Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBlXÓIÐ; FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 Hannes H. Gissurarson skrifar frá Bretlandi Það er óvenjuleg reynsla fyrir íslending, að öryKtjisverðir fylgi honum við hvert fótmál. Þetta var þó reynsla mín og nokkurra ann- arra útlendra gesta, sem sátu landsþing breska Ihaldsflokksins í Blackpool í október. Hópur mót- mælenda, sem bresku verkalýðs- samtökin höfðu skipulagt, höfðu umkringt þinghúsið og létu ófrið- lega, svo að við urðum að fá vernd lögreglumanna og öryggisvarða, þegar við þurftum að komast inn og út. En vígorð mótmælendanna urðu mér umhugsunarefni, þegar ég var kominn aftur í kyrrðina í Oxford nokkrum dögum síöar. „Right to work!“ — eða: „Rétt til að vinna!“ — hrópuðu þeir. Hvað fólst í þessum hrópum á þessum stað? Það var tvennt. Annað var, að ríkisstjórnin breska bæri ábyrgð á atvinnuleysinu, ella hefðu mótmælendurnir væntan- lega valið sér annan stað en þing- stað ríkisstjórnarflokksins til að hrópa. Hitt var, að til væri eitt- hvað, sem héti „réttur til að vinna". Báðar þessar kenningar eru algengar í stjórnmálaumræð- um ekki síður en á mótmælafund- Tæplega 3 milljónir manna eru atvinnulausar í Bretlandi eda um 12% vinnuaflsins. Róttækl- ingar kenna stjórn frú Thatchers um þetta. En kenna þeir henni um 8% atvinnuleysið í Hollandi? Eða um þær tæplega 2 milljónir manna, sem voru atvinnulausar, þeg- ar stjórnin tók við af stjórn Verkamanna- flokksins? Sannleikur- inn er sá, að verkalýðs- samtökin bera ábyrgð á atvinnuleysinu, ef ein- hver gerir það, því að þau hindra, að vinnu- launin lagi sig að aðstæð- um á vinnumarkaðnum. Hvað veldur atvinmileysinu? um, og þess vegna er full ástæða til að líta á þær í ljósi reynslu Breta og annarra vestrænna þjóða. Kíkisstjórnir og atvinnuleysi Fyrri kenningin var, að ríkis- stjórn beri ábyrgð á atvinnuleysi. En hvað er atvinnuieysi? Atvinnu- leysi er það, að tiltekin vara selst ekki, og þessi vara er vinnuafl. Hvers vegna selst þessi vara ekki? Hvers vegna eru ekki nægilega margir menn tilbúnir til að kaupa hana? Svarið er, að sama lögmálið gildir á vinnumarkaðnum og á öll- um öðrum mörkuðum: varan selst ekki, af því að verð hennar er of hátt. Fleiri kaupa hana, hún selst betur, ef verð hennar lækkar — m.ö.o. er ráðið til að útrýma at- vinnuleysi að lækka vinnulaunin. Mönnum kann að þykja þessi kenning napurleg, en það haggar því ekki, að hún er rétt. Spurning- in er því þessi. Hvers vegna lækka vinnulaunin ekki? Enginn vafi er á því, að flestir menn kjósa frem- ur launalækkun en atvinnuleysi, þeir kjósa fremur að missa sumt en að missa allt. Og atvinnuleysi er ómannúðlegt, það dregur úr sjálfsvirðingu manna, hefur ótelj- andi óheppilegar afleiðingar til viðbótar við þá, að hluti vinnuafls- ins nýtist ekki í framleiðslunni. Hvað veldur því, að þetta ráð er ekki tekið, að lækka vinnulaunin til að útrýma atvinnuleysi? Svarið er einfait: verkalýðssamtökin. Þau eru í hagfræðilegum skilningi ein- okunarfélög, því að þau taka sér — með ofbeldi, ef þurfa þykir — einkaleyfi á sölu vinnuafls. Þau taka þannig úr sambandi lögmál markaðarins og hindra, að fram- boðið (þ.e. vinnuaflið) lagi sig að eftirspurninni með verðbreyting- um. Afleiðingin er atvinnuleysi. í Bretlandi eru tæplega 3 miiljónir manna atvinnulausar eða um 12% vinnuaflsins. Að sjálfsögðu er þetta einföld- un. Eftirspurnin eftir vinnuafli ræðst af ýmsu öðru. En það breyt- ir engu um, að breskt vinnuafl hefur ekki lotið aga markaðarins síðustu áratugina, því að ríkis- stjórnir hafa alltaf bjargað verka- lýðssamtökunum frá því að taka þeirri afleiðingu gerða þeirra, sem atvinnuleysið er, með eyðslu al- mannafjár. Þetta hefur síðan tor- veldað nýjungar í tækni og stjórn- un. Bresk fyrirtæki hafa ekki ver- ið rekin eins vel og fyrirtæki í öðr- um löndum. Bretar hafa tapað samkeppninni á alþjóðamörkuð- um. Það var því kaldhæðni, að bresku verkalýðssamtökin skipu- lögðu mótmælin, sem ég varð vitni að. Þau bera ábyrgð á atvinnuleys- inu, ef einhver gerir það. Að sjálfsögðu hefur það ekki verið ætlun þeirra að valda atvinnu- leysi, en sú varð afleiðingin af að virða ekki þau takmörk, sem stað- reyndirnar setja, og neita að laga sig að nýjum aðstæðum. En þetta þora fáir að segja, svo lífseig er sú goðsögn, að gerðir verkalýðsfor- ingja séu alltaf verkalýðnum í hag. Eg verð að leggja áherslu á, að launalækkun er að sjálfsögðu ekki æskileg. En stundum er hún nauð- synleg. Verkalýðssamtökin hafa stórlega dregið úr aðlögunarhæfni atvinnulífsins breska með notkun einokunarvalds síns. En það er þessi aðlögunarhæfni, sem er skil- yrðið fyrir því, að atvinnulífið geti vaxið og eftirspurnin eftir vinnu- afli þannig aukist og vinnulaunin þannig hækkað, þegar til lengdar lætur. Það er síðan annað mál, að atvinnuleysi er víðar en í Bret- landi. Kenna róttæklingar ríkis- stjórn frú Thatchers um 8% at- vinnuleysi í Hollandi, svo að tekið sé dæmi? „Kéttur til að vinna“ Seinni kenningin er, að til sé eitthvað, sem heitir „réttur til að vinna". Að sjálfsögðu eiga menn ekki við slíkan rétt með þessu víg- orði. Menn geta unnið, þótt þeir séu atvinnulausir. Átt er við rétt til að fá launaða vinnu. En spurn- ingin er: Hjá hverjum? Réttur eins manns til að fá launaða vinnu felur í sér skyldu einhvers annars til að útvega honum vinnuna eða ráða hann f hana. Og hver hefur þá skyldu? Það eru heimspekilegir gallar á þeirri kenningu. Segjum sem svo, að þrír piltar keppi um hylli sömu stúlkunnar, en líti ekki við tveimur öðrum stúlkum. Stúlk- an velur einn piltinn. Eiga hinir piltarnir einhvern rétt á, að hún velji þá? Auðvitað ekki. Eiga hin- ar stúlkurnar einhvern rétt á, að piltarnir tveir vilji þær? Auðvitað ekki. Pilturinn og stúlkan verða að velja hvort annað, „der skal to til“, eins og frændur okkar, Danir, segja. Sama lögmálið gildir á vinnumarkaðnum og á hjóna- bandsmarkaðnum. Enginn laun- þegi á rétt á því, að einhver vinnu- veitandi velji hann, og enginn vinnuveitandi á rétt á því, að ein- hver launþegi velji hann, þeir verða að velja hvor annan. Að vísu er einn munur á þessum tveimur mörkuðum. Launþeginn getur alltaf treyst því að fá ein- hverja vinnu, því að hann getur breytt verði vinnuafls síns (og sama gildir um vinnuveitandann), en pilturinn getur ekki treyst því að fá einhverja stúlku til að velja sig. Kjarni málsins er sá, að eng- inn á rétt á vinnu í skipulagi, þar sem er valfrelsi, en menn geta treyst því að fá vinnu, ef verð- breytingum er leyft að laga eftir- spurn að framboði á vinnumark- aðnum (en það leyfa verkalýðs- samtökin ekki, og af því hlýst at- vinnuleysi, eins og bent er á í fyrri hluta þessarar greinar). En krafan um rétt til vinnu er í rauninni krafa um það, að ríkið ákveði, hvaða vinnu hver maður á að fá. Það er krafa um, að valfrels- ið sé tekið af báðum, launþeganum og vinnuveitandanum, það er krafa um samhyggjuskipulag (sós- íalisma). Fáir geta, held ég, sagt af fullri sannfæringu, að launþeg- ar í samhyggjuríkjunum njóti betri kjara en á Vesturlöndum. Ég er hræddur um, að mótmælend- urnir, sem kröfðust þess fyrir utan þinghús íhaldsflokksins í Blackpool, hafi ekki vitað, hvers þeir voru í rauninni að krefjast. En það væri ekki í fyrsta skiptf í sögunni, að mótmælendur, sem létu ófriðlega og hrópuðu vígorð, vissu ekki, hvað þeir væru að gera. Oxford í nóvember 1981. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar dráttarvél árg. 1978, og Úrsus 385A meö framdrifi árg. 1979. vélarnar líta I vel ut, og eru í góöu standi. Upp- lýsingar í sima 99-5815 á kvöldin. Til sölu Spóarpressa stærö 120x250. 1 Tilboö sendisl augld Mbl. merkt: . T — 8199". Rafstöö Rafstöö til sölu, 6kw. Upplýs- j ingar i Stiflisdal, Þingvallasveit, simi um Selfoss. Ibúð óskast Óska eftir a4 taka á leigu ein- staklingsíbúö eöa herb. með sér snyrtingu og sér inngangi. Uppl. í síma 50956 eftir kl. 14. --yy-iryy- húsnæöi i boöi Njarðvík 140 fm einbýlishús viö Akur- braut, í góöu ástandi. 120 fm parhús viö Holtsgötu í Njarövtyc. Fallegur garöur, allt sér. Keflavík Einbýlishús viö Nónvöröu ekkert áhvilandi Raöhús á 2 hæöum. Tilbúiö und- ir tréverk. 2ja herb. ibúö viö Faxabraut Sér inngangur. Grindavtk Einbýlishús viö Ðorgarhraun i góöu ástandi. 4ra—5 herb. íbúö viö Túngötu. Viölagasjóöshús viö Suöurveg 4ra herb. íbúö viö Víkurbraut. Sér inngangur. 3ja herb. í Garöhúsum. Laus strax. Höfum úrval eigna á söluskrá. Komum á staöinn og verömetum. Eignamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57, og Víkurbraut 40. Símar 3868 og 8245. Vélstjóri Vélstjóri meö 2 stigs réttindi, óskar eftir vinnu í smiöju. Uppl. í síma 15074. Sólargeislinn Sjoður til hjálpar blindum börn- um Gjöfum og áheitum veitt móttaka i Ingólfsstræti 16. Blindravinafélag Islands heimilisdýr Síamskettlingar Hreinræktaöir til sölu. Upplýs- ingar í síma 38483 eftír kl. 17.30. Bandarískur miðaldra maður óskar eftir aö ; kynnast stúlku um tvítugt, með giftingu fyrir augum. Svariö á ensku. Bob Roth, 19163 Layton Dr„ Aurora Colorado 80015 USA, simi (303-693-8823). Innflytjendur Get tekið aö mer aö leysa ut vörur. Umsóknir sendist auglýs- ingad. Mbl. merkt: „T — 8252". Fótaaðgerðarstofan Bankastræti 11 Tímapantanir frá 13 —16. sími 25820. Fíladelfía Almenn samkoma I kvöld kl. 20.30. Margir taka til máls. Allir velkomnir. □ St. St. 598201217 X IOOF 11 = 16301218VÍ = N.K. IOOF 5 = 1631218'/. = Bridge Hjálpræðis- herinn Kirfcjustræti 2 louincai AD KFUM Fundur i kvöld aö Amtmannsstig 2B kl. 20.30. „Guö heimspek- inga" eöa „Guö Abrahams, ísaks og Jakobs". Sr. Einar Sigur- björnsson, prófessor. Allir karlmenn velkomnir. Áöurnefnd samkoma í kvöld kl. 20.30. Einar Gíslason talar, kennarakvartet Aöventista syng- ur. Þorsteinn Daníel Óskarsson stjórnar, Velkomin. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Halldór S. Gröndal. Samhjálp Samkoma veröur í Hlaögeröa- koti í kvöld kl. 20.30. Bílferö frá Hverfisgötu 42 kl. 20.00. Allir velkomnir. Samhjálp. Freeportklúbburinn Aöalfundur í Bústaöarkirkju í kvöld kl. 20.30. Dagskrá: Venju- leg aöalfundarstörf. Stjórnln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.