Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAÖtj'á'á. JÁNÚ'A’ít' Í982 FRÉTTIR í STUTTU MÁLI ANNAÐ LESTAR- VERKFALL LONDON: Annað tveggja sól- arhringa verkfall lestarstjóra lamaði járnbrautarsamgöngur í Bretlandi í gær, miðvikudag, og þúsundir manna áttu í erf- iðleikum með að komast til vinnu sinnar. Umferðarhnút- ar, sem mynduðust við Epping rétt hjá London, náðu yfir tæplega 5 kílómetra svæði og umferð í Kent suður af borg- inni hreyfðist með „snigils- hraða". Sums staðar torveld- aði morgunþoka akstur. METHITI VESTRA NEW YORK: Methiti er tekinn við af metkulda í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Búizt er við snjókomu í miðvesturríkjun- um, þjóðvegi í Oregon var lokað vegna snjóa í gær, miðvikudag, og rigning og ofsaveður var í Kaliforníu. ísing er enn á veg- um í Virginíu, Vestur-Virginíu, Kentucky, Tennessee, Arkans- as og Oklahoma. Búizt er við nýju kuldakasti einhvern næstu daga. JÁTAR ÁRÁSINA Á BERNADETTU BELFAST: Tuttugu og fimm ára gamall mótmælandi, And- rew Watson frá Beifast, hefur viðurkennt að hafa reynt að ráða Bernadettu Devlin McAl- iskey og eiginmann hennar af dögum í janúar í fyrra, en tveir aðrir mótmælendur kváðust saklausir. Watson var einn þriggja manna, sem voru hand- teknir eftir skotárásina á heimili frú McAliskeys nálægt Coalisland, 75 km vestur af Belfast, 16. janúar 1980. AÐSÚGUR AÐ WILLIAMS LONDON: Eggi var fleygt að Shirley Williams, einum leið- toga hins nýja flokks sósíal- demókrata, þegar hún ávarpaði fund um stefnu flokksins í kyn- þáttamálum í Brixton-hverfi í London á þriðjudagskvöld og gripið var fram í fyrir henni með fúkyrðum. Veður víöa um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlin Briissel Chicago Denpasar Dublin Feneyjar Frankturt Færeyjar Genf Helsinki Hong Kong Jerúsatem Jóhannesarborg Kaupmannahóln Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Míami Moskva New York Nýja Delhí Osló Paris Perth Reykjavík Ríó de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhótmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg -4 alskýjað 6 skýjað 15 skýjað vantar -1 heiðskírt vantar -12 snjókoma 31 rigning 11 rigning -1 þoka -2 skýjaö 7 súld 2 skýjað 2 skýjað 18 heiðskírt 12 heiðskírt 27 heiðskírt -3 skýjað 19 skýjað 15 skýjað 10 skýjað 15 skýjað 10 skýjað vantar 18 hálfskýjaö 24 heiðskírt -5 skýjaó -5 snjókoma 22 heiðskirt -7 heiöskírt 12 skýjað 19 rigning 4 skýjaö 31 heiöskírt 10 bjart 8 rigning -2 skýjað 27 heiðskírt 18 heiðskirt 8 bjart 5 skýjað -6 skýjað í NAUÐUM STADDUR kallar maðurinn á hjálp, hvar þar sem hann hefur komið sér fyrir uppi á húsþaki, vegna flóðanna sem hafa gengið yfir Pólland, er miklir vatnavextir urðu í Vistula-fljóti og þúsundir manna misstu heimili sín um lengri eða skemmri tíma. Lögregluliðið f Alta flutt brott Osló, 20. janúar. AP. BROTTFLUTNINGUR fjöl- menns lögregluliðs frá Alta í NorðurNoregi hófst í dag, miðvikudag, 12 mánuðum eftir að það var sent þangað til að koma í veg fyrir mót- mælaaðgerðir umhverfis- verndunarmanna gegn bygg- ingu orkuvers. Mótmælendur hafa hvað eftir annað safnazt saman á svokölluð- um „Núll-púnkti“ við Alta-ána, síðustu tvö ár, til að koma í veg fyrir vegaframkvæmdir þar með því að hlekkja sig við jörðina. Síðan í janúar í fyrra, þegar 1.100 lögreglumenn hvaðanæva að úr Noregi voru sendir til Alta, hafa alls 898 andófsmenn verið handteknir 1.165 sinnum. Sumir þeirra voru settir inn allt að átta sinnum. Þeir hafa verið dæmdir í sektir að upphæð rúmlega fimm milljón- ir norskra króna. Hæsta sektin var 25.000 norskar krónur. Lögregluaðgerðirnar hafa kost- að ríkisstjórnina að minnsta kosti 75 milljónir norskra króna (13 milljónir dollara, en orkuverið kostar 120 milljónir dollara). Þar er innifalin leiga á tveimur stór- um skipum, sem hafa verið aðal- stöðvar lögreglunnar og fljótandi lögregluhótel í Alta. Lögreglu- mennirnir í Alta hafa verið yfir- borgaðir. Alfred Nilsen, leiðtogi „Folke- aksjonen", sem hefur barizt gegn orkuframkvæmdunum, lýsti því yfir fyrir hálfum mánuði að öllum mótmælaaðgerðum yrði hætt vegna þungra sekta, sem andófs- menn hefðu verið dæmdir til að greiða, og harðra ráða sem yfir- völd hefðu beitt til að knýja fram greiðslur á sektunum. Aðeins fámennt lögreglulið verður eftir í Alta. Þó hefur hreyf- ing Sama, sem einnig hefur mót- mælt orkuframkvæmdunum, hót- að herskárri aðgerðum í framtíð- inni. Sænskur togari sigld- ur í kaf á Eystrasalti Arósum, 20. janúar. AP. SÆNSKUR togari sökk á Eystra- salti í dag eftir árekstur við sovézkt olíuskip. Niðaþoka var þegar áreksturinn varð. Þýzkt flutningaskip bjargaði fjórum af fimm af áhöfn togarans, en þess fimmta er saknað. Ekki er vitað hvort slys urðu á mönnum, né heldur hvort olíuskipið, sem á heimahöfn í Nakhodka, var að flytja olíu þegar þetta gerðist. Áhöfn olíuskipsins tók einnig þátt í leitinni að fimmta togara- sjómanninum en án árangurs, eins og fyrr kemur fram í fréttinni. Sex fórust í skólaeldhússprengingu Sp4*nc«‘r, Oklahoma 20. janúar. AP. SEX MANNS létu lífið og þrjátíu og fimm slösuðust er mikil sprenging varð í eldhúsi í barna- skóla í Spencer í Oklahoma. Sátu nemendur og kennarar að snæð- ingi í borðsal við eldhúsið þegar sprengingin varð. Mikill ótti greip um sig og reyndu hljóðandi börn að kom- ast út úr húsinu hvert sem bet- ur gat. Björgunarsveitir komu á vettvang svo og skelfdir for- eldrar því að fréttin flaug um bæinn eins og eldur í sinu. Varð þetta til að auka á erf- iðleika björgunarmannanna og hjúkrunarliða sem komu að huga að slösuðum. Um orsakir sprengingarinn- ar er ekki vitað fyrir víst, en talið er að annað hvort hafi orðið ketil- eða gasleiðslu- sprenging og er hið síðara talið sennilegra, þar sem mikla gas- lykt lagði yfir nágrennið fyrst eftir sprenginguna. Yfírnjósnari Rússa í styrjöldinni látinn Tel Aviv, 20. janúar. Al*. LEÖPOLD TREPPER, yfírmaður sovézka njósnahringsins „Die Rote Kapelle“ (Rauða hljómsveitin), lézt í Jerúsalem á þriðjudag, 77 ára að aldri. Trepper, sem var fæddur í Póllandi og fluttist til ísrael 1973, var yfirmaður 290 manna njósnahrings, sem teygði anga sína til Frakklands, Belgíu, Þýzkalands, Japans og Sviss. Njósnarar Treppers sögðu Rússum frá áformum Hitlers um innrás í Sovétríkin, en það var ekki tekið mark á þeim upplýsingum. Starf þeirra var sagt hafa hjálpað Rússum að hrinda árás Þjóðverja og tryggja þeim sigur. Trepper var varpað í fangelsi í Póllandi þegar hann var 22 ára gamall fyrir stuðning við kommún- ista. Seinna fluttist hann til Palestínu og gekk í kommúnistaflokkinn þar, en brezk yfirvöld fangels- uðu hann. Þegar hann var látinn laus 1930 hóf hann tungumálanám í Frakk- landi. Þar var hann tekinn í sovézku leyniþjónustuna og hóf að skipuleggja „sellur" í Þýzkalandi, Belgíu, Hol- landi, Frakklandi, Sviss og seinna í Japan. Nazistar kölluðu njósna- hringinn „Rauðu hljóm- sveitina", þar sem hann flutti miðstöðvar aðgerða sinna land úr landi og gat komið upplýsingum áleiðis til Rússa jafnvel eftir að sellur á tilteknum stöðum höfðu verið afhjúpaðar. Jafnvel eftir að upp komst um Trepper sjálfan 1943 hélt „Rauða hljómsveitin" áfram að senda leynilegar upplýsingar til Sovétríkj- anna, þar sem meðlimir hennar þóttust starfa fyrir nazista. Wilhelm Canaris aðmír- áll, yfirmaður gagnnjósna Þjóðverja, hélt því fram, að „Rauða hljómsveitin" bæri ábyrgð á dauða 200.000 her- manna Þjóðverja. Eftir stríðið fór Trepper til Moskvu til þess að fá sín laun, en var í staðinn settur í fangelsi og sat inni í 10 ár. Hann fékk uppreisn æru eftir dauða Stalíns 1955 og sneri aftur til Póllands til að hjálpa þeim fáu Gyðing- um, sem lifðu af ofsóknir nazista. Hann sótti um leyfi til að flytjast til ísra- els þegar Gyðingahatur skaut upp kollinum í Pól- landi í kjölfar sex daga stríðsins 1967, en umsókn hans var hafnað til 1974. Trepper hélt því fram í bók um „Rauðu hljómsveit- ina“, sem hann sendi frá sér 1975 eftir komuna til ísraels, að 66 af 290 með- limum „Rauðu hljómsveit- arinnar" hefðu verið Gyð- ingar. Hann sagði að Rúss- ar hefðu varpað sér í fang- elsi til þess að fela þá stað- reynd, sem þeim hafi þótt erfitt að kyngja, að bezti njósnahringur Sovétríkj- anna var að miklu leyti skipaður Gyðingum, þar á meðal honum sjálfum — „hljómsveitarstjóranum". Trepper sagði að 74 með- limir „Rauðu hljómsveitar- innar" hefðu lifað stríðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.