Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1982, Blaðsíða 1
15. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjórir leiðtogar Samstöðu dæmdir til langelsisdvalar \ arsjá, W ashinglon, Hriissel, 20. janúar. Al\ I'OLSKUR dómstóll dæmdi í dag fjóra leiðtoga Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga, í allt að þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir brot á herlögunum í landinu. Mennirnir munu hafa skipulagt setuverkfall verkamanna í llrsus-verksmiðjunum eftir að herlögin tóku gildi. Réttarhöldum yfir fimmta mann- inum var frestað, þar sem hann gengur ekki heill til skógar. Rúm- lega hundrað forystumenn í Sam- stöðu hafa fengið fangelsisdóma eftir að herlögum var komið á í Póllandi. Fimm leiðtogar Evrópulanda hafa ákveðið að koma fram í sér- stökum útvarps- og sjónvarpsþætti á vegum upplýsingastofnunar Bandaríkjastjórnar 30. janúar nk. Reagan Bandaríkjaforseti hefur lýst þann dag dag Samstöðu. Leið- togarnir fimm eru Schmidt kanzl- ari V-Þýzkalands, Willoch forsætis- ráðherra Noregs, Thatcher forsæt- isráðherra Bretlands og oddvitar stjórnanna í Portúgal og Belgíu. Búizt er við að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Hollenzki sósíalistinn, Pieter Dankert, sem í vikunni var kjörinn forseti Evrópuþingsins í Stras- bourg, sagði í dag, að hann teldi rétt að undanskilja matvælaaðstoð í refsiaðgerðum gegn Póllandi. Stjórnarnefnd Efnahagsbandalags- ins fól formanni sínum í dag að finna leiðir til að veita Pólverjum aðstoð af mannúðarástæðum án þess að pólska herstjórnin hafi um það milligöngu. Að sögn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins fer þeim fjölgandi í Póllandi sem hnepptir eru í varð- hald. Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag, að aðgerðir Bandaríkja- stjórnar gegn pólsku stjórninni hefðu þegar haft mikil áhrif. Páll páfi 2. hrósaði Reagan Bandaríkjaforseta fyrir stuðning við frelsisbaráttu Pólverja í bréfi; sem Páfagarður greindi frá í dag. I bréfinu er þó ekkert vikið að refsi- aðgerðum Bandaríkjanna gegn Pól- landi og Sovétríkjunum. „Réttlætið mun ná fram að ganga í Afganistan“ Nýju IR'lhi, 20. janúar. Al*. Róm: Sprenging í bandarískri skrifstofu Kóm, 20. janúar. Al*. ÖFLUG sprengja sprakk í dag framan við skrifstofur banda- ríska vcrzlunarráðsins í Róm. Mikið tjón varð á húsa- kynnum en engan mann sak- aði. Enginn hópur hefur enn lýst ábyrgð á þessum verkn- aði á hendur sér. Skrifstofur nokkurra bandarískra fyrir- tækja urðu fyrir viðlíka árás- um í október sl. og Rauðu herdeildirnar hafa nú í haldi bandaríska hershöfðingjann James Dozier. KARMAL, forseti Afganistans, við- urkenndi í dag, að andstæðingar stjórnar hans væru enn öflugir og skoraði á alla þegna landsins að leggja sitt af mörkum til að ráða niðurlögum þeirra. Útvarpið í Afgan- istan greindi frá því, að Karmal hefði sagt þetta í ræðu er hann flutti í höll sinni í Kabul fyrir hóp fyrir- manna frá Samangan-héraði. í ræðunni sagðist Karmal þess fullviss, að stjórn hans mundi ná markmiðum sínum með guðs hjálp og ekkert stórveldi á jörðinni gæti - segir Karmal forseti komið í veg fyrir að réttlætið næði fram að ganga í Afganistan. Afganska útvarpið greindi einnig í dag frá hörðum bardögum stjórn- arhermanna og frelsissveita skammt frá landamærum Pakist- ans. Sagði útvarpið, að andstæð- ingar stjórnarinnar, sem þátt tóku í bardögunum, hafi verið mörg hundruð, allir vel búnir kínversk- um og bandarískum vopnum. Vestrænn stjórnarerindreki í Kabul sagði í dag, að a.m.k. þrír hafi látið lífið nýlega þegar stjórn- arandstæðingar gerðu eldflauga- árás á bústað ríkisstjórans í Kand- ahar, annarri stærstu borg Afgan- istans. Að sögn sama heimildarmanns eru skipulegar hreinsanir hafnar í afganska kommúnistaflokknum og hefur flokkurinn nú hafið útgáfu nýrra floksskírteina til þeirra flokksmanna sem í náðinni eru. Finnland: Karjalainen eða Pekkala forsætis- ráðherra? Ilelsinki, 20. janúar. Krá Harry (.ranbi-rg, fréttarilara Mbl. IJOST er nú, að Mauno Koivisto verður kjörinn næsti forseti Finnlands í fyrstu atkvæða- greiðslu kjörmanna nk. laugar dag. Finnski kommúnistaflokk- urinn tilkynnti í dag, að kjör menn flokksins myndu greiða Koivisto atkvæði þegar í fyrstu atkva>ðagreiðslu í stað þess að greiða eigin frambjóðanda, Kal- evi Kivisto, atkvæði. Þar með er meirihluti Koivistos tryggður. í tilkynningu kommúnista- flokksins segir, að þetta verði gert til að leggja áherzlu á þá vinstri sveiflu, sem orðið hafi í forsetakosningunum. Almenningur í Finnlandi veltir því nú mjög fyrir sér, hver verði næsti forsætisráð- herra landsins, en því starfi gegndi Koivisto áður. Líklegast er talið að núverandi stjórnar- flokkar haldi áfram samstarfi sínu og að miðflokksmaður taki við stjórnarforystu, þar sem jafnaðarmaður verður nú forseti. Eru þá helzt nefndir sem forsætisráðherraefni Ahti Pekkala, sem nú er fjármála- ráðherra, og Ahti Karjalainen seðlabankastjóri. Stjórnin mun væntanlega sitja fram að þing- kosningunum í marz 1983. Koivisto, næsti forseti Finnlands, lyfti sér upp í blaki á meðan verið var að telja atkvæði í forsetakosn ingunum. Stjórn Sýrlands föst í sessi Damaskus, 20. janúar. Al*. SYRLENZKA stjórnin mótmælti í dag harðlega fréttum um að gerð hafi verið tilraun til stjórnarbylt- ingar í landinu. Utvarpsstöð í Líbanon hafði áð- ur greint frá því, að yfirvöld í Sýrlandi hafi látið handtaka 147 foringja í hernum og sakað þá um samsæri gegn stjórninni. Flugslysið í Washington: „Svörtu kassarnir“ fundnir W a.shinj'ton, 20. janúar. Al*. KAFARAR fundu í dag „svörtu kassana" tvo, sem voru í Bocing 737-þotu Air Florida er fórst í Potomae-ánni í Washington fyrir viku. I kössunum er að finna upp- tökur af samtölum flugmanna síðustu mínúturnar fyrir slys- ið, svo og ýmsar tæknilegar upplýsingar um aðstæður í flugvélinni sem fórst. Vonast er til að þessar upplýsingar geri rannsóknarmönnum kleift að gera sér grein fyrir orsökum slyssins. Farið var með kassana tvo í mikilli skyndingu í rannsókn- arstofu bandaríska loftferða- eftirlitsins, og í kvöld var ljóst, að engar skemmdir urðu á kössunum í slysinu. Kafarar fundu í gær þrjú lík farþega úr vélinni sem fórst. Atján til viðbótar er enn saknað og óvíst talið hvort þau finnast nokkurn tíma. Alls fórust 78 í flugslys- inu, þar af fjórir vegfarendur á brúnni, sem vélin rakst á áður en hún hrapaði í fljótið. * - '- " ! I - Kafari kemur upp ur roiumac-anni meo annan „svörtu kassanna" úr Air Florida-flugvélinni, sem fórst í fyrri viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.