Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 43 Samvinnuhreyfíngin 100 ára: Gert ráð fjrir nýrri stefnu- skrá samvinnunreyfíngarinnar Samstarfsnefnd Kaupfélags Þingeyinga og Sambands íslenskra samvinnufélaga. Frá vinstri: Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri nefndarinnar, Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri, Finnur Kristjánsson kaupfélagsstjóri og formaður nefndarinnar, Böðvar Jónsson bóndi, Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóri og Kjartan P. Kjartansson framkvæmdastjóri. í baksýn er málverk af fyrstu verslunarhúsum samvinnuhreyfingarinnar á Húsavík, en gera á plakat af þeim húsum á afmælisárinu. Ljósm. Mbl. Kristján Eitt hundrað ára afmæli samvinnu- hreyfingarinnar á Íslandi, er á þessu ári en 20. feb. 1882 var Kaupfélag Þingeyinga stofnað að Þvcrá í Lax- árdal. Þá eru og á þessu ári stofn- fundir Sambands íslcnskra sam- vinnufélaga, sem var haldinn 20. feb. 1902. Verður þessa afmæla minnst á ýmsan hátt. Framkvæmd afmælishaldsins er á vegum samstarfsnefndar Kaupfé- lags Þingeyinga og Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Á blaða- mannafundi sem nefndin hélt aö Amtmannsstíg 4 í Reykjavík, en þar var til húsa fyrsta skrifstofa Sambandsins í Reykjavík, kom fram að 20. feb. munu flest kaupfé- lög landsins fagna afmælisdeginum með því að hafa „opið hús“ hvert á sínu félagssvæði því þetta er af- mæli þeirra allra. Afmælisbarnið sjálft, Kaupfélag Þingeyinga, mun verða með stjórnarfund árdegis að Þverá í Laxárdal, en síðdegis mun kaupfélagið taka á móti gestum að Hótel Húsavík. Um kvöldið verður svo árshátíð starfsmannafélags kaupfélagsins. Hápunktur afmælishaldsins verður dagana 18.—20. júní í Þing- eyjarsýslum. Þá verður aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufé- laga haldinn á Húsavík 18. og 19. júní, en aðalfundurinn er jafnan haldinn að Bifröst, og á þeim fundi er m.a. gert ráð fyrir að afgreiða nýja stefnuskrá samvinnuhreyf- ingarinnar, sem þúsundir sam- vinnumanna hafa tekið þátt í að móta sl. eitt og hálft ár. Daginn eftir aðalfundinn, 20. júní verður 100 ára afmælis samvinnuhreyf- ingarinnar minnst með hátíðar- samkomu að Laugum í S-Þingeyj- arsýslu. Er búist við að samvinnu- menn víðs vegar um land muni sækja þessa hátíðarsamkomu. Hannað hefur verið sérstakt merki sem mun verða notað á margvislegan hátt innan kaupfé- laganna, Sambandsins og sam- starfsfyrirtækja á afmælisárinu. Á merkinu eru einkunnarorðin „Máttur hinna mörgu". Fyrstu verslunarhús Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík munu verða nokkuð í sviðsljósinu á afmælisár- inu. Áformað er að færa húsin í sitt upprunalega horf og b úa þau, eftir því sem kostur er, gömlum verslun- aráhöldum. Þótt húsin verði á þennan hátt eins konar safn verður þó kappkostað að í húsunum verði lifandi starfsemi og iðandi mannlíf. Hinn 15. maí til 15. júní munu starfsmenn og stjórnendur sam- vinnufyrirtækja víðs vegar um land taka höndum saman um fegrun og snyrtingu vinnustaða sinna inn- andyra og utan. Þá munu í tilefni afmælisins kaupfélögin, Samband- ið og ýmis samstarfsfyrirtæki verða með tilboð á vörum og þjón- ustu. Verða þau í formi lækkaðs vöruverðs, aukinnar þjónustu eða á öðrum sviðum. T.d. mun Kaffi- brennsla Akureyrar gefa 40 aura til Framkvæmdasjóðs aldraðra í til- efni af ári aldraðra, af hverju kílói kaffis sem selt er 20. feb. til 20. mars og einnig í desembermánuði. Nokkrir alþjóðlegir fundir verða hér á landi á afmælisárinu og m.a. verður aðalfundur Alþjóða sam- vinnubankans í júní og fundur kvennanefndar Alþjóðasamvinnu- sambandsins. Á árinu mun koma út frímerki hjá Póst- og símamála- stjórn að verðgildi 10 króna og verður á frímerkinu mynd af fyrstu verslunarhúsum kaupfélagsins á Húsavík. Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri í Reykjavík: Athugasemd vegna athugasemda formanns Brunavarðafélagsins Morgunblaðinu hefur borizt eftir farandi athugasemd frá Rúnari Bjarnasyni slökkviliðsstjóra: „Undirritaður mælist hér með til að í blaði yðar verði birt óstytt umsögn undirritaðs til borgarráðs Reykjavíkur, dags. 11. desember 1981 vegna umsókna um starf varaslökkviliðsstjóra. Athuga- semdir formanns Brunavarðafé- lagsins við umsögninni eru lítt skiijanlegar. Umsækjandinn með 30 ára starfsreynslu verður 67 ára á þessu ári og er því meira en tveim árum eldri en sá er hætti störfum fyrir aldurs sakir. Yfir- menn slökkviliða í nágrannalönd- unum í bæjum af svipaðri stærð og Reykjavík verða yfirleitt að hafa lokið æðri tæknimenntun. Þar sem borgarstjórn ræður vara- slökkviliðsstjóra að fengnum til- lögum borgarráðs (brunamála- nefndar) er út í hött að undirrit- aður hafi getað lofað nokkrum manni þessu starfi. Um það hvort brunamálasamþykkt fyrir Reykja- vík sé í gildi eður ei, skal aðeins á það bent að borgarráð (bruna- málanefnd) hefur nýlega falið borgarlögmanni ásamt undirrit- uðum að gera tillögur um breyt- ingar á henni. Það var líka ákvörðun borgarráðs að heimila ekki búsetu slökkviliðsmanna í Reykjavík utan brunavrnasvæðis- ins. Loks finnst undirrituðum hóg- værð og lítillæti formannsins nálgast vanmat bæði á honum sjálfum og flestum örðum starfs- mönnum liðsins þegar hann segir: „Það er ekki aðeins við manna- ráðningar og stöðuveitingar sem hann hefur gegnum árin beitt geð- þóttaákvörðunum." Undirritaður hefur haft veg og vanda af að ráða til starfa eða veita stöðuhækkun formanninum sjálfum og sextíu og níu öðrum af núverandi 80 starfs- mönnum á Slökkvistöð Reykjavík- ur. Undirritaður hefur til þessa álitið að í flestum tilvikum hafi valið tekist vel og leyft sér að halda því fram að slökkviliðið í Reykjavík sé bæði að mannafla og tækjakosti á borð við það sem best gerist í bæjum af þessari stærð á Norðurlöndum. Enda árangur í brunvörnum og lækkun bruna- tjóna á undanaförnum rúmum áratug slíkur að því er vart trúað þegar frá því er skýrt á ráðstefn- um erlendis. Brunatjón á bruna- varnarsvæðinu hafa öll undanfar- in ár verið innan við 10 $ á mann, meðan nágrannaþjóðirnar búa við tjón frá 25—50 $ á mann á ári. Virðingarfyllst, Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.“ Hér fer á eftir umsögn slökkvi- liðsstjórans í Reykjavík, sem Rúnar óskar eftir að birt sé í athugasemd sinni: „Reykjavík, 11. desember 1981. Borgarráð Reykjavíkur, Borgarskrifstofur, Reykjavík. Varðar: Starf varaslökkviliðs- stjóra. Borgarráð hefur vísað til um- sagnar minnar umsóknum um starf varaslökkviliðsstjóra. Starf varaslökkviliðsstjóra er eins og nafnið bendir til annars vegar í því fólgið að gegna störfum slökkviliðsstjóra að fullu og öllu leyti sé slökkviliðsstjóri í orlofi eða forfallaður, hins vegar að starfa sem deildarstjóri í varð- liðsdeild slökkvistöðvarinnar og hafa daglega umsjón með starfi og þjálfun á vöktunum og öðru er lýt- ur að allri starfsemi og skipulagn- ingu í þessari fjölmennu deild, 64 starfsmenn og 12 til afleysinga í sumarorlofi. Auk þess hefur vara- slökkviliðsstjóri daglega umsjón með slökkvibílum og sjúkrabílum sem og öðrum tæknibúnaði liðsins þar með talið vélaverkstæði stöðv- arinnar. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er starf varaslökkviliðs- stjóra bæði margslungið og vandasamt og útheimtir bæði góða undirstöðumenntun og stjórnunarhæfileika. Hann verður að sitja fundi í bygginganefndum í forföllum slökkviliðsstjóra og taka ákvarðanir um flókin tækni- mál. Einnig þarf hann að annast fræðslustarfsemi, samtöl við fjöl- miðla og erlend samskipti. Mikil- vægt er að mannleg samskipti og viðmót varaslökkviliðsstjóra séu góð. Slökkvilið hafa í dag yfir að ráða þróaðri tækjakost og vand- meðfarnari en önnur björgunar- starfsemi hér á landi. Það verður því að teljast góð framsýni hjá borgaryfirvöldum fyrir þrjátíu ár- um að ákvarða í brunamálasam- þykkt að bæði slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri skuli hafa lokið verkfræði- eða húsameist- aranámi (6. gr.). Sigurður Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri, er vélstjóri með rafmagnsdeildarpróf frá Vélskóla íslands. Hann hafði starfað 15 ár hjá Hitaveitu Reykjavíkur sem vélstjóri og stað- gengill stöðvarstjóra þegar hann tók við núverandi starfi, en fengin var undanþága hjá ráðuneyti við skipan hans í starfið. I lögum um brunavarnið frá 1969 eru ekki gerðar sérstakar menntunarkröfur til slökkviliðs- stjóra eða varaslökkviliðsstjóra heldur segir í gr. 7: „Sveitarstjórn skipar slökkviliðsstjóra og vara- slökkviliðsstjóra að fengnum til- lögum brunamálanefndar." Lögin eru að sjálfsögðu miðuð við landið allt og þar af leiðandi engin von til að lítil sveitarfélög hafi ráð á að vera með háar menntunarkröfur á þessu sviði. Öðru gegnir með höf- uðborgina sem auk þess er með brunavarnasamning við ná- grannasveitarfélögin svo að slökkviliðið hefur veg og vanda af velferð helmings landsmanna á þessu sviði. Hafi verið talið eðli- legt fyrir þrjátíu árum að gera áð- urgreindar menntunarkröfur þá á það fyllilega rétt á sér í dag. Að vísu hefur sú breyting orðið á að stétt manna hefur bæst við sem tæplega var fyrir hendi fyrir þrátíu árum, en það eru tækni-w fræðingar, sem hafa æðri tækni- menntun sem á þessu sviði má teljast að komist nálega til jafns við þær menntunarkröfur sem áð- ur var getið. Enda varð sú niður- staða er lög um brunavarnir voru samþykkt 1969 að inn í grein 2 var bætt þessari stétt, en þar segir: „Ráðherra skipar að fengnum tillögum stjórnar brunamála- stofnunar, brunamálastjóra til að veita brunamálastofnuninni for- stöðu og skal hann vera maður með sérþekkingu á brunamálum, er sé annað hvort verkfræðingur eða tæknifræðingur." Tæplega ætti að miða menntun- arkröfur hærra fyrir varaslökkvi- liðsstjóra í Reykjavík en bruna- málastjóra ríkisins, en miðað við það sem áður er sagt um verksvið og ábyrgð starfsins er ekki eðlilegt að kröfurnar verði lægri. Annað atriði sem sýnir fram- sýni borgaryfirvalda fyrir þrátíu árum er að í brunamálasamþykkt- inni er þess getið að slökkviliðs- stjóri geti ákveðið að slökkvi- liðsmenn sem náð hafa sextugs- aldri séu fluttir í önnur störf. Al- mennt er sú stefna uppi í ná- grannalöndunum að menn gegni ekki starfi í slökkviliði, ef þeir eru orðnir 60 ára. Ef litið er yfir hóp umsækjenda má flokka þá niður í þrá flokka: 1. Tæknifræðinga m.m. 2. Yfirmenn úr slökkviliðum sem ekki hafa æðri tæknimenntun. 3. Brunaverði án æðri tækni- menntunar. Tæplega þarf að hafa mörg orð um það að flokkur þrjú kemur ekki til greina í starf varaslökkvi- liðsstjóra í þetta sinn. Hins vegar má geta þess í því sambandi, að einn umsækjandi í flokki eitt starfaði sem brunavörður í rúm fjögur ár og lauk á þeim tíma námi sem vélstjóri 4. stigs frá Vélskóla íslands. Hóf síðan nám í tæknifræði og lýkur námi sem véltæknifræðingur í næsta mán- uði og kemur því mjög til álita í starfið. I flokki tvö eru flestir umsækj- endur eða sex, er þá með talinn starfsmaður há Brunamálastofn- un ríkisins. Væri ekki talið nauð- synlegt að í starfið veldist maður með æðri tæknimenntun væru ýmsir umsækjendur í þessu flokki mjög frambærilegir, þ.e. Arnór Sigurðsson og Óli Karló Olsen, að- alvarðstjórar í slökkviliði Reykja- víkur og Ástvaldur Eiríksson, for- stöðumaður eldvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar verður Hjalti Benediktsson, aðal- varðstjóri, 67 ára á næsta ári og Ármann Pétursson og Guðmundur Haraldsson hafa hvorki skóla- göngu né reynslu sem yfirmenn til jafns við fyrrgreinda umsækjend- ur í þessum flokki. Koma þrír síð- asttöldu því tæplega til greina. I fyrsta flokki er einn umsækj- andi hátt á sextugsaldri sem ekki hefur starfað að brunamálum og kemur varla til greina, þar sem hinir þrír umsækjendur í þessum flokki hafa allir starfað að bruna- málum og það meira segja í slökkviliði Reykjavíkur. Miðað við þær forsendur sem áður er getið um menntun varaslökkviliðsstjóra tel ég alla þrjá koma til greina. Ásmundur Jóhannsson, bygg- ingatæknifræðingur frá tækni- skóla í Álaborg, hefur starfað í eldvarnareftirlitinu undanfarin rúm níu ár. Hann verður 54 ára á næsta ári og leggur fram vottorð um próf og fyrri störf. Hrólfur Jónsson, bygginga- tæknifræðingur frá Tækniskóla íslands, verður 27 ára í janúar, hefur starfað eitt og hálft ár í varðliðinu og á þeim tíma gegnt starfi varaslökkviliðsstjóra í fjögra mánaða veikindaforföllum hans. Hrólfur sótti yfirmanna- námskeið Statens Brannskole í Danmörku sl. vetur og lauk próf- um þar með mjög góður árangri. Hann fór í orlofi sínu í sumar á framhaldsnámskeið fyrir íþrótta- þjálfara í Danmörku og lauk próf- um þar með mjög góðum vitnis- burði. Hrólfur hefur sýnt og sann- að í starfi sínu að hann stenst fyllilega þær vonir sem við hann voru bundnar er hann var ráðinn í slökkviliðið. Einkum fer þjálfun- ar- og fræðslustarf fyrir varðliðið vel úr hendi hjá honum. Hrólfur leggur fram vottorð og prófskírt- eini um nám og námskeið sem hann hefur tekið þátt í. Richard Arne Hansen, tækni- fræðinemi, 32 ára, hefur starfað fjögur ár sem brunavörður í varð- liðinu og staðist próf frá nám- skeiði brunavarða. Richard lauk námi 4. stigs vélstjóra meðan hann starfaði sem brunavörður og lýkur námi sem véltæknifræðing- ur í janúar nk. frá tækniskólanum í Odense. Hann ieggur fram vott- orð og skilríki um nám og nám- skeið sem hann hefur stundað. Ég tel, ef litið er til framtíðar- innar, væri hag slökkviliðsins og borgarinnar vel borgið, að Hrólfur Jónsson yrði ráðinn í starf vara- slökkviliðsstjóra, en Richard Han- sen gefinn kostur á að taka við starfi hans sem tæknifræðingur varðliðs. Virðingarfyllst, Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.