Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 48
TUDOR rafgeymar „já þessir meÓ 9 líf ” SKORRIHF Laugavegi 180, slmi 84160 Bók með þessu merki má skipta í bókaverslunum! SKIPTIBOK FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 Grundarfjörður: Gerði tilraun til að ræna banka <.runflarfirOi, 9. desember. MADIJK einn gerði tilraun til að ræna Samvinnubankann hér á staénum í nótt. Tilraunin mistókst oj> var maóurinn gripinn á inn- brotsstaó. Maðurinn braut stóra rúðu í bankanum og fór inn. Gerði hann mikla leit að lykli peningaskáps bankans en hún varð árangurslaus af skiljanlegum ástæðum, því lykillinn mun geymdur annars staðar. Allt var á rúi og stúi í bankanum eftir leit mannsins en sáralitlar skemmdir urðu. Maður- inn var handsamaður í bankanum og tók lögreglan hann í sína vörzlu. - Bæring Skýrsla starfsskilyrðanefndar: Haldið leyndri fyrir þingmönnum - en víða á ferð í þjóðfélaginu Skýrsla starfsskilyrðanefndar, sem er stjórnskipuð, um stöðu atvinnu- vega, var tilefni hörkuumræðna utan dagskrár á Alþingi í gær. Nefndin sendi rfkisstjón áfangaskýrslu í sept- embermánuðí sl., sem þingmenn hafa ekki enn fengið, þrátt fyrir það að hún hefur víða farið utan þings, að sögn Matthíasar Bjarnasonar (S), sem hóf umræðuna. Matthías sagði skýrsluna hafa borið á góma á fundi Hl, sem þingmenn hefðu verið boðaðir til, og þeir þar spurðir, hversvegna ekkert hefði heyrzt frá einstökum þingmönn- um um efni hennar — og hvern veg þeir hygðust bregðast við. I>að væri hart að þurfa að svara því til, að þing- menn, sem næst ríkisstjórn ættu rétt á að sjá slíkar skýrslugerðir, er varða íslenzka atvinnuvegi, hefðu enn ekki fengið hana í hendur. Snéri hann máli sínu til staðgengils forsætisráðherra, l’álma Jónssonar, og gerði kröfu til að þingmenn fengju þessa skýrslu tafar- laust á borð sín. Friðrik Sophusson (S) tók í sama streng. Hann sagðist hafa fengið þessa skýrslu í hendur, ekki sem þingmaður og ekki frá viðkomandi nefnd, heldur úti í bæ. Sýndi hann þingheimi skýrsluna úr ræðustóli. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, sagði hér um áfanga- en ekki lokaskýrslu að ræða. Ljóst væri að trúnaður hefði verið brotinn þegar jafnvel blöð kæmust yfir hluta úr henni. En þar sem einn, og e.t.v. fleiri þingmenn, hafa skýrsluna þegar í höndum, mun ég hvetja for- sætisráðherra, þegar hann kemur heim, til að senda hana öllum þing- Ljósm. ÓI.K.M. í gærkvöld var unnið að því á Austurvelli í Reykjavík að setja upp jólatréð, sem Oslóarbúar gefa Reykvíkingum. Næsta sunnudag verður kveikt á Ijósum á trénu. Jólatréssalan hefst í dag: Meðalstórt tré kostar 190 krónur VERÐ á jólatrjám hefur nú verið ákveðið og að sögn Kristins Skær ingssonar hjá Landgræðslusjóði hef- ur það hækkað um 40 prósent frá síðustu jólum. Algengasta stærð af heimilis- trjám, rauðgreni, kostar sem hér segir. 1 til 1,25 metra hátt rauð- grenitré kostar 175 krónur, 1,25 til 1,50 metra tré kostar 190 krónur og 1,50 til 1,75 metra hátt tré kost- ar 210 krónur. Stærri rauðgreni tré sem varla eru notuð innanhúss eru frá tveggja til tveggja og hálfs metra há og kosta allt að 280 krón- um. Önnur tegund sem fæst af jóla- trjám er stafafura og er hún um 40 prósent dýrari en rauðgrenið. Stafafura fellir ekki barrið og þeg- ar rauðgreni kostar 190 krónur kostar stafafuran 340 krónur. Einnig er hægt að kaupa norð- mannsþin sem er enn ein tegund jólatrjáa, en hún er þrisvar sinnum dýrari en rauðgreni. Sagði Kristinn Skæringsson að jólatréssala Landgræðslusjóðs hæfist í dag eftir hádegi á sölustað sjóðsins við Reykjanesbraut rétt fyrir neðan Fossvogskirkjugarð. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson um frystihúsin: „Byrja ekki næsta ár með núverandi rekstrargrundvöll“ „HVERNIG sem á málið er litið, þá er engin leið fyrir frystihúsin að byrja næsta ár með jafn slæman rekstrar- grundvöll og verið hefur á þessu ári. !>á verður heldur ekki endurtekinn sá leikur að byggt sé á loforði úr tómum Verðjöfnunarsjóði, en frystihúsin hafa enn ekki séð neitt af þeim peningum, sem lofað var í frystideild Verðjöfnun- arsjóðs vegna gengisuppfærslna Seðla- hankans," sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, í gær, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann um stöðu frystihúsanna um þessar mundir. — l>ess má geta að þann 1. október sl. vantaði 28,5 millj. kr. í frystideild Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, þannig að sjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. „Athuganir á afkomu nokkurra frystihúsa það sem af er þessu ári sýna, að sé eingöngu miðað við fryst- ingu þá má ætla að taprekstur nemi 7—8% af veltu: Þar sem afskriftir eru einungis 3,6% af veltu, þá er beint tap umfram afskriftir yfir 4% eða sem svarar til helmings af öllum vaxtagreiðslum," sagði Eyjólfur. Þá sagði hann, að þar sem söltun Sovétmenn aðgangsharðir að íslenskum stjórnvöldum: Vilja leyfi til tilraunaveida, samn- inga um flugmál og nýtt einbýlishús BEIDNI frá sovéska sendiráðinu um heimild frá íslenskum stjórnvöldum til að kaupa einbýlishús við Sólvallagötu í Reykjavík liggur fyrir til afgreiðslu í dómsmálaráðuneytinu. í viðræðum við fulltrúa íslenskra sjávarútvegsyfirvalda hafa Sovétmenn farið þess á leit, að þeir fái heim- ild til tilraunaveiða við ísland með þremur skipum. Sovétmenn hafa hvað eftir annað sett fram tillögur um það, að tekið verði til athugunar, hvort ekki sé ástæða til að koma á flugsamgöngum milli Sovétrfkjanna og íslands. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hafa Sovétmenn verið óvenjulega aðgangsharðir í málarekstri sín- um hér á landi undanfarna mán- uði. Fyrir utan heimild til að eignast enn fleiri hús í Reykjavík, sýnist þeim nú sérstakt kappsmál að auka umsvif sín í lofti og á legi við landið á vegum annarra aðila en sovéska hersins, en eins og kunnugt er af fréttum hefur ferð- um sovéskra kafbáta og herflug- véla fjölgað mikið hér við land undanfarin misseri. í haust var í ráði, að Stein- grímur Hermannsson, sjávarút- vegs- og samgönguráðherra, færi í opinbera heimsókn til Moskvu. Þegar dró að þeirri ferð, sem síð- an var ákveðið að fresta, ítrekuðu Sovétmenn með meiri þunga en áður tilmæli sín um tilraunaveið- ar hér við land og nauðsyn þess, að einhvers konar tvíhliða sam- komulag verði gert um flugmál milli landanna. Heimildarmenn Morgunblaðs- ins segja, að íslensk stjórnvöld hafi ekki hug á að heimila Sovét- mönnum tilraunaveiðar hér við land og mun í bígerð að setja sér- staka reglugerð um rannsóknir innan íslensku efnahagslögsög- unnar til að ganga tryggilegar frá öllu, sem að slíkum rannsóknum lýtur og veitingu leyfa til þeirra. 1977 var undirritað samkomulag milli ríkisstjórna Islands og Sov- étríkjanna um samvinnu á sviði fiskverndar og fiskveiða og munu Sovétmenn nú vísa til þess óskum sínum um tilraunaveiðar til stuðnings, en óskirnar hafa ein- mitt komið fram í sameiginlegri nefnd, sem stofnuð var með sam- komulaginu frá 1977. Þegar Sovétmenn hafa haft uppi óskir um einhvers konar samstarf við Islendinga á sviði flugmála, hefur þeim fram til þessa verið svarað á þá leið, að því er heimildir herfna, að miðað við flutningsþörf milli íslands og Sovétríkjanna með flugvélum dugi sá afgreiðslusamningur, sem sovésk stjórnvöld hafa gert við Flugleiðir hf. um þjónustu við sovéskar vélar, sem lenda á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt alþjóðasamningum er ekki unnt að neita Sovétmönnum að lenda á Keflavíkurflugvelli séu aðstæður eðlilegar. Hins er þó að geta að snemma árs 1980, skömmu eftir innrásina í Afganistan, neituðu afgreiðslumenn á Keflavíkurflug- velli að afgreiða sovéska flugvél á leið til Kúbu. Síðan hafa sovéskar flugvélar ekki lent hér á landi. Það er á valdi dómsmálaráð- herra að afgreiða beiðni sovéska sendiráðsins um kaupin á húsinu við Sólvallagötu. Hefur það dreg- ist nokkuð að ráðherrann af- greiddi málið, enda mun mikill urgur og uggur vera í íbúum í hverfinu vegna þessa máls. og hersla væri verulegur þáttur í rekstrinum yrði tapið minna og réð- ist þá fyrst og fremst af ýmsum ytri aðstæðum eins og t.d. vinnslutíma og fisktegundum hver endanleg niður- staða yrði hjá einstökum fyrirtækj- um. Ennfremur væri ljóst, að fyrir- tæki með mikla vaxtabyrði eða þau sem væru langt undir meðallagi í þeim efnum sýndu minna tap, „en það þýðir þá einungis einnig að önn- ur fyrirtæki eru í enn meiri tap- rekstri en meðaltalið sýnir“. Eyjólfur sagði að í byrjun ársins hefði ríkisstjórnin skýrt frá því að hún myndi beita sér fyrir ráðstöfun- um vegna erfiðleika frystideildar Verðjöfnunarsjóðs og í bókum ríkis- stjórnarinnar frá þeim tíma segði. „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir ráðstöfunum til þess að Verðjöfnun- arsjóður fiskiðnaðarins, frystideild, geti staðið við greiðsluskuldbind- ingar sínar, vegna ákvörðunar um viðmiðunarverð frá 1. janúar til 31. maí, sem svari yfir markaðsverði í dag. I þessu felst þó ekki skuldbind- ing af hálfu ríkisstjórnarinnar til að leggja fram óafturkræft framlag."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.