Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.12.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981 25 Geir Hallgrímsson: Ekki þolað að Al- þingi verði sniðgengið Afsölum ekki rétti til bráðabirgðalaga, sagði Pálmi Jónsson l»egar eftir eru aðeins 2 vikur til hefðbundins jólaleyfis þings hefur ríkisstjórnin enn ekki haft samhand við stjórnarandstöðu, hvernig þing- haldi skuli háttað til jóla, hvaða mál ríkisstjórnin leggi áherzlu á að fá afgreidd fvrir jól, hvenær þingmenn skuli koma saman til starfs á nýja árinu. Jafnframt láta Jón Ormur llalldórsson og Guðmundur G. I»ór arinsson, sem sæti eiga í efnahags- málanefnd ríkisstjórnarinnar, á sér skilja í útvarpi og sjónvarpi, að von sé efnahagsráðstafana, sem þurfa lagastoð, vegna nýs verðbólguskriðs og vandamála því tengdu. En lög- gjafinn, sjálft Alþingi, er sniðgeng- inn. Spurningar til við- staddra ráðherra Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist svara við því af viðstöddum ráð- herrum (sem vóru 2 af 10), hvern veg ríkisstjórnin hygðist haga þingstörfum þær tvær vikur, sem eftir lifðu þingstarfs á árinu, hvort von væri efnahagsráðstaf- ana, sem þyrftu lagastoð, og hve- nær frumvarpa þar um væri að vænta. Stefnuræða forsætisráð- herra hafi að vísu fjallað um að allt væri í himnalagi í þjóðarbú- skapnum, en aðrir ráðherrar, sem og fulltrúar í efnahagsnefnd stjórnarinnar, töluðu í aðra veru. Hann sagði þau vinnubrögð ekki þoluð nú, sem viðhöfð vóru á sl. vetri, að senda Alþingi heim svo ríkisstjórnin gæti dundað sér við bráðabirgðalög. Ríkisstjórn, sem að eigin mati er mynduð til að bjarga sæmd Alþingis, er hrædd við þingið, sniðgengur það og fer á bak við það. Fáar ríkisstjórnir, ef nokkur, hafa afhjúpað greinilegar feluleik sinn og undanbrögð, sem til þess eru fallin að rýra þingræði í landinu og virðingu almennings fyrir löggjafarsamkomu sinni, sem er hornsteinn lýðræðisins. Geir vék að því að fækkað hefði verið um helming í efnahagsmála- nefnd stjórnarinnar: Halldór Ás- grímsson, varaformaður Fram- sóknar, Eggert Haukdal, formað- ur stjórnar Framkvæmdastofnun- ar og Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, virðast vera settir úr nefndinni, en þeir hljóta þó að vera taldir skyn- samari helmingur upprunalegu ef nahagsnefndarinnar. Þá sagði Geir að þingmenn Sjálfstæðisflokks væru reiðubúnir til að sitja þing milli jóla og nýj- árs og allan janúarmánuð, ef þörf væri efnahagsráðstafana, sem þyrftu lagastoð, en varaði enn við vinnubrögðum af því tagi, er við- höfð vóru á sl. vetri. Ekki ákveðið l’álmi Jónsson, settur forsætis- ráðherra, sagði ríkisstjórnina ekki hafa ákveðið enn, hvenær Alþingi færi í jólaleyfi né hvenær það kæmi saman á nýju ári. Þetta yrði rætt við þingforseta og þing- flokka. Einnig myndi ríkisstjórnin setja saman lista um mál, er hún vildi fá afgreidd fyrir jólahlé þingsins. Ég veit ekki til, að nein- ar væntanlegar efnahagsaðgerðir hafi verið tilkynntar, en þær verða kynntar þingi og þjóð þegar og ef ákvarðanir verða teknar um þær. Fjarverur erlcndis Sighvatur Björgvinsson (A) sagði meir en tímabært að ræða þetta tvennt: þingstörf fram til jóla og boðaðar efnahagsráðstafanir í Geir: Virdingu Alþingis mis- bodið. Matthías: Fjarvistir alþýðu- bandalagsmanna. Halldór: Þinghlé og bráða- birgðalög. ríkisfjölmiðlum og á kaupfélags- stjórafundi SÍS! Efnahagsráðstaf- anir á liðandi ári, gengisbreyt- ingar, 7% kauplækkun 1. marz og meint verðlagsaðhald væru allt gamalkunnar aðgerðir, sem ekkert nýtt hefðu falið í sér. Enn væri staðið í nákvæmlega sömu sporum og á sama tíma í fyrra, fyrir fram- an Þjóðhagsspá um 55% verðbólguvöxt 1982. Sighvatur vakti athygli á því að þegar svo skammt væri eftir þings á árinu og svo margt ógert væru forsætisráðherra, dómsmálaráð- herra og sjávarútvegsráðherra staddir erlendis. Ennfremur for- menn beggja þingflokka stjórnar- innar, Ólafur Ragnar Grímsson og Páll Pétursson. Sama gilti um 2 af 3 fulltrúum í efnahagsmálanefnd ríkisstjórnarinnar. í raun væri ekki viðunandi ástand í þinginu og flest mál í óefni. Prúðbúin stefnuræða og raunveruleikinn Matthías Bjarnason (S) sagði prúðbúna stefnuræðu forsætis- ráðherra, flutta þingheimi fyrir fáum vikum, hafa falið í sér stað- Sighvatur: Stöndum í sömu sporum. Ólafur: Lög hljóti þinglega afgreiðslu. Eyjólfur: Heimkoma ráð- herra og þingflokksfor manna. hæfingu um, að allt væri eins og bezt yrði á kosið í þjóðarbúskapn- um, enda framhaldið það að ráð- herrar og þingflokkaformenn fjöl- menna utan á höfuðannatíma þingsins. Þar við bættist, þegar rætt væri um hin veigameiri mál- in í þinginu, að ráðherrar og þing- menn Alþýðubandalagsins tækju blátt strik út úr þingsalnum, en hér væru nú staddir aðeins 2 af 10 ráðherrum og 1 þingmaður Al- þýðubandalags. Aðrir ráðherrar og efnahags- nefndarmenn hafa hinsvegar tal- að í aðra veru í framhaldi af spá Þjóðhagsstofnunar um 55% verð- bólguvöxt 1982. Aðspurður um að- gerðir og vinnubrögð svaraði land- búnaðarráðherra af hroka, eins og Alþingi varði lítt um það, sem talsmenn stjórnarinnar viðra þó við ýmsa aðra en löggjafann. Rík- isstjórnin var sögð mynduð til að „bjarga heiðri Alþingis". En hver er heiður þingsins þá, ef það á að- eins að vera afgreiðslustofnun á málum, sem ríkisstjórninni þókn- ast að leggja fyrir það í settum bráðabirgðalögum? Pálmi: Samráð við þingfor seta og þingflokka. Friðrik: Hvað gerir Stykk- ishólmsfarinn? Tómas: Rétturinn til bráða- birgðalaga. Grundvallaratriði Olafur G. Einarsson (S) sagði svör landbúnaðarráðherra hafa falið í sér að ríkisstjórnin hefði engar ákvarðanir tekið, hvorki um efnisatriði né vinnubrögð. Nauð- synlegt væri að fá svar við þeirri grundvallarspurningu, hvort frumvarp að ráðstöfunum, sem þyrftu lagastoð, yrði lagt fyrir al- þingi, eins og réttur þess og virð- ing krefðist, eða hvort þingmenn kæmu að orðnum hlut í formi bráðabirgðalaga í upphafi starfs á nýju ári. Héðinn stóð einn Friðrik Sophusson (S) tók í sama streng og Ólafur. Ljóst væri að ríkisstjórnin væri logandi hrædd við að eiga framgang efnahags- frumvarpa undir stuðningi eigin þingliðs. Slík væri virðingin í þess garð, að hún teldi tryggast að láta það koma að orðnum hluta í bráðabirgðalögum upp úr áramót- um. Þá ræddi hann um fjarveru alþýðubandalagsmanna frá þing- störfum, en hér væri Guðmundur J. Guðmundsson, einn þingmanna þess, viðstaddur umræðuna. Fróð- legt yrði að sjá hvort hann gerði för sína enn til Stykkishólms, er ríkisstjórnin kæmi með ný bráða- birgðalög á nýju ári. Þá fann Frið- rik að því að Guðmundur G. Þór- arinsson (F), sem sæti ætti í efna- hagsmálanefnd ríkisstjórnarinn- ar, staldraði lítt við í þingsal, meðan umræða sem þessi ætti sér stað. •*> Imnnt svar í roði Geir Hallgrímsson (S) sagði svar Pálma Jónssonar hafa verið þunnt í roði, en þó bæri að þakka það. Flestir ráðherrar væru ekki einu sinni viðstaddir þingfundinn. Ljóst væri af svari ráðherra, að ríkisstjórnin hefði hvorki náð samstöðu um efnisatriði né vinnu- brögð. Hann áréttaði að vinnu- brögð af því tagi, er ríkisstjórnin sniðgekk Alþingi á sl. vetri, yrðu ekki þoluð nú. Sjálfstæðismenn myndu ekki greiða atkvæði með frestun á fundum Alþingis nema fyrir lagi, að hugsanlegar efna- hagsaðgerðir yrðu fyrst afgreidd- ar á réttum vettvangi, þ.e. í Al- þingi. Þingmenn Sjálfstæðisflokks væru reiðubúnir til að mæta til þingfunda, hvenær sem þörf væri á. Ekki afsalað rétti til bráðabirgðalaga Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, mótmælti því, að fyrri svör hans hefðu einkennzt af hroka. Haft yrði samráð við for- seta þings og þingflokka um þing- störf til jóla. Eg hef ekkert gefið í skyn, sagði hann, um setningu bráðabirgðalaga, en vitaskuld af- salar ríkisstjórnin sér engum rétti til slíks, ef hún telur þess þörf. Ráðstafanir verða kynntar þegar þær liggja fyrir, en það verður ekki gert í fyrirspurnatíma utan dagskrár þingsins. Kéttur til bráðabirgðalaga Halldór Blöndal (S) sagði rétt ríkisstjórna til að setja bráða- birgðalög byggjast á því, hvern veg yrði staðið að þinghléi yfir jól og áramót, fylgja þyrfti réttum formsatriðum þar um. Samráð við þingheim um vinnubrögð væru því nauðsynleg. Spurning til viðskiptaráðherra Lárus Jónsson (S) sagði embætt- ismenn Þjóðhagsstofnunar reikna með öllum hinum sömu sköttum 1982 og 1981. Eðlilegt væri því að spyrja Tómas Árnason, hvort framsóknarmenn hefðu afturkall- að fyrirvara sinn í ríkisstjórn gagnvart tilteknum sköttum, þ.á m. um launaskatt og sérstakan skatt á verzlunar- og skrif- stofuhúsnæði. Þá spurði hann, hvort von væri frumvarps til laga um nýjan stofnlínuskatt á raf- orku, eins og boðað væri í láns- fjár- og fjárfestingaráætlun. Fjarvera forvígismanna Eyjólfur K. Jónsson (S) sagði það bjartsýni að vænta svara um efn- isatriði frá núverandi ráðherrum. Hinsvegar mætti máske vænta svara um, hvenær fjarverandi ráðherrar, sem hann tilgreindi, og fjarverandi formenn þingflokka stjórnarliðs, sem hann tilgreindi og, kæmu heim. Hann spurði og, hvort Pálmi Jónsson væri settur forsætisráðherra (upplýst var að svo væri), en mikilvægt væri, að einhver hefði formlegt vald til að gegna því embætti í fjarveru for- sætisráðherra og venjulegs stað- gengils hans, dómsmálaráðherra. Káðherrar ad skyldustörfuni Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra, sagði ráðherra, sem erlend- is væru, að skyldustörfum, en samskipti út á við væru eitt af viðfangsefnum þeirra. Hann sagði rétt ríkisstjórna til setningar bráðabirgðalaga ótvíræðan, en þau hlytu að koma til endanlegrar staðfestingar Alþingis. Olafur G. Einarsson (S) ráðlagði Tómasi að kynna sér skrif Ólafs Jóhannessonar, fyrrum lagapróf- essors, um útgáfu bráðabirgða- laga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.