Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 Eiginkona mín og móöir mín, PÁLÍNA ÁRMANNSDÓTTIR, Blönduhlíö 10, lóst í Landspítalanum 19. janúar. Kristján Sigurösson, Svala Kristjánsdóttir. t Jarðarför konunnar minnar og móöur okkar, SIGURBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Miötúni 4, Seyðisfirðí, fer fram frá Seyðisfjaröarkirkju, fimmtudaginn 21. janúar kl. 2 e.h. Aöalbjörn Haraldsson, Loifur Haraldsson. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og útför fööur okkar, DAGBJARTAR GÍSLASONAR, múrarmeistara, Barónsstíg 33. Fyrir hönd vandamanna, Runólfur Dagbjartsson, Jónas Þ. Dagbjartsson, Dagbjartur Dagbjartsson. t Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og bálför MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Njálsgötu 106. Sérstakar þakkir faerum viö læknum og hjúkrunarfólk Borgarspít- alanS Lára Guömundsdóttir, Elín Guömundsdóttir, Kristín Nielsen, Gunnar E. Guðmundsson. t Alúöar þakkir öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og samúö og heiöruöu minningu fööur okkar, tengdafööur og afa, BERGSVEINS ÓLAFSSONAR, augnlæknis. Jóhannes Bergsveinsson. Auóur Garöarsdóttir, Ólafur Aöalsteinn Bergsveinsson, Sjöfn Axelsdóttir, Guórún L. Bergsveinsdóttir, Gylfi Jónsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinsemd viö andlát og jarðarför föður okkar, tengdafööur og afa, KRISTINS J. MAGNÚSSONAR, málarameistara, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir færum við læknum og ööru starfsfólki á Sólvangi og St. Jósefsspítala. Magnús S. Kristinsson, Marta Einarsdóttir, Bertha H. Kristinsdóttir, Halldór Þ. Nikulásson, Kristjana Ó. Kristinsdóttir, Stefán Magnússon, Siguröur Kristinsson. Anna Danielsdóttir, Sigurbjörn Ó. Kristinsson, Margrethe Kriatinsson, Albert Kristinsson, Elsa Kristinsdóttir, Þórdís Kristinsdóttír, Benedikt Sveinsson, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og hlýhug í veikindum og viö útför INGIBJARTS BJARNASONAR, Heiðarbrún 18, Hverageröi. Aöalheióur Davíösdóttir, Sigrún Ingibjartsdóttir, Björn Þórisson, Halldóra Ingibjartsdóttir, Emil Richtir, Sæmundur B. Ingibjartsson, Valgeröur Baldursdóttir, Eyrún Ingíbjartsdóttir, Heimir Konráösson, Rúnar Ingibjartsson, Ragnhildur Pálsdóttir, Davíó J. Ingibjartsson, Stella Leifsdóttir, Sverrir G. Ingibjartsson. t Alúðar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö, vinarhug og aöstoð viö andlát og útför SVEINS JÓNASSONAR, fyrrum bónda aó Efri-Rotum Siguróur Sveinsson, Nína Sveinsdóttir, Guöfinna Sveinsdóttir, Siguröur Eiríksson, Jóhann Sveinsson, Júlía Sigurgeirsdóttir, Jónas Sveinsson, Anna Bára Pétursdóttir, Víkingur Sveinsson, Jónína Helgadóttir, Hrefna Sveinsdóttir, Árni Guömannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Sigurbjörg Björns- dóttir frá Seyðisfirði Fædd 16. maí 1905 Dáin 14. janúar 1982 Sigurbjörg fæddist 16. maí 1905 í Hömrum á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu. Foreldrar henn- ar voru Björn Þórðarson, bóndi í Hörmum og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, og var Sigurbjörg í báðar ættir af séra Jóni Stein- grímssyni á Prestbakka á Síðu. Sigurbjörg átti eina systur, Guð- ríði Ingibjörgu, sem dó 1950, og einn bróður, Þórð fyrrum bónda í Hömrum, sem er á lífi. Hinn 27. nóv. 1926 giftist Sigur- björg Haraldi Aðalbergi, sjó- manni á Vestdalseyri í Seyðisfirði, Aðalsteinssyni, bónda í Hvammi í Þistí lfirði Jónassonar og Þóru Einarsdóttur í Fagranesi á Langa- nesi, Eymundssonar. Haraldur fæddist í Vestdalsgerði í Seyðis- firði 20.janúar 1900 og ólst þar upp hjá fósturforeldrum sínum, Aðalbjörgu, móðursystur sinni og Einari Helgasyni, syni hennar. Synir Sigurbjargar og Haralds eru tveir, Aðalbjörn, útgerðar- maður og Leifur, rafvirkjameist- ari, báðir búsettir á Seyðisfirði. Aðalbjörn er kvæntur Guðnýju Ragnarsdóttur, bónda á Ytra- Álandi í Þistilfirði, Eiríkssonar og konu hans, Ásrúnar Sigfúsdóttur. Börn þeirra eru tvö, Haraldur Ragnar og Harpa Gunnur. Kona Leifs er Steinunn Jónína Ólafs- dóttir, bónda og síðar bæjarverk- stjóra í Firði í Seyðisfirði, Þor- steinssonar og konu hans, Huldu Sigurjónsdóttur. Börn þeirra eru fjögur, Hulda Kristjana, Haraldur Einar, Ólafur Þór og Sigurbjörg Þóra. Leiðir Sigurbjargar og Haralds lágu saman á vetrarvertíð á Höfn í Hornfirði, þar sem hún var ráðskona og hann landformaður, og þar bundust þau heitum. Snemma vors 1926 kvaddi hún heimahagana og hélt til Seyðis- fjarðar, þar sem hún ætlaði að vera ráðskona við mótorbátinn Svövu, sem mannsefni hennar hugðist gera út á fiskveiðar frá Vestdalseyri þetta sumar. En áætlanir breyttust og Svava var gerð út á síld. Þá var enn töluvert atvinnulíf á Eyrinni, og Sigur- björg fékk vinnu í þurrfiski hjá Benedikt Jónassyni. Upp frá því vann hún mikið við fiskverkun af ýmsu tæi, á meðan kraftar entust, þurrkaði, vaskaði, flakaði, saltaði, auk þess sem hún stundaði önnur störf, sem verkakonum buðust, og gætti bús og barna. Vinnudagur- inn var oft langur framan af árum ekki síður en nú, aðbúnaður mis- jafn og kaupið lágt, en Sigurbjörg og samverkakonur hennar létu sér ekki bregða við miklar stöður. Það gat að vísu verið nöturlegt að vaska fisk í bárujárnsskúrum, sem ekki héldu vindi, en nöturlegra var að bera fisk á móti karlmanni, sem fékk 1,00—1,10 kr. á tímann, en fá ekki nema 70 aura sjálf. En allt stóð þetta til bóta, og Sigur- björg gladdist yfir þeim árangri, sem náðist og náðst hefur til jafn- aðar í þessum efnum. Sjálf átti hún þátt í þessum árangri með því að taka drjúgan þátt í baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólks. Sigurbjörg og Haraldur áttu heima í Vestdalsgerði til ársins 1934, er þau fluttust yfir á Búðar- eyri og Haraldur hóf störf við út- gerð Samvinnubátanna svo- nefndu. Verkakvennafélag var þá ekkert til á Seyðisfirði, en kvenna- deild starfaði innan Verkamanna- félagsins Fram. Þess var þó ekki langt að bíða, að verkakonur tækju að vinna að stofnun eigin féiags, og Sigurbjörg lét ekki sitt eftir liggja. Hinn 3. mars 1938 komu þær saman hjá Pálínu Guð- mundsdóttur á Sólbakka og stofn- uðu Verkakvennafélagið Brynju, sem strax fékk inngöngu í Alþýðu- samband íslands. Fyrsti formaður félagsins var Valgerður Ingi- mundardóttir í Skuld. Sigurbjörg var oft í stjórn þessa félags, stundum varaformaður eða for- maður. Hún sagði eitt sinn, að veður hefði verið hvasst, þegar fé- lagið var stofnað, og oft hefði líka verið stormasamt á fundum þess, skoðanir skiptar og hart deilt, en ætíð hefði gróið um heilt. Sigur- björg var jafnaðarmanneskja í bestu merkingu þess orðs, var ein- örð í málflutningi og föst fyrir, en kaus jafnan leið samninga og sátta. Og vel sáttar voru félags- konurnar, þegar þær héldu tomb- ólur og barnaskemmtanir eða sátu skemmtifundi heima hjá Theó- dóru Nielsen. Sigurbjörg var félagslynd að eðlisfari og hafði gefið sig að fé- lagsmálum, áður en hún fluttist á Búðareyri, bæði heima í sveit sinni og á Vestdalseyri, þar sem starfandi var kvenfélag undir for- ystu Kristjönu Davíðsdóttur, kennara. Sigurbjörg gekk strax í það félag, þegar hún kom á Eyr- ina, og sat um skeið í stjórn. Fé- lagið fékk þá inni í skólahúsinu fyrir fundi sína og aðra starfsemi. En á árunum fyrir 1930 brutust konurnar í því að koma sér upp eigin samkomuhúsi. Þær lögðust aliar á eitt, söfnuðu gjafadags- verkum, héldu dansleiki og tomb- ólur, og byggingin reis af grunni. „En við áttum líka hauk í horni, þar sem var umsjónarmaður byggingarinnar, Guðmundur Þorbjarnarson, byggingameistari. Eg held hann hafi aldrei gengið eftir öllu því, sem við skulduðum honum," sagði Sigurbjörg eitt sinn. Þarna voru svo meðal annars haldnir dansleikir og jólatrés- skemmtanir og þarna voru Vest- urfararnir hans séra Matthíasar Jochumssonar settir á svið og var vel tekið. Benedikt Jónasson leið- beindi við æfingar, og Sigurbjörg fór með hlutverk prestsekkjunnar. Það var oft margs að minnast frá fyrri tíð, og Sigurbjörg sagði vel og skilmerkilega frá. En hún var einnig vökul í nútíðinni og skynjaði vel hræringar líðandi stundar. Það var æði margt í þjóð- félaginu, sem henni þótti miður fara og berjast þyrfti gegn, en hitt var þó fleira, sem hún taldi betur horfa og sæmilega takast. Hún var gagnrýnin, en ekki dómhörð. Sigurbjörg kynntist mörgu fólki um dagana og gerði sér far um að rækja þann kunningsskap, enda var hún vinmörg og vinföst. Gesti bar því oft að garði þeirra Haralds og var jafnan tekið af þeim hressi- leik og hlýju, sem hvatti til endur- komu. Þessum línum var ekki ætlað að verða lífssaga Sigurbjargar Björnsdóttur, heldur einungis að minna á baráttukonu, sem nú er liðin eftir langan dag, minna á konu, sem mörgum gerði gott, en vann þó fyrst og fremst manni sínum og sonum og þeirra nánustu allt, sem hún mátti, — minna á góða konu. Samúð mína á Haraldur vinur minn, sem ekki hefur gengið heill til skógar undanfarna mánuði og liggur nú á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar, og samúð mína eiga einn- ig synirnir tveir og fjölskyldur þeirra. Grímur M. Helgason Brynja Ásgeirsdótt- ir - Minningarorð Fædd 28. maí 1951. Dáin 26. desember 1981. I dag kveðjum við vinkonu okkar, Brynju Ásgeirsdóttur, sem lést 26. desember sl. í Gautaborg. Brynja var fædd 28. maí 1951 og ólst upp ásamt fimm systkinum hjá foreldrum sínum, Hildi Frí- mann og Ásgeiri Gíslasyni, skip- stjóra. Við kynntumst Brynju þeg- ar fjölskyldan fluttist í Kópavog. Þá var hún tólf ára gömul. Kraft- ur og kæti voru einkenni Brynju. Þar sem hún var í hópi kunningja var aldrei lognmolla. Kímnigáfa hennar var smitandi og hún sá alltaf spaugilegu hliðarnar á hlut- unum. Úppátæki hennar og hrein- skilni komu okkur oft á óvart og maður fékk að vita af því ef henni mislíkaði, en hún var alltaf sama góða Brynja eftir sem áður. Leiðir okkar skildu að mestu þegar Brynja fluttist árið 1971 til Svíþjóðar ásamt eiginmanni sín- um, Karli Óskarssyni, og dóttur- inni, Hildi Fríðu Þórhallsdóttur. Þar fæddist sonurinn Anton. Heimili Brynju í Angered var hlýjegt og vinalegt og gestum er heimsóttu hana var tekið opnum örmum. Þó hún hafi unað hag sín- um vel í Svíþjóð þá leitaði hugur- inn gjarnan á heimaslóðir. Brynja stundaði nám yið tölvuritun og starfaði við það hjá skrifstofum Volvo í Gautaborg. Hún var fær í sínu starfi og stundaði það af alúð. Brynja og Kalli slitu samvistum fyrir um það bil ári en heimili hennar varð áfram í Angered. Það er erfitt að skilja tilgang lífsins þegar ung og kraftmikil kona er köliuð svo skyndilega á brott. Við þökkum elsku Brynju fyrir kímnina og ánægjuna sem við nutum í samvistum við hana. Hvíli hún í friði. Við færum for- eldrum, börnum og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Gulla, Agga, Inga og Ellen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.