Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 Vinsældir Koivisto tryggðu sigurinn MAUNO KOIVISTO var í blaki með kunningjunum þegar talning atkvæða hófst í forsetakosningunum í Finnlandi. Fjórum timum síðar höfðu allir keppinaut- ar hans viðurkennt ósigur í kosningunum þar sem Ijóst var orðið að hann yrði fyrsti nýi forsetinn í Finnlandi í aldarfjórðung. IJrslit kosn- inganna eru mesti sigur jafnaðarmanna í sögu Finnlands, en einu ummæli Koivisto um sigurinn voru á þá leið að hann „gæti nokk- uð vel við unað“. Þessi viðbrögð voru dæmigerð fyrir hógværð Koivisto, sem nýtur gífurlegra vinsælda í Finn- landi. Hann hefur gegnt embætti forseta til bráðabirgða síðan Urho Kekkonen sagði af sér í haust og hefur áður verið forsætisráðherra tvisvar sinnum og bankastjóri Finnlandsbanka. Framboð hans í forsetakosningunum tryggði jafnaðarmönnum 19,3% fylgisaukningu miðað við þingkosningarnar 1979. Hann tryggði sér sigur „með því að vera hann sjálfur, án þess að vera með nokkur látalæti, sannur Finni sem hefur brotizt áfram af eigin rammleik," eins og gamalreyndur dipiómat komst að orði. Úrslit kosninganna eru fyrst og fremst talin persónulegur sigur Koivisto. Þar sem margir óháðir framámenn studdu hann í kosningabar- áttunni hlaut hann atkvæði margra óháðra kjósenda, sem kusu vinsælasta frambjóðand- ann. Ýmsar ástæður fyrir sigri Koivisto eru nefnd- ar. Metkjörsókn, meiri en í nokkrum þingkosn- ingum, hjálpaði honum. Kekkonen hafði verið forseti í aldarfjórðung, margir vildu breyta til, og stuðningsmenn stefnu hans, „Kekkonen- línunnar", nutu ekki lengur góðs af áhrifum hans. Versnandi ástand í utanríkis- og efna- hagsmálum olli því að kjósendur fylktu sér um mann, sem áður hefur leyst mörg erfið vanda- mál. Loks voru úrslitin að sumu leyti mótmæli gegn valdakerfi stjórnmálaflokkanna og full- trúum þeirra. Koivisto er fæddur í Abo (Turku) 25. nóv- ember 1923, starfaði á unga aldri sem trésmiður í höfninni þar og samdi ritgerð á þeim árum um þjóðfélagsstöðu hafnarverkamanna. Námsferli hans lauk með því að hann tók doktorspróf í heimspeki 1956, sama árið og Kekkonen var fyrst kosinn forseti. Tveimur árum síðar var Koivisto skipaður forstjóri sparisjóðs verka- manna í Helsinki. Hann vakti fyrst athygli þegar hann varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn Rafael Paasio 1966. Hann fylgdi mjög strangri stefnu í pen- ingamálum, þótt vægari stefna hefði dugað, og var kallaður „nirfillinn", en á þessum árum tókst honum að koma á jafnvægi í efnahags- málunum og draga úr verðbólgunni. Árið 1968 var hann skipaður bankastjóri Finnlandsbanka. Koivisto gegndi fyrst embætti forsætisráð- herra 1968—70 og hefur verið forsætisráðherra síðan 1979. Auk þess hefur hann verið fjármála- ráðherra og einu sinni starfandi forsætisráð- herra, en aðalstörf sín á síðari árum hefur hann unnið í Finnlandsbanka. Hann tók við forseta- embættinu til bráðabirgða þegar Kekkonen for- seti neyddist til að segja af sér í október sl. Koivisto öðlaðist vinsældir sínar löngu áður en Kekkonen varð að segja af sér, en vinsældir hans jukust verulega í fyrravor þegar hann bauð Kekkonen í fyrsta skipti byrginn. Þá var greinilegt að Kekkonen-tímabilið var senn á enda og Koivisto neitaði að segja af sér embætti forsætisráðherra, jafnvel þótt þau skilaboð Vlauno Koivisto bærust frá forsetabústaðnum, Tamminiemi, að það væri ósk Kekkonens. „Ríkisstjórn mín biðst lausnar þegar þingið samþykkir tillögu um vantraust á hana, en ekki fyrr,“ sagði Koivisto og þar við sat. Hann sigraði með festu sinni og ákveðni og gegndi áfram embætti forsætisráðherra, starfi sem Kekkonen gegndi fimm sinnum áður en hann varð forseti. Koivisto gerðist jafnaðarmaður 1947, en hef- ur aldrei gert grein fyrir því hve sósialismi hans er honum mikið hjartans mál. Hann sagði í kosningabaráttunni: „Ef ég verð kjörinn for- seti mun ég skila flokksskírteini mínu, sem hef- ur hvort sem er ekki komið mér að miklum notum." Svo virðist sem hann eigi glæsilegan sigur sinn að miklu leyti því að þakka, að hann hefur reynt að standa utan við flokkapólitík, sem margir Finnar hafa þreytzt á meir og meir því lengur sem Kekkonen hefur verið við völd. Hálftíma eftir að Koivisto lýsti því yfir á fundi með erlendum fréttamönnum að hann væri sigurvegarinn í forsetakosningunum sagði hann í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að kosn- ingaúrslitin „væru sönnun þess að lýðræði dafn- aði vel í Finnlandi". Hann verður fyrsti forseti jafnaðarmanna 26. janúar þegar kjörmennirnir, sem kjósendur kusu, koma saman. Hann sagði Finnum að búast ekki við miklum breytingum.. Hins vegar lét hann í ljós þá von að „stefna Finnlands yrði áfram sú sama og undir stjórn Kekkonens". Sambúð Koivisto við Sovétríkin er óskrifað blað, en hann kveðst ekki búast við nokkrum vandamálum í samskiptunum við risann í austri. „Utanríkisstefna Finnlands hvílir á traustum grunni," sagði hann og átti við þá stefnu Kekkonens að varðveita vestrænt þjóð- félags- og stjórnmálaskipulag Finnlands, en gera jafnframt ekkert sem styggt getur Rússa. Fyrsta verk Koivisto forseta verður að sam- þykkja lausnarbeiðni Koivisto forsætisráð- herra, en því næst þarf hann að mynda nýja ríkisstjórn. „Ég ætla að reyna að mynda stjórn á núverandi grundvelli," sagði hann í viðtali. Landið þarf ríkisstjórn sem getur setið við völd fram að þingkosningunum 1982. Takist það ekki er hins vegar búizt við langri stjórnarkreppu, sem getur leitt til þingrofs og nýrra þingkosninga í haust. Koivisto er góður tungumálamaður. Hann talar rússnesku reiprennandi og uppáhalds bækur hans eru sígild rússnesk skáldverk á rússnesku. Hann talar einnig ensku, sænsku og þýzku reiprennandi. Hann er kvæntur og bæði kona hans Tellervo og dóttir hans Assi voru í framboði í kjör- mannakosningunum fyrir jafnaðarmenn. Kosn- ingasigrar þeirra sýna glöggt vinsældir Koiv- isto. Assi Koivisto hlaut yfir 20.000 atkvæði og sigraði í kjördæmi sínu í Helsinki og móðir hennar hlaut 50.642 atkvæði, þrisvar sinnum meira fylgi en nokkur annar kjörmaður í sögu Finnlands. Mikilvægi skap andi starfs eftir Sólveigu Helgu Jónasdóttur Oft er rætt um mikilvægi skapandi starfs í skólum nú- tímaþjóðfélags. Flestir virðast vera á einu máli um að börn og unglingar hafi þörf fyrir skap- andi vinnu, jafnvel meiri þörf nú á þeirri tækniöld sem við lifum á. Þjálfun huga og handar er stórt hugtak sém felur í sér tækifæri til almenns þroska. Með þeim aðbúnaði og fjölda nemenda, sem er í bekkjar- deildum í myndmenntakennslu í dag, minnka þau tækifæri sem nemandinn á rétf á að fá til skapandi starfs. I myndmenntanámi er reynt að kenna sem flest er lýtur að myndgerð, þar sem nemendur eiga ekki einungis að teikna, mála og móta eins og þá sjálfa langar til, heldur að þeir öðlist þá þekkingu sem þarf til slíkra vinnubragða, skilji hvað liggur að baki þeim, kynnist sem flestum efnum og tækjum og læri að færa þau sér í nyt. Það Sólveig Helga Jónsdóttir. „Sérhannaðar teikni- stofur eru því miður sjaldgæfar í íslenskum skólum og fer mynd- menntakennslan oft á tíðum fram í útihúsum eða kjallaraholum.“ má segja að teiknun varði að meira eða minna leyti allar námsgreinar. Myndin og hin myndræna miðlun verður æ ríkari þáttur í lífi hvers ein- staklings. Því er nauðsynlegt að nemendur þjálfist í að lesa og skilja myndir. I námskrá segir meðal ann- ars um markmið myndmennt- unar: „í myndmenntanáminu eiga nemendur að fá tækifæri til að þroska hæfileika sína til túlkunar hugmynda sinna í myndum. Stefnt verði að því á markvissan hátt að námið þroski hæfileika og efli getu nemendanna. Nemendur þjálfist í að tjá og lýsa eigin reynslu og skoð- unum á myndrænan hátt. Stuðla ber að því að nem- andinn tileinki sér hagkvæm vinnubrögð og nái þeirri hæfni að verða sjálfbjarga í verki. Leggja ber áherslu á að örva persónulegt tjáningar- form nemenda. Því þarf all- stór hluti tilsagnar að vera einstaklingsbundin. Mikil- vægt er að kennarinn viður- kenni og þroski með nemend- um virðingu fyrir einstakl- ingsbundnum myndstíl." Þessi markmið í náms- skránni mæla þannig beinlínis fyrir um það, hversu mikla áherslu beri að leggja á ein- staklingskennslu í myndmennt. Hvaða sess skipar svo þessi skapandi þáttur í skólastarfi okkar? í 28 nemenda bekk í mynd- menntatíma fær hver nemandi 1,3 mínútur af 40 mínútna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.