Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 13 kennslustund í beina aðstoð, svo að um einstaklingskennslu er vart að ræða. Sérhannaðar teiknistofur eru því miður sjaldgæfar í ís- lenskum skólum og fer myodmenntakennslan oft á tíðum fram í útihúsum eða kjallaraholum. Sparnaðar- ráðstafanir yfirvalda og skiln- ingsleysi þeirra á sjón- og verkmenntun leiðir af sér skort á efnis- og tækjabúnaði sem þarf til í myndmenntakennslu. Of fjölmennir bekkir og slæm- ur aðbúnaður verður til þess að myndmenntakennarar geta ekki unnið samkvæmt námsskrá og komið til skila þeim markmiðum og leiðum sem námsskrá segir til um. Skapandi starf er ekki bara leikur, það er nám, er krefst tíma og vinnu, eins og annað nám sem fram fer í skólum landsins. Myndmennt og yngstu nenr endur grunnskólans. Reynt er að kenna mynd- mennt í allflestum bekkjar- deildum. í mörg ár var ekki byrjað að kenna myndmennt fyrr en í níu ára bekk. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að farið er að kenna myndmennt í 7 og 8 ára bekkjardeildum, þó ekki í öllum skólum, og hefur sú kennsla ekki alltaf verið í höndum myndmenntakennara. Börn í 6 ára bekkjardeildum fá ekki kennslu í myndmennt. Mikilvægt er að börn byrji sem yngst sitt myndmenntanám, þegar þau eru ferskust í sinni sköpunargleði og ekki heft af minnimáttarkennd og sjálfs- gagnrýni á sín eigin verk. Þegar barn hefur búið til mynd er hún í vitund þess ekki bara mynd á blaði. Barnið er ekki að skapa listaverk. Það er að tjá hugsanir sínar og upplif- un og gerir það á frjálsari og eðlilegri máta í mynd en í máli. Myndmenntanámi yngstu nemendanna er fyrst og fremst ætlað að vera undirstaða myndrænnar sköpunar og gefa nemendum tækifæri til að þroska með sér hina þýð- ingarmestu þætti sköpunar- starfsins. Þess vegna er mjög áríðandi að kennari sem hlotið hefur menntun til að sinna þessum þætti skólastarfsins hafi hana með höndum. Hér hefur aðeins í örstuttu máli verið drepið á grundvall- arþýðingu myndmenntanáms fyrir þroska einstaklingsins og einnig vikið að slæmum aðbún- aði þessarar námsgreinar í skólum landsins, ásamt óviðun- andi vinnuaðstöðu mynd- menntakennara og nemenda þeirra. Skólarnir verða hins vegar varla sóttir til saka í þessu efni. Það eru stjórnvöldin, er ráða fjármagninu, sem gert hafa myndmenntir að hornrek- um í skólastarfinu, þrátt fyrir skýlaus ákvæði í námsskrá. Það er afdráttarlaus krafa myndmenntakennara og vænt- anlega allra skóla að há- marksfjöldi nemenda í myndmenntakennslu verði 14 án skerðingar á vikustunda- fjölda. Þá myndi árangurinn ekki láta á sér standa. Nemendur fengju þá fyrst tækifæri til að þjálfa huga sinn og hönd í þessu námi þegar kennarar þeirra fá það svigrúm til að sinna einstaklingum sem „pappírs" — námsskráin ætl- ast til. ísafjörður: Nýr stöðvar- stjóri hjá Pósti og síma SKIPAÐUR hefur verið nýr stöðvarstjóri Pósts og síma á ísafirði og er það Kristmann Kristmannsson. Fimm aðrir umsækjendur voru um starfið. Stöðvar- stjóri hefur jafnframt gegnt stöðu umdæmis- stjóra á Vestfjörðum, en starfinu var nú skipt og gegnir Erling Sörensen því starfi áfram. Aðrir umsækjendur um stöðu stöðvarstjóra voru Inga Þ. Jónsdóttir, Hnífsdal, Lilja Jakobsdóttir, ísafirði, Sigríður Hansdóttir, Reykjavík, Þor- gerður S. Einarsdóttir, ísa- firði, og Sveinbjörn Björnsson, ísafirði. Starfsmannaráð Pósts og síma mælti með Ingu Jónsdóttur, Lilju Jakobsdóttur og Kristmanni Kristmanns- syni í starfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.