Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 Guðlaugur Jónsson fv. lögregluþjónn Kveðja frá barnabörnum Fæddur 31. mars 1895. Dáinn 3. desember 1981. Það er margs að minnast, þegar rifja á upp í örfáum orðum sam- verustundirnar með afa okkar, Guðlaugi Jónssyni, því við vorum svo lánsamar að fá að hafa hann hjá okkur svo lengi. Minnisstæðast er okkur frá æsku, hvað afi var alltaf þolin- móður og góður við okkur „kven- fólkið sitt“, eins og hann kallaði okkur gjarnan. Alltaf hafði hann tíma til að segja okkur sögur eða fara með vísur, oft sömu rulluna upp aftur og aftur, og aldrei sáust nein merki á afa, að hann væri leiður á rellunum í okkur. Lengi eigum við eftir að minnast þess, þegar hlý hönd afa strauk yfir kollinn um leið og hann sagði „angastráið". Þá fékk hann að launum koss og mjúkan nýrakað- an vanga, því afi gætti þess alltaf vel að vera nýrakaður. Afi var alls staðar hrókur alls fagnaðar. Þótt hann væri kominn hátt á níræðisaldur fannst okkur hann aldrei vera gamall. Hann var sérstaklega jákvæður maður og hafði gaman af öllum nýjungum. Hann var vinsæll maður og vina- margur, og skipti aidur fólks þar engu um. Afi hafði líka mikinn áhuga á fólki, ættum þess og upp- runa, og skrifaði mikið um þau mál. Alltaf fannst okkur gott að koma heim til afa og ömmu, hvort heldur það var á Rauðalækinn eða í Hátúnið, og vorum við ekki einar þar um, þangað voru allir vel- komnir, enda var þar oft gest- kvæmt. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka afa fyrir allar þær góðu samverustundir, sem við höfum átt. Við vonum, að það verði tekið eins vel á móti honum í hinum nýju heimkynnum hans eins og hann tók alltaf á móti öll- um á meðan hann lifði. Við biðjum Guð að blessa minningu hans og styrkja ömmu í hennar miklu "org- Barnabörnin í dag kveðjum við ástkæran fjölskylduvin. I raun kölluðum við systkinin hann alltaf frænda, og hann var það alltaf í hjörtum okkar. Ekki brást, þegar við komum til Imbu og frænda að við vorum um- föðmuð og kysst af einstakri hjartahlýju og góðsemi, og síðan kom þetta góðlega, hlýja og traustvekjandi bros sem yljaði okkur svo innilega um hjartaræt- urnar, og mun alltaf vera okkur fyrir hugskotsjónum. Það var einnig gaman að fylgj- ast með frænda þegar þjóðmálin voru rædd, því alltaf sá hann björtu hliðarnar á hverju máli, og einnig hafði hann gaman af að sjá hve borgin stækkaði og hve mikið var gert. í raun opnaðist manni nýr og bjartari sjóndeildarhringur þegar frændi hafði skýrt frá sín- um hugmyndum, með skemmtileg- um tilsvörum og uppbyggilegum. Þetta var frænda einum lagið. Allt þetta þökkum við og geymum góð- ar minningar í hugum okkar allra. „Margir menn eru kalladir kærleiksríkir, en tnggan vin, hver Hnnur hann? Réttlátur madur gengur fram í ráðvendni sinni, sæ\ eru því börn hans eftir hann. (Orðskviðirnir 20. 6—8) Kæri Drottinn, gefðu Imbu frænku og börnunum þeirra þann styrk og þá hjartahlýju sem alltaf hefur geislað frá heimili þeirra. Blessuð sé minning hans. Unnur og Valgarð Þegar andlát Guðlaugs Jónsson- ar barst okkur til eyrna, hvarflaði hugurinn ósjálfrátt til bernsku- heimilisins að Freyjugötu lÖa. Meðal minninga þaðan rísa hátt heimsóknir kærkominna gesta. Foreldrar okkar tóku þeim ætíð vel, en þó fór ekki framhjá neinum hve innilegar þær móttökur voru, þegar Guðlaug og Ingibjörgu bar þar að garði — það var svo ber- sýnilegt, að sannir vinir voru á ferð. Þeirrar vináttu nutum við börnin. Þá kom það eins og af sjálfu sér, að þau mættu ætíð, þeg- ar hátíðisdagar voru hjá fjölskyld- unni. — Svo var það ekki lítils virði smávaxinni hnátu eða litlum hnokka að geta gengið að stæði- legum lögregluþjóni í fullum skrúða, lætt lítilli hönd í stóran lófa hans og gengið með honum og rabbað við hann í allra augsýn á götu úti. Sennilega höfum við þá litið á þetta sem sjálfsagðan hlut, en síð- ar höfum við gert okkur ljóst, hve dýrmætt það var okkur. Guðlaugur var heill hafsjór af fróðleik og þess nutum við, þegar þroskinn jókst og áhuginn beind- ist meira að liðnum tíma og þeim jarðvegi, sem við erum sprottin upp úr. Þá brást hann alltaf vel við, ef til hans þurfti að leita. Nú, á skilnaðarstundu, er okkur þakklæti efst í huga og þá ekki síst þakklæti fyrir hve tryggur og traustur vinur hann reyndist for- eldrum okkar á meðan þeirra naut við. Guðlaugur lagði gjörva hönd á margt, en í huga okkar er fyrst og fremst góður maður genginn. Við vottum Ingibjörgu, börnum þeirra og öðrum ættingjum samúð okkar. Systkinin frá Freyjugötu lOa Þau fáu orð, sem ég skrifa hér um kæran tengdaföður minn, verður ekki ævisaga hans. Það þyrfti ritfæra manneskju til að skrá allt, sem hann hefur af hendi leyst í sínu ævistarfi. Kynni okkar tókust er ég varð tengdadóttir Guðlaugs og Ingibjargar. Vil ég nú þakka þá elsku og umhyggju, sem þau veittu okkur meðan við bjugg- um saman, í sömu íbúð á Rauða- læk 50. Engin orð fá því lýst, hve dóttir okkar, Þórunn, hlaut mikla gæfu við að fá að alast upp með afa sínum og ömmu. Þau höfðu ætíð tíma til að lesa sögu eða hjálpa, ef eitthvað fór úrskeiðis. Það kom oft fyrir að maður heyrði: Afi viltu lesa sögu fyrir mig? og oftast var beðið um Heiðu. Hún var í miklu uppáhaldi hjá Tótu. Þegar Þórunn fór heim með soninn Asmund Jón af fæð- ingardeildinni í sumar, var fyrsti viðkomustaður á leiðinni heim, að fara til afa og ömmu í Hátúni til ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. A GJAFVERE)! # m \\0 & A4 Litur er ekld lengur lúxus ^Skipholt 7 — Símar 20080 og 26800 UMBOÐSMENN: Skagaradíó, Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík Straumur h/f., ísafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Arnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað Rafeind s/f., Egilsstöðum - Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði Radióþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu - Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.