Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 • Ég er mjög óánægdur með þessa niðurröðun, þegar ekkert stórverk- efni er hjá landsliðinu, segir Ólafur H., þjálfari Þróttar. • Slakasta niðurröðun á móti sem ég man eftir, segir Geir, þjálfari FH. • Erfitt að stjórna þjálfun af ein- hverju viti með svona niðurröðun, segir Jóhann, þjálfari KR. Þjálfarar 1. deildar liðanna eru óánægðir með niðurröðun íslandsmótsins • Eitt af því sem mjög hefur verið til umræðu hjá handknattleiks- mönnum og þjálfurum í vetur er niðurröðun mótanefndar HSÍ í I. deild íslandsmótsins í handknatt- leik. Nú um langt skeið hefur ekkert verið leikið í 1. deild vegna verkefna landsliðsins. Mótið er slitið í sundur og bitnar það mjög á leikmönnum liðanna svo og almennum áhuga áhorfenda. Nú á þessu keppnistíma- bili er ekkert stórt verkefni fram- undan hjá landsliðinu í handknatt- leik og því spurning hvort ekki hefði verið hægt að skipuleggja mótið bet- ur en gert var. Vissulega þarf lands- líðið sinn tíma en spurning er hversu miklu á að fórna. Hversu mikið á sá undirbúningur að bitna á félagslið- unum og leikmönnum þeirra? Þess eru dæmi í yfirstandandi íslands- móti að I. deildarlið nái varla að leika tvo leiki á tveimur mánuðum. Og engin verkefni eru fyrir liðin á meðan. Væri ekki hægt að byrja bik- arkeppnina til dæmis fyrr? Er ekki kominn tími til þess að fara að fjölga leikjum hjá I. deildarliðunum. Fá jafnvel úrvalsdeild með sex liðum og leika fjórar umferðir. Eða leika þrjár umferðir í 1. deild. Einn leik á hlut- lausum velli. Það myndi gera það að verkum að leikmenn væru í meiri leikæfingu og kæmi það þá lands- liðsmönnum til góða. Hvað höfðu þjálfarar I. deildarliðanna um málið að segja? Mbl. innti nokkra þeirra eftir áliti og fer það hér á eftir. Þjálfari KR-inga, Jóhann Ingi Gunnarsson fyrrum landsliðs- þjálfari, hafði þetta um málið að segja. — Það er mjög erfitt að stjórna þjálfun hjá 1. deildarliði af ein- hverju viti þegar mót er jafnilla skipulagt og raun ber vitni núna. Svona framkvæmd er bara til að drepa niður áhuga leikmanna og áhorfenda. Það er orðið algert skilyrði að afmarka betur ís- landsmót og æfingar og keppni landsliðs. Landslið verður að fá sinn tíma en það má ekki bitna svona illilega á félagsliðunum. Frumskilyrði er að skipuleggja hlutina betur. Þá með leiki í Evrópukeppni í huga líka. Nú eru leikmenn 1. deildar- liðanna farnir að æfa svo mikið að það verður að fara að fá þeim fleiri verkefni. Skilyrðislaust á að fjölga leikjum í deildinni. Jafn- framt á að hafa tvo leiki á kvöldi. Ekki einn. Það eykur aðsóknina að leikjum. Ólafur H. Jónsson, þjálfari Þróttar, sagði: — Sem þjálfari er ég mjög óánægður með þessa niðurröðun. Það er alltof langt á milli leikja. Nú um nokkurt skeið hefur landsliðið ekkert verkefni en ekki er spilað í 1. deild. Eitthvað verður að gerast í þessum málum. Það kæmi til greina að leika í tveimur lotum. Gefa landsliðinu tíma þar á milli. Þetta er búið að vera vandamál um nokkurt skeið en eins og í vetur, þegar landsliðið hefur ekkert stórverkefni, þá má ekki níðast svona illa á félögunum. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að fjölga leikjum í 1. deild. Fækka liðum niður í sex og leika fjórar umferðir. Geir Hallsteinsson, þjálfari FH, sagði. — Þetta er slakasta niður- röðun í íslandsmóti sem ég man eftir. Og oft hefur hún verið slök. Það er mjög erfitt fyrir þjálfara að halda leikmönnum sínum við efnið þegar engin verkefni eru fyrir hendi. Þá liggur það ljóst fyrir að æfing þeirra verður ekki eins góð. Það skortir leikæfingu. Æfingaleikir skila aldrei eins miklu og kappleikir, þó svo að þeir hjálpi upp á sakirnar. Sem dæmi um niðurröðunina má nefna að við lékum við Þrótt um miðjan des- ember en leikum síðan ekkert aft- ur fyrr en 30. janúar. Þá aftur gegn Þrótti. Við verðum að fara að breyta þessu. Mín skoðun er sú að fækka eigi niður í sex lið í 1. deild og hafa fjórar umferðir. Slíkt fyrirkomu- lag yrði til bóta. En meðan við gerum ekkert eigum við ekki von á miklum framförum í íþróttinni. Svo mörg voru nú orð þessara þjálfara. Hér á síðunni má líka sjá spjall við Birgi Björnsson, þjálf- ara KA, en hann hefur manna lengst verið við þjálfun og keppni í handknattleik hér á landi. — ÞR. Körfuknattleikur á mikilli uppleið í Bretlandi núna — þar leika 40 Bandaríkjamenn KÖRFUKNATTLEIKUR hefur rutt sér mjög til rúms í Englandi síðustu 'íu árin, eða síðan körfuknattleiks- samband Englands var stofnað keppnistímabilið 1972—73. Síðustu 3 árin hefur aðsókn að leikjum aukist um 50 prósent og milli 2000 og 3000 manns horfa að jafnaði á deildarleiki í körfuknatt- leik. Þá er vitað með vissu, að 18.000 manns muni mæta á áhorf- endapallana í Wembley-höllinni í mars, þegar úrslitakeppnin fer þar fram. Rúmlega 40 Bandaríkjamenn leika með enskum liðum og þéna þeir allt að 15000 sterlingspund á ári, auk þess sem þeim er séð fyrir íbúð og bifreið. Þessir kappar gera sitt til þess að auka vinsældir íþróttarinnar alveg eins og á ís- landi er bandarískir leikmenn stigu hér sín fyrstu skref. Eng- lendingarnir hafa hins vegar ráð á að fá til sín betri leikmenn og allir eru þeir fyrrverandi leikmenn með bandarískum háskólaliðum. Að- eins einn hefur leikið í NBA- deildinni, Larry McKinney, sem lék með Indiana Pacers. Þetta er allt saman reyndar nánast sem sandkorn við hliðina á bandarísku atvinnumannadeild- inni, en nýlega færðist enskur körfuknattleikur nær atvinnu- mennsku, er breska körfuknatt- leikssambandið gerði stórgóðan aurasamning við breska sjón- varpsstöð sem gefur þúsundir punda í aðra hönd. Gerir það enska sambandinu kleift að gera miklar úrbætur, því víða er pottur brotinn þrátt fyrir hinar miklu og skyndilegu vinsældir íþróttarinn- ar. Sérstaklega eru húsakynni þau, þar sem körfuknattleikirnir fara fram, bágborin. Þetta eru að vísu yfirleitt prýðileg hús, en að- eins örfá taka fleiri áhorfendur en 3000 og er áhuginn orðinn slíkur, að það er hreinlega of lítið ... Köriuknattlelkur ....................... ^ Rðrhiknattielkur l.... .... ... Portúgal Portúgal sigraði Grikkland í vin- áttulandsleik í knattspyrnu í gær dag, leikurinn fór fram í Aþenu. An- astopolus skoraði fyrir Grikki og náði forystunni á 24. mínútu, en raarkaskorarinn mikli Oliveira jafn- aði á 43. mínútu og skoraði síðan sigurmarkið á 77. mínútu. Knattspyrna Birgir Björnsson þjálfari KA: „Ekki mjög heppilegt að slíta mótið í sundur en landsliðió verður að fá tíma til æfinga“ BIKGIR Björnsson hefur lengi staðið í eldlínunni í handboltanum hér á landi, bæði sem leikmaður og þjálf- ari. Nú þjálfar hann sem kunnugt er 1. deildarlið KA á Akureyri. Hvað finnst þér um niður- röðun leikja í íslandsmótinu í vetur, finnst þér mótið slitið of mikið í sundur til að gefa landsliðinu tíma? — Þetta er að sjálfsögðu ekki heppilegt, en landsliðið verður að fá tíma. Þetta kemur niður á öllum liðun- um og ekki síst okkur hér fyrir norðan, þar sem erfitt er að fá æfingaleiki hér. Eg vorkenni liðunum fyrir sunnan alls ekkert, því þau geta leikið æfingaleiki nán- ast þegar þau vilja. Annars finnst mér að nýta mætti þennan tíma með því að setja bikarkeppnina í gang fyrr. Þá gætu þau mörgu lið leikið sem ekki hafa neina landsliðsmenn í sínum röð- um. — Þrátt fyrir að engin sérstök verkefni liggi fyrir hjá landsliðinu á næstunni, verður það að fá tækifæri til samæfinga á hverjum vetri. Það verður að skapa lands- liðinu viðunandi aðstöðu, en ég skal ekki segja um hvort þetta sé heppilegasta leiðin. Þá finnst mér að skilyrðis- laust eigi að taka þátt í þeim „túrneringum" erlendis sem möguleiki er á nú í vetur og þá ráðum við ekki alltaf hvenær það er. Landsmótin eru leikin með hléum í mörgum löndum, t.d. leika Rússar sitt mót í þrem hlut- um til hagræðingar fyrir landsliðið. Er íslenska landsliðið nú „gott !andslið“? — Ég tel, að landsliðið sé mjög efnilegt, við eigum óhemjumikið af efnilegum leikmönnum. Ég held, að sjaldan eða aldrei hafi kom- ið svo margir góðir upp í einu. Venjulega hafa ekki komið nema einn og einn mjög góður á hverju ári, en nú hefur þar orðið breyting á. Er rétt að miða við leikina við Danina um daginn, var þetta ekki lélegt danskt lands- lið? — Það fór ekkert á milli mála að okkar lið var mun betra en það danska. Árang- ur Dananna hafði ekki verið góður áður en þeir komu hingað og þeim hefur heldur ekki gengið vel síðan. í sam- bandi við árangurinn í leikj- unum við A-Þjóðverjana er ekki hægt annað en að vera ánægður. Mér kom það þó á óvart hve mikið var um mis- tök á báða bóga í þeim leikj- um og á ég þá sérstaklega við hve mikið var um rangar sendingar. En eins og ég sagði áðan, þá tel ég íslenska liðið mjög efnilegt og það er möguleiki á að það verði mjög gott í framtíðinni, jafnvel það besta sem við höfum átt. Nú hefur þú verið landsliðs- þjálfari. Var þjálfun liðsins þá hagað eins og nú? — Það var nú upp og ofan. HSÍ gerði t.d. mikið tilkall til leikmanna árið 1976, áð.ur en við fórum til Austurríkis og sigruðum þar i B-keppni heimsmeistara- keppninnar. Hvcnær hefur íslenskt landslið verið best? — Við höfum oft á tíðum átt mjög góð landslið, eins og t.d. þegar Geir Hall- steinsson og Ólafur H. Jónsson voru upp á sitt besta. Segja má, að við höf- um átt mjög gott landslið síðan 1961, að vísu með lægðum á milli, en besta landslið okkar tel ég vera liðið sem náði sjötta sæti á HM 1961, það hefur a.m.k. náð bestum árangri allra liða í þeirri keppni. — sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.