Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 11 eftir Tryggva V. Líndal Þótt skotfélög hafi starfað lengi á íslandi, er það næsta lítið sem almenningur veit um þau, nema um keppnisúrslitin sem birtast í blöðum. Samt eru þó trúlega fáir til sem ekki hafa einhvern áhuga á skotvopnum. Er því ekki úr vegi að kynna þessa íþrótt nánar. Skotfimi með byssum sem keppnisíþrótt hefst hérlendis á þriðja fjórðungi síðustu aldar, en Danir og Norðmenn efndu þá stundum til skotkeppna sem Starfsemi skotfélaga skemmtunar á fjöldasamkomum. Á þessum tíma starfaði líka fyrsta formiega skotfélagið, í Vest- n.annaeyjum. Hafði það allt upp í 90 manns, sem æfðu með aflóga dönskum hermannabyssum. Var litið á félagið sem varnarher Vestmannaeyja. Var það fyrsta ísl. íþróttafél., stofn. 1866. í Reykjavík hafa síðan verið skotfélög öðru hverju fram á okkar dag, meðal annars í Skot- húsinu við Skothúsveg, um síðustu aldamót. Lögreglan hóf skotæf- ingar á millistríðsárunum, og eru þær nú fastur liður í þjálfun hennar. Elzta núverandi félagið, Skotfé- lag Reykjavíkur, var stofnað 1950. Einnig starfa nú skotfélög á Akur- eyri, í Vestmannaeyjum á Akra- nesi og í Hafnarfirði. Skotfélag Reykjavíkur er stærsta skotfélagið, og telur það um 140 meðlimi. Til samans telja skotfélögin öll sennilega 200—300 meðlimi. Skotfélögin eru sameinuð undir hatti Skotsambands íslands, sem er aðili að íþróttasambandi ís- lands, og fá þau einhvern ríkis- styrk þaðan. Megintekjulind Skotfélags Reykjavíkur (SR), er þó ársgjald meðlima 250 kr., og veitir ekki af, því aðstæður SR eru ýmsar: Skot- æfingar á sumrin fara fram á sérlega hönnuðum útivelli í Leir- dal í Reykjavík. Á veturna hefur félagið innanhúss aðstöðu í Bald- urshaga undir stúku Laugardals- vallarins. Einnig er félagsheimili við Dugguvog, og fréttabréf sem kemur út nokkrum sinnum á ári. Á veturna eru skotæfingar í hverri viku í Baldurshaga, og er hægt að skjóta þar á allt að 50 metra færi í íþróttaherbergi undir vallarstúkunni. Þar er skotið af rifflum margskonar, og af skam- byssum sem virkir félagar í 5 ár geta nú fengið leyfi fyrir. Ekki eru leyfði stærri skot en 22 kaliber bæði vegna hávaðans sem mynd- ast er margir skjóta í einu, og vegna þess að gildrurnar fyrir aftan skotskífurnar sem eiga að gleypa skotin gætu skemmst. (Gildran er málmkassi sem skotskífa er fest á. skotið hrýtur af skáhallri málmplötu sem er fýrir aftan skífuna, og fellur niður í kassann). Veggurinn fyrir enda skotsalar- ins er þakinn skotheldri málm- plötu. Menn mæta yfirleitt með sínar eigin byssur, og skjóta ýmist liggjandi, standandi (fríhendis), eða krjúpandi á kné. Félagið á nokkra keppnisriffla. sem keppnisrifflar einkennast þeir m.a. af því að vera talsvert hlaupþyngri en venjulegri rifflar, og sveiflast því minna. Einnig eru járnmiðin flóknari og rifflun hlaupsins nákvæmari. Þeir eru einskota. Ólin tengist aðeins framan á riffilinn og hinn endinn spennist kringum upphandlegg fremri handleggs þess sem miðar, til að minnka titringinn. Einnig hafa menn sjónauka á þrífótum sér við hlið, til að þeir geti séð stöðuna á skífunni úr fjarlægð meðan skothríðin stend- ur yfir. Venjulega eru keppendur í röð, hlið við hlið, og skjóta hver á sína skífu. Þeir skjóta tíu skotum í runu, og mega aðeins hlaða einu í einu, til aukins öryggis. Síðan leggjá þeir byssurnar til að at- huga og skrá stigin. Bogfimi fer einnig fram eftir svipuðum öryggisreglum. Skotið er með sljóyddum keppnisörvum á skífu með hálmböggul fyrir aftan, sem örin á að festast í. Net er hengt fyrir aftan til að ná þeim örvum sem missa marks. Hafa ýmsar gerðir boga verið notaðar, jafnvel lásbogar. Samstarf hefur verið haft við bogfimisamtök fatl- aðra. Einnig er keppt með loftrifflum. Á sumrin er auk þess æft með haglabyssum á útivellinum. Skotið er með venjulegum haglabyssum á leirskífur sem tæki kasta í loft upp. Er hægt að stilla hraða og átt kastsins. Á útivellinum er einnig skotið með veiðirifflum á járnmyndir af veiðidýrum ýmiss konar. Telst ekki stig nema myndin falli af stalli sínum. Skotið er af sérstök- um skotborðum, til stuðnings. íslandsmót í riffilskotfimi eru haldin árlega, og tekið er þátt í Norðurlandamótum á nokkurra ára fresti. Reynt er að samræma keppnis- reglur sem mest reglum hlið- stæðra samtaka í Evrópu og N.-Ameríku. Á vegum SR eru iðkaðar flestar greinar skotfimi með rifflum og haglabyssum. Meiri hluti félaga eru einnig skotveiðimenn, og óx Skotveiðifé- „Núverandi formaður Skotfélags Reykjavík- ur, Jóhannes Johann- essen, lögfræðingur, er þeirrar skoÖunar, að skotfélög séu vel til þess fallin að auka öryggi í meðferð skotvopna með því að skapa með félögum ábyrgðartilfinningu í umgengni og þekk- ingu á skotveiðiregl- um. Enda er það ein- hver bezta málsvörn SR fyrir starfsemi sinni, að aldrei hafi hent slys.“ lagi íslands út úr meðlimahópi SR fyrir nokkrum árum síðan. Félagsheimilið hefur tæki til að endurhlaða með notuð skothylki, og er sú aðstaða talsvert notuð. Meðalaldur meðlima er í hærra lagi af íþróttafélagi að vera, enda þurfa byrjendur helzt að hafa byssuleyfi, og því að hafa náð tvítugu. Auk þess eru þar eldri menn þar eð aldur hefur lítið að segja í svo áreynslulítilli íþrótt. Mestur hluti meðlima er karl- menn, en þó eru þar nokkrar konur. Núverandi formaður Skotfélags Reykjavíkur, Jóhannes Jóhann- essen, lögfræðingur, er þeirrar skoðunar að skotfélög séu vel til þess fallin að auka öryggi í meðferð skotvopna, með því að skapa með félögum árbyrgðartil- finningu í umgengni, og þekkingu á skotveiðireglum. Enda er það einhver bezta málsvörn SR fyrir starfsemi sinni að aldrei hafa hent þar slys. UTGERÐARMENN SKIPSTJORAR Brunaslöngur Þokulúðrar Neyðarmatvæli Bjarghringir Bjargbelti Slökkvitæki UfESMO*> <£SZIKSS£- l^tRUCTVONS i. *•«*■»•' *,t'4*** Kr. 215-*" HandbVfs paWW'úat Kr. 44.- Eigum ávallt fyrirliggjandi flestar tegundir björgunar- og öryggisbúnaðar fyrir stærri og smærri skip. f\uqe\bat Kr. “I66 ' 65 AR elsta og stasrsta veiöarfæraverslun landsins, Ánanaustum, Grandagaröi. Sími 28855. IFARARBRODDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.