Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 „Loki&i huróinni aiarna!" * Ast er... ... að hugsa sér hve dásamlegt sé aö koma heim til hennar. /y K(í fckk hundinn til að halda óvclkomnum gestum frá húsinu og tcngdamamma er hætt aó koma! Með moiminkaffínu HÖGNI HREKKVlSI # /Æ/cKSro /r-rrn tfJA/OAUÆó)/? " Fangelsin með öllu óþörf Hugsi skrifar: „Ég horfði á Fréttaspegil í sjón- varpinu 4. þ.m. Þar var rætt um fangelsismál hér á landi, og er það Ofdrykkja - hófdrykkja G. skrifar: „Velvakandi! Kannanir ýmiss konar gerast æ tíðari bæði hérlendis og erlendis. Hitt er öllu sjaldgæfara, að réttar ályktanir séu af þeim dregnar, enda eru ástæður fyrirbæris oft allt aðrar en um er spurt eða að leitað. Skv. einni slíkri könnun, sem fram fór í Svíþjóð og greint var frá í Morgunblaðinu 25/11, hafa börn frá heimilum ofdrykkju- manna meiri hneigð en önnur tii að leiðast út í drykkjuskap og af- brot. Þetta stangast á við fyrri rannsóknir, sem benda til þess, að „sporin hræði“ og að börn ofdrykkjumanna óttist áfengið og forðist það. Börn þeirra, sem „kunna að drekka", hugsa aftur á móti oft sem svo: „Úr því að pabbi og manna geta þetta, ætti ég að geta það líka“, en reka sig svo á það, að áfengið er þeim ofjarl. Stundum eru fyrir hendi félags- legar aðstæður svo sem fátækt, fáfræði, atvinnuleysi, húsnæðis- leysi eða annað, sem ýttu veik- geðja feðrum út í drykkju, og eru viðvarandi þegar synirnir vaxa upp. Þeir fara því stundum sömu leiðina. En hvor er betri, þegar öllu er á botninn hvolft, hófdrykkjan eða ofdrykkjan? Um þetta efni lét Vilmundur Jónsson, landlæknir, einn mesti gáfumaður þessa lands, eitt sinn svo um mælt: „Of- drykkjumaðurinn í strætinu, sem sefur á Arnarhólstúni eða undir bátum við Grandann, er sjálfum sér verstur. Hann er minni háttar vandamál. Aðalvandamálið stafar af hófdrykkjumanninum, sem með áfengi svæfir samvizku sína, en heldur sínu viti og klækjum: fals- ar bókhald, dregur sér fé, er konu sinni ótrúr, ekur undir áhrifum o.s.frv. Hann er verstur samfélag-. inu.“ Þessi orð eru íhugunarverð." vel. Vonandi er að mönnum fari að skiljast, að fangelsi eru mann- skemmandi og ættu ekki að vera til. Ég trúi því að vel megi leysa mál afbrotamanna á mannúðlegri hátt en gert er í þessum endemis stofnunum. Ég vil benda á, að í sveitum landsins gætu þessir menn fengið verk að vinna sem eru mannbætandi. Flestir þeirra sem gista fangels- in eru ungir menn, sem búnir eru að fá nóg af forpokuðum köllum kerfisins, hafa slitið sig lausa, hlaupið út í frelsið og hrasað. Ég minnist þess frá því að ég var í barnaskóla, hvílík kvöl það var að sitja í tímum, gjörsamlega áhuga- laus og leiður yfir öllum þessum fjöllum og fljótum, löndum og loftslagi, hottentottum og hala- negrum, sem blessaðir kennararn- ir reyndu af veikum mætti að troða inn í mitt litla heilabú. Þetta var tímasóun, meðan fær- ið lá falið milli steina í fjörukamb- inum, nógur fiskur við klettana og iðandi athafnalíf allt í kring. Ein- hvern veginn komst ég óbrjálaður gegnum þennan vítiseld og strengdi þess heit að stíga aldrei fæti inn fyrir skóladyr aftur. Ég hef staðið við það að mestu. Það er nú einu sinni svo, að fólki er miskunnarlaust troðið í sama mótið, svo að vart er við því að búast, að úr verði listaverk í öllum tilfellum, og síst af öllu þegar efn- ið hrekkur ekki til. Þið, sem ráðið skólamálum hér á landi og eruð e.t.v. sú manngerð sem fróðleiks- fýsnin hefur heltekið, mættuð gjarnan vita það, að til er fólk, sem hefur ekki nokkurn áhuga á bóklegu námi, og vísasta leiðin til að gera það að tugthúslimum er að kaffæra það í bókum. Það er engin tilviljun, að ungl- ingar, sem hafa alist upp í sveit og haft nóg fyrir stafni öll uppvaxt- arárin og þannig fengið fullnægt athafnaþrá sinni, verða síður fyrir því að afskræmast eftir veru sína í mótunarmaskínu skólakerfisins en hinir sem alist hafa upp á möl- inni, þar sem öllum er bannað að hreyfa sig nema eftir forskrift steinrunninna kerfiskalla og úti- stritandi foreldra. Það er því niðurstaða mín af þessum hugleiðingum, að fangels- in séu með öllu óþörf og ættu að þjóna öðru hlutverki en að murka sálarþrek úr ungum mönnum sem oft hafa það eitt til saka unnið að hrasa á flótta undan hinni mis- kunnarlausu krumlu skólakerfis- ins.“ Tímanna tákn Finar Ingvi Magnússon, Sólheim- um í Grímsnesi, skrifar: „Heill og sæll, Velvakandi og les- endur blaðsins! Er kenningin um upprisu holds- ins í samræmi við orð Jesú á krossinum? Þannig spyr Páll H. Arnason frá Vestmannaeyjum í Velvakanda ekki alls fyrir löngu (11. nóv.). Spurning þessi á rætur að rekja til hinnar stóru spurn- ingar, hvort líf sé strax að loknu þessu. Áður en ég held lengra, vil ég taka fram, að það er alveg á takmörkunum að hægt sé að svara Páli, sé eini tilgangur hans að gera lítið úr Biblíunni og þver- neita að trúa því, að hún sé í heild Guðs orð. Þar sem ég geri ráð fyrir því, að Páll lesi bréf þetta, held ég að betur fari á að ég beini orðum mínum sérstaklega til hans. Komdu sæll, Páll. Þú segir í bréfi þínu, að ónot fari um þig þegar þú heyrir prest- ana boða upprisu holdsins. Þess vegna spyr ég: Er þessi vantrú þín í samræmi við orð Krists? Nei, og ég skal reyna að útskýra það með orðum Biblíunnar. Auðvitað þýðir engum að lesa lengra, þvermóðsk- ist hann við að trúa Biblíunni sem innblásnu orði Guðs, en þeir eru margir og slíkt ekki nema tím- anna tákn. Þess vegna álít ég bréf þitt í rauninni óverðugt svars, þar sem þú ert fyrirfram búinn að dæma svar „rnitt", er þú lýsir því yfir í upphafi bréfs þíns, að kenn- ingin um upprisu holdsins sé þér „álíka fjarstæð og sumir þættirnir í sköpunarsögunni", sem þú segir löngu afsannaða!!! Og þú heldur áfram, að kennimenn reyni að telja okkur trú um að þeir séu heilagur sannleikur og þrástagist á því að Biblían í heild sé Guðs orð. Hvers vegna á ég í orðastælum við þig, Páll? Þú ert í vafa um sannleiksgildi Biblíunnar. Hvers vegna vitnar þú þá í Biblíuna með spurningu þinni? Biblían er meira en bara sögubók, hún er saga mannsins frá upphafi til enda, til orðin vegna hans. Hún er leiðar- bók fyrir allt mannkyn, því til heilla. Hún boðar okkur hjálp- ræði, sem fæst fyrir trú á Jesúm Krist. Hún er spádómsbók og lögbók og heilagur sannleikur hins eina alvalda Guðs. En það er sama sagan. Alltaf er stór hópur manna boðinn og búinn til þess að niðra Biblíuna, en slíkt er ekki nema tímanna tákn, segi ég aftur. Ef slík bók sem Biblían hefði verið rituð til þess að blekkja okkur mennina, hefði ég betur trúað þeim mönnum, sem hana færðu í letur til þess að hafa samræmi í lygunum. Og varla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.