Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 Jarðraski haldið í lágmarki NÝLEGA er komið út 12. svokallaða fjölrit Náttúruverndarráðs. Er það Eldstöðvar á Reykjanesskaga eftir Jón Jónsson jarðfra ðing. í ritinu er ágrip af jarðsögu skagans og gefið yfirlit yfir svæðið, sem af sérstökum ástæðum er vert að friða. Auk þess er gerð úttekt á vinnslu jarðefna á skaganum og bent á hluti sem betur mega fara. í ritinu kemur fram, að skaginn býður upp á fjölbreytni í landslagi og hann mikilvægur sem útivist- arsvæði í grennd við þéttbýli. Víða á skaganum eru eldstöðvar og hraun, sem hafa mikið vísinda- og fræðslugildi og eru vel fallin til alhliða jarðfræðilegra rannsókna. Fjölritið er gert með það fyrir augum að hvetja til góðrar um- gengni á Reykjanesskaga, einkum við námur, þannig að farið verði mjúkum höndum um landið og öllu jarðraski haldið í lágmarki í samræmi við 18. gr. laga um nátt- úruvernd. I ritinu er m.a. yfirlit yfir námur og ástand þeirra og segir höfundur m.a.: Af þessu hafa rauðamalar- (gjall) námur orðið til einna mestra lýta í lands- laginu, bæði vegna umfangs, en líka og ekki síður vegna þess hvað óskipulega hefur verið að verki staðið og hvað viðskilnaður hefur verið slæmur þegar náman er þ'rotin eða efnistöku hefur verið hætt af öðrum ástæðum. Þetta á og að verulegu leyti einnig við um þá staði, þar sem hraun hefur ver- ið tekið, en þar er einkum um að ræða efstu, gjallkenndu lög ungra hraunstrauma. Mosa- og hraunhellutaka Jón Jónsson segir, að talsvert sé um að hraunhellur séu teknar til að hlaða þeim meðfram lóðum og inni í görðum. Nokkur almenn lýti geta orðið af svona hellunámi, enda torvelt að standa skipulega að því. Svona hellur komi sjaldan fyrir í miklu magni á hverjum stað. Ástæða sé til að fara að þessu með gát og forðast óþarfa umrót. Einnig bendir hann á að mosi hafi verið rifinn upp og hafi við það myndast ljót sár á nokkr- um stöðum. Þetta sé afar slæmt, því það tekur náttúruna áratugi að Iækna svona sár. Niðurstöður heilsufarskönnunar VR Höfuðverkur, vöðva- bólga og bakverkur eftir Ingibjörgu Sig- mundsdóttur hjúkr- unarfrœöing Atvinnuheilbrigðismál hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu. Menn hafa gert sér grein fyrir því, að atvinna hefur áhrif á heilsu þeirra. Það sem einkum hefur breyst á síðustu árum, eru við- horfin til þessara mála. Nú er ekki lengur litið á fylgikvilla atvinnu sem eðlilegt ástand, heldur hafa menn leitað uppi leiðir, til að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma. Atvinnusjúkdómar hafa verið skilgreindir „sem þeir sjúkdómar, sem læknisfræðileg og tæknileg reynsla leiðir miklar líkur að, að orsakist af áhrifum á menn í vinnu, eða aðstæðum á vinnustað, áhrifum, sem aðrir verða ekki fyrir í vinnu sinni". Þessi skilgreining er frekar ófullkomin og yfirborðskennd. En það er vandinn við atvinnusjúk- dóma, að orsök þeirra er oft á tíð- um mjög óljós og oft erfitt að finna bein tengsl við atvinnu. Þó hafa ýmsar kannanir leitt í ljós ótvírætt samband á milli aðbún- aðar á vinnustað og atvinnusjúk- dóma eins og kom fram í rannsókn .Vinnuverndarhópsins sl. vetur. Heilsufarskönnun VR Þá var einnig gerð könnun á vegum Verslunarmannafélags Reykjavíkur sl. sumar, til að at- huga heilsufar félagsmanna VR og aðbúnað á vinnustöðum. Fram- — algengustu sjúkdómseinkenni skrifstofu- og verslunarfólks kvæmd könnunarinnar fór þannig fram, að 32 fyrirtæki voru valin af handahófi úr fyrirtækjaskrá VR. Fjögur hundruð og fimmtíu spurningalistum var síðan dreift „Þessi könnun var hugsuð sem frumathug- un á ástandi félags- manna VR, og það væri vissulega verðugt verk- efni að gera ítarlegri rannsókn...“ til starfsmmanna þessara fyrir- tækja. Við úrvinnslu á niðurstöð- um kom margt fróðlegt í ljós. í úrtakinu voru 54% konur og 46% karlar. Meðalaldur var 34,1 ár og aldursdreifing frá 14—80 ára. Flestir störfuðu við skrifstofu- störf og hjá fyrirtæki með fleiri en 15 starfsmenn. Þá kom í ljós, að 26% vinna meira en 50 klst./viku og 53% vinna 40—49 klst./viku sem er sambærilegt við niðurstöður rann- sóknar Hjartaverndar á vinnu- tíma íslendinga. Streita Streita var könnuð með beinum spurningum eins og: „Finnst þér streita fylgja starfinu?" og spurn- ingum um sjúkdómseinkenni, sem eru talin fylgja streitu. Það er at- hyglisvert að 37% fannst streita fylgja starfinu og skipt eftir starfsgreinum, þá voru lager- starfsmenn hlutfallslega flestir, Streita fylgir starfi: 59% þeirra sem vinna við lagerstörf %7% þeirra sem vinna við skrifstofustörf 33% þeirra sem vinna við afgreiðslustörf Þá kom einnig fram, að 23% fannst erfitt að komast yfir dagleg verkefni í vinnu og þar var skrif- stofufólk efst á lista. Erfitt að komast yfir dagleg verk- efni: 32% þeirra sem vinna við skrifstofustörf 20% þeirra sem vinna við lagerstörf 14% þeirra sem vinna við afgreiðslustörf Við spurningunni um álag á vinnustað, þá svöruðu 21,3% að það væri of mikið. Sjúkdómar Við samantekt á sjúkdómsein- kennum þeim sem spurt var um, þá kemur í ljós, að bakverkur, höf- uðverkur og vöðvabólga eru al- gengustu kvartanirnar. En 3 af hverjum 5 höfðu fundið fyrir bak- verk og höfuðverk á sl. 12 mán. og 1 af hverjum 2 hefði fundið fyrir vöðvabólgu og fótaverk á sl. 12 mánuðum. Sjúkdómseinkenni 64'% höfðu fundið fyrir bakverk á sl. 12 mán. 61% höfðu fundið fyrir höfuðverk á sl. 12 mán. 56% höfðu fundið fyrir vöðvabólgu á sl. 12 mán. 52% höfðu fundið fyrir fótaverk á sl. 12 mán. 14% höfðu fundið fyrir magabólgu/sári á sl. 12 mán. Samningamaðurinn í Genf Paul H. Nitze iNclvJJorkShneu Formenn samninganefnda Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í kjarnorkuvið- ræðunum í Genf. Til vinstri á myndinni er Paul H. Nitze frá Bandaríkjunum og við hlið hans Yuli A. Kvitsinsky frá Sovétríkjunum. eftir James Reston FULLTRÚAR Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna komu að nýju saman til fundar í Genf 12. janúar sídastlidinn til að ræða um niðurskurð kjarnorkuvopna í Evrópu. Höfðu þeir þá verið í jólaleyfi frá 17. desember, en viðræð- urnar hófust 30. nóvember 1981. Þeim var haldið áfram fyrir jól, þrátt fyrir valdatöku hersins í Póllandi og ekki hefur komið til tals að slíta þeim vegna þess fordæman- lega atburðar. Paul Nitze er formaður banda- rísku sendinefndarinnar í Genf. Hann varð 75 ára á dögunum og af því tilefni ritaði hinn heimsfrægi dálkahöfundur hjá The New York Times, James Reston, meðfylgj- andi grein. Paul Henry Nitze hóf störf sín í þágu ríkisstjórnar Bandaríkjanna fyrir 40 árum hjá stofnun þeirri, sem sinnti efnahagslegum stríðs- aðgerðum. Þegar hann hélt upp á 75 ára afmæli sitt 16. janúar, var hann í Genf sem formaður banda- rísku sendinefndarinnar, sem er að semja við Sovétmenn um gagn- kvæma takmörkun á meðaldræg- um kjarnorkuvopnum. Niðurstaða viðræðnanna í Genf mun ráðast mjög bæði af þekk- ingu Nitzes og reynslu í alþjóða- málum, en á báðum sviðum er hann yfirburðamaður. Því hefur verið haldið fram, að ríkisstjórn Reagans búi yfir tiltölulega lítilli reynslu í utanríkismálum. Ekki dugar að hafa uppi slíka gagnrýni, þegar Paul Nitze er annars vegar. Um fimm ára skeið var hann fulltrúi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í viðræðunum við Sovétmenn um takmörkun lang- drægra (strategískra) kjarnorku- vopna (SALT). Þar á undan var hann aðstoðarvarnarmálaráð- herra, flotamálaráðherra og vara- formaður nefndar, sem fjallaði um beitingu kjarnorkuheraflans — í sjö ár var hann starfsmaður í utanríkisráðuneytinu sem vara- forstöðumaður utanríkisvið- skiptadeildarinnar og forstöðu- maður þeirrar deildar, þar sem fjallað var um almenna stefnu- mótun í utanríkismálum. Af einhverjum ástæðum hefur Paul Nitze aldrei komist á toppinn í öll þessi ár, heldur ávallt staðið rétt við hann, gerði þó sjálfur Dean Acheson, utanríkisráðherra, tillögu um að Nitze yrði settur yfir utanríkisráðuneytið á sínum tíma. Hvað sem þessu líður hefur hann þó eftir störf í þágu sex forseta úr báðum flokkum, meiri reynslu í utanríkis- og varnarmálum en nokkur annar í starfsliði Ronald Reagans. Ég verð að játa, að mér er erfitt að líta á Nitze alveg hlutlaust, þar sem hann bjó í næsta húsi við mig í Washington í meira en 30 ár. Við höfum oft verið ósammála, ekki síst þegar hann lagðist gegn því að SALT 2-samkomulagið yrði stað- fest. En hann er atvinnumaður í húð og hár. Það er haft gegn honum og starfsbróður hans Eugene Rostow, að þejr hafi verið í forystu fyrir Nefndinni um aðsteðjandi hættu, en hún lagðist eindregið gegn SALT 2, og þeir hafi þar af leið- andi verið skipaðir til að stjórna samningaviðræðum, sem þeir séu raunverulega á móti. Þessi gagn- rýni á ekki við rök að styðjast, því að allt annarri stefnu er fylgt í SALT-viðræðunum á vegum Reag- ans en gert var á vegum Carters. Paul Nitze mun ekki gefa neitt eftir í viðræðunum og fylgja fast eftir þeim meginlínum, sem mót- aðar hafa verið í utanríkisráðu- neytinu og varnarmálaráðuneyt- inu með samþykki forsetans. Hann gengur til viðræðnanna með tvíræðri virðingu fyrir þeim flóknu tæknilegu og pólitísku at- riðum, sem þar koma til álita. „Það vakir ekki aðeins fyrir Sovétmönnum að knýja fram sam- komulag, sem er þeim sjálfum mjög í hag,“ sagði Nitze nýlega, „þeir hafa einnig gefið sterklega til kynna, að þeir ætli að notfæra sér þau mál, sem við ræðum um, til að ýta undir það, sem sumir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.