Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 3 5 Ingibjörg Oddsdótt- ir Minningarorð Fædd 3. aprfl 1894 Dáin 12. janúar 1982 „Htö eilífe líf verður hvorki úUkýrt né skilgreint fremur en fullvLssa mín um tilveru þess og raunveruleika.“ Dr. (’arl (iiutav Junu Þannig fórust hinum heims- fræga sálfræðingi orð þegar hann var spurður þeirrar spurningar er við öll fyrr eða síðar verðum að taka afstöðu til, þ.e. lífið eftir dauðann, lífið eftir lífið. „En í því er hið eilifa líf fólgið, að þeir þekki þig hinn eina sanna Guð.“ „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ „Þekking vor er í mol- um.“ „En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok sem er í molurn." Aldamótakynslóðin hverfur sem óðast af sjónarsviðinu og lætur okkur hinum eftir arf sinn, fjör- egg hverrar þjóðar, til gæzlu og ávöxtunar. Ingibjörg Oddsdóttir í Litlagerði 2 er nú öll og mikill sjónarsviptir af þessari tignarlegu konu. Ingibjörg ólst upp við að vinna í sveita síns andlitis og sannarlega ávaxtaði hún sitt pund ríkulega í hreinieika hjartans og sannleiksást, í kærleika og í þeirri Fæddur 1. september 1906 Dáinn 11. janúar 1982 Krat maðr alls vesall, þólt hann sé illa hoill; sumr er af sonum sa*ll, sumr af frxmdum, sumr af fé ærnu, sumr af verkum vel. (I'r llávamálum) I dag er til moldar borinn Jenni K. Jónsson frá Ólafsvík. Ættir hans verða ekki raktar hér. Er ég spurði lát frænda míns, Jenna Jónssonar, varð mér á að þakka Guði þá náð, að eitt skal þó yfir okkur öll ganga, og það er að deyja. Við, sem erum búin að horfa á þennan glaðlynda, hrausta mann, bókstaflega fjara út smám saman á löngum tima, fögnum því, að nú er þessum þrautum að fullu lokið. Sem ungur maður var Jenni tápmikill, lífsglaður, hraustur og með eindæmum vinsæll maður. Hann sló á marga ljúfa strengi í brjóstum samborgara sinna, sprunds og hals, þegar hann þandi dragspilið sitt af mikilli list og lék í hljómsveitum. Jenni kunni lagið á því að laða fram það rómantíska í fari mannsins og kætast með glöðum. Ekki þurfti hann „vín að bergja" til að halda fjörinu uppi, minnugur þess, að „því er ölðr bazt, at aftur of heimtir hverr sitt geð i;iimi.“ trú að sól réttlætis mundi vinna sigur yfir hinu illa að lokum. „Guðsríki er ekki matur né drykk- ur heldur réttlæti, friður og fögn- uður í heilögum anda.“ Samskipti okkar Ingibjargar hófust þá er ég stundaði nám í Reykjavík. Ég fékk leigt hjá henni herbergi auk fæðis. Svo átti að heita að greiðsla kæmi fyrir, en í rauninni var hér um gjöf að ræða en ekki greiðslur. Sú þakkarskuld sem ég stend í við Ingibjörgu verð- ur aldrei greidd. Það er staðreynd, að án hennar hjálpar hefði aldrei orðið úr skólagöngu minni. Hitt átti síðar eftir að koma í ljós, að sjálf varð hún minn bezti kennari að ólöstuðum lærifeðrum mínum í Kennaraskólanum. Það er prófið úr skóla lífsins sem gildir endan- lega. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hugur Ingibjargar á sínum yngri árum hefur staðið til mennta. Af því varð ekki og hefur féleysi og aldarháttur ráðið þar mestu. Hins vegar vissi ég til og einmitt vegna þessa þá gat hún glaðst yfir því að barnabörn henn- ar gengu menntaveginn og að þau voru góðum gáfum gædd og sóttist þar af leiðandi námið vel. Sonur Ingibjargar hefur komizt vel Lítill sveinstauli minnist þess, er Jenni kom í heimsókn til hans á spítalann og hafði „nikkuna" með sér. Hann var kominn til að gleðja frænda sinn, sem ekki hafði kcm- izt heim um jólin. Aldrei hafði drengurinn séð svo fallega harm- oníku fyrr og aldrei hafði nokkur nokkurn tíma átt svo „góðan" frænda. Já, þá var kátt í höllinni. Fátæktin, atvinnuleysið, hungr- ið og baráttan við brauðleysið ein- kenndu þann tíma, er Jenni var að vaxa úr grasi. Hann hreifst því ungur að hugsjónum jafnaðar- stefnunnar og sá „roðann í austri brjóta sér braut". Sjaldan var Jenna jafn dátt og þegar hann gat komið snöggu lagi á andstæðing sinn í kappsfullu orðaskaki um þá hugsjón, er hann taldi mesta á jörð: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þá dillaði hans leiftrandi, smit- andi hlátur og ég hélt ungur, að nú væri sigurinn endanlega unninn. En sigurinn var því miður ekki í höfn. Mannskepnan er sú sama við sig; ekkert fær breytt hennar illa eðli, jafnvel göfugar hugsjónir eru fótum troðnar af hatri, illsku og öfund. Risinn í austri var orðinn að landaskelfi, sem engu eirði og sást ekki fyrir. Sá, er hér stýrir penna, þykist þó vita, að Jenna hafi, þrátt fyrir það sem gerist úti í hinum stóra heimi, hryllt við því svartnætti, sem ævinlega vofir yf- ir íslenzku alþýðufólki, ef það ugg- ir ekki að sér og sofnar á verðin- áfram og hefur byggt konu sinni og börnum myndarheimili. Hann sýndi móður sinni alla tíð mikla ástúð og umhyggju og þá ekki síð- ur virðingu. Ingibjörg fylgdist ávallt vel með því sem var að gerast á líðandi stundu og lagði sig fram um að skilja hið innra samhengi hlut- um. Til þess hafði reynslan verið honum of dýrkeypt. Um miðjan aldur fór Jenni að gefa sig að lagasmíð og með lögum sínum og textum hefur hann sung- ið sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Nú er harpa hans þögnuð. Vinur hans, Svavar Gests, hefur séð til þess, að lögin hans geymast og mega ylja „lipurtám og ömmum" um hjarta- rætur um ókomin ár. Kærar kveðjur sendum við hjónin, Svövu, ekkju Jenna, og vonum, að minningin um falslaus- an dreng megi dvelja með henni, þegar húma tekur að kveldi, og veita henni uppörvun, ró og frið. Það á hún svo sannarlega skilið, eftir það sem á undan er gengið hin síðustu döpru ár. Blessuð sé minning Jenna Jóns. Guðmundur Gíslason anna. Hún hlustaði ekki svo á út- varp, horfði ekki svo á sjónvarp, las ekki svo blöðin að hún ekki hugleiddi og ræddi það sem þar hafði komið fram. Skipti þá engu máli hvort um innlend eða erlend málefni var að ræða. Ingibjörgu var ekkert óviðkomandi, óslökkv- andi þekkingarleit sá fyrir því. Þess þá heldur var það ánægjulegt og jafnframt gæfa Ingibjargar að henni skyldi vera gefið að fá að halda andlegri reisn sinni til ævi- loka. Hún bjó yfir góðum eðlisgáf- um og slíkum ferskleika og víðsýni að undrun sætti. Ég hafði það stundum á orði að ég vissi ekki hvort okkar væri eldra. Ingibjörg hló jafnan að þessari athugasemd minni og gerði sem minnst úr. Hin síðustu ár kynntist ég þó bezt hversu eigindir hennar og eðlis- gáfur voru margbrotnar. Hún lét það ekki afskiptalaust ef ferða- langur hrakinn af norðanfjúki og frosti knúði dyra. Þeir voru einatt og ævinlega boðnir velkomnir í hennar hús. Aldamótakynslóðin ólst aldrei upp við það að úthýsa ferðalöngum og láta þeim Guð og gaddinn eftir sem næturskjól. Nei, hurðin var opnuð upp á gátt og reynt að blása lífi í þær glæður sem eftir voru í stað þess að slökkva þær endanlega. Enn hef ég ekki minnst á þau áhrif er prófessor Haraldur Ní- elsson hafði á skoðanir Ingibjarg- ar í andlegum málefnum. Sagði hún mér að Fríkirkjan í Reykjavík hefði jafnan fyllst af fólki og það kvöld eftir kvöld svo mikill var áhugi og eftirvænting fólks fyrir fyrirlestrum próf. Haraldar. Sá neisti er þarna hafði kviknað, hélzt æ síðan og varð m.a. til per- sónulegra kynna Ingibjargar af þeim Hafsteini miðli og Láru Ág- ústsdóttur. Ingibjörg tók svari þeirra þegar á reyndi því bæði var það að hún vissi hvað raunveru- lega hafði gerzt og eins hitt að miklar málsbætur voru fyrir hendi. Spiritismi eða dulhyggja byggist ekki á andatrú einni sam- an heldur og miklu frekar á lífi eftir dauðann. „Sáð er dauðlegu, en upp rís ódauðlegt." Dulsálar- fræði er vísindalegt framhald dulhyggju. Sleitulaust er nú unnið af stórveldunum að ná árangri á þessu sviði, m.a. í hernaðarlegum tilgangi. Að lokum langar mig til að nefna ómetanleg og óeigingjörn störf Ingibjargar í þágu Bústaða- kirkju og safnaðarins. Ég er þess fullviss að störf hennar á þeim vettvangi verða virt að verðleik- um. Það er margs að minnast og mikið að þakka, en hér skal staðar numið, komið er að leiðarlokum hérna megin grafar, endurfundir fyrr eða síðar. Ég sendi þeim Þóri og Stellu, barnabörnum Ingibjargar, ætt- ingjum, venzlafólki og vinum sam- úðarkveðjur. Guðni Björgúlfsson Akranesi Nú er kjöriö tækifæri til að gera góö kaup í feröa- töskum. I þessu vandaöa setti eru alls 5 töskur hver meö sitt notagildi. Hentugt og ódýrt sett fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Þægilegt í geymslu, því minni töskurnar leggjast aliar ofaní þá stærstu. Allt settiö aöeins kr. 1.199,- Póstsendum samdægurs sími 54300 Verslunin opin kl. 12—18. n rr w77v:rji7M n. Jenni Kristinn Jónsson Minning BÚNAÐARBANKINN SELJAÚTIBÚ Stekkjarseli 1 (á horni Stekkjarsels, Stokkasels og Skógarsels)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.