Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 — Sjötugur? Nei, það held ég að hljóti að vera ein- hver bölvuð vitleysa, segir Guðmundur Gíslason bók- bindari. Hann er maður hávaxinn og þreklegur, vinnu- þjarkur og félagslyndur, skapgóður og talar vel um náungann. Hann tekur daginn jafnan snemma, Guð- mundur, ævinlega vaknaður uppúr fjögur. Hann mætir til vinnu sinnar fyrir klukkan hálfsex á morgnana og ætli það sé ekki fátítt um skrifstofumenn. Til hvílu gengur hann ekki fyrr en á tólfta tímanum á kvöldin og stundum seinna, ef verkast vill, en hann er ævinlega jafn árrisull. Honum hefur ekki orðið misdægurt um dagana, Guðmundi Gíslasyni. Guðmundur Gíslason Ljósmynd Mbl. Kristján Kinarsson. Gott land, gott fólk, gott líf „Ég er fæddur að Ríp í Hegra- nesi í Skagafirði. Foreldrar mínir voru Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Ási í Hegranesi og Gísli Jak- obsson á Ríp. Við vorum tveir bræðurnir og tíu ár á milli okkar, svo þetta var allt í hófsemd. Það var þokkalegt meðalbú á Ríp, á þess tíma mælikvarða, og ég hafði það gott í uppvextinum; ég hef alltaf haft það gott. Mitt líf hefur verið slétt og fellt og alls enginn blaðamatur. Skólaganga? Ég held ég hafi verið par mánuði tvo vetur í barnaskóla og síðan hálfan vetur í einskonar unglingaskóla á Hól- um í Hjaltadal, sextán vetra gam- all. Það er öll mín skólaganga. Ég var snemma læs og hafði ungur dálæti á bókum og las mikið. Það voru mínar einu sorgarstundir í æsku, þegar farandbóksalarnir komu, að geta ekki keypt af þeim allar bækurnar. Ég hafði þó jafn- an nóg að lesa, því það var lestrar- félag gott í sveitinni. Það þótti nauðsynlegt í þennan tíma að sinna vinnunni, það var fyrsta skylda mannsins og ég held ég hafi ekki beðið neinn verulegan skaða af því að hafa ekki farið í langskólanám. Það var aldrei starfs vant í sveitinni. Þegar vinnu iauk, voru það ungmennafé- lögin og ýms önnur starfsemi sem hélt heilanum í æfingu." Nú færir Guðný, kona Guð- mundar, okkur kaffi og við snúum talinu að bókbandinu. Hann á margt fallegt bandið í sínu bóka- safni, Guðmundur, og það er lista- handbragð á mörgum bókanna. „Ég lærði bókbandið þennan hálfa vetur sem ég dvaldi við nám á Hólum og gyllingu lærði ég á hálfum mánuði á Akureyri, því kennarinn minn á Hólum lést þennan vetur. Það er nú allt mitt bókbandsnám. Svo tók ég auðvitað sveinsprófið þegar lagabreytingar urðu á iðnnámslöggjöfinni og þeim gefinn kostur á að taka sveinsstykki, sem höfðu unnið lengi í iðninni. Bókbandið var í mörg ár mín aðalatvinna, en þess utan mitt aðaltómstundagaman. Ég réðist sem bókbindari til Ragn- ars í Smára í upphafi árs 1942. Hann var þá nýlega búinn að stofnsetja bókband og vantaði svein. Ég var verkstjóri hjá hon- um í nokkur ár. Ragnar í Smára var afburðagóður húsbóndi. Þegar mest var að gera fyrir jól, kom hann jafnan og vann með mér á nóttum. Hann virtist Rafa tíma til alls og áhuga hafði hann á öllum hlutum. Það er miklu hægara að telja upp það sem hann lét sig ekki varða, heldur en það sem hann hafði afskipti af. Jú, höfundarnir hans Ragnars fylgdust sumir með hvernig gekk að binda. Ég kynnt- ist þó engum þeirra persónulega nema Tómasi Guðmundssyni. Við urðum ágætir vinir. Annars hef ég ekki kynnst nema afburða góðu fólki. Ég veit ekki hvar þau eru í þjóðfélaginu þessi illmenni, sem sumt fólk sér í hverju horni. Það var einstakiega gott að vinna fyrir Ragnar. Hann lærði hjá mér bók- band og þau hjón bæði. Komu á námskeið til mín og einnig Tómas Samtal við Guðmund Gíslason og fleiri góðir menn. Hvort þeir hafi síðan nokkurn tímann bundið inn bók, veit ég ekki, en Ragnar vildi læra þetta, því hann þurfti að þekkja störfin, sem hann réði menn til að vinna." Hvenær hleyptirðu heimdrag- anum? „Ég stóð á tvítugu þá. Langaði til að sjá fleira en rétt bara Hegranesið og það jgerðist með mig eins og margan Islendinginn, að ég átti ekki afturkvæmt í mína heimasveit. Ég fór til Siglufjarðar og það æxlaðist einhvern veginn svo, að ég stoppaði þar í tíu ár. Það réð miklu um það, að ég kynntist þar þeim öndvegishjón- um Pétri Björnssyni kaupmanni og konu hans, Þóru Jónsdóttur. Tryggari og einlægari vin held ég að sé ekki hægt að finna en Pétur Björnsson. Það var lán fyrir mig að kynnast honum og meiripart þess tíma sem ég dvaldi í Siglu- firði vann ég á hans vegum. Ég kunni ljómandi við mig í Siglufirði — þar var ævinlega nóg að gera; á síldinni, í verslun, í bókbandi. Og ef það var ekki vinnan, þá félags- starfsemin; karlakórinn, stúkan, leikfélagið. Já, þetta hafa verið eintómir dýrðardagar! Ég hef ekki kynnst félagsskap, þar sem félags- andi er í líkingu við það sem var þá í karlakórnum Vísi. Það var einstakt. Ég flutti suður til Reykjavíkur um áramótin 1941—42. Hafði kynnst Sigurði Birkis, söngmála- stjóra, og hann fékk mig til að koma suður. Ég hélt til hjá honum og hann kom mér í kynni við Ragnar í Smára. Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur sá ég stúlku á dansleik, sem mér fannst ég endilega kannast við. Við fórum að tala saman og það kom á dag- inn, að hún hafði verið í Siglufirði og ég hafði afgreitt hana í búð Péturs Björnssonar. Þessi stúlka varð konan mín.“ Afhverju vildi Sigurður Birkis fá þig suður? „Ég held hann hafi ætlað að reyna að kenna mér að syngja, en það var strax svo mikið að gera hjá Ragnari mínum, að það kom aldrei til álita. Ég hafði ágætan tenór, en ég þekkti það frá Sigiu- firði að söngurinn tók gífurlegan tíma. Við æfðum minnst fjögur kvöld í viku allan veturinn, fyrir utan raddæfingar og slíkt var vita útilokað með bókbandinu. Ég hætti semsé að syngja, en það voru hamingjustundir, þegar karlakórinn Vísir kom suður, að hitta gömlu félagana aftur og hlusta á þá og syngja lítillega með þeim. Maður getur sungið býsna lengi, ef maður heldur því við, en það hef ég ekki gert og það þýðir ekki fyrir mann á mínum aldri að byrja að syngja á nýjan leik.“ Þú bjóst í Unuhúsi, Guðmund- ur? „Já, ég bjó í Unuhúsi nokkur ár. Það var þá næsta hús við bók- bandið. Erlendur var í fyrstunni ekki hrifinn af því að fá inná sig mannskap til búsetu, að ég tali nú ekki um þegar fjölgaði hjá okkur hjónum, en það varð allt í himna- lagi og stúlkan okkar var ekki há í loftinu, þegar hún tók að venja komur sínar til Erlends á neðri hæðinni. Hann var sérstæður persónuleiki, Erlendur, en mér fannst hann aldrei skrítinn. Jú, flest kvöld voru samkomur í Unu- húsi. Þá kom fólk með kökur og brauð og það var hitað kaffi og svo spjallað frameftir kvöldi. Ég tók ekki þátt í þeim hámenningar- samkomum, en ég kom samt oft til Erlends og það var gott með okkur. Öllum sem kynntust Er- lendi í Unuhúsi, var hlýtt til hans. Oftlega var spilað á grammófón á þessum samkomum og jafnan úr- vals klassísk verk. Erlendur var bæði fjöllesinn og bráðgáfaður. Það virtist sama um hvað var tal- að, ævinlega var Erlendur heima. Og það er næg sönnun um hans gáfur, að Laxness lét hann yfir- fara öll sín verk. Ég held, að Er- lendur hafi lesið í handriti allt það sem Laxness lét frá sér fara, bæði í ræðu og riti, meðan honum entist líf. Ragnar í Smára vildi að Unu- hús yrði eins konar safn Erlends og vinir hans héldu áfram að hitt- ast þar — en það varð aldrei. Það var í ágúst 1950, sem ég Sjötugur Guðmundur Gíslason í dag er vinur minn Guðmundur Gíslason, Vallargerði 6, Kópavogi, sjötugur. Guðmundur er fæddur að Ríp í Skagafirði 21. janúar 1912. For- eldrar hans voru hjónin Gísli Jak- obsson, bóndi, og Sigurlaug Guð- mundsdóttir. Á hann ættir að rekja vítt um Skagafjörð m.a. af Skíðastaðaætt. Langafi hans og langamma voru hjónin Ólafur Sig- urðsson, bóndi og alþingismaður, 1865-’67. Voru þau hjón mjög áhugasöm um allar framfarir, sendu syni sína til náms erlendis, stofnuðu þau hjón kvenfélag í sveitinni og var Sigurlaug formað- ur en bóndi hennar gjaldkeri fé- lagsins. Er ekki verið að tala um jafnrétti í dag? Þau stofnuðu einnig vísi að kvennaskóla 1869, þar voru kenndar hannyrðir og matreiðsla. Kvenfélagasamtök í Skagafirði minntust 100 ára ártíð- ar skólans og birtu þá meðal ann- ars allar stofnfundargerðir kven- félaganna i Skagafirði. Þá studdu þau hjón eindregið við bakið á Sig- urði Guðmundssyni málara með ráðum og dáð. Sigurlaug, dóttir Guðmundar, á skautbúning, sem langalangamma hennar saumaði eftir forsögn og teikningum Sig- urðar, er það merkis gripur, sem víða hefur verið sýndur og notaður við hátíðleg tækifæri. Af því lítilræði, sem hér hefur verið á minnst er ljóst, að að Guð- mundi standa traustir stofnar. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum að Ríp og síðan í Keldudal eftir að þau fluttu þang- að. Guðmundur gerðist ungur fé- lagi í ungmennafélagi sveitarinn- ar og stúku, sem þar starfaði, en Guðmundur hefur alla tíð verið al- gjör bindindismaður á vín. Tvítugur flyst Guðmundur til Siglufjarðar og dvelur þar næstu 10 árin við margvísleg störf. Hann hafði lært bókband í bændaskól- anum að Hólum og síðan fullnum- aði hann sig í iðninni á Akureyri. Á Siglufirði kenndi hann m.a. bókband í barna- og gagnfræða- skólunum, einnig vann hann við bifreiðaakstur og verslunarstörf. í ársbyrjun 1942 flytur Guð- mundur til Reykjavíkur og 18. júlí það ár gengur hann að eiga unn- ustu sína Guðnýju Þórðardóttur, foreldrar hennar voru hjónin Þórður Þórðarson, sjómaður, ætt- aður úr Kjós, og Sigríður Gríms- dóttir, ættuð úr Hrunamanna- hreppi. Ungu hjónin hófu búskap í hinu fræga Unuhúsi í Reykjavík, en Guðmundur vann þá hjá Helgafelli. Ekki þætti það rúmgóð íbúð í dag, sem þau þá gerðu sér að góðu, eða aðeins 12 fermetrar. 1950 flytja þau til Kópavogs, þar höfðu þau reist sér vandað einbýl- ishús að Vallargerði 6, þar sem þau búa enn. Er þar allt með ein- stakri smekkvísi og snyrti- mennsku innan húss sem utan, Ijós vottur um dugnað og næmt fegurðarskyn húsbændanna. Guðný er listræn hannyrðakona er hefur búið manni sínum hlýlegt og fagurt heimili. Þá er eins að verki staðið utan húss, Guðmund- ur hafðist strax handa um ræktun fagurs garðs, sem hefur að geyma fjölmargar tegundir trjáa, blóma og annarra jurta. Þær eru æði margar stundirnar sem Guð- mundur hefur eytt þar. Hann hef- ur verið natinn við að hlúa að sérhverri jurt og eflaust talað við blómin sín einsog sannra blóma- unnenda er siður. Meira að segja í dag kvartar Guðmundur yfir því að garðurinn sé of lítill og hann hafi ekki nægilegt svigrúm. Eitt af því fyrsta sem athygli vekur á heimili þeirra Guðnýjar og Guðmundar er hið fallega bókasafn, þar getur að líta margar perlur íslenskra bókmennta í sér- lega vönduðu bandi, sem bera hús- bóndanum fagurt vitni, sem iðnað- armanni í bókbandi. Maður veitir því fljótt athygli að Guðmundur handleikur ekki bók sem dauðan hlut, heldur með virðingu fyrir því að hún er gædd fróðleik eða skemmtan. Þetta mun háttur sannra bókaunnenda. Eins og fyrr er getið starfaði Guðmundur við bókband hjá Helgafelli þar til það hætti, þá vann hann við bókband á ýmsum stöðum og síðast í Hafnarfirði. Þá gerðist hann starfsmaður Sjálf- stæðisflokksins, en nú hin síðari ár hefur hann verið starfsmaður Kópavogsbæjar. Það hefur einkennt Guðmund hve gífurlega kappsamur, sam- viskusamur og vandvirkur í störf- um sínum hann hefur verið, og af því leiðir að hann hefur verið mjög eftirsóttur starfsmaður. Þá hefur hann ekki síður verið vin- sæll af starfsfélögum sínum enda ávallt léttur í lund og gamansam- ur. Guðmundur hefur tekið mik- inn þátt í félagsstörfum, m.a. ver- ið tvisvar formaður Leikfélags Kópavogs og leikið þar í nokkrum leikritum, þá hefur hann verið í stjórn Bókbindarafélagsins. Aðal vettvangur hans á sviði félags- mála hefur hinsvegar verið innan Sjálfstæðisflokksins. Ég flutti í Kópavog skömmu á eftir Guðmundi, atvikin höguðu því hinsvegar þannig að hann var einn fyrsti Kópavogsbúinn, sem ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.