Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, B'IMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 0 Ami Johnsen: DRAGBÍrUR HEITIR ÞAÐ „STJÓRI“ GÓÐUR Sögufölsun siglingamálastjóra vísað heim til föðurhúsanna Lítilmannlegt var upphafíð á grein Iljálmars R. Bárðar sonar, siglingamálastjóra, „Sögufolsun og rangfærslur grundvöilur rógskrifa“, þar sem hann reynir að svara grein minni „Þyrnirósar svefn siglingamálastjóra“, en í upphafí greinar siglinga- málastjóra segir hann að Morgunblaðið beri enga ábyrgð á mínum sjónarmið- um. l»etta var hégómleg at- hugasemd því grein undir fullu nafni er að sjálfsögðu á ábyrgð þess sem skrifar og óþarfí að blanda öðrum inn í það, en það er sorglegt að siglingamálastjóri, virðulegur embættismaður, skuli í grein sinni falla í þá gildru að setja sig í stellingar og segja: „Spegill, spegill, herm þú mér ...“ Dodi siglinga- málastofnunar Netagerðarmaður í Eyjum sagði við mig að grein mín væri þétt riðin og fast, enda voru rök mín óvefengjanleg og málið snerist fyrst og fremst um sinnuleysi sigl- ingamálastjóra varðandi skyldu til þess að koma í framkvæmd á skipaflota íslendinga hugmyndum Sigmunds Jóhannssonar, uppfynd- ingamanns, varðandi sjósetningu gúmmíbjörgunarbáta, hugmynd sem Sigmund hefur gefið íslensk- um sjómönnum og fjölskyldum þeirra, hugmynd sem að mati allra sem til þekkja veldur bylt- ingu í öryggismálum sjómanna. Siglingamálastjóri reynir að skjóta sér á bak við greinargerð í sérriti hans, Siglingamál, frá sl. sumri og ég gat um í grein minni, því að í allri framkvæmd málsins var siglingamálastjóri altekinn doða og það er ósatt að hann hafi hvatt nokkurn mann, hvorki Sig- mund né aðra til þess að vinna að málinu, þótt búnaðurinn væri kominn í nær allan flota Vest- mannaeyja. Það er engin tilviljun að Sigurgeir Ólafsson, skipstjóri í Vestmannaeyjum, hefur nýlega í blaðagrein sagt að ef til vill væri komið að því að taka þyrfti þátt öryggismála úr höndum Siglinga- málastofnunar og það er engin til- viljun að Friðrik Asmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, segir einnig í blaðaviðtali fyrir skömmu að Eyjamenn ætli ekki að bíða eftir 92 slysum áður en Siglingamála- stofnun afgreiðir reglur um notk- un Sigmundsgálgans og annarra möguleika í búnaði hans eftir gerð skipa. Vík ég að því síðar. Söguruglingur siglingamálastjóra Spegillinn hermir siglingamála- stjóra að hann sé hafinn yfir allt sem heitir gagnrýni, hann vænir mig um sögufölsun og læðir því inn að ég af annarlegum ástæðum rangfæri atriði til þess að geta stundað rógskrif. Ég verð því að taka Hjálmar R. Bárðarson á beinið eins og Sigurður skóla- meistari á Akureyri orðaði það og kippa honum upp úr því vatni sem hann hefur gengið í. Fjarri er að mér sé illa við Hjálmar R. Bárð- arson, enda maðurinn búinn mörgum góðum kostum, ljúf- menni, það sem ég þekki til á förn- um vegi, með betri ljósmyndurum landsins, vel að sér í mörgu er lít- ur að siglingum, sérstaklega hlynntur erlendum hugmyndum þó, og viðurkenndur borgari, en það réttlætir ekki seinagang hans í framkvæmd öryggismála, skort Siglingamálastofnunar á frum- kvæði svo bragð sé að. Grein siglingamálastjóra er svo illa riðið net að það sem hann kall- ar bitastæðar staðreyndir hripar þar í gegn eins og grautur. Það er til dæmis ótrúlegt að siglinga- málastjóri skuli ekki vita hvaða ár gúmmíbjörgunarbátar voru fyrst notaðir í íslenskum fiskiskipum og á þeim punkti einmitt reynir hann að hengja mig sem sögufalsara í framhaldi af því að ég segi Sigl- ingamálastofnun hafa verið dragbít á framfarir í öryggismál- um sjómanna í upphafi gúmmí- bátanotkunar. Mun ég því kynna siglingamálastjóra sögu upphafs gúmmíbjörgunarbáta í íslenskum fiskiskipum svo blessaður maður- inn þurfi ekki aftur að sitja uppi með annað eins í nafni embættis- ins. Siglingamálastjóri segir í grein sinni í nafni staðreynda að fyrsti báturinn hafi farið um borð í ís- lenskt skip haustið 1951, en þar skakkar hvorki meira né minna en heilu ári. Verðandimenn riðu á vaðið Fyrstu gúmmíbjörgunarbátana keyptu útvegsbændurnir Sighvat- ur Bjarnason og Kjartan Ólafsson í Vestmannaeyjum árið 1950 í báta sína Erling og Veigu. Fimm árum áður var þó fyrst hreyft þeirri hugmynd að gúmmíbjörg- unarbátar væru framför í örygg- ismálum sjómanna. Það var á 40. fundi Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Verðandi í Vestmanna- eyjum þann 9. janúar 1945, en þess má geta að í áratugi hefur Verð- andi verið brautryðjandi í baráttu fyrir auknu öryggi sjómanna ís- lands og fyrir harðfylgi þeirra hefur margt verið lagfært í þeim málum. Kvenfélagið Eykyndill í Vestmannaeyjum hefur ekki síður lagt þar hönd á plóg. Á umrædd- um fundi 1945 ræddi Sighvatur, sem var í hópi brautryðjenda ör- yggismála, um nauðsyn þess að setja hlíf í kringum dragnótarspil- ið og síðan ræddi hann „nauðsyn þess að stjórn félagsins yrði falið að leitast fyrir um hvort ekki væri hægt að fá gúmmíbáta sem hver bátur hefði meðferðis", en í grein Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, skólastjóra Stýrimannaskóla Is- lands í Sjómannadagsblaði Vest- mannaeyja segir, að þessi kafli úr fundargerð sé dæmigerður fyrir ótal fundi í starfi Verðandi. Veiguslysid og fyrsta björgunin Á næstu árum var þetta mál kannað af og til, en forystu- mönnum í öryggismálum leist ekki á hugmyndina. Það var síðan haustið 1950 sem Skipaskoðun Sigmund Jóhannsson við eitt af teikniborðum sínum. Sighvatur Bjarnason Kjartan Olafsson ríkisins skrifaði öllum útgerðar- mönnum og tjáði þeim að krafist yrði, að allir íslenskir fiskibátar hefðu björgunarbát eða fleka til taks í sjóferðum. í Bliki, ársriti Vestmannaeyja frá 1980, er birt viðtal sem Sigfús J. Johnsen kenn- ari tók árið 1954 við Kjartan Ólafsson, um upphaf gúmmíbjörg- unarbáta í íslenskum fiskiskipum, en hann og Sighvatur keyptu báta í sömu vikunni. Víkur þá sögunni aftur til haustsins 1950 og Kjart- an Ólafsson segir frá: „Ég var þá staddur í Reykjavík um haustið og hafði nýlega lesið grein í tímariti um gúmmíbjörg- unarbáta. Einnig hafði ég heyrt sagt, að setuliðið hefði selt nokkra slíka báta til manna sem veiða í vötnum og ám. Ég sneri mér því þegar til Sölunefndar setuliðs- eigna, sem þá var til húsa í Kveld- úlfshúsunum, og náði þar tali af gömlum Vestmannaeyingi, Jóni Magnússyni. Ég spurði hann um björgunarbáta þessa. Hann sagði mér, að þeir hefðu selt nokkra slíka báta til manna, sem stund- uðu lax- og silungsveiðar. Ég sagði honum, að ég hefði hug á að kaupa þannig bát til nota sem björgun- artæki á vélbáti mínum. Þá kvaðst Jón hafa þrjá slíka báta til sölu og væri einn þeirra nýr, en tveir not- aðir. Ekki gat ég þá afráðið kaup- in, þar sem mig skorti viðurkenn- ingu Skipaskoðunar ríkisins á björgunartæki þessu. Þá lofaðist Jón til þess að geyma nýja bátinn þar til ég hefði fengið viðurkenn- ingu Skipaskoðunarinnar á bátn- um. Þó kvaðst hann ekki geta geymt bátinn lengur en í þrjá daga. Þá sneri ég mér samdægurs til Skipaskoðunar ríkisins, og hitti að máli skipaskoðunarstjóra, sem þá var Ólafur Sveinsson. Ólafur taldi, að ýmis vandkvæði væru á bátum þessum, svo að þeir kæmu varla til greina með að verða viðurkenndir af Skipaskoðuninni. Við ræddum nú mál þetta fram og aftur. Spurði ég hann þá, hvernig björgunar- tæki hann ætlaðist til að yrðu á þessum mótorbátum, sem þeir með bréfi sínu hefðu gert kröfu til að hefðu björgunarbát eða — fleka innanborðs. Kvaðst hann gera ráð fyrir, að á vélbátunum yrðu tunnuflekar eða trébátar. Þá spurði ég: hvar á að koma slíkum bátum eða flekum fyrir á vélbát- um, sem ekki eru stærri en rúmar 20 smálestir? Féllst hann þá á að trébátur kæmi varla til greina en lét sér til hugar koma, að tunnu- flekarnir kæmu þar til greina. Áður en við skildum fékk ég Olaf til að koma með mér inn í Kveldúlfshúsin til þess að athuga nánar báta þessa. Síðan var afráð- ið, að ég skyldi mæta á skrifstofu skipaskoðunarstjóra kl. 10—11 daginn eftir. Hét hann þá að fylgja mér og athuga nánar björg- unartæki það, sem ég hugðist kaupa. Sama dag hitti ég að máli Ársæl Sveinsson, formann Björgunarfé- lags Vestmannaeyja og formann Bátaábyrgðarfélagsins okkar. Einnig hitti ég Jónas Jónsson, for- stjóra, sem þá var staddur í Reykjavík. Ég ræddi við þá báða þessi hugsanlegu kaup mín á björgunarbátnum. Þeir lögðu þar gott til. Daginn eftir kom skipaskoðun- arstjóri með mér til þess að skoða bátinn. Með honum voru þrír starfsmenn hans. Við fengum bát- inn lánaðan í húsakynni skipa- skoðunarstjóra. Á spjaldi, sem fest var við umbúðirnar, stóð, að þetta væri 9 manna bátur óyfir- byggður. (Ekkert tjald yfir hon- um). — Honum fylgdu tvær árar, kolsýrufyllt flaska, til að blása hann upp, og handdæla. Einnig stóð á spjaldi þessu, að verksmiðj- an hefði afhent bátinn fyrir tveimur árum. Var nú skotið á bátinn úr flösk- unni, og skoðuðu þeir hann lengi og gaumgæfilega. Síðan var bátur- inn tæmdur og svo blásinn upp að nýju. Það tók um 20 mínútur að blása bátinn upp með handdæl- unni. Þegar síðasta kolsýruflask- an hafði verið tæmd í bátinn, var ákveðið að hann skyldi vera þann- ig uppblásinn til næsta dags. Næsta dag kom í ljós, að bátur- inn var eins og skilið hafði verið við hann fyrir 24 klukkustundum. Ég spurði þá, hvort þeir vildu við- urkenna bátinn löglegt björgun- artæki, ef ég keypti hann. Þeir töldu á honum ýmsa annmarka, þ.á m. að hann væri svo eldfimur, vegna þess, að hann væri úr gúmmí. Varð mér þá að orði, að allir vissu, að sjómenn notuðu bæði gúmmístakka og -stígvél, og hefði annað ekki reynst þeim bet- ur. Ennfremur bentu þeir á, að ekki mætti koma nálægt honum línukrókur eða nagli, svo að ekki kæmu á hann gat eða göt. Þá myndu engin tök að gera við hann. Ég gekk fast eftir því, hvort þeir ætluðu að heimila mér að kaupa bátinn til löglegra nota sem björg- unartæki. Þeir hétu því að láta mig vita það eftir nokkra daga. Loks fékk ég loforð fyrir því að vitja svarsins næsta dag. Daginn eftir veittu þeir mér svo munnlegt leyfi til kaupa og nota á bátnum, þó takmarkaðan tíma, og ekki lengur en eitt ár. Ég keypti þá bátinn og greiddi fyrir hann kr. 1200,00. Síðan var smíðaður kassi úr tré utan um bátinn og honum komið fyrir á þaki stýrishússins á vélbáti mínum Veigu VE 291 í vertíðarbyrjun 1951. Áður en gengið var þannig frá bátnum, var haldin æfing með áhöfn og skipstjóra, Sigurbirni Sigurfinnssyni, en hann ásamt Sighvati Bjarnasyni, skipstjóra, núverandi forstjóra Vinnslustöðv- ar Vestmannaeyja, voru fyrstu formenn með slík björgunartæki um borð í íslenskum mótorbáti. Vertíðin 1951 gekk að óskum og engin þau óhöpp áttu sér stað, er gerðu gúmmíbátinn nauðsynleg- an. Og líður tíminn að vertíðarlok- um 1952. Þá gerðist það laugardaginn fyrir páska, 12. apríl, er allir Eyja- bátar voru á sjó. Er leið á daginnr gerði suðvestan rok og stórsjó. Þá var v/b Veiga, 24 lestir, á sjó með net suðvestur af Einidrang. Skip- verjar voru hættir að draga netin og undirbjuggu ferðina heim í höfn. Þó ætluðu þeir að leggja eina netatrossu, sem var aftur á dekkinu, áður en lagt yrði af stað heim. Þá fékk báturinn á sig brot, sem braut borðstokkinn á löngum kafla, fyllti stýrishúsið og setti sjó í lest. Tók þá út netatrossuna, sem var aftur á, og einn háseta, sem hvarf í djúpið og drukknaði. Skip- stjórinn, sem þá var Elías Gunn- laugsson frá Gjábakka, gat komist fram í lúkar og sent úr neyðarkall. Þegar svo var komið, var gripið til gúmmíbjörgunarbátsins. Skyldi hann nú blásinn upp með kolsýr- unni, flöskunni. En það mistókst fyrst í stað, af því að ventill, sem var til þess gerður að hleypa lofti úr gúmmibátnum, tæmdi hann jafnharðan. Var þá ventlinum lok- að og báturinn dældur upp með handdælunni. Það verk tók 15—20 mínútur. Þegar því var lokið, var Veiga komin að því að sökkva. Þá var gúmmíbátnum hent fyrir borð í skyndi. Allir komust í bátinn nema vélstjórinn, sem var fram á og sennilega að huga að því, hvort hann heyrði eða sæi til bátsferða. Rétt í sömu andrá reið ólag yfir bátinn og kippti vélstjóranum út- byrðis, svo að hann hvarf í hafið. Nærstaddir bátar, sem heyrt höfðu neyðarkallið, hröðuðu sér eins og þeir gátu til hjálpar. Fyrst bar að vélbátinn Frigg VE, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.