Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 21. JANÚART982 Af Jóhanni og Kristínu Eyfells Málverk af Ronald Reagan eftir Kristínu E. Eyfells. Myndlist Bragi Ásgeirsson Það fréttist ekki mikið af þeim hjónum Jóhanni Eyfells mynd- höggvara og Kristínu E. Eyfells myndlistarkonu, en þau hafa svo sem mörgum er kunnugt dvalið í Florida í nær áratug. Jóhann er þar skúlptúr-prófessor í mynd- listargeira tækniháskólans í Orlanda og hefur sem slíkur not- ið mikils álits og vinsælda. Þá hefur hann tekið þátt í ýmsum sýningum innan Bandaríkjanna svo og í Evrópu og að því er ég best veit með ágætum árangri. — Það er nú annars ekkert nýtt, að íslenzkir myndlistarmenn, misvirtir og vanmetnir í heima- landi sínu geri garðinn frægan erlendis, þá er þeir fá að njóta sín til fulls, en það er önnur saga. Jóhann Eyfells var með einka- sýningu á sl. hausti og er boðið að setja upp aðra í þessum mán- uði, — hvar veit ég ekki. Kristín tók nýlega þátt í sýningu með stallsystur sinni, myndhöggvar- anum Cheryl Bogdanowitsch og fengu þær mjög góðar umsagnir gagnrýnenda. Má geta þess, að listsagn- fræðidoktorinn Francis Martin jr., sem skrifaði itarlega grein um sýninguna, segir m.a. um portrett-málverk Kristínar: Portrett-myndir frú Eyfells eru með því upprunalegasta sem kemur frá málara hér um slóðir. Þær eru ekki óaðfinnanlegar á tæknilega sviðinu en frá þeim stafar mikill expressjónískur kraftur. Þær eru flóknar og truflandi í samsetningu en frá þeim stafar mikill jarðrænn kraftur og lífsorka. I myndunum eru litasamsetningar, sem erfitt gæti verið að lifa með, en sem málverk, en sem myndlistarverk eru þær áhrifamiídar og hríf- andi. Það er jafnan ánægjulegt að frétta af velgengni landans er- lendis og þar sem fjölmiðlar eru furðu tómlátir um listsigra þeirra á myndlistarsviði mun ég framvegis reyna að miðla frétt- um í skrifum mínum er mér ber- ast upp í hendur, — og gera það á hlutlausan hátt. Hvað Jóhann og Kristínu Ey- fells áhrærir, þá mætti ætla að tími sé kominn til að þau kynni okkur nýrri verk sín með sýn- ingu hér heima og e.t.v. væri slíkt hægt með styrk frá hinu opinbera. Sýning Þormóðs Karlssonar í Djúpinu við Hafnarstræti heldur um þessar mundir korn- ungur maður sína fyrstu listsýn- ingu og ber hann nafnið Þormóð- ur Karlsson. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskól- ann á árunum 1977—1980 en hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann hefur starfað við myndlist, en hvort það sé í skóla eða utan veggja slíkra stofnana veit undirritaður ekki. Það er þekkilegur svipur yfir þessari sýningu og á köflum get- ur hún beinlinis talist falleg. Ljóst má vera, að Þormóður kann þá list að setja saman myndir úr mörgum einingum, gera það vel og snoturlega. Hann fer þá leið sem full vinsæl hefur orðið á síðustu árum, þ.e. að vinna á sviði klippimyndatækn- innar, skeyta saman heilum og hálfum myndabútum úr tímarit- um og vikublöðum og gera það með öllum mögulegum tækni- brögðum. Ég er síztur manna til að vera á móti klippimynda- tækninni nema þá sem takmarki í sjálfu sér og/eða til a6 fela vankunnáttu á öðrum sviðum og skort á áræði, — ótta við um- búðalaus átök við efniviðinn. Hér er ég ekki að dylgja um neitt en ég skal viðurkenna, að ég hrífst stórum meira af hreysti- iegum slagsmálum við tæknisvið myndheimsins á fyrstu sýning- um ungra manna en þessum undarlega fullkomleika er blasir við manni á ýmsum sýningum slíkra. Það er búið að gera svo margt gott og frábært á þessu sviði og þá oftast af nafntoguðum myndlistarmönnum er nota tæknina fyrst og fremst til hvíldar frá öðrum athöfnum og til að hræra upp í hugarfluginu og er klippimyndatæknin upp- lögð aðferð til slíks. Þannig hafa í senn orðið til mörg mikil lista- verk í þessari tækni og virkað sem hugmyndabanki að lista- verkum á sviði annarra tækni- bragða. Þá er klippimyndatækn- in að sjálfsögðu fullgild aðferð til listsköpunar. Að vel athuguðu máli þóttu mér grátónamyndirnar á sýn- ingu Þormóðs Karlssonar lofa mestu um áframhaldið, — í þeim eru flest blæbrigðin og mestu átökin við efniviðinn. En ég saknaði karlmannlegri vinnu- bragða t.d. í grafík, teikningu, málverki eða á hinum mörgu sviðum annarra tegunda bland- aðrar tækni. í sjálfu sér er þetta viðunandi frumraun en framtíðin ein sker úr um áframhaldið og hér vil ég engu um spá en óska hinum unga manni gæfu og gengis. Lystræninginn (19. hefti, nóv. 1981) barst mér nýlega í hendur. Hressilegt rit! Vettvangur ungra skálda, nýrra strauma! Þau for- réttindi fylgja því að vera ungur að maður þarf ekki að vera alvar- legur. Skáldin í Lystræningjanum eru galsafengin, láta allt flakka, senda þjóðfélaginu tóninn, hæðast að stöðluðu lífi og gera upp sak- irnar við rangsnúna samtíð. Ekki veit ég hvar Lystræningja- menn vilja skipa riti sínu eða hvaða hlutverk þeir ætla því. Prentvillurnar eru margar og ekki traustvekjandi. Þær ríða að vísu engri stefnu og engu riti að fullu og ekki heldur Lystræningjanum. En veikleikamerki eru þær alltaf og læða að manni þeim grun að Ólafur Ormsson Lystræninginn Bókmenntír crlendur Jónsson forráðamenn Lystræingjans þurfi að öðlast meiri metnað áður en þeir geti slegið þessu riti sínu út sem einhverju trompi sem um munar' í menningunni. í þessu hefti eru ljóð, sögur, leikrit og hugleiðingar um menn- ingarmál — sem sagt dæmigert bókmenntatímarit. Mér sýnast Ijóðskáldin ganga fram með mest- um atgangi. Gallabuxna skjóni heitir ljóð eftir Birgi Svan Símon- arson. Birgir Svan gengur í ber- högg við þann þýða og hátíðlega Ijóðstíl sem sjálfsagður þótti til skamms tíma, jafnvel allt fram á daga atómskáldskaparins. Snörp kaldhæðni einkennir ljóð Birgis Svans. Og ekki eru þau laus við ungæðishátt. Slíkt og þvílíkt fyrir- gefst ungskáldi en endist því naumast til brautargengis þegar árin líða. Svipuðu máli sýnist mér gegna um Pjetur Hafstein Lárus- son en hann á hér ljóðið Spurt að gefnu tilefni, enda munu þeir, hann og Birgir Svan, teljast til sömu skáldakynslóðar. Ennfremur Þór- arinn Eldjárn sem á hér tvö þýdd kvæði. Miklu yngri er Þorri sem birtir hér Ijóðin Stýrður skrfll og Sjálfstal. Þorri gefur fyrrnefndum skáldum ekki eftir í kaldhæðni. En hann er innhverfari og þannig að ýmsu leyti líkari atómskáldun- um, þó svo að hann verði auðvitað ekki flokkaður með þeim. Síðar- nefnda ljóð Þorra, Sjálfstal, er styttra en vel gagnort og ekki allt sem það er séð: Ef þú silur inn í a pandi slandandi kirkju « da vælandi mökkudu diskóleki k;legri rokkmessu »g langar ad hverfa nióur í góir eða svífa upp í loft öskrandi mundu þá aó þú erl ekki hluti af þessu þú crl eyj* eyja sem ekki verdur slitiH) i. Tvær smásögur eru í heftinu, Hinstu dagar Björgólfs eftir Friðrik Guðna Þórleifsson — ádeila á heimabruggið og Brot úr ævi bankamanns eftir Ólaf Ormsson — dálítið ýkt þverskurðarmynd af streitunni í lífi hins dæmigerða nútímamanns. Hér er og Dagbók höfundar eftir Gunnar Gunnarsson. Þar segir Gunnar frá hugleiðingum sínum og undirbúningi undir verkefni sem honum var falið að vinna á leiklistarsviðinu og eins frá hug- myndum sínum um þá starfsað- stöðu sem hann mundi kjósa sér, ætti hann þess kost. Og meira um leiklist — Ása Ragnarsdóttir félagi í Alþýðu- leikhúsinu er með Hugleiðing um Alþýðuleikhúsið. Ása minnir á að Alþýðuleikhúsið eigi að vera vettvangur »framsækinnar leik- listar«. Hvað er átt við með þeim orðum? Róttæka vinstri pólitík? Sé svo hefði ég talið mannslegra að orða það umbúða- og vafninga- laust. Að lokum er svo fyrsti þáttur leikrits Guðmundar Steinssonar, Sólarferð. Guðmundur er tískuhöf- undur um þessar mundir. Sviðs- verk hans hafa farið fram hjá fáum. Því er sjón sögu ríkari að skoða leikrit hans prentað, kynn- ast tækni hans milliliðalaust. Mér sýnist Guðmundur muni vera meiri leikhúsmaður en skáld — einmitt það sem beðið er um þessi árin. Sólarferð er ekki verk sem ristir djúpt. En það hittir í mark, bregður fyrir sjónir veruleika sem afar margir Islendingar þekkja af eigin raun jafnt sem afspurn og umtali. Verk Guðmundar fela í sér ádeilubrodd og eiga því heima í Lystræningjanum. Boðað er að seinni hluti leikrits- ins birtist í næsta hefti Lystræn- ingjans. Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir For din skyld For din skyld sem Gyldendal norsk forlag sendi frá sér skömmu fyrir jólin er fyrsta bók ungrar stúlku, Camiliu J.J. Skattvik. Mér skilst að höfundur sé ekki nema nítján ára og hafi þegar unnið til einna verðlauna fyrir barna- og unglingabók sem Asche Hough gaf út 1980 og hét Bare lek? Bókin er sögð í fyrstu persónu, það er pilturinn Kalle, sem situr í fangelsi, hann hefur að baki býsna skrautlegan afbrotaferil, en inni situr hann nú fyrir að hafa reynt að ræna banka. Hann á i hinum mestu erfiðleikum með að sætta sig við innilokunina og gerir til- raun til að brjótast út úr kvölum ( amilla J.J. Skattvik sínum með því að skrifa dagbók, þar sem hann leitast við að gera skil á lifi sínu og félögum og hvaða áhrif þeir — þ.e. félagarnir — höfðu á framvinduna í lífi hans. Hann veltir fyrir sér hvers vegna málin æxluðust nú svona? Hvort hann geti til dæmis varpað sök- inni á foreldra sína, sem líklega hafa aldrei skilið son sinn. Eða verður hann að bera einhverja ábyrgð sjálfur? Kannski hann sjálfur sitji uppi með alla sökina vegna þess að hann sparn aldrei við fótum, lét berast með straumi félaga sinna og umfram allt hin- um sérstaka leiðtoga klíkunnar, Grizzly, sem sem er sagður töfr- andi nokkuð en brenglaður. Það er býsna flókin atburðarásin í sög- unni, þótt Camilla segi frá blátt áfram. Kalle tregðast við að muna og viðurkenna og það er ekki fyrr en líður að lokum bókarinnar, að lesanda fer fyrir alvöru að renna grun í hvað hér hefur verið að ger- ast og hvað var undirrót þessa alls. Kannski getur Kalle þá líka horfzt í augu við liðna tíð og jafn- vel horft til einhverrar framtíðar, sem í upphafi ferðar er honum lítt girnileg. Það er rödd unglingsins sem tal- ar í þessari bók. Það er afar nær- tækt að hefja prédikun og for- dæma allar hugsanir og gerðir unglinganna. En líklega hefur Camilla Skattvik töluvert til síns máls alla bókina út í gegn. Og þó að ýmislegt sé töluvert sjúkt í bók- inni, er það samt að gerast í hug- arheimi þessara unglinga — þar og víðar. Þess vegna held ég að þessi bók sé holl lesning að ýmsu leyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.