Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 17 augi.ysim; \- 8ÍMINN KR: 22480 Jólin hans Vöggs litla HJÁ Máli og menningu er komin út bók sem hefur að geyma sænskt jólaævintýri, Jólin hans Vöggs litla, eftir þjóðskáld Svía, Viktor Ryd- berg, og er það Ágúst H. Bjarnason sem þýddi bókina. Jólin hans Vöggs litla (Lille Viggs áventyr pá julafton) birtist árið 1875, en þýðing Ágústs H. Bjarna- sonar kom út í tímaritinu Iðunni árið 1916. Er gerð nokkur grein fyrir bæði höfundi og þýðanda í eftirmála við þetta ævintýri, svo og listamanninum, Harald Wil- berg, sem myndskreytti bókina. Jólin hans Vöggs litla er 33 síður, setningu annaðist Oddi hf., en bókin er prentuð í Belgíu. Ást í grænum hvammi Erlingur Davíðsson getum sagt sem svo að ævisagan sé skáldskapnum raunsannari, þó svo þurfi ekki nauðsynlega að vera, jafnvel hið gagnstæða. All- tént byggist hún þó á frásögn af atburðum sem sögumaður heldur fram að hafi gerst. Við lestur þessarar bókar getur manni á hinn bóginn hugkvæmst að höfundur sé að hvíla sig frá þess konar ritstörfum og leyfi sér því að berast nokkuð frjálst á vængjum ímyndunar um þau svið sem ævisagan nær ekki til — eða sleppir! Styrkur þessarar bókar felst að mínu viti í ljósum og greinagóðum stíl, hispursleysi höfundar sem veifar ekki skoðunum sínum eins og einhverjum gunnfána en gerir þó nógu skýra grein fyrir þeim til að maður skilji hvað hann er að fara. Erlingur Davíðsson hugsar vítt og breitt um málefni sem varða bæði daginn í dag og kom- andi tíma. Og sögur hans eru býsna notaleg lesning þegar öllu er á botninn hvolft þó svo að þær muni tæplega valda neinum straumhvörfum á bókmenntasvið- inu. Erlendur Jónsson Erlendur Jónsson Erlingur Davíðsson: UNDIR FJÖGUR AUGU 160 bls. Skjaldborg. Akureyri 1981. Þetta eru smásögur. Fyrsta sag- an heitir Þau gengu til prestsins. Örlítið er þar um áflog, meira um vorilm, bæði í vitum og sál. Aðal- söguhetjur eru tvær: piltur og stúlka. Á heimleið frá prestinum vaða þau yfir á, hæfilega stóra til að pilturinn geti sýnt af sér dálitla karlmennsku en stúlkan orðið kvenlega hjálpar þurfi. Þegar yfir kemur leggjast þau í grasið í grænum hvammi og fækka fötum, breiða til þerris það sem blotnað hefur. Þau eru náttúrlega forvitin um lífið og ástina. Og hvernig ætti annað að vera á öðrum eins stað og stund? Hann bálskotinn og feiminn, hún áræðin. Og láta ekki staðar numið við löngunina eina saman: »Hún hallaði sér yfir Sölva Nikulás og kyssti hann blítt og lengi. Þeim þótti báðum gott að láta kossana tendra með sér bál, sem var þeim enn að mestu fram- andi en þó eðlilegt og Dóra var góður kennari.« Saga þessi er vel skrifuð. En hversu mikið raunsæisverk hún er — það er svo annað mál. Víðar er vor í lofti en í þessari sögu þó ást- in blómstri ekki alls staðar með viðlíka grósku. Þetta eru sögur um náttúruna og frá náttúrunni, um fuglinn í mónum og fiskinn í ánni og um mismunandi aðferðir mannsins til að njóta hinnar óspilltu og guðs- grænu náttúru. Og náttúran breiðir víða úr sér: »Nokkrar fuglategundir hafa á síðari árum aðlagast tækninni á þann veg að láta mikla og hávaðasama umferð, svo sem á flugvöllum, vera sér vörn og skjól fyrir verri óvinum og velja sér varpstað við flugbraut- ir.« /Evintýrið á holtinu heitir sagan þar sem þessi orð standa. Önnur ber heitið Hann og hún og hefst á þessum orðum: »Hann: Eigum við að tala um ástina?* Og auðvitað er hún til í það. Úr þessu verður ritgerð um ástina — í samtalsformi — eins og höfund- ar tíðkuðu gjarnan fyrr á öldum. I sögunni Næturgestir er ástin lögð á vogarskálar á móti örvænting- unni, og vegur ástin að sjálfsögðu þyngra á metunum. Alls eru þessar sögur ellefu tals- ins. Ekki uppfylla þær allar hinar ströngu kröfur sem fyrrum voru gerðar til smásöguformsins — meðan smásagan var og hét! Og ekki verður það heldur af sögun- um ráðið að fyrir höfundi hafi öðru fremur vakað að glíma við vandasamt form. Hér er það sýni- lega efnið sem gildir því hér er á ferðinni ihugull höfundur, náttúruskoðari og náttúruunn- andi, og því má allt eins segja að sögur þessar flytji hugleiðing borgarbúans og kyrrsetumannsins sem þekkir naumast sælli unað en þess konar eðlilega þreytu »sem skrifstofumaður finnur of sjaldan en erfiðismaðurinn of oft«. Erlingur Davíðsson er höfundur margra bóka. En þær munu flest- ar (og kannski allar) byggðar á efni sem höfundur hefur fengið frá öðrum og þá fyrst og fremst með viðtölum, það er að segja ævisögur og endurminningar. Við _ _ BESSIBJARMASON segir sögur og syngur fyrir börnin ENDURMINNINGAR OR ÓPERUM % Bókmenntir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.