Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1982 5 Bjartmars Guðmunds- sonar minnzt á Alþingi Sjónvarpið gleymdi Snorra Hjartarsyni STJÓRN Rithöfundasambands íslands hefur ritað útvarps- stjóra bréf og gert athugasemdir við að í svipmyndum liðins árs í sjónvarpinu um áramótin hafi ekki verið getið um að Snorri Hjartarson skáld hefði hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. JÓN Helgason, forseti Sameinaðs þings, flutti eftirfarandi minn- ingarorð um Bjartmar Guð- mundsson, fyrv. bónda og alþing- Lsmann, sem sat á Alþingi í 12 ár sem þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Bjartmar Guðmundsson fyrr- verandi alþingismaður andaðist i Landspítalanum síðast liðinn sunnudag, 17. janúar, áttatíu og eins árs að aldri. Bjartmar Guðmundsson var fæddur 7. júní 1900 á Sandi í Aðal- dal. Foreldar hans voru Guðmund- ur skáld og bóndi á Sandi Frið- jónsson og Guðrún kona hans Oddsdóttir. Hann stundaði nám í unglingaskóla á Breiðumýri í Reykdælahreppi fimm mánuði á árinu 1919 og var síðan óreglulegur nemandi í Eiðaskóla veturinn 1921—1922. Ævilangt átti hann heimili á Sandi á Aðaldal, vann framan af á búi föður síns, en reisti býlið Sand II árið 1938. Þar rak hann bú til 1960. Jafnframt sinnti hann ýmsum félagsmála- störfum í sveit sinni og héraði. Hann átti sæti í hreppsnefnd Aðal- dælahrepps 1931—1962, var oddviti 1954—1962. Hann var í sýslunefnd 1936—1978 og í stjórn Kaupfélags Þingeyinga 1937— 1961. Árið 1944 var hann skipaður hreppstjóri í Aðaldælahreppi og gegndi hreppstjórastörfum til 1978. Við þrennar kosningar til Al- þingis var hann í kjöri í Norður- landskjördæmi eystra og var landskjörinn alþingismaður 1959—1971, sat á 12 þingum alls. Hann átti sæti í úthlutunarnefnd listamannalauna 1960—1966, í milliþinganefnd til endurskoðunar vegalaga 1961—1963 og í milli- þinganefnd til að endurskoða lög um lax- og silungsveiði 1967—1969. Bjartmar Guðmundsson naut ekki langrar skólagöngu um ævi- dagana, en hann ólst upp á menn- ingarheimili, sem reyndist honum góður skóli. í ætt hans var og er rík hneigð og hæfileikar til rit- starfa og skáldskapar. Sjálfur rit- aði hann ýmislegt í blöð og tímarit, annaðist útgáfu fjögurra binda af ritsafni föður síns, sem komu út 1955—1956, og var ritstjóri Árbók- ar Þingeyinga 1958—1971. Á efri árum lét han' frá sér fara þrjár frumsamdar bækur með smásög- um og minningaþáttum. Hann kom á Alþingi lífsreyndur maður og þjálfaður í félagsstörfum. Hér átti hann í fyrstu sæti í landbúnaðar- nefnd og samgöngunefnd og síðar í menntamálanefnd. Þær nefndir fjölluðu um þau þingmál, sem hon- um var umhugað um öðrum frem- ur. Með rósemi og festu vann hann að framgangi ýmissa þeirra mála þann rúma áratug sem hann átti sæti á Alþingi. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Bjartmars Guð- mundssonar með því að rísa úr sætum.“ Segir í bréfi Rithöfundasam- bandsins að ekki hafi verið minnst á neina aðra listviðburði, nema getið um tvær kvikmyndir og lýsir stjórnin undrun sinni á þessari afstöðu fréttastofu sjón- varps til menningarlífs og gildis þess fyrir íslenskt þjóðlíf. Endar bréfið á beiðni um að fréttastofa sjónvarps „geri grein fyrir þessu einkennilega fréttamati sínu“. Mbl. hafði samband við Guðjón Einarsson varafréttastjóra og sagði hann það réttmæta athuga- semd að ekki skyldi hafa verið minnst á Snorra Hjartarson því vissulega hefði þessi frétt átt þarna heima. Mistökin sagði hann í því fólgin að í fyrstunni fannst ekki mynd af verðlauna- afhendingunni og við samsetn- ingu þáttarins hefði það komið í ljós að myndina vantaði og gleymst hefði að gera aðrar ráðstafanir. Varðandi spurningu um frétta- mat sagði Guðjón m.a.: — Þessi þáttur er fyrst og fremst svip- myndir liðins árs og við reynum að tína í hann myndrænt efni. Hér er ekki um annál að ræða og því ræður fréttagildi atburðanna ekki efninu. Sumt fær gott rými, annað lítið rými og sumt ekkert, fyrst og fremst er reynt að hafa þarna efni, sem til eru myndir af, en um það er ekki alltaf að ræða þegar listviðburðir eru. Hins veg- ar má geta þess að yfirleitt er t.d. getið um eitthvert efni listahátíð- ar þegar hún er, t.d. útisýningar o.þ.h. VtíNKfT S1??ÍV<—--- Jón Múli seg- ir sig úr útvarpsráði JÓN Múli Árnason útvarpsþulur hefur sagt sig úr útvarpsráði, en þar hefur hann að undanfömu setið sem vara- maður. Jón Múli kvaðst hafa nýlega ritað Jóni llelgasyni forseta Samein- aðs alþingis og tilkynnt að hann myndi ekki lengur sinna störfum í útvarps- ráði. Jón Múli Árnason kvaðst í samtali við Mbl. hafa tjáð Jóni Helgasyni að ástæða væri til að ætla að Alþýðu- bandalagsmenn hefðu greitt honum atkvæði til setu í útvarpsráði. Teldi hann ekki rétt að sinna frekar veg- tyllum af þeirra hálfu. 7 frambjóðendur í prófkjöri Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði SJÖ einstaklingar hafa gefið kost á sér í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnar firði, sem fram fer 6. og 7. fcbrúar næstkomandi, en framboðsfrestur rann út á miðnætli siðastliðins sunnu- dags. Þeir sem gefið hafa kost á sér eru Guðmundur Árni Stefánsson og Hörður Zóphaníasson í 4 efstu sæti og Grétar Þorleifsson, Maria Ás- geirsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Eyjólfur Sæmundsson og Bragi Guð- mundsson gefa kost á sér í sæti 2 til 4. í prófkjörinu er aðeins kosið um efstu 4 sætin á endanlegum lista til sveitarstjórnarkosninganna í vor. ) Kenwood mælitæki DIP METER - OSCILLOSCOPE - CR OSCILLATOR SWEEP GENERATOR - DIGITAL MULTIMETER SIGNAL GENERATOR - FREQUENCY COUNTER FUNCTION GENERTAOR ■ELECTRONIC VOLTIMETER RESISTANCE ATTENUATOR FUNCTION POWER METER COLOR PATTERN GENERATOR REGULATED DC POWER SUPPLY FM MPX STEREO SIGNAL GENERATOR Mælitækin frá TRÍÓ enj traust og gerð af mikilli þekk- ingu og reynslu. Hér á landi hafa þau skapaö sér gott orö í iönaöi, rannsóknum og menntastofnunum. Umboös- og sölustaður: FÁLKINN Suðurlandsbraut. J*X**5J V - — 1 r 1 IL J& [Z^ I i N • ■ ' * '■£ 1 B fl B BB I • 1 c Íl r:V^flÉ •f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.