
1/1 hringskornir
Svínabógar úrb.
Hamborgarreyktir svínabógar
Hamborgarreyktur
úrb. svinab.
Nýr svínahryggur
Svínakótilettur
Hamborgarhryggur m/beini
Úrb. hamborgarhryggur
Svínahnakki úrb. nýr
Svínahnakki úrb. reyktur
Svínalundir
Okkar
tilboð
73.50
120,00
98,00
128,00
69.50
95,00
79.50
118,00
138,00
146,00
149,00
168,00
93.50
129,00
173,00
Úrvals kjúklingar
5 st. kassa kjúklingar
Unghænur
10 stk. kassa
unghænur
Kjúklingabringur
Kjúklingalæri
Aligæsir ca. 4 kg
stk. per kg.
Okkar
tilboð
75,00
65,00
48,00
44,00
79,80
79,80
Skráð
verð
79,30
109,50
160,10
77,90
102,70
85,60
126.70
155.60
171.60
172,00
208.70
132,40
196,00
Almennt
verð
87,10
87,10
51,20
51,20
100,40
100,40
120,00
Okkar Skráð
verð verð
Hangikjötsskrokkar 51,70 59,15
Hangikjötslæri m/beini 68,50 81,60
Úrb. hangikj.framp. 79,50 102,40
Útbeinuö hangikjötslæri 117,00 143,00
Heilir hangikj.framp. 44,80 49,20
1/1 nýir lambaskrokkar 41,05 47,60
Lambakótilettur 55,40 63,90
Lambahryggir 52,00 59,55
Lambalærisneiöar 60,90 69,50
Lambasúpukjöt 43,40 49,70
Lambaframhryggur 58,85 67,70
Lambakarbonaöi 52,00 68,00
Úrb. lambahryggir nýir 109,00 132,75
Lambahamb.hryggur
sértilb. 68,50 88,60
London Lamb sértilboö 84,50 151,05
Lambageiri 94,00 137,00
Úrb. lambalæri fyllt
með ávöxtum 99,00 112,50
Úrvals nautakjöt: 1 Okkar Skráö tilboð verð 138,00 157,00 156,00 197,00 128,00 151,35 168.50 211,90 156,00 197,00 148.50 185,00 58,50 64,30 85,00 106,70
Nautaroastbeef Nautasnitzel Nautgullasch Nautamörbrá Nautainnanlæri Nautabuffsteik Nautagrillsteik Nauta T-bone
10 kg nautahakk 69 kr. kg
Folaldakjöt 33 kr. kg
Kindahakk 29 kr. kg
Lambahakk 47 kr. kg
Saltkjötshakk 47 kr. kg
Svínahakk 89 kr. kg
Karbonaöi lamba 52 kr. kg
Nautahamborgari 5,85 per. stk.
Lambalifur 29 kr. kg
Nýtt hvalkjöt 27 kr. kg
Lambarif 27 kr. kg
Svínahausar 13 kr. kg
Ódýra baconiö 53 kr. kg
Svínakjöt:
Það munar um
Verzlið jólamatinn
á góðu verði
Atn.
Eggin kosta
42 kr. kg hjá
okkur
Fuglakjöt