Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982
Reykjavfk:
Minni togararnir heima
um jól og áramót
Loftskeytamaður, 2. kokkur, smyrjari
og 2 hásetar hætti á stóru togurunum
MINNI tot'ararnir í Reykjavík héldu
allir til veiða skömmu eftir klukkan
20 í gærkvöldi. Samningar sjó-
manna. sem faila undir bátakjara-
samningana, voru samþykktir á
fundi Sjómannafélags Reykjavíkur í
gær meó 47 atkvæðum gegn 21.
Strax ad talningu lokinni voru
áhafnir skipanna boðaóar til skrá-
setningarstjóra. Fyrsta áhöfnin kom
á skrifstofu hans um klukkan 19.30
og fyrsti togarinn var farinn úr höfn
tíu mínútur yfir átta. Skuttogarar af
minni gerð í Reykjavík eru alls sjö,
ísbjörninn hf. á þrjá, Bæjarútgerð
Reykjavíkur þrjá og Sæfinnur hf.
einn.
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykja-
víkur, sagði eftir fund sjómanna-
félagsins, sem haldinn var í Lind-
arbæ, að náðst hefði samkomulag
við útgerðarmenn minni skuttog-
aranna í Reykjavík um að skipin
yrðu nú í höfn um jól og áramót,
að öðru leyti væru samningar
óbreyttir frá því sem samið var
um í síðustu viku. Guðmundur
kvað sjómenn á Austfjörðum og
Vestfjörðum hafa verið heima um
jól og áramót í fjölmörg ár. Að
vísu væri gert ráð fyrir að skipin
gæti farið til veiða milli jóla og
áramóta, en þau verði að vera
komin inn fyrir gamlársdag.
Að sögn Guðmundar, þá er
slæmt útlit með að samningar sjó-
manna á stóru togurunum og út-
gerðarmanna takist í bráð. „Engu
að síður vonast ég til að úr því að
lausn er komin á málefni þeirra
sjómanna, sem róa eftir báta-
kjarasamningum, að það flýti
fyrir lausn deilunnar á stóru tog-
urunum," sagði hann.
Útgerðarmenn hafa lagt til að
fækkað verði um 5 menn á stóru
skuttogurunum, það er úr 24 í 19.
Segja þeir að ef það verði gert, þá
muni sjómenn á stóru togurunum
hafa sambærileg laun við þá, sem
eru á minni togurunum. Hafa út-
gerðarmenn lagt til að það verði
loftskeytamaður, 2. kokkur,
smyrjari og 2 menn af dekki, sem
fari af stóru togurunum.
Einn af viðmælendum Morgun-
blaðsins sagði í gær að það væri
mjög erfitt að fækka um þessa
menn á stóru togurunum, þó svo
að sjómannasamtökin væru til-
búin til þess. Margar stöður um
borð væru bundnar lögum og
reglugerðum, mætti þar nefna
loftskeytamann, 2. kokk og fjölda
vélstjóra. Þá mætti benda á, að ef
mönnum yrði fækkað á stóru tog-
urunum, þá ykist vinnuálag þeirra
sem eftir væru. Aðstaða til vinnu
á dekki á stóru togurunum væri
mun verri, en á litlu togurunum.
Til dæmis væru flestir gilsar, vír-
ar sem brugðið væri á kopp, en
litlu skuttogararnir væru almennt
með gilsana fasta á tromlu.
Allur togarafloti landsmanna er
nú að veiðum að undanskildum
stóru skuttogurunum í Reykjavík
og Hafnarfirði. I gærkvöldi var
ekki vitað hvenær næsti sátta-
fundur yrði boðaður.
Yfir 200 hjúkrunarfræðingar ræða kjaramál sín
Hjúkrunarfélag íslands hélt í gærkvöldi félagsfund þar sem kjaramál voru til umræðu. Valgerdur Jónsdóttir,
formaður kjararáðs, taldi fundarmenn nokkuð á 3. hundraðið, en á dagskrá var umfjöllun um sérkröfur sem
leggja á fyrir ríkið og deila hjúkrunarfræðinga við Reykjavíkurborg. Li»sm- KriHtjín.
Sambandsfrystihúsin:
Útflutningur á Bandaríkja-
markað jókst um 6,2% í fyrra
ÚTFLUTNINGIJR Sambandsfrysti-
húsanna á Kandaríkjamarkaði var
21.800 tonn á síðastliðnu ári og er
það 6,2% aukning frá árinu 1980, en
eins og komið hefur fram í fréttum,
þá minnkaði útflutningur frystihúsa
innan Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna um meira en 20% á Banda-
ríkjamarkaði í fyrra.
Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri sjávarafurðadeild-
ar Sambandsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að þrátt fyrir
þennan aukna útflutning á sjáv-
arafurðum til Bandaríkjanna í
fyrra, þá væri ekki þar með sagt
að vel hafi gengið. Hann sagði, að
fyrrihluti ársins hefðu til dæmis
þorskflökin runnið út, en eftir að
þau hefðu verið hækkuð í verði í
júní, hefði dregið strax úr sölu og
seinni hluti ársins verið erfiður.
Útflutningur Sambandsfrysti-
húsanna jókst um 22% til Sovét-
ríkjanna á árinu og varð alls
4.500 tonn, til Bretlands voru
fluttar 1.700 lestir, sem er 20%
Skipaflotinn:
20% sparnaður að brenna
svartolíu í stað gasolfu
STARFSMENN Tæknideildar Fiski-
félags íslands hafa nú lokið við at-
hugun á reynslu af svartolíu-
brennslu um borð í íslenskum skip-
Fundur Varðbergs og SVS:
íslenskt frumkvæði
í öryggismálum
VARÐBERG og SVS (Samtök um
vestræna samvinnu) halda hádegis-
verðarfund í sameiningu nú á laug-
ardaginn kemur, 23. janúar.
Fundurinn, sem eingöngu er
ætlaður félagsmönnum í hinum
tveimur félögum, svo og gestum,
sem þeir kunna að taka með sér,
verður haldinn í Átthagasal Hótel
Sögu (neðstu hæð, suðurenda).
Fundurinn hefst kl. tólf á hádegi.
Framsögumaður á fundinum
verður Kjartan Gunnarsson, og
nefnist umræðuefni hans: „ís-
lenzkt frumkvæði í öryggismálum
— aukin þátttaka Islendinga í
vörnum landsins."
Ræðumaður hefur aflað sér víð-
tækrar þekkingar á þessu sviði og
m.a. stundað nám í varnarmálum
erlendis. Hann mun setja fram ný
sjónarmið í þessum málum á
fundinum og skýra þau fyrir fund-
armönnum.
Kjartan Gunnarsson lauk emb-
ættisprófi í lögfræði frá Háskóla
Islands 1978 og stundaði nám við
Varnarmálaháskóla norska varn-
Kjartan Gunnarsson.
armálaráðuneytisins 1979—1980.
Hann er nú framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins.
(Krúllatilkynnini;.)
um og þá fyrst og fremst skuttogur
um. Þar kemur meðal annars fram,
að ekkert sé sem bendi til að svart-
olíubrennsla hafi valdið stórtjóni á
vélum skipa.
Þá kemur fram í skýrslunni, að
netto sparnaður við brennslu
svartolíu getur verið mjög breyti-
legur. Er sparnaðurinn meðal
annars háður verðhlutfalli svart-
olíu miðað við gasolíu, hlutdeild
svartolíu í heildarnotkun, hvort
svartolían sé afgreidd frá leiðslu,
hvort kælivatn sé nýtt til upphit-
unar á svartolíu, umfangi við-
haldskostnaðar og upphæð fjár-
festingar í dýrari búnaði. Segir að
Atvinnumál í Reykjavík:
Fundur á
mánudag
FUNDI Sjálfstæðisflokksins um at-
vinnumál í Keykjavík, sem áður var
ákveðinn fimmtudaginn 21. janúar,
þ.e. í dag, hefur verið frestað til nk.
mánudags, 25. janúar, og fer þá fram í
Sjálfstæðishúsinu, Valhöll, og hefst kl.
8.30 síðdcgis.
Frummælendur verða Lárus
Jónsson, alþingismaður, Davíð Sch.
Thorsteinsson, iðnrekandi, og Sig-
urður Óskarsson, formaður Verka-
lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Fund-
urinn er öllum opinn meðan húsrúm
leyfir.
Vegna misritunar í frétt Mbl. í
gær af þessum fundi, sem beðið er
velvirðingar á, er hún nú endurbirt.
miðað við að svartolíulítrinn sé
um 40% ódýrari en gasolían, gæti
nettó sparnaður með notkun á
svartolíu í stað gasolíu verið fast
að 20%, eða um helmingur af
verðmun.
samdráttur í útflutningi, en að
sögn Sigurðar, þá varð ekki sam-
dráttur í sölu á Bretlandsmark-
aði. Sambandið átti einfaldlega
miklar birgðir þar, eftir sölu-
tregðuna 1980.
Heildarútflutningur Sam-
bandsfrystihúsanna var 32 þús-
und tonn á árinu, en heildar-
framleiðslan var 31.370 lestir og
hafa því birgðir minnkað nokkuð.
í heild var framleiðslan tæplega
5% minni en árið 1980. Frysting
á þorskafurðum dróst saman um
10%, frysting á ýsu jókst um
25%, steinbítsfrysting dróst sam-
an um 20%, karfafrysting jókst
um 16%, ufsafrysting dróst sam-
an um 2% og grálúðufrysting
dróst saman um meira en helm-
ing.
35% af þorskinum, sem barst
til Sambandsfrystihúsanna í
fyrra fór í frystingu á árinu, en
47% árið á undan, 40% þorsksins
fóru í söltun á móti 35% árið
1980, og 22% þorsksins fóru í
herzlu á árinu 1981 á móti 14%
árið 1980.
Róbert Harðarson er efst-
ur á Skákþingi Reykjavíkur
ROBERT Harðarson hefur hlotið 4
vinninga að loknum 4 umferðum á
Skákþingi Reykjavíkur. Hann hefur
unnið alla andstæðinga sína. Sævar
Bjarnason er í öðru sæti með 3‘A
vinning og Ásgeir Þ. Árnason er í
þriðja sæti með 3 vinninga. Síðan
koma fimm skákmenn með 2Vt vinn-
ing, Ágúst Sindri Karlsson, Arnór
Björnsson, Hilmar Karlsson, Lárus
Jóhannesson og Margeir Pétursson.
Úrslit í 4. umferð urðu: Sævar
vann Arnór, Hilmar vann Stefán
Þórisson, Margeir vann Uros
Ivanovic, Lárus vann Jón Þor-
leifsscn, Róbert vann Ágúst
Sindra, Dan Hansson vann Ben-
óný Benediktsson, Ingimar
Halldórsson vann Benedikt Jón-
asson, Ásgeir Þór vann Björgvin
Jónasson, Haukur Bergmann vann
Björn Sigurjónsson og Guðmund-
ur Halldórsson og Hrafn Loftsson
gerðu jafntefli.
Biðskákir voru tefldar á þriðju-
dag og urðu úrslit að Haukur vann
Guðmund, Ásgeir Þór og Margeir,
Ingimar og Hrafn, og Benedikt og
Jón Þ. Jónsson gerðu jafntefli. I
B-flokki eru Ólöf Þráinsdóttir og
Haukur Árnason efst með 4 vinn-
inga, Gunnar Björnsson, Davíð
Ólafsson og Ágúst Ingimundarson
hafa 3'Æ vinning.
Félagsmálaráð:
15,5—34,4%
hækkun
dagvistargjalda
FÉLAGSMÁLARÁÐ samþykkti á
fundi sínum fyrir skömmu 14,5—34,4%
ha-kkun vistgjalda á dagvistarheimil-
um borgarinnar frá I. febrúar nk.
Leikskólagjöld hækki annars veg-
ar úr 440 krónum í 505 krónur, eða
um 14,8% og hins vegar úr 550 krón-
um í 630 krónur, eða um 14,5%.
Gjöldin á dagheimilum hækki
fyrir það fyrsta úr 715 krónum í 820
krónur, eða um 14,7%, sé um ein-
stæða foreldra eða námsmenn að
ræða. Þá hækki gjaldið fyrir gift
fólk úr 930 krónuní í 1250 krónur,
eða um 34,4%, og til vara hækki
gjaldið úr 930 krónum í 1070 krónur,
eða um liðlega 15%.
Til þess að öðlast gildi þarf sam-
þykkt félagsmálaráðs að fá staðfest-
ingu verðlagsyfirvalda.