Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 33 aö sýna þeim hann. Mikið var tek- ið yel á móti þeim. Ég hef svo ótal margt að þakka Guðlaugi, tengdaföður mínum, ekki síst vil ég þakka hve mikið ég lærði af umgengni minni við hann og Ingibjörgu. Það er mikils virði í lífinu að verða samferða góðu og mætu fólki, hvort heldur er heima eða í starfi. Lífið er strangasti skólinn og kemst fólk misjafnlega í gegnum hann eins og alla skóla. Einkunn verður ekki gefin nema eftir framkomu. Þar hefur Guð- laugur, að mínum dómi, hlotið þá hæstu, sem hægt er að gefa. Hafi hann þökk fyrir allt hið liðna. Inga Kveðjuorð frá Hnappdælingi tekur tryggðinni í skóvarp, sem tróllum er ekki va>tt.“ Þessar spaklegu hendingar Klettafjallaskáldsins hafa verið óvenju ofarlega í huga mínum undanfarna daga, eftir að eg frétti andlát vinar míns, Guðlaugs Jónssonar, og eg veit að þar munu þær hljóma unz eg hefi fest á blað eitthvað af því, sem að baki liggur. Verður að skeika að sköpuðu hvernig til tekst. Guðlaugur Jónsson var Hnapp- dælingur alla ævi, þó að hann yfir- gæfi daiinn liðlega tvítugur og væri eftir það heimilisfastur í Reykjavík. Þessa miklu tryggð við æskustöðvar eiga sem betur fer fleiri en Hnappdælingar, en hjá Guðlaugi var hún óvenju rík og kom best fram í bók er hann ritaði um dalinn og hún stýrði pennan- um (Árbók FÍ 1970). Yfirbragðs- mikill verður dalurinn naumast talinn, en hann á sér fagran fjalla- hring og furðulegan hraunaheim. Söguríkur er hann, en fátt um fræg höfðingjasetur eða stórbýli. Á fyrstu áratugum þessarar aldar, uppvaxtarárum Guðlaugs, setti fátæktin svip sinn á mannlíf- ið í dalnum, bústofninn rýr en börnin mörg. En þar ríkti samt fagurt mannlíf og blessunarlega fátt af vondu fólki. Munaðarleys- ingjar fengu oftar en hitt sama- stað á barnaheimilum, þurfa- lingar aldrei boðnir upp. í þessu umhverfi ólst Guðlaugur upp, en föður sinn missti hann kornungur. Á vegum móður sinnar, Sólveigar, var hann þar til ógæfan dundi yfir hana, kvalafull og ólæknandi augnveiki, sem blindaði hana á skömmum tíma. Enn þann dag í dag stendur þessi kona ljóslifandi í huga mínum. Mikil fríðleikskona, snyrtileg í klæðaburði þrátt fyrir blinduna, með reisn og manndóm formæðranna í framkomu og fasi. Hún var mikill aufúsugestur’ á heimili foreldra minna og heillað- ur horfði eg á hana prjóna rósa- leppa eins og hún væri alsjáandi. Á þessum árum var dalurinn þétt- setinn og stór hópur uppvaxandi kynslóðar á hverju heimili. Það var því mikill gróandi í mannlíf- inu, stofnað ungmennafélag og margskonar önnur umsvif á döf- inni. Einn atburður er mér sér- staklega minnisstæður, er annar eldri bróðir minn kom með orgel inn á æskuheimilið eftir vetrar- dvöl í Reykjavík. Þá varð stórhá- tíð í litlu, þriggja stafgólfa bað- stofunni, mikið sungið og afar gestkvæmt. Guðlaugur var virkur þátttakandi í öllum þessum gró- anda og þá færði forsjónin honum upp í hendurnar mestu lífs- gæfuna, hana Ingibjörgu Krist- jánsdóttur frá Haukatungu. Sú hamingja varð ekki endaslepp, entist honum til æviloka, í 62 ár. Börnin urðu 4 og barnabörnin mörg. Þar ríkir kærleikurinn. En svo kom stríð og erfið harð- indaár. Þá dundi fyrsta blóðtakan yfir sveitir íslands og Hnappadal- urinn fór sannarlega ekki var- hluta af henni. Margar fjölskyldur tóku sig upp og fluttust til Reýkja- víkur, þar á meðal foreldrar mín- ir, og fæstum mun það hafa verið sársaukalaust. Guðlaugur fluttist þá einnig til höfuðborgarinnar og skömmu síðar hóf hann þar sitt ævistarf, sem löggæslumaður, fyrst í götulögreglunni en síðar við skrifstofustörf. Þessir frum- býlingar höfuðborgarinnar munu flestir hafa átt heldur erfitt upp- dráttar fyrstu árin, bjuggu í þröngum húsakynnum og áttu rétt til hnífs og skeiðar. Og „mölin" í borginni varð hinum uppslitnu rótum töluvert kalsár. Fyrst reyndi fólk að ýta minningunum um átthagana frá sér, en það gekk erfiðlega. Þá var tekið það fahgráð að glæða þær og njóta þeirra á góðra vina fundum. Veturinn 1927 efndu Hnappdælingar í Reykjavík til sinnar fyrstu samkomu, sem þótti takast vel. Hún varð fyrsti vísirinn að Félagi Snæfeliinga og Hnappdæla, sem enn stendur með blóma. Guðlaugur var þar með frá byrjun, af lífi og sál, sat lengi í stjórn þess og síðar gerður að heiðursfélaga. Guðlaugur var mjög vel greind- ur maður og fróðleiksfús. Tók hann sérstöku ástfóstri við þjóð- legan fróðleik og fornar minn- ingar. Hann var einnig vel ritfær og fyrstu bókina sendi hann frá sér árið 1950. Nefndist hún Bónd- inn á heiðinni, frásagnaþættir vestan úr Hnappadal. Næst kom sú bók, sem mun halda nafni hans lengi á lofti, Bifreiðir á íslandi, og verður að telja samantekt hennar meiriháttar afrek. Er illt til þess að vita hve þeir, sem hefðu átt að styðja hann dyggilega við það þarfaverk, sýndu því mikið tóm- læti og þurfti hann að kosta út- gáfu bókarinnar sjálfur. Eg hefi þegar minnst á ritgerð hans um Hnappadal í Árbók FÍ, 1970, en óútgefin handrit hans eru enn meiri að vöxtum. Vil eg þar aðeins nefna Sögu Strætisvagna Reykja- víkur, sem hann tók saman að beiðni fyrirtækisins. Allur frá- gangur á þessum handritum er til fyrirmyndar, enda var Guðlaugur listaskrifari og afar vandvirkur. Guðlaugur var vandaður maður til orðs og æðis og mátti ekki vamm sitt vita. Mannasættir var hann, umtalsfrómur og tillögugóð- ur. En sterkasti þátturinn í skap- gerð hans tel eg að hafi verið ræktarsemin og tryggðin. Við, af- komendur Pálínu og Guðmundar frá Tröð, getum allvel um það dæmt, því þar stóðu vinátta og tryggðir á kynslóðamerg, ef svo má að orði komast. Vil eg nú fyrir hönd okkar allra, bera fram hjart- ans þakklæti fyrir órofa tryggð og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Ekkjunni hans, Ingibjörgu, og af- komendum þeirra vottum við þakklætti fyrir sanna vináttu, og okkar dýpstu samúð. Sjálfur von- ast eg eftir að hitta Guðlaug aftur fyrir vestan á góðri stund með út- sýni út yfir hraun til Jökuls. Hann stendur líka traustum fótum. Gísli frá Tröð Ragnheiður Páls- dóttir Kveðjuorð Ragnheiður Pálsdóttir, eða Ransí, eins og hún var kölluð, er nú farin á vit feðranna. Við sitjum agndofa eftir, þó svo við sæjum í hvaða átt stefndi. En eins og fyrr kemur maðurinn með ljáinn okkur að óvörum, það er eins og mann- skepnan átti sig aldrei á hinu eina óumflýjanlega hér í lífinu, dauð- anum. Ég kynntist Ransí fyrst á jóla- dag 1946, og hefur okkar kunn- ingsskapur haldist æ síðan. Ransí var mér og mínum góð og traust vinkona, alltaf vorum við velkom- in á hennar heimili, sem bar merki mikillar snyrtimennsku eins og Ransí var. Fyrir hönd ættingja minna í Danmörku, sem allir báru sterkan hlýhug til Ransíar, votta ég bræðrum hennar og öðrum vanda- mönnum okkar dýpstu samúð. Elae Nýkomiö mikiö úrval af dönskum borðstofuhúsgögnum Veröiö otrulega hagstætt. SMIDJUW.Gl 6 SIMl 44544 Upp með hendur The Best of Ottawan heitir þessi bráðskemmtilega plata. Enda er hér að finna öll þeirra beitu iög s.s. Hands Up, D.I.S.C.O., Crazy Music, You’re OK o.fl. Einnig inniheldur platan nýjasta laga þeira, Help, get me some heip, en það lag rýkur nú upp vinsældariista í Englandi og Evrópu. Þannig að ef þú ert að leita eftir hressri og upplífgandi tónlist er The Best of Ottawan kjörin. fónds un He«o Rio ra?V rnusic 'Z’,s toy song . 0,s.c.o. spz- Doudou rumba YooVe O.H , Geffö, tónlistargjöf Eggð&sf sUiAorhl KARNABÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.