Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS dkdl flWI 'D If kan nsins“ að senda pakka til Póllands og taka þannig virkan þátt í sam- vizku heimsins, ef svo má segja, þá læt ég hér fylgja heimilisfang pólsks barnalæknis og hjúkrun- arkonu, sem ég fékk hjá pólskri konu hér. Barnalæknirinn á heima í Lodz í Póllandi, og hefur 300 börn á sínum snærum. Pólverjar hér og allir kunnug- ir segja, að allir pakkar komist til skila og í réttar hendur. Pakkarnir eiga að vera 20 kg, ekki meira. Það ætti að vera auðvelt að safna gömium, hlýj- um barnafötum í einn slíkan pakka, nóg er af barnafólki í ættinni, og fyrrverandi barna- fólki. Þessi barnalæknir og hjúkrun- arkona dreifa síðan fötunum og öðru, sem berst til skjólstæðinga sinna, sem mest þurfa þess með. Mest er þörfin fyrir barnaföt, allar stærðir og fyrir allan ald- ur, barnaskó, hafragrjón, barna- mat, þurrmjólkurduft, barna- velling, sykur, ger, rúgmjöl, hveiti og fleira. Heimilisfang barnalæknisins er þetta: Renata Rimler, 91-437 Lodz — Julianow, UL. Cisowa 4, Polen.“ Lengra þarf ekki að rekja bréfið frá Gautaborg, en mér fannst rétt að kynna þessa ágætu hugmynd fyrir fleirum, vel minnugur málsháttarins, að margt smátt gerir eitt stórt. Með kærri þökk fyrir birting- una. Fridrik Sigurbjörnsson Eru kjör sjómanna miðuð við laun hátekjufólks Húsmóðir hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: „Nú get ég ekki orða bundist lengur. Það var frekjan í þessum Ingólfi Ingólfssyni í sambandi við umræður í sjónvarpi um kjör sjó- manna og þá var og völlur á Óskari Vigfússyni, formanni Sjó- mannasambandsins, um alls ekki viðunandi kjör sjómanna, saman- borið við kaup fólks í landi. Það hlýtur að vera miðað við laun há- tekjufólks. Maðurinn minn hefur lengi unnið í frystihúsi og auðvit- að á hæsta taxta þar — kr. 1250 fær han fyrir 8 stunda vinnu á dag og er þá frádregið lífeyrissjóðs- gjald og stéttarfélgsgjald. Þessar 1250 kr. skulu nægja fyrir fæði og öllum þörfum heimil- isins að ógleymdum sköttum og skyldum. Það er verkalýðurinn sem líklega er þó ánægðastur. Hvert stefnir þessi frekja, er verið að setja fisverðið svo hátt að fisk- urinn verði óseljanlegur — og hvað gerist þá?“ Drengileg játning í Morgunblaðinu laugardaginn 15. jan. birtist grein eftir Torfa Ólafsson undir heitinu „Með rauöa klessu á hvítflibbanum". Tilefnið var það, að hann hafði orðið fyrir smá aðkasti í pistli í Velvakanda eftir „E.J.“ 8. þ.m. vegna greinar í 1. des.-blaði stúdenta. E.J. hafði fundist Torfi ekki sýna hreinan lit í afstöðunni til ofbeldisstefnu stórveldanna, sérstaklega Rússa og kommúnismans, og að það sam- ræmdist illa hlutverki hans að vera formaður „Félags kaþólskra leikmanna". (Þar gætti reyndar nokkurs misskilnings hjá E.J.) En hvað um það. Torfi verður fyrir aðkasti og hann þarf að verja hendur sínar, og það gerir hann með fullri einurð og drengskap. Hann lýsir því yfir, að hann sem ungur maður hafi hrifist af hug- sjón, „... á þeirri tilraun til sam- eignarskipulags sem verið var að gera í Rússlandi", og segir enn- fremur: „Eg hreifst með af þessum eldmóði, mér fundust orðin „frelsi, jafnrétti og bræðralag" lofa góðu.“ Hann viðurkennir, að hann hafi gengið kommúnismanum á hönd, í þessari góðu trú, og gerðist meðal annars formaður Reykjavíkur- deildar MÍR. En smátt og smátt slær í baksegl. Sannleikur hinna fögru orða kemur í ljós. Innrásin í Tékkóslóvakíu 1968 olli vonbrigð- um, en samt var það ekki nægi- legt, í bili a.m.k. „Heimsfriðar þing“ árið eftir í Austur-Berlín. En þá springur blaðran. Þrátt fyrir góða trú og staðfasta skap- gerð er ekki hægt að fylgja þessu lengur. „Mér varð beinlínis líkam- lega illt þegar ég heyrði fréttirnar um innrásina í Tékkóslóvakíu, en af einhverri heimskulegri þrákelkni lét ég sem ekkert væri og lét meira að segja hafa mig tii þess að taka npp hanskann fyrir innrásarliðið ... Þeirra orða hef ég iðrast æ síðan og vildi mikið til þess gefa að þau hefðu aldrei verið sögð.“ Hér er gengið hreint til verks með fullri djörfung. Torfi varð fyrir ómaklegri árás, en hann skil- ur ástæðuna. Lokaorð greinar hans eru: „Hins vegar veit ég af reynslunni, að þótt erfitt sé að hrista „kuskið af hvítflibbanum" er ennþá erfiðara og allt að því ómögulegt að hreinsa hann, ef rauðar klessur hafa lent á hon- um.“ Torfi var með blett á sínum flibba, en mín skoðun er sú, að nú hafi hann hreinsað þann blett að fullu. Má hann því að vissu leyti vera þakklátur E.J. fyrir tilefnið að hinni góðu grein. Þökk sé þér Torfi, og vonandi taka fleiri þig sér til fyrirmyndar. Pétur Fyrirspurn til hr. Flinks: Hversvegna ert þú að dæma Bubba? Ágæti Velvakandi. Ég vil hér með koma á framfæri fyrirspurn til hr. Flinks, sem mik- ið hefur hamast gegn Bubba að undanförnu í Velvakanda. Fyrir- spurnin er svona: Það er augljóst af skrifum þínum að þú hefur ekki hlustað á beztu íslenzku plötu síð- asta árs, Pláguna með Bubba. Hvers vegna bíður þú ekki með að dæmá Bubba þar til þú hefur heyrt þessa frábæru skífu? Og annað: Hefur þú nokkurntíma heyrt í beztu bárujárnshljómsveit landsins, þeirri stórkostlegu Egó? Þórður Jónsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar. Einkaumboó ó íslandi Oð Ljósaperur Sterkar og endingargóðar SEGULLHF. Nýtendugötu 26 w CT> O CO 00 Eigum til allar tegundir af hinum þekktu Fiskarsskærum Laugavegi 29. Símar 24320 — 24321 — 24322 Stór sníöaskæri, heimilisskæri, hægri og vinstri handa, eldhússkæri og sauma- skæri. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skólann. Naglaskæri, hárskæri, zig-zag skæri. HÖFUM FENGIO MARGAR STÆRÐIR FISKARSELDHÚSHNÍFA Póstsendum. VERZLUNIN V etr arh vítt ^ ^ Lat^aiæk, síi3 33755. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.