Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982
31
Næturverk við Geysi
Eftir Birgi Thorlacius
ráðuneytisstjóra
Að undanförnu hefur Geysi í
Haukadal nokkuð borið á góma og
ekki allskostar að ástæðulausu. I
skjóli nætur framkvæmdi einn af
„vandamönnum" Geysis, Þórir Sig-
urðsson, aðgerð á hvernum meira
en lítið vafasama og án þess að
leita samráðs eða heimildar
Geysisnefndar eða ráðuneytis.
Þórir mun annast eftirlit með
Geysi til verkaléttis öldruðum föð-
ur sínum, Sigurði Greipssyni, sem
allir þekkja að góðu einu. Leitaði
Þórir að eigin sögn ekki leyfis
réttra aðila af því að hann taldi að
leyfi myndi ekki fást.
Tilefni þessara næturstarfa var
áhugi Hrafns Gunnlaugssonar,
kvikmyndagerðarmanns, á því að
fá Geysi til að „leika" hlutverk í
kvikmynd sem hann mun hafa í
smíðum. Virðast þeir félagar,
Hrafn og Þórir, bera höfuðábyrgð
á þessum sérkennilegu fram-
kvæmdum við Geysi. Eftirlitsmað-
ur hversins er hinsvegar Sigurður
Greipsson, sem Hrafn hefur mjög
blandað í málið, en enginn trúnað-
ur verður á það lagður að óreyndu.
Það sem gerðist við Geysi var að
Þórir Sigurðsson fór með loft-
pressu og dýpkaði, breikkaði og
lengdi rauf í skálarbarm Geysis og
lækkaði á þann hátt mjög mikið
vatnsyfirborð hversins og fékk síð-
an hverinn til að gjósa með því að
setja í hann sápu. Rauf þessi í
skálarbarminn er ákaflega ljót og
nánast eins og skurður. Það er
hinsvegar engin gáta að unnt var
að fá hverinn til að gjósa með
þessum hætti, það hafði verið gert
löngu áður, en hinsvegar voru
menn ekki sáttir við þau lýti á
hvernum sem þetta hefði í för með
sér og sem nú blasa við. Hin gamla
rauf var sem óðast að fyllast vegna
kísilmyndunar.
Er ekki úr vegi í þessu sambandi
að rifja upp nokkur atriði varðandi
Geysi.
Geysir í Haukadal er frægastur
goshvera. Eftir honum eru slíkir
hverir kallaðir „geysers" á enskri
tungu. Hinn 5. apríl 1894 seldi
Greipur Sigurðsson, bóndi í
Haukadal, fyrir sína hönd og með-
eigenda sinna Mr. James C. Craig
jr. í Castle Chambers í Belfast á
Irlandi hverina Geysi, Strokk,
Blesa og Litla Geysi, sem öðru
nafni nefnist Óþerrishola, ásamt
tiltekinni landspildu. Söluverðið
var þrjú þúsund íslenskar krónur.
Forkaupsréttur var áskilinn selj-
endum og örfum þeirra, ef til sölu
kæmi á ný.
Næsta sala á Geysi fer fram 19.
júlí 1894, er Mr. James Craig jr.
selur Mr. Elliott Rogers í London
hverinn, ásamt öðrum hverum og
landspildu er hann keypti fyrr á
árinu, er nú söluverðið fjögur þús-
und krónur.
Þriðja sala á Geysi fer fram 19.
desember 1925. Þá selur Mr. Alex-
ander Elliott Rogers bróðursyni
sinum Mr. Hugh Charles Innes
Rogers Geysi og aðra áðurnefnda
hveri. Er þess getið „með tilliti til
stimpilgjalds" að eignin sé fjögur
þúsund króna virði.
Það er síðan þessi Mr. Hugh
Charles Innes Rogers sem selur og
afsalar til ríkisstjórnar íslands
Geysi, öðrum hverum sem með
honum voru seldir og landspildu
hinn 30. ágúst 1935. Milligöngu-
maður um þetta var Sigurður Jón-
asson, forstjóri. Söluverðið var
átta þúsund ísl. krónur. Sigurður
greiddi sjálfur kaupverðið og gaf
íslenska ríkinu.
Þar með var þessari herleiðingu
Geysis lokið.
Arið 1953 skipaði forsætisráðu-
neytið nefnd til þess að gera tillög-
ur um endurbætur við Geysi og
stýra þeim framkvæmdum. Sú
nefnd er nú á vegum menntamála-
ráðuneytis. Frá upphafi áttu sæti í
nefndinni dr. Trausti Einarsson,
prófessor, Páll Pálmason, ráðu-
neytisstjóri, Hörður Bjarnason,
húsameistari ríkisins, Páll Hall-
grímsson, sýslumaður og Þorleifur
Þórðarson, forstjóri, auk Birgis
Birgir Thorlacius
„t»að var hljótt um
skurðgröftinn við Geysi
og þess e.t.v. gætt að tíð-
indin bærust ekki ráðu-
neyti eða Geysisnefnd
með hraði.“
Thorlacius, sem var formaður til 1.
júní 1978, en þá tók Runólfur Þór-
arinsson við, og í stað Þorleifs
heitins Þórðarsonar kom Kjartan
Lárusson, forstjóri Ferðaskrif-
stofu ríkisins. Alþingi hefur árlega
veitt fé til umbóta við Geysi og
hefur það gert nefndinrii kleift að
láta girða hverasvæðið mjög vand-
aðri girðingu, leggja veg meðfram
girðingunni og gera stórt bifreiða-
stæði til þess að beina bifreiða-
umferð út af sjálfu hverasvæðinu,
leggja gangstíga um svæðið og af-
marka og merkja staði, sem
hættulegir geta verið umferðar.
Innan girðingarinnar eru 15,3 ha
lands. Ingólfur Davíðsson, grasa-
fræðingur, athugaði gróðurfar
svæðisins í júlí 1960 til þess að
unnt væri að fylgjast með hvaða
breytingum það kynni að taka við
friðunina og hefur hann fylgst með
gróðurfari þarna síðan. Þá hefur
birki verið gróðursett í Laugarfelli
innan girðingarinnar, og komið
var fyrir hringsjá, í hlíðinni fyrir
ofan Konungshver, sem nöfn hver-
anna eru mörkuð á og nöfn fjaHa,
sem við blasa.
Síðsumars 1%3 lét Geysisnefnd í
samráði við dr. Gunnar Böðvars-
son, yfirverkfræðing, bora 40
metra djúpa holu niður úr botni
Strokks með þeim árangri að hver-
inn tók að gjósa á ný. Strokkur var
áður fyrr mesti goshver í Hauka-
dal, næst á eftir Geysi, og er gos-
um hans lýst í sumum hinna eldri
ferðabóka. Á seinni hluta 19. aldar
urðu gos hans treg, uns þau hættu
alveg upp úr 1915 eða um líkt leyti
og gos Geysis. Við borunina 1963
jókst uppstreymi heits vatns, vatn-
ið steig upp í hina fornu skál, sem
er svipuð Geysisskálinni, og hver-
inn tók að gjósa á ny og hefur
haldið því áfram síðan. Gosin eru
mishá. Sum hafa mælst 35 metrar.
Geysir gýs mjög sjaldan nú orð-
ið. A tímabilinu 1915—1935 lá
hann að mestu í dvala eins og
Strokkur, én þá örfuðu þeir dr.
Trausti Einarsson, Jón Jónsson frá
Laug og Guðmundur Gíslason,
læknir, gosmátt hans á ný með því
að höggva rauf í skálarbarminn og
létta þannig nokkru af vatnsþung-
anum af hvernum, en svipuð að-
ferð hafði verið reynd með góðum
árangri við Ystahver í Reykja-
hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu
laust fyrir 1918. Hafði þetta mjög
örfandi áhrif á gostíðni Geysis um
tveggja áratuga skeið.
Af framanskráðu er ljóst að það
var alkunna að unnt væri að fá
Geysi til að gjósa með því að lækka
vatnsborðið og bera í hann sápu.
Vegna næturverka Þóris Sig-
urðssonar er sýnilegt að nauðsyn-
legt er að setja harðari reglur um
verndun Geysissvæðisins en gert
hefur verið. En hverjum átti að
detta í hug að helst þyrfti að var-
ast þann sem gegndi störfum eftir-
litsmanns á staðnum?
I lögum um náttúruvernd segir:
„Lögin eiga að tryggja eftir föng-
um þróun íslenskrar náttúru eftir
eigin lögmálum, en verndun þess
sem þar er sérstætt eða sögulegt."
Ennfremur segir: „Öllum er skylt
að sýna varúð svo að náttúru
landsins verði eigi spillt að þarf-
Iausu. Spjöll á náttúru landsins,
sem framin eru með ólögmætum
hætti af ásetningi eða gáleysi,
varða refsingu."
Það var hljótt um skurðgröftinn
við Geysi og þess e.t.v. gætt að tíð-
indin bærust ekki ráðuneyti eða
Geysisnefnd með hraði. En strax
og vitnaðist um framkvæmdina
bað ráðuneytið sýslumann Árnes-
sýslu að kanna málið og að skýrslu
hans fenginni var málið fengið rík-
issaksóknara til meðferðar 18. des-
ember sl.
Af þeirri reynslu, sem fengin er
í máli þessu, vænti ég að Geysis-
nefnd og ráðuneyti æski þess að
Náttúruverndarráð taki málefni
Geysis til meðferðar og að hverinn
og landsvæðið umhverfis verði sett
undir strangari friðunarákvæði en
talin var þörf á til þessa.
Að lokum gamanmál. í viðtali
við blaðamann frá Morgunblaðinu
í gær segir einhver á heimaslóð við
Geysi að ég hafi komið í Haukadal
til gæsaveiða en aðeins skotið
heimagæsirnar á næsta bæ!
Skemmtilegra hefði verið að gam-
ansagan sem að þessu lýtur og er
frá mér sjálfum komin hefði verið
rétt sögð en hún er þannig: Fyrir
nokkrum árum fór ég og kunningi
minn til gæsaveiða í Haukadal í
leyfi Sigurðar Greipssonar. Við
héldum heim án þess að hafa veitt
nokkra gæs eða hleypt skoti úr
byssu. Næsta dag hringdi Sigurður
Greipsson til mín og spurði hvern-
ig veiðin hefði gengið. Ég sagði
sem var. Mikið er ég feginn, sagði
Sigurður, að þið fenguð ekkert.
Heimagæsirnar í Neðradal eru
nefnilega allar horfnar!
20. janúar 1982,
Hugheilar hjartans þakkir til allra, sem
glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og
skeytum á 80 ára afmæli mínu, 2. janúar sl.
Guö blessi ykkur öll.
Jóhanna St. Gudjónsdóttir
frá Gilsfjaröarmúla.
THORENS
Vil kaupa gamlan Thorens plötuspilara. Upplýsingar í sima 11930
e. kl. 17.00
Takið eftir:
LVorum að taka upp
takmarkað magn
af dekkjahringum,
hvítum og
svart/hvítum
yo
®naust h.f
Síðumúli 7—9, sími 82722
75 % ofslóttur
í tilefni af 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar á íslandi
hefur Skipadeild Sambandsins ákveðið að veita viðskiptavinum
sínum 25% afslátt af skráðum flutningsgjaldatöxtum
stykkjavöru til eða frá Hamborg í janúar og febrúar 1982.
Út- og uppskipun greiðist samkvæmt töxtum.
Farmbókanir annast:
Skipadeild Sambandsins, Norwegische Shiffahrtsagentur G.m.b.H.
Sambandshúsinu, Sölvhólsgötu, Kleine Johannisstrasse 10,
Reykjavík, sími 28200 2 Hamburg 11,
Sími: 040-361.361, Telex 214823 NSA D.
Aætlaðir lestunardagar í Hamborg:
HELGAFELL 25.januar HELGAFELL 12.februar
JÖKULFELL 5,febrúar HELGAFELL 3.mars
SKIPADEILD SAMBANDSINS