Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 17
17 flutti úr Unuhúsi. Mér fannst orð- ið heldur þröngt um okkur fjögur í 12 fermetra íbúð! Ég réðist í að reisa mér hús í Kópavogi og það gekk nú brösuglega í fyrstunni. Maður mátti ekki hreyfa hönd eða fót án þess að hafa skriflegt leyfi. En þetta hafðist og í þessu húsi bý ég enn, Vallargerði 6. Ég reisti það á tveimur árum og að mestu leyti sjálfur. Það sem einn maður gat gert, það gerði ég sjálfur." Þú saknaðir ekki Unuhúss? „Nei, ég sakna aldrei neins. Ef ég þarf að fara af einum staðnum í annan, þá geri ég það og hugsa svo ekki meira um það mál. Um þetta leyti sem ég flutti, lagði Ragnar niður bókbandið sitt og vann ég þá nokkur ár hjá Bókfelli, svo hjá Prentsmiðju Hafnarfjarð- ar, að ég gerðist starfsmaður Sjálfstaeðisflokksins í Kópavogi snemma á sjötta áratugnum. Eg hafði stjórnað kosningabaráttu í Kópavogi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn frá því ég flutti þangað, svo ég var orðinn þar hagvanur. Eftir ein sex ár hafði flokkurinn ekki ráð á því íengur að haida úti starfs- manni, en ekki gat ég lagt árar í bát, þurfti salt í grautinn og vann nokkur ár í fasteignamatinu, að ég réðist til bæjarins á lóðaskrifstof- una, þar sem ég hef verið síðan. í gegnum tíðina hef ég kynnst mörgum stjórnmálamanninum og þeir hafa verið úr öllum flokkum. En það jafnast enginn á við Ólaf Thors. Ég kynntist honum fljót- lega eftir að ég kom suður. Þá fékk ég símtæki á heimili mitt og var uppálagt að greiða svokallað fjar- lægðargjald. Mér fannst það ekki nema réttlátt, fyrst ég bjó þá ekki miðsvæðis að stofnkostnaðurinn væri meiri fyrir vikið, en ég gat ekki sætt mig við það, þegar þeir lögðu fjarlægðarálag á ársfjórð- ungsreikningana. Ég gekk á fund Ólafs Thors, sem var þá ráðherra, og spurði hvort hann vissi af þessu og hvort honum fyndist þetta sæmandi. Ólafur sagði sem var, að þetta heyrði ekki undir hans ráðu- neyti, en tók upp simtólið og hringdi, ég veit ekki hvert, nema hann spurði í símann: — Hvernig er það, er það tilfellið að það sé lagt fjarlægðargjald á ársfjórð- ungsreikningana? Á hinni línunni var kveðið já við því, og þá sagði Ólafur: — Ég lýð það ekki, að svona sé farið með mína kjósend- ur. Síðan hef ég aldrei borgað fjarlægðargjald. Mér hefur alla tíð fundist það eitthvað það stórkostlegasta sem Ólafur sagði á fulltrúaráðstefnu eitt sinn hér í Kópavoginum. Þá var vinstri stjórnin '56 við völd og menn kepptust við að bölva henni og ragna og finna henni allt til foráttu, þar til Ólafur Thors sté í pontu og sagði: — Við skulum ekki láta okkur detta í hug, að Einar Olgeirsson, Emil Jónsson, Her- mann Jónasson og hvað þeir heita, þessir andstæðingar okkar, vilji ekki landi og þjóð það besta! Deil- an snýst um leiðirnar en ekki hug- inn. — Þetta hef ég aldrei heyrt stjórnmálamann segja fyrr né síð- ar, og finnst það því merkilegra fyrir þær sakir að pólitískir and- stæðingar Ólafs Thors voru óspar- ir á skammir og ljót orð í hans garð. Bjarni Benediktsson var einnig stórbrotinn maður. Þegar ég minnist hans, kemur mér jafn- an í hug setning í Kvöldræðunum hans Magnúsar Helgasonar: — Betri eru, Hálfdán, heitin þin en handsöl annarra manna.“ Þú hefur smalað fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í ein fimmtíu ár. „Já, það mun láta nærri, að ég hafi verið smali í fimmtíu ár. Ég stjórnaði kosningabaráttu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sinn heima í Rípurhreppi. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í hreppstjórn. Ég tel það hafa verið mikið lán fyrir mig að lenda útí pólitíkinni á þennan hátt; ég hef aldrei sóst eftir póli- tískum frama, en það hefur verið mér gæfa að kynnast öllu því fólki sem ég hef kynnst gegnum póli- tískt starf. Það er furðulegt hvað ég á marga vini í andstöðuflokk- unum, en eins og ég hef sagt þér, þá hef ég aldrei kynnst öðru en góðu fólki. En nú hef ég dregið mig í hlé að miklu leyti. Á mínum aldri eiga menn að hægja á sér og leyfa öðrum að komast að. Það er nauðsynlegt fyrir stjórnmálaflokk að þar séu ekki sömu menn árum saman í mikilvægum störfum. Ég er sjálfstæðismaður í húð og hár og það hefur aldrei neitt annað komið til greina hjá mér, en að tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Ég er fæddur sjálfstæðismaður. Ég vonast til þess að ég eigi eftir að fara á Landsfund Sjálfstæðis- flokksins, þar sem eining ríkir og hugur í mönnum að gera veg flokksins sem mestan — og hvorki ég né aðrir þurfi að hreyta ónotum í flokksbræður." Og nú ertu orðinn sjötugur, Guðmundur Gíslason. „Já, og finn nú lítið fyrir því. Mér hefur alltaf þótt gaman að lifa og ísland er yndislegt land. Ég forðast að fara til útlanda. Ég hef ekki kynnst öðru en góðu fólki um dagana og verið hamingjumaður í mínu einkalífi. Og þó ég sé orðinn sjötugur, ætla ég ekki að hætta að lifa. Ég segi bara eins og kallinn: r Ég ætla að lifa þangað til ég dey.“ J.F.Á. Guðmundur Gíslason, kona hans, Guðný, börn og barnabörn, taka á móti gestum í Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi að Hamraborg 1, milli klukkan 16 og 19 í dag. Gudmundur er afburða góður bókbindari, eins og sjá má. kynntist og þá auðvitað í starfi innan Sjálfstæðisflokksins. Síðan höfum við átt mikið og náið sam- starf á þeim vettvangi er aldrei hefur skugga á borið. Guðmundur hefur stjórnað flestum kosningum fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í Kópavogi sl. 30 ár. Sjálfur segist hann aðeins hafa verið 20 ára er hann stjórnaði fyrst kosningum fyrir flokk sinn og þá í sínu heimahéraði í Skagafirði. Það er ekki laust við stolt í rödd hans þegar hann rekur þá atburði og segir „við unnum". Stjórnmála- baráttan í Skagafirði var mjög hörð á þeim tímum. Guðmundur hefur gegnt flest- um trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Kópavogi, en aldrei ljáð máls á því að taka sæti aðalmanns í bæjarstjórn, en verið þar varafulltrúi, þá hefur hann verið fulltrúi Kópavogs í kosn- ingastjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og ávallt full- trúi á landsfundum flokksins. Guðmundi er létt um að tjá sig á fundum, flytur sitt mál af skör- ungskap hvort heldur er í sókn eða vörn. Ég held að vandfundinn sé sá maður, sem ekki hrífst með af hans mikla sannfærandi krafti og eldmóði. Guðmundur er ávallt málefnalegur og sanngjarn í garð sinna pólitísku andstæðinga enda einnig virtur af þeim. Þegar litið er til baka yfir 30 ár þá er það með ólíkindum hvað Guðmundur hefur lagt af mörkum mikið starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þá alveg sérstaklega hér í Kópavogi. Fáir vita hvað þar liggur að baki varð- andi innra starf flokksins, ég leyfi mér í nafni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að færa honum hugheil- ar þakkir og árnaðaróskir á þess- um tímamótum í lífi hans. Þrátt fyrir að Guðmundur hafi ávallt verið sívinnandi af sínum alkunna áhuga, þá er það svo að hann virðist gæddur þeim ein- staka hæfileika að hafa ávallt tíma aflögu ef til hans er leitað. Veiðiskapur er hans helsta tómstundaiðja, fyrir utan garð- yrkjuna, og hefur hann víða rennt fyrir lax og silung. Skemmtilegri veiðifélaga getur ekki að finna og er ég mjög þakklátur að hafa notið þeirrar ánægju að fara vítt og breitt með honum þeirra erinda. Þau hjón eiga tvö börn, Sigur- Iaugu, sem starfar hjá Kópa- vogsbæ, á hún tvo drengi 15 og 13 ára, sem ávallt hafa átt öruggt at- hvarf í ranni afa og ömmu enda sannkallaðir augasteinar þeirra. Sonurinn Þórður er kennari við Víghólaskóla, á hann tvo korn- unga drengi. Þórður er landsfræg- ur íþróttamaður og varð stiga- hæstur í frjálsum íþróttum á landsmóti UMFÍ að Eiðum 1968. Eru systkinin bæði afbragðs vel verki farin eins og þau eiga kyn til. Guðný og Guðmundur hafa átt við mjög alvarlega vanheilsu að stríða, en með fádæma þraut- seigju og dugnaði hafa þau unnið þar nokkurn sigur. Við hjónin þökkum Guðmundi fyrir ógleymanlegar ánægjustund- ir og árnum honum og fjölskyldu hans blessunar Guðs. Guðmundur tekur á móti gest- um sínum í dag í Sjálfstæðishús- inu Kópavogi, Hamraborg 1, 3. hæð, milli kl. 16 og 19. Axel Jónsson Að sitja við sama borð — eftir Björgvin Jónsson Ég þakka Jóel Andersen, skip- stjóra í Vestmannaeyjum, heiðar- leika hans og hreinskilni í viðtali við Morgunblaðið 19. þ.m. Alveg sérstaklega þakka ég honum yfir- lýsingu um að allir skuli sitja við sama borð hvað fiskveiðar áhrær- ir. Ég er jafnframt stoltur af þeirri trú sem silfurskeiðahluti Vestmannaeyinga telur mig hafa á stjórn sjávarútvegsmála. Ef við tökum nú þessi mál til nokkuð nánari skoðunar, þá kem- ur eftirfarandi í ljós: Fyrir áramót samþykkti aðal- fundur LÍÚ að verkbann skyldi sett á og að útgerð skyldi ekki haf- in fyrr en komið væri nýtt fisk- verð og búið væri að samþykkja nýja kjarasamninga. Útvegsmenn á Vestfjörðum sýndu þann drengskap og stéttvísi að taka þátt í þessari samstöðu, þótt þeirra kjarasamningar væru í gildi. Þegar deilur út af fiskverði og „Ef bátar Glettings hf. hefðu orðið til að rjúfa þetta verkbann, og þar með dregið með sér aðra I’orlákshafn- arbáta í verkbanns- og verk- fallsbrot, hvað hefði þá verið sajgt í Eyjum? Og hvað hefðu LIU og sjómannasamtökin þá gert? Hverjum hefði ég þá verið að þjóna? Samstöðu verkafólks og útvegsmanna eða vini mínum Steingrími Hermannssyni? Svari hver fyrir sig.“ kjarasamningum voru á hvað við- kvæmustu stigi, rufu hinsvegar 10 skip Vestmannaeyinga verkbann- ið. Um þessa aðgerð vil ég aðeins segja þetta: Ef bátar Glettings hf. hefðu orðið til að rjúfa þetta verk- bann, og þar með dregið með sér aðra Þorlákshafnarbáta í verk- banns- og verkfallsbrot, hvað hefði þá verið sagt í Eyjum? Og hvað hefðu LIÚ og sjómannasam- tökin þá gert? Hverjum hefði ég þá verið að þjóna? Samstöðu verkafólks og útvegsmanna eða vini mínum Steingrími Her- mannssyni? Svari hver fyrir sig. Hvað hefði verið sagt, ef stjórn- armaður í Sjómannasambandinu og formaður einhvers sjómannafé- lags úti á landi hefði brotið verk- fallið? Svari aftur hver fyrir sig. Mér er engin launung á því, að við Steingrímur Hermannsson áttum tal saman eftir að deilan var leyst (aldrei meðan hún stóð yfir). I þessu stutta samtali tók ég fram, að ég stæði of nærri þessu viðkvæma máli til að álit mitt væri marktækt. Hinsvegar myndi ég, eins og væntanlega allir aðrir handhafar netaleyfa, póstsenda þau til ráðuneytisins. Það er ávalt bezt að sannleikur- inn komi allur í ljós, ef eftir er leitað. Að lokum um þetta mál. Bátar Glettings hf. hafa aldrei þjófstartað á vertíð. Bátar Glett- ings hf. hafa aldrei átt veiðarfæri í sjó' um áramót, til að reyna að sitja ekki við sama borð og aðrir og stórskaða með því álit neta- veiðiflotans. Kem ég þá að hinum „illa þefj- andi“ afskiptum mínum af sjávar- útvegsmálum. Sbr. viðtal í Mbl. 19/1. Enn er bezt að halda sig við sannleikann og hann einan. Bezt er þá að taka það fram, að fram- boðsbuxur mínar, hvað við kemur Björgvin Jónsson afskiptum af stjórn- og félagsmál- um, læsti ég vandlega niður fyrir áratugum. Rétti mínum sem óbreytts kjós- anda og venjulegs vinnandi manns hefi ég ekki afsalað mér. Þau af- skipti sem óbreyttur kjósandi Framsóknarflokksins og útgerðar- maðurinn Björgvin Jónsson hefur reynt að hafa á embættisrekstur flokksmanns síns, Steingríms Hermannssonar, eru nú eki eins mikil og vinir mínir í Vestmanna- eyjum virðast halda. Þau eru þó nokkur, og skulu þau helstu hér talin. Nær eingöngu eru þau sett fram á fundum. Kjósandinn Björgvin Jónsson reyndi allt sem hann gat til að koma í veg fyrir siglingar með síld til Danmerkur haustið 1980, þar sem hann taldi þær stofna öllum markaði okkar fyrir unna síld í voða. Imyndaðir sérhagsmunir nokkurra útvegsmanna urðu þarna ofaná. Árangurinn lét ekki á sér standa. Tilmæli komu um það frá fisk- verkanda, til Steingríms Her- mannssonar, að stöðva vetrarver- tíð í aflahrotunni í fyrravor. Ver- tíð var þá léleg í Faxaflóa og á Breiðafirði. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að koma í veg fyrir að þessum tilmælum væri sinnt. Það er „illur þefur" af þess- um málum. Mikill þrýstingur hefur verið á sjávarútvegsráðherra frá einstök- um útvegsmönnum að stytta vetr- arvertíð, helst um einn mánuð. Mitt viðhorf til þessara mála er einfalt: Sjómenn eru líka fólk. Hver ætlar að bæta þeim tekjutap eins mánaðar á ufsaveiðum? Hvað um ufsaflakamarkaðinn í V-Þýzkalandi? Ef ég hefi valdið úrslitum um það að draga þarna úr opinberum afskiptum, er ég stoltur af. Ég er jafnframt talsmaður þess að hver vinnslugrein sjávarútvegs njóti síns arðs og að verðjöfnun- arsjóði eigi ekki að nota til að flytja mllli greina. Millifærslur eru blekking og af hinu illa. Ég hefi hvergi legið á þessari skoðun minni og er reiðubúinn til að ræða hana hvar sem er og hvenær sem er, þó að hún þyki „illa þefjandi“. Ein höfuðblekking íslenzks sjávarútvegs er að hafa skilyrði svo slæm, að frysting sé rekin með tapi. Ég hefi jafnframt verið ákafur málsvari þess að skilja beri á milli eðlilegrar endurnýjunarþarfar- bátaflotans og togaraflotans. Vélbátaflotinn verði að fá að endurnýja sig eðlilega, eða hann er úr sögunni innan 10 ára. Togar- arnir séu hinsvegar allt of margir. Það er ekki „góð lykt“ af þessu. Mér er engin launung á því, að ég met Steingrím Hermannsson mikils sem réttsýnan drengskap- armann. Togarar væru hinsvegar mikið færri, ef ráð mín væru jafn mikil og Eyjamenn telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.