Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1982 setjc* upp glerzzugan F" ... ad reyna ad komast heim til hennar á yaml- árskvöld. TM Rag. U.S Pat OH -M rtgMs rtatntd • 188 f Los Angtias Tms Syndkate llún sagdi við mig um leið og hún rétti mér einn á ’ann er ég fór út: í'.g nenni ekki að híða eftir að þú komir seint heim í nótt! Ja ja, Arnarauga. — l»ú verður að hætta að reykja friðarpípu, það leynir sér ekki! HÖGNI HREKKVÍSI ob afjiM rr/rRKORfuM ff mattf\aoat. Aðstoð við börn í Póllandi: „Og taka þannig vii þátt í samvisku heii Kæri Veivakandi. Eins og þér og öðrum er kunn- ugt um, eiga Pólverjar við mikla erfiðleika að stríða um þessar mundir, og margir einstaklingar víða um heim leggja sitt lóð á vogarskálarnar þeim til hjálpar, með fjárframlögum, með aðstoð kirkjunnar og verkalýðsfélag- anna. En víða annars staðar er ann- ar háttur á, eins og t.d. í Svíþjóð, þar sem einstaklingarnir senda sérstaka pakka til fólks í Pól- landi, sem aðstöðu hefur til að koma þeim til skila til þurfandi fólks. Man ég eftir því á tímum Finnlandsstyrjaldarinnar, að fólk hér tók að sér að greiða einskonar „meðlag" með börn- um, sem misst höfðu feður sína í styrjöldinni, og skapaðist oft á tíðum persónulegt samband milli gefanda og þiggjanda, báð- um til gagns og gleði. Forgöngu að þessari Finnlandshjálp hafði séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, sá mæti maður. I bréfi, sem mér barst fyrir skömmu frá syni mínum, sem er við nám í Gautaborg, skýrir hann einmitt frá slíkri persónu- legri Póllandshjálp, og til þess, að Islendingar geti ef til vill fundið á þennan veg farveg fyrir hjálp sína, langar mig að biðja þig að birta örfáar glefsur úr þessu bréfi, sem að öðru leyti skýrir sig sjálft, en nauðsynlegt er þó, að fyrst komi örstutt ferðasaga hans og fjölskyldu frá Gautaborg til Lundar um ára- mótin, því að einmitt þar kemur Pólland við sögu. Pólskir stúdcntar í hungurvcrkfalli „Daginn fyrir gamlársdag fór- um við fjölskyldan með lest til Lundar, og vorum við þar í góðu yfirlæti hjá vinum okkar fram á nýársdag. Lundur er fallegur, gamall menningarbær og menntasetur með miðaldasniði, og er mikil upplifun að koma þangað, þótt bærinn sé ekki stór. Við skoðuöum m.a. dómkirkj- una, þessa ævafornu dómkirkju, að stofni til frá því um 1100, þar sem hvílir fjöldi erkibiskupa í mikilli hvelfingu undir kórnum. Innan við kirkjudyrnar lá hóp- ur pólskra stúdenta á dýnum, sem með hungurverkfalli mót- mælti aðförum kommúnistanna í Póllandi gegn Solidaritet og pólsku þjóðinni. Við ræddum við þetta fólk, og vottuðum því sam- stöðu okkar með fjárframlögum. Annars er þessi dómkirkja einstök í sinni röð á Norðurlönd- um og mikill helgidómur. Um kl. 7 á gamlárskvöid vorum við í kvöldmessu í dómkirkjunni. Það var frekar fámennt og allir sátu á ævafornum útskornum bekkj- um meðfram veggjum í kórnum. Það var ákaflega hátíðleg og góð stund að hlýða á messu á gaml- árskvöldi í þessum forna helgi- dómi. Eftir messu var gengið til alt- aris, og síðan fór hver heim til sín, en úti við dyrnar lágu pólsku stúdentarnir í hungurverkfalli fyrir þjóð sína, og var það ákaf- lega táknrænt og viðeigandi, þar sem kristin trú hefur verið og er öflugasta vopn hinna kúguðu og auðmýktu þjóða Austur-Evrópu gegn kommúnismanum.“ Og síð- ar, þegar þau eru aftur komin til Gautaborgar, segir svo um pakkasendingar til Póllands: Pakkar til Póllands „í dag erum við að pakka niður gömlum barnafötum, skóm og öðru, sem við ætlum að senda til Póllands. Mikill skortur er á öllu í Póllandi, ekki sízt barnafötum, barnamat og þess háttar. Hér hefur fólk brugðizt vel við beiðni um aðstoð og venjulegt fólk sendir pakka með gömlum fötum, skóm og mat. Hver og einn má senda 20 kílóa pakka, og hefur nú póstþjónustan hér af- numið allt sendingargjald á pökkum til Póllands. Sumir senda aðstoð í gegnum kirkjuna eða aðrar hjálparstofnanir. Það er stórkostlegt að geta tekið þátt í þessum atburðum, sem eiga sér stað í Póllandi, eða réttara sagt, lagt einhverjum þar lið á þessum ömurlegu tímum þar, — og það virkar eitthvað persónulegra að senda pakka sjálfur en borga fé til hjálparstofnunar. Við söfnuðum saman gömlum fötum af dótturinni og skóm, og siðan ætlum við að senda eitt- hvað af haframéli og sykri. Þá hringdum við í íslenzka vini okkar hér og komu þau með ann- að eins af barnafötum. Ef þið eða aðrir hafið áhuga á Söngfuglar á hjarni Heiðraði Velvakandi: I byljum þeim og óhemju fann- fergi, sem legið hefur yfir miklum hluta landsins síðan 30. september sl., hefur verið þröngt í búi hjá spörfuglunum (snjótittlingum). Dag hvern leita þeir á náðir manna heim að húsveggjum eftir saðningu. Fjölmargir líkna þess- um vesalingum og fleyja fyrir þá fóðri á hjarnið, ef það hefur þá viðnám þar fyrir skafbyl. Sá er þetta ritar hefur átt þess oftsinnis kost að horfa á þá í birt- ingunni, þegar þeir koma heim á skaflinn við húsvegginn, sem ef til vill er eitthvað hærri en hann var kvöldið áður, þegar þeir fóru. einn, tveir, þrír, fimm, tíu, fimmtán, tuttugu og stundum fleiri. I þétt- um hóp komast þeir að ætinu og neyta þess af mismunandi ákafa, eftir því hvort í þá leggst verra veður eða skárra. Þeir vita við hverju má búast, ekkert síður en veðurfræðingarnir — hef ég þó enga löngun til að gefa þeim olnbogaskot. Síðan tínast þeir brott undir kvöldið einn og einn. En hvert? Það er óráðin gáta. En borðhaldið? Hvernig fer það fram? Þar eru hvorki hrindingar né pústrar. Þar fljúga engar „hnútur um borð“. Og aldrei gerist það að þingheimur berjist. Deil- ingin virðist koma af sjálfu sér. Allir virðast ná „rétti“ sínum átakalaust. í Fjallræðunni, mikilfengleg- ustu ræðu sem um getur í sögu mannkynsins, má meðal annars lesa þessi orð, greipt þar gullnu letri, ef svo má segja: „Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri en þeir?“ (Matth. 6.-26.) Þessi orð með meiru voru töluð til Gyðingaþjóðarinnar fyrir tæp- um 2000 árum. En engin ný Fjall- ræða hefur verið flutt yfir íslend- ingum á hinum „síðustu og verstu tímum“. Þess er að vísu ekki að vænta, því enginn núiifandi ís- lendingur er þess umkominn að flytja aðra í líkingu við hana, enda þótt setið hafi á skólabekk i 20 til 25 ár. Væri ekki þess vert að þeir, sem þeysa nú um landið þvert og endilangt æpa vígorð: kjarabar- átta, verkföll, verkbönn o.s.frv. og skora á almenning að sækja fjöldafundi, hefðu með sér Fjall- ræðuna á slíka fundi og læsu fyrir fundarmönnum kafla úr henni áð- ur en gengið væri til dagskrár? „Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá. Eruð þér ekki miklu ágætari en þeir?“ l*órgnýr (iuðmundsson, fyrrv. skólastj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.