Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 3 Garðyrkjustjóri: Leggur til að Landa kotstún verði gert að útivistarsvæði Kostnaður áætlaður um 1,4 milljónir á verðlagi 1. nóvember TILLÖGUM gardyrkjustjóra um skipulagningu útivistarsvæðis á Landakotstúni hefur nú verið vís- að til umhverfisráðs, en að sögn garðyrkjustjóra byggjast tillögur hans á því að túnið verði ræktað upp og komið upp aðstöðu fyrir eldra fólk og unglinga. Kostnaður hefur verið áætlaður tæplega 1,4 milljónir á verðlagi 1. nóvember. Að sögn Hafliða Jónssonar, garðyrkjustjóra, leggur hann til að þarna verði settar upp höggmyndir og þess vegna efnt til samkeppni um höggmynd í tilefni 1.000 ára kristniboðs á íslandi, slík mynd ætti vel heima á þessum stað. Þá yrðu sett þarna tré og runnar, bekkir og einhver leiktæki. Bílastæði yrðu með þeim hætti að bifreið- astöður yrðu bannaðar við Hólavallagötu austanverða, en gangstétt við götuna vestan- verða yrði lögð niður og þar sett upp bílastæði. Með því væri komizt hjá því að skerða túnið og bílastæðum myndi fjölga nálægt því um helming. Þá væri gert ráð fyrir því að hvert hús við götuna ætti 2 bílastæði þarna. Þá væri gert ráð fyrir litlu bílastæði við kirkjuna, sem eingöngu væri fyrir hana enda hefðu kirkjunnar menn sérstak- lega óskað þess að svo yrði. Kirkjan ætti túnið og því yrði að fara að tillögum hennar við skipulagningu og fá samþykkt hennar fyrir endanlegri niður- stöðu og hefði að hans mati ver- ið réttara að kaþólska kirkjan fjallaði fyrst um tillögurnar áð- ur en þær færu fyrir umhverf- isráð. Guðmundur og Jón L. töpuðu l»KIK (.udmundur Sifpirjónsson og Jón I,. Árnason töpuðu skákum sínum í 9. umferð svæðamótsins í Randers í Danmörku. Gudmundur tapaói fyrir Feustel frá V-l»ýzkalandi og Jón L. fyrir Ilerzog frá Austurríki. Helgi Ólafsson sat yfir. Guðmundur er þrátt fyrir ósigur- inn enn í þriðja sæti í B-riðli. Efst- ur er Murey, ísrael, með 6V4 vinn- ing, Borik, V-Þýzkalandi, hefur 6 vinninga, Guðmundur 5, Helmers, Noregi, 4 'k vinning og bíðskák og Lars Karlsson, Svíþjóð, hefur nú 4'k vinning, en hann hefur unnið fjórar skákir í röð. Lobron, V-Þýzkalandi, er efstur í A-riðli með 7 vinninga, Grúnfeld, Israel, hefur 6 vinninga, Helgi er í 5. sæti með 4 vinninga og Jón L. hefur 3V4 vinning. Þeir Guðmundur og Jón L. þjást báðir af kvefi en miklir kuldar eru nú í Danmörku og hefur það háð keppendum. Þannig veiktist Is- raelsmaðurinn Gutman af lungna- bólgu og varð að hætta keppni. Sendibílstjórar, eigendur fyrirtækja, sendibílstjórar, eigendur fyrirtækja, sendibílstjórar, eigendur DAIHATSll DELTA VAN Ný alhliða sendiblfrelð DAIHATSUVERKSMIDJURNAR kynna nú í fyrsta sinn á íslandi, DAIHATSU DELTA VAN, sendibifreiðina, sem byggir á sömu grund- vallaratriðum og fólksbílarnir vinsælu frá DAIHATSU. DAIHATSU DELTA VAN, er rúmgott, kraftmikið en um leið sparneyt- ið atvinnutæki. Rúmgott farmrýmið er hannað fyrir alhliöa flutninga stórrar og smárrar vöru. Rennihurðir á hlið og stórar afturhurðir auðvelda hleðslu og afhleöslu. Rúmgóður ökuklefi, sem er óaðskilin farmrými, tryggir hámarksnýt- ingu DAIHATSU DELTA VAN. Hægt er að velja DAIHATSU DELTA VAN í mismunandi útgáfum, m.a. með lágþekju, gluggalausan og þaki sem lyft er 36 cm og farþegasætum fyrir allt að 12 manns. Fáanlegur meö Diesel eða bensínvél Verð til atvinnubílstjóra frá kr. 194.000 með ryðvörn. Viðurkennd gæði, viðurkennd þjónusta og valið er auðvelt og öruggt. DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23, SÍMI 85870 — 39179

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.