Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, E'JMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 + Ástkær eiginkona mín, móöir okkar og dóttir, SÓLRÚN MARÍA GRÍMSDÓTTIR PAULSEN, lést í Færeyjum 16. janúar 1982. Jaröarförin fer fram í Færeyjum föstudaginn 22. janúar 1982. Eyfinn Poulsen, Ruth, Elísabeth Susanna og Grímur, Ingibjörg og Grímur Guttormsson. Sonur minn og faöir okkar, ÞORSTEINN JÓNSSON, Mjósundi 1, Hafnarfirði. sem lést 14. þ.m., veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnar- firöi, föstudaginn 22. janúar, kl. 15.00. Guöbjörg Þorsteinsdóttir, og synir hins látna. Systir min og frænka, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ijósmyndarí frá ísafiröi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 22. janúar, kl. 10.30. Hinrik Guðmundsson, Þórunn Eiríksdóttir. Útför SKÚLA SKÚLASONAR fyrrverandi ritstjóra, fer fram í Neskirkju, Nesbyen Hallingdal, föstudaginn 22. þ.m. Ingibjörg Skúladóttír, Karl Eiríksson, Guörún Þórhildur, Knut Berg, Hallgrim Skúli, Gro Skúlason. t Hjartkær eiginkona mín, elskuleg móðir, amma, langamma, langa- langamma og tengdamóðir, HALLDÓRA SIGRÍDUR ÞÓRDARDÓTTIR, Lauganesvegi 85, sem lézt 12. þ.m. i Borgarspítalanum, veröur jarösungin föstudag- inn 22. janúar, kl. 15.00 e.h. frá Dómkirkjunni. Fyrir hönd fjarstaddra ættingja og vina, Kristján Jónsson, Lára Björnsdóttír, Haraldur Þóróarson, Þórður Björnsson, Alice Björnsson, Martín Björnsson, Hólmfríóur Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR FLYGENRING, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavik, föstudaginn 22. janúar, kl. 1.30. Blóm og kransar eru afþakkaöir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ólafur Flygenring, Kristján Flygenring, Þórarinn Flygenring, Edda Flygenríng, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn, sonur, faöir, tengdafaöir, afi og bróöir, JÓN GUÐNI DANÍELSSON frá Ingunnarstööum í Geiradal, sem lést 13. janúar, veröur jarösunginn 23. janúar kl. 14 frá Patreksfjaröarkirkju. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Svanhildur Kjartans Ragnheióur Árnadóttir, Aðalbjörn Þ. Jónsson, Jóhann H. Jónsson, Evlalía Kristjánsdóttir, Daniel H. Jónsson, Margrát Emilsdóttir, Karólina G. Jónsdóttir, Halldór Gunnarsson, Bergþór G. Jónsson, barnabörn og systkini. + Þakka innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, EGILS HALLGRIMSSONAR, Bárugötu 3. Elin Pálsdóttir. Jón Sigurðsson á Eyri — Minning Fæddur 17. júní 1914 Dáinn 12. janúar 1982 Siglufjörður var um langan ald- ur höfuðstöðvar síldarútvegsins hér á landi, svo sem kunnugt er. Mátti þola bæði skin og skúrir, sem þessir duttlungafulla uppi- staða atvinnuvegarins, síldin, olli, og bitnaði engu síður á lands- mönnum öllum en ibúum Siglu- fjarðar. A síldveiðum og síldarverkun var grundvöllur framtíðar Siglu- fjarðar reistur á. Vonir og þrár íbúanna um betri og bjartari framtíð en fyrri kynslóða. Fleiri hagsbætur á öllum sviðum átti og skyldi verða árangur af fang- brögðum við „silfur hafsins", síld- ina. Svo var komið um nokkur ára- bil, að landsfeður biðu eftir, hver árangur síldarvertíðarinnar yrði hverju sinni svo afkomu ríkissjóðs yrði borgið. Frá þessu er mikil og merk saga, sem ekki verður rakin hér, en þess má þó geta, að Norðmenn og nokkrir Danir áttu meiri eða minni þátt i framvindu og þróun sildveiðanna hér á landi svo sem kunnugt má vera þeim, er kynnt hafa sér atvinnusögu landsmanna. Það var fjörugt mannlíf í Siglu- firði á sildarvertíðunum. Fjöldi aðkomufólks beggja kynja streymdi til bæjarins og sóttu sumaratvinnu sina þangað og margir tugir skipa, innlendra og erlendra mönnuð vöskum og hressilegum sjómönnum, settu einnig svip á Siglufjörð. Mannhafið mikið og þungar öld- ur lifsins ólguðu og hrundu um gjörvalla byggðina og umhverfið. Höfnin eins og skógur, fögur sjón og áhrifamikil. Kyrrð og ró færð- ist yfir byggðina er haustaði. Sumargestir hurfu eins og far- fuglarnir. Siglfirðingar bjuggu sig undir vetrarmánuðina og héldu sumir hverjir á vertíð suður til að tryggja framfærslu sína og sinna og brúa bilið milli sumarannar og vetrarkyrrðar atvinnulífsins. Það fór ekki hjá því að siglfirskir ungl- ingar, sem ólust upp á þessum ár- um, yrðu með ýmsum hætti að meira eða minna leyti þátttakend- ur i þessu mannlífi, bæði með að- ild sinni að koma síldinni i verð og fullnægja eigin þörfum fyrir sak- laus brek og ærsl eða leik eftir því sem þeim datt í hug og athafnaþrá þeirra beindi þeim að, enda fór margar sögur af frískum og fjör- ugum strákum sérstaklega gjörn- ingum þeirra og uppátækjum og framtakssemi að finna vettvang til athafna, sem endilega þurfi að fullnægja. Mörg glettin og spræk dáð var þá drýgð og er rifjaðar voru upp liðnar stundir þessara framtaks- semi á fullorðinsárunum yljaði slíkt aðilum því timabilið var þeim kært og fast í minni. Mundu óskir sínar og vinir og hversu þær rættust. Sakleysið sjálft en engin sektarkennd þó á ýmsum óverð- skulduðum brotnuðu framtaks- samar og frumlegar athafnir þeirra. Sumir þessara félaga hafa þeg- ar lotið lögmálum lífsins og nú hefur einn bættst í hópinn, Jón á Eyri. Hann hefur hlýtt kalli hins æðsta dómara og kvatt lifið hér á jörðu. Jón á Eyri, en við Eyri var hann jafnan kenndur, var fæddur hinn 17. júní 1914, sonur hjónanna Sig- urðar Jónssonar, sem var Skag- firðingur að ætt og uppruna, og Andreu Sæby, en Sæby, faðir hennar, var danskur og kom til Siglufjarðar frá Kaupmannahöfn um 1880. Dvaldist hann raunar fyrstu árin ytra á vetrum uns hann ílentist hér og er af honum kominn stór og dugmikill ættbogi í Siglufirði og víðar um land. Þau hjón Andrea og Sigurður keyptu býlið Eyri í Siglufirði og reistu þar snemma timburhús, sem enn stendur. Við þá Eyri er Eyrargata kennd. Jón ólst upp í föðurgarði við at- læti, sem þá var ríkjandi, við leik og störf eins og þá var títt og strax þegar afl og geta óx var tekið til við ýmis störf, sem til féllu og þannig létt undir við framfærslu fjölskyldunnar. Minna var um bóknám almennt, en þó fullnægt skyldum og kvöðum þar um. Jón á Eyri var engin undantekning fremur en aðrir félagar hans sem þátttakandi í lífsháttum og venj- um þeirra, sem þá voru að vaxa úr grasi. Einangrun staðarins á vetrum hafði óneitanlega áhrif á uppeldi og viðhorf auk ríkjandi skoðana á hversu ala skyldi upp börn, átti mikinn þátt í mótun uppvaxtarár- anna. Hin snögga fjölgun farand- fólks á sumrum markaði og djúp spor og skildi margvísleg áhrif eftir. Frásagnir sæfara og ævin- týri þeirra færð í töfrandi búning heillaði hina ungu drengi og enn meira en þeirra eigin hugmyndir og samskipti við gjálfrandi bárur við Þormóðseyri, sem þeir höfðu daglega fyrir sjónum. Það var því engin furða þó hugur margra þessara ungu manna stæði til sjó- mennsku og ævintýra hennar, þegar þeir stækkuðu og landvinnu við síldaraflann lauk. Ekki dugði að vera iðjulaus hinn hluta ársins, því ekki fékkst brauð eða soðning með því móti. Jón valdi sjómennsku sem aðal- atvinnu og stundaði hana árum saman. Sótti vertíðir suður á land á vetrum svo sem venja var þá. Einnig var hann um tíma hjá Skafta á Nöf í ferðum milli Siglu- fjarðar og Sauðárkróks og er það einn merkur þáttur í samgöngu- málum Siglufjarðar þáttur Skafta og manna hans, sem þyrfti að skrá. A stríðsárunum sigldi Jón eins og margir vaskir stéttarbræður + Þökkum inrtilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fósturmóöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁSU VÍGLUNDSDÓTTUR. Sigríöur Guömundsdóttir, Árni Sigurösson. börn og barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinsemd viö fráfall og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa. ÁRNA GUÐMUNDSSONAR, Kirkjuteig 3, Keflavík. Ingunn Einarsdóttir, Stefán Árnason, Bryndís Guðmundsdóttir, Herborg Árnadóttir, Guömundur Sigþórsnon, Guðmundur Árnason, Einar Árnason, __________ og barnabörn. hans með fisk til Englands. Hann gerðist starfsmaður á siglfirsku togurunum, er þeir bættust í lít- inn siglfirskan flota og var til allra verka þar um borð vel lið- tækur þó aðalstarf hans væri í vélarrúmi togaranna. Jón hætti sjómennsku fyrir allmörgum ár- um og gerðist starfsmaður á véla- verkstæði Síldarverksmiðja ríkis- ins í Siglufirði og vann hjá þvi fyrirtæki uns yfir lauk. Þessir eru megin ættir í ævi- starfi Jóns á Eyri utan heimilis. Mætti rekja nánar ýmsa kafla þeirra, því ekki var ætíð logn á þeim miðum, sem á var sótt eða á leiðum þeim, sem siglt var um. Köflum, sem brugðið gætu ljósi yfir framfarir og þróun atvinnu- tækja og aðbúnað á vinnustað frá því hann hóf þjónustustörf sín fyrir samfélagið og þar til yfir lauk. Jón var einn þessara ónefndu í hinum þögla meirihluta þjóðar- innar, sem aðeins er getið í manntalsskýrslum, á vinnulistum eða í skipshafnarskrám. Þessi ónefndi meirihluti má alls ekki gleymast, því drjúg eru verkin hans, gildir og traustir hornstein- ar, sem hann hleður og þjóðfélagið nýtur góðs af. Jón á Eyri var einn af þeirri kynslóð, sem taldi enga nauðsyn vera á því að alheimta daglaun að kveldi. Það mætti bíða betri tíða, enda var hann vinnufús og vinnu- glaður að eðlisfari. Sporléttur ef beðinn var um liðsinni þar sem þörf var og hann taldi sig kunna ráð til lausnar. Hjálpsemi hans og greiðasemi var alkunn. Jón var notalegur og hýr á góðri stundu í takmörkuðum hópi vina og kunn- ingja, enda ekki allra. Einn þeirra samferðamanna sem gott var að eiga að vini, enda trölltryggur, hreinskiptinn og traustur. Hrjúf- ur á stundum eins og margur sæ- barinn landinn, en átti heitt hjarta sem í brjósti sló. Var oft orðheppinn, snar í snúningum, snöggur upp á lagið, sem svo er nefnt. Kvikur í spori, sívalur með- alamaður. Einbeittur dugnaðar- maður. / Jón kvæntist árið 1942 Ingi- björgu Sveinbjörnsdóttur, ættaðri frá Seyðisfirði eystra. Er Ingi- björg dugnaðar myndarkona. Eignuðust þau 5 börn, 4 syni og eina dóttur, sem öll eru uppkomin og eiga fjölskyldu nema einn son- anna, sem ókvæntur er. Jón andaðist í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar þann 12. þ.m. eftir skamma legu þar. Hann var einn þeirra samferðamanna sem gott var að eiga að vini. Á ég um hann góðar og hugljúfar minningar, sem kært er að rifja upp og orna sér við, því það vex einnig þar gróður þó ekki hafi verið veitt safa skólabóka í jarðveginn. Nú þegar samfylgdinni er lokið skal hún þökkuð vini mínum Jóni á Eyri og tekið undir með skáld- inu: ,.Ég finn lil Hknrðn vid auðu ræAin nllrn, sem íttu rúm á sama aldarfari." Jón á Eyri hefur nú lagt úr höfn, út á eilífðarsæinn. Ég trúi því, að hann hljóti blíðan byr í sinni hinstu för og fái lendingu í höfn friðar og sælu. Við hjónin sendum eftirlifandi eiginkonu hans Ingibjörgu, börn- um og fjölskyldum þeirra sem og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Baldur Eíríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.