Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981
Matthías Bjarnason:
Frumvarp til breyt-
inga á tekjuskattslögum
Mallhías Bjarnason helur flutt
frumvarp til hreytinga á lögum, um
tekju- og eignaskatt. Fyrsta frum-
varpsgrein er svohljódandi:
„4. mgr. 14. gr. laganna orðist
svo:
Skattaðili getur farið fram á
frestun skattlagningar söluhagn-
aðar af landi bújarða, ófyrnanleg-
um náttúruauðæfum á bújörðum,
atvinnuhúsnæði, tækjum, bátum
og öðrum eignum, sem notaðar eru
í atvinnurekstri, um tvenn áramót
frá söludegi, enda afli hann sér
sambærilegra eigna eða íbúðar-
húsnæðis allt að þeim stærðar-
mörkum, sem greinir í 16. gr., í
stað hinna seldu eigna innan þess
tíma og færist þá söluhagnaður-
inn framreiknaður samkvæmt
ákvæðum 26. gr. til lækkunar
stofnverði hinnar nýju eignar.
Nemi stofnverð hinnar nýju eign-
ar lægri fjárhæð en söluhagnaðin-
um telst mismunurinn til skatt-
skyldra tekna. Þessi meðferð sölu-
hagnaðar er því aðeins heimil að
seljandi hafi haft atvinnurekstur
á hinni seldu eign að aðalstarfi í
a.m.k. fimm ár á síðastliðnum átta
árum næst á undan söludegi og
stundi atvinnurekstur á sama hátt
á hinni keyptu eign eða eigi hið
keypta húsnæði í a.m.k. tvö ár eft-
ir kaupdag. Ef þessum skilyrðum
er ekki fullnægt telst söluhagnað-
urinn, framreiknaður skv. 2. mgr.
13. gr., með skattskyldum tekjum
þess árs þegar skilyrðið er rofið,
að viðbættu 10% álagi. Frestun
tekjufærslu kemur því aðeins til
greina að yfirfæranleg rekstrar-
töp hafi verið jöfnuð.“
Önnur grein frumvarpsins seg-
ir: „44. grein laganna orðist svo:
Til viðbótar fyrningu skv. 38. gr.
er heimilt að fyrna eignir, sbr. 32.
gr. um fjárhæð jafna skattskyld-
um hluta söluhagnaðar af fyrn-
anlegum eignum á sama rekstrar-
ári og söluhagnaður færist til
tekna."
Þriðja grein felur í sér að 53.
grein laganna verði felld niður,
enda hafi reynslan sýnt, að
ákvæðið, er varðar tekjufærslu
vegna skulda, hafi komið mjög illa
út fyrir þá aðila, sem eru að byrja
rekstur og stofnað hafa til skulda
afþeim sökum.
I ákvæði til bráðabirgða segir:
„Vegna þeirra miklu greiðsluerfið-
leika, sem hvíla á byrjendum í at-
vinnurekstri og öðrum, sem eins
er ástatt um, og ekki er séð hvern-
ig þeir geti greitt álögð gjöld
vegna ákvæða 53. gr., sem lögð
vóru á 1980 og 1981, er lagt til að
þau verði felld niður.“
KR BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Metabo
RAFMAGWS
VFjEKFyFVR.T
sem jólagjöf í ár
*
Forseta Islands afhent stefnuyfir-
lýsing endurhæfingarsamtakanna
NÝLEGA afhenti Norman Acton, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðlegu
endurhæfingarsamtakanna (Rehabilitation International), forseta Is-
lands, Vigdísi Finnbogadóttur, stefnuyfirlýsingu samtakanna fyrir 9.
áratuginn í málefnum fatlaðra. Þessi mynd var tekin við það tækifæri,
en viðstaddir athöfnina voru forystumenn ýmissa samtaka fatlaðra hér
á landi, starfsmenn ráðuneyta og félagsmálaráðherra.
Rædur og ritgerðir
Hákonar Guðmundssonar
Hákon Guðmundsson, fyrrv. yf-
irborgardómari, andaðist snemma
á sl. ári, 75 ára að aldri. í fórum
hans var fjöldi erinda og ritgerða
um margvísleg efni, of fróðleg og
nýtileg til að geymast og kannski
gleymast. Hákon var formaður
Landverndar fyrstu tíu ár þeirrar
stofnunar og átti drjúgan þátt'í að
móta starf hennar, en áður hafði
hann verið formaður Skógræktar-
félags íslands í 13 ár. Hákon Guð-
mundsson var lögfræðingur að
mennt og öll hans daglegu störf
voru á því sviði. Hin störfin, og
raunar mörg fleiri en hér eru
nefnd, voru frístundavinna, unnin
af áhuga fyrir þörfum og góðum
málefnum. Fyrir því hlaut bókin
nafnið: Starfið er margt.
Stjórn Landverndar fannst
skylt að minnast forustumanns
síns á verðugan hátt, og gat hún
vart gert það betur en með útgáfu
þessarar bókar.
Formaður Landverndar, Þor-
leifur Einarsson jarðfræðingur
skrifar formála bókarinnar, en
næst er stutt æviágrip Hákonar
eftir Hákon Bjarnason. Síðan
koma fimm kaflar með mismun-
andi efni. Sá fyrsti er um land-
vernd og skógrækt, en þeim mál-
um sinnti Hákon um 30 ára skeið
og var þeim vel kunnugur. Hér eru
þessi mál, ásamt náttúruvernd,
rædd frá ýmsum hliðum. Annar
kafli nefnist Leikið á léttari
strengi, en þar eru erindi í gam-
ansömum tón. í þriðja kafla eru
nokkur af þeim erindum, sem Há-
kon Guðmundsson flutti á sínum
tíma í útvarpið um hæstaréttar-
STARFIÐ
ER
MARGT
HÁKON GUÐMUNDSSON
mál, og urðu, þótt einkennilegt
megi virðast, eitt vinsælasta út-
varpsefnið í fjölda ára. I þessum
þætti kennir margra grasa, og
mun margur fagna því að eiga
þetta á prenti. Fjórði kaflinn fjall-
ar um Félagsdóm, skipan hans og
störf. I fimmta og síðasta kafla
eru erindi þau, sem hann flutti í
sjónvarpi nokkur sunnudagskvöld
fyrir fáum árum. Þau fjalla um
margvíslega þætti mannlegs lífs
og eru bæði hollur og góður lestur.
Bókin er tæpar 200 síður,
snyrtilega frágengin á góðum
pappír. Þeir Stefán Már Stefáns-
son prófessor, Hákon Bjarnason
og dætur Hákonar Guðmundsson-
ar völdu efnið í bókina. Bókin er
prentuð í ísafoldarprentsmiðju hf.
(Fréttatilkynning)
Smásögur eftir
William Heinesen
KVFNNAGIJLLII) í grútarbræðslunni
heitir smásagna.safnið eftir William
Heinesen, sem Mál og menning hefur
gefið út í þýðingu Þorgcirs Þorgeirs-
sonar rithöfundar. Kvennagullið í grút-
arbræðslunni er fimmta verk Heine-
sens sem kemur út hjá Máli og menn-
ingu í þýðingu Þorgcirs Þorgeirssonar,
en áður eru komnar bækurnar: Turn-
inn á hcimscnda, 1977, Fjandinn hleyp-
ur í Gamalíel, 1978, í morgunkulinu,
1979 og Það á að dansa, 1980.
I bókinni, sem bæði geymir for-
mála og eftirmála, eru sex sögur, og
dregur bókin nafn af þeirri lengstu,
en einnig eru í bókinni sögurnar:
Hnífurinn, Dansarakvæðið um Tví-
Símon og Keldu-Köllu, Tunglskin yf-
ir Hóreb, Dóda og Nútímakröfur.
Myndirnar í bókinni og káputeikn-
ing eru eftir Zacharias Heinesen,
son skáldsins.
William lleinesen
Kvennagullið í grútarbræðslunni
er 256 bls. að stærð, prentuð og
hundin í Prentsmiðjunni Hólum hf.