Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1982 37 Systkinaminmng Guðlaug Jóhannesdóttir Fædd 31. janúar 1916 Dáin 3. september 1981 Guðmundur Jóhannesson Fæddur 27. janúar 1925Dáinn 13. desember 1981 Agústa Jóhannesdóttir Fædd 11. ágúst 1898 Dáin 22. desember 1981 Ég lít í anda liðna tíd, er leynt í hjarta geymi. Sú Ijúfa minning — létt og hljótt, hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. Ilalla Kyjólfsdótlir í örfáum fátæklegum orðum langar mig að minnast þriggja systkina, sem öll hafa verið til moldar borin síðastliðna mánuði, en þau eru þau móðursystkini mín, Guðlaug Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannesson og hálf- systir þeirra, Ágústa Jóhannes- dóttir. Ekki ætla ég mér þá dul að rekja æviferil þessara systkina svo nokkru nemi, en langar aðeins til að minnast þeirra eins og ég fékk að kynnast þeim og eins og þau komu mér fyrir sjónir. Guðlaug, sem fædd var 31. janú- ar, 1916, kvaddi þann 3. septem- ber, en hún hafði verið heilsutæp um langa hríð. Lauga, eins og við kölluðum hana, harkaði þó jafnan af sér og lét engan bilbug á sér finna hvað sem á gekk. Guðlaug varð fyrir ýmsum alvarlegum áföllum þegar á unga aldri, bæði slysi og alvarlegum veikindum og glataði við þaö miklu líkamlegu þreki og þeim mun meira reið á að andlegi styrkurinn væri í lagi. Guðlaug fór til Reykjavíkur og lærði klæðskeraiðn og vann jafn- an við þá iðn sína og rak dömu- klæðskeraverkstæði um hríð. Guð- laug var tvígift. Með fyrri manni sínum, Hjálmtý Jónssyni, átti hún börnin sín þrjú, Viðar, flugmann, Reyni Gunnar, vélstjóra, og Jenný (Jensínu Guðlaugu). Þau skildu. Seinni maður Guðlaugar var Guð- mundur Erlendsson, múrari, sem gekk börnum hennar í föðurstað. Þeirra leiðir skildu þó líka og síð- ustu árin bjó Guðlaug ein og ferð- aðist á milli vina og kunningja á bílnum sínum og naut lífsins eins og heilsan og kraftarnir leyfðu. Eitt sumar, meðan Guðlaug var ein með börnin, kom hún austur á Seyðisfjörð til að vinna við sauma- skap. Þar kynntist ég henni og dáðist að dugnaði hennar og kjarki. Sjaldan minnist ég Guð- laugar svo að hún gæti ekki bros- að. Hún var ein af þessum konum sem af þrautseigju, einbeitni og óþrjótandi viljastyrk barðist áfram að settu marki á hverju sem gekk. Eftir að börnin voru uppkomin tók hún að svala sínum eigin þekkingarþorsta og ferðaðist mikið erlendis og um tíma vann hún í Danmörku. í sína seinustu ferð fór hún til Kanada síðastliðið sumar til þess að heimsækja ætt- ingja og vini vestanhafs og var nýkomin úr því ferðalagi þegar kallið kom. Alla sína ævi bauð Guðlaug erfiðleikunum birginn, og með ótrúlegum viljastyrk sínum tókst henni að ná markmiðum sín- um og sýndi með því svo ekki varð um villst, að „vilji er allt sem þarf“. Guðmundur, sem yngstur var þeirra systkinanna, var fæddur 27. janúar, 1925, og lést eftir hörmu- legt bílslys þann 13. desember síð- astliðinn. Hans hefur verið minnst í blöðum fyrir hans frábæru emb- ættisstörf sem yfirlæknir Leitar- stöðvar Krabbameinsfélags ís- lands og einstakan dugnað við að sinna læknastörfum sínum og hefi ég þar litlu við að bæta. Guðmundur hefur alltaf verið í mínum huga miklu meira en venjulegur frændi. Hans ævi öll var táknræn fyrir það sem fátæk- ur drengur gat náð með dugnaði og eljusemi og eftir að hann var orðinn læknir, hefur hann verið stoð og stytta þessa stóra frænd- garðs. Mín kærasta minning um hann er þó endurminning um fyrstu jólin sem ég man til, þá fjögurra ára. Guðmundur eyddi þá með okkur jólunum á Seyðisfirði, en afi og amma voru þá flutt til Reykjavíkur og aðeins móðir mín, Sigríður, og Inga, systir hennar, eftir af stóru fjölskyldunni fyrir austan. Guðmundur var þá við nám í háskólanum og var hann mér óþrjótandi náma fróðleiks og skemmtunar. Hann bar með sér óvenjulega birtu og gleði og hátíð- leikinn sem honum fylgdi er mér enn í fersku minni. Hann vissi svo einkennilega vel, hvernig gleðja átti lítið, lasið barn, og svala barnslegri forvitni. Ennþá sé ég fyrir mér myndirnar sem hann bjó til og klippti út úr mislitum papp- ír og limdi á veggi stofunnar og músastigarnir urðu að dýrlegasta skrauti sem átti ekki sinn líka. Guðmundur kunni að gleðjast yfir litlu og næmleiki hans fyrir mannssálinni var óvenjulega ríku- leg náðargjöf sem honum tókst að varðveita í gegnum öll sín emb- ættisverk. Seinna lágu leiðir oft saman eftir að hann var orðinn læknir og alltaf var Guðmundur tilbúinn að hugga og hjúkra, hvernig sem á stóð hjá honum og hversu önnum kafinn sem hann var. Guðmundur kvæntist Guðrúnu Þorkelsdóttur og eiga þau 6 börn, Þorkel Elí, lækni, Þorgerði Sigur- rós, kennara, Jóhannes og Guð- mund í háskólanámi, Óttar Gauta og Eddu Ýr. Auk þess átti hann stjúpdóttur, Berglindi. Alltaf var gaman að heimsækja þau mynd- arhjón, bæði heima og á meðan þau voru í Svíþjóð, því að bæði voru þau höfðingjar í sér. Guðmundur var sjálfsagður verndari þessarar stóru fjölskyldu og allir áttu í honum góðan vin og hjálparmann ef eitthvað amaði að. Hann varð öllum harmdauði er Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. náðu að kynnast honum og verður erfitt að fylla upp í það stóra skarð, er mannvinurinn Guð- mundur skildi eftir. Síðast langar mig til að minnast með nokkrum orðum Ágústu, sem var til moldar borin á Eyrarbakka þann 2. janúar, en hún lést 22. des- ember, daginn sem Guðmundur var jarðsunginn. Ágústa var fædd 11. ágúst, 1898, og því elst systkin- anna, fædd á Eyrarbakka og var móðir hennar Valgerður Álfsdótt- ir. Ágústu kynntist ég ekki fyrr en á fullorðinsárum mínum eftir að ég fluttist til Reykjavíkur. Strax í upphafi hreifst ég af þessari sér- stæðu konu fyrir greind hennar og lífsviðhorf, og hefði ég óskað að fá að vera nær henni og kynnast henni betur. Þó fannst mér tvennt einkenna hana meira en annað, en það var óvenjulegt örlæti og ótrú- leg samviskusemi sem kom fram í öllum hennar afskiptum af öðru fólki. Yrði einhver svo heppinn að geta gert Gústu greiða, varð sá greiði af hennar hálfu aldrei að fullu goldinn. Hennar gleði var að gleðja aðra og einskis krafðist hún fyrir sjálfa sig. Samviskusemi hennar var að hluta til arfur þess tíma er hana ól upp, en ekki síður skapgerðareinkenni sem mótaði allt hennar líf. Ef loforð var gefið, skyidi þaö haldið hvað sem það kostaði. Hvert verk er hún vann, var unnið af einstakri natni og eins vel og kostur var. Ágústa var mjög vel lesin og átti gott bóka- safn sem hún gaf Skálholtsskóla eftir sinn dag, því að þar var menntasetur sem hún hafði mikla trú á. Seinast, þegar fundum bar sam- an, var hún sína siðustu ferð á Landspítalanum, síðastliðinn nóv- ember. Hún lék á als oddi og talið barst að málvernd þar sem hún brýndi fyrir okkur, sem hjá henni sátum, að gæta íslensku tungunn- ar og menningarinnar yfirleitt umfram allt annað. Á kveðjustundum sem þessum, rifjast margt upp og hugurinn reikar víða, enda voru þau mér öll kær, þessi frændsystkini mín, og skilja eftir í endurminningunni ýmsar perlur sem gera þann sem fékk að njóta samvista við þau að ríkari manni. Stórt er nú orðið skarðið í systkinahópinn sem kominn er frá Jóhannesi Sveins- syni úrsmið og konu hans, Elínu Júlíönu Sveinsdóttur, sem áttu mestalla sína starfsævi á Seyðis- firði. Af 13 börnum þeirra eru nú aðeins 5 á lífi, en afkomendur þeirra eru nú á annað hundrað, enda hópurinn stór í upphafi. Eg, sem samfylgdarinnar naut, þakka endurminningarnar og votta nánustu aðstandendum mína dýpstu hluttekningu. Sigrún Klara Hannesdóttir sambandsaðili í sambandi timbur- og byggingavöru á íslandi Til þess aö geta sinnt fyrir- spurnum í síauknum mæli frá Islandi varöandi sölu á timbur- °9 byggingavöru, bjóöum viö hér meö þjónustu okkar. — Upplýsingar um Lindholm Trælasthandel A/S. Lindholm Trælasthandel A/S, Norresundby er timburverslun er veitir fullkomna þjónustu og er meö byggingavörumarkað. Fyrirtækiö er miösvæöis í Ála- borg með ágætum möguleikum á flutningi til íslands. Lindholm Trælasthandel A/S veltir nú árlegum útflutningi upp á um þaö bil 45 milljónir króna, þar af fara 40 milljónir til Græn- lands. Vegna mikils útflutnings höfum viö komiö á sérhæföum deild- um sem eingöngu annast vissa viöskiptahætti allt frá teikning- um, tilboöum, umbúnaöi á vör- um o.s.frv. — Þetta er auka- þjónusta sem yöur stendur til boöa. Flutningsdeild okkar hefur mikla reynslu af pökkun og sendingu á vörum, sem eiga aö fara yfir Atlantshaf. Þaö er þekking sem þér munuð njóta góös af. — Þaö er auðvelt aö ná sam- bandi við okkur. Ef þér óskiö nánari upplýsinga, tilboða eöa annars, getiö þér haft samband við okkur: Sími 0 90 45 817 36 77. Telex: 69 809 LIWOOD. Heimilsfang: Voerbjergvej, DK 9400, Nörresundby. Viö erum ávallt reiðubúnir aö svara fyrirspurnum yöar. — Við óskum eftir umboðs- manni/viðskiptasambandi. Til þess aö geta veitt viöskipta- vinum okkar á íslandi bestu þjónustu og fyrirgreiöslu óskum viö eftir umboösmanni/viö- skiptasambandi, sem getur byggt upp markaö á íslandi meö okkur og samtímis veriö beinn tengiliöur milli aöal- skrifstofunnar í Nörresundby og viöskiptavina okkar á islandi. Varðandi nánari upplýsingar um alíka aamvinnu hafið vinsamlegast samband vid Lingholm Trælasthandel A/S. Yður er einnig velkom- ið að senda okkur línu. LINOHOLMETa TRÆLASTHANDEIl V Kli Vvo Kliche Lindholm Trælasthandel, Voerbjergvej — DK 9400,-Nörresundby. Sími 90 45 817 36 77.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.