Morgunblaðið - 26.01.1982, Side 14

Morgunblaðið - 26.01.1982, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 Enginn beinn eignar A réttur að afréttinum v eftir Gunnlaug Claessen IJm afréttardóm Lögmannsferill Sigurðar Óla- sonar, hrl., er orðinn langur. I hartnær hálfa öld hefur hann stundað hvers kyns lögmanns- störf. Málflutningur fyrir dóm- stólum landsins hefur veirð drjúg- ur hluti starfs hans. Hver mála- fjöldinn er orðinn á þessum langa ferli ætla ég ekki að gera tilraun til að giska á. En þrátt fyrir all- nokkurn aldur, lætur Sigurður ekki deigan síga. Hann er ennþá í fullu fjöri og það er dálítið skemmtileg tilviljun að nú skömmu fyrir 75 ára afmæli hans, féll dómur Hæstaréttar í stærsta máli, sem Sigurður hefur fyrr og síðar flutt fyrir íslenskum dóm- stólum. Um leið og ég færi Sigurði Ólasyni bestu afmæliskveðjur mínar og starfsfélaga minna, þyk- ir vel við hæfi að fara nokkrum orðum um niðyrstöðuna í þessu þýðingarmikia máli. Deiluefnið hefur verið kennt við Landmanna- afrétt og varðar spurninguna um hinn beina eignarrétt að þessu landsvæði. Jafnframt hefur dóm- urinn almenna þýðingu varðandi það álitaefni, hver teljist réttur eigandi almenninga og öræfa landsins. Hér verður ekki farið út í flókin réttarfarsatriði, sem mjög settu mark sitt á gang málsins. Málið hafði áður hlotið umfjöllun Hæstaréttar vegna formsástæðna, en efnisdómur var kveðinn upp í Hæstarétti hinn 28. desember 1981. í samráði við iandbúnaðarráð- herra höfðaði fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs eignardómsmál fyrir aukadómþingi Rangárvalla- sýslu í ársbyrjun 1975. Krafa stefnanda var sú, að ríkissjóði yrði tildæmdur hinn beini eignarréttur að svokölluðum Landmannaat- rétti. Fyrir dóm var stefnt öllum þeim sem andmæla vildu eignar- tilkalli ríkisins að umræddu landsvæði. Til andmæla gáfu sig fram hreppsnefnd Landmannahrepps f.h. hreppsins, hreppsnefn Holta- hrepps f.h. hreppsins, eigendur og ábúendur jarða í Holtahreppi, hreppsnefnd Rangárvallahrepps f.h. hreppsins og eigendur og ábú- endur jarðanna Næfurholts og Hóla í Rangárvallahreppi og hreppsnefnd Skaftártunguhrepps f.h. hreppsins. Allir þessir aðilar mótmæltu eignartilkalli ríkisins á þeim grundvelli, að þeir væru sjálfir eigendur hins umþrætta landsvæðis. Fyrir héraðsdómi urðu málalok þau, að meirihluti réttarins (tveir dómarar af þrem) féllust á kröfu fjármálaráðherra, og viðurkenndu eignarrétt ís- lenska ríkisins að Landmannaaf- rétti. Allir áðurgreindir heimaaðilar áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar. Kröfðust þeir þess að dóminum- yrði hrundið og synjað um viður- kenningu á eignarrétti ríkisins að afréttinum. í þessu sambandi er nauðsyn- legt að geta þess, að í byrjun sjötta áratugarins höfðaði Land- mannahreppur mál út af veiðirétti í vötnum og vatnsföllum á Land- mannaafrétti. Málsaðilar í því máli voru flestir þeir sömu og urðu málsaðilar í því máli, sem dæmt var í dcsember sl. og áður eru taldir upp. í dómi Hæstaréttar í þessu eldra máli, sem gekk hinn 25. febrúar 1955, segir m.a. svo: „Ekki hafa verið leiddar sönnur að því, að hreppsfélögin sjálf hafi öðlast eignarrétt að afrétt- inum hvorki fyrir nám, löggern- inga hefð né með öðrum hætti... Eins og notkun afrétt- ar landsins hefur verið háttað, hafa hreppsfélögin, annað eða bæði, ekki unnið eignarhefð á því. Þar sem framangreindir af- réttaraðilar hafa samkvæmt framansögðu ekki beinan eign- arrétt á Landmannaafrétti, koma hér til álita ákvæði 5. gr. laga nr. 112/1941 um rétt til veiði í vötnum á afréttum ...“ I síðari Hæstaréttardómnum, þ.e. þeim sem féll í desember sl., segir svo m.a.: „Málflutningur þeirra, er and- mælt hafa kröfum ríkisins í máli því, sem hér er til úrlausn- ar, lýtur að því, að þeir eigi af- réttarlandið og gangi eignartil- kall ríkisins í berhögg við það. Um þessa málsvörn er þegar dæmt í dómi Hæstaréttar frá Gunnlaugur ('laessen í tilefni af 75 ára afmæli Sig- urðar Olasonar gáfu sam- starfsmenn og borðfélagar hans í matstofu Arnarhváls út smábækling, sem heitir Myndir í Arnarhváli — Sig- urður Ólason, 75 ára, 19. janúar 1982. Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, flytur Sigurði heillaóskir. I»á eru birtar skýringar Sigurður Ólasonar við myndir, sem nú eru sýndar í matstofu Arn- arhváls og tengjast störfum Sigurðar í stjórnarráðinu. Þá er í bæklingnum að finna eftirfarandi grein eftir Gunnlaug Claussen, deildar stjóra málflutningsdeildar fjármálaráðuneytisins, um nýgengin afréttardóm. Hefur höfundur veitt Morgunblað- inu heimild til að endurbirta grein sína. 25. febrúar 1955, að því er varð- ar framangreina aðilja þessa máls ... í máli þessu verða því andmæli framangreindra aðila gegn eignartilkalli ríkisins sem á því eru reist, að þeir eigi af- réttarsvæði það sem málið lýtur að, ekki tekin til greina. “ (Let- urbreyting mín, G.CI.) Eignarréttur heimamanna að afréttinum, hvort heldur hrepps- félaganna eða eigenda og ábuenda jarða, er þannig ekki fyrir hendi. Þess ber hins vegar að geta, að í þessu dómsmáli viðurkenndi stefnandi, fjármálaráðherra, rétt byggðamanna til upprekstrar og annarra afréttarnota, sem lög eða venjur eru fyrir. Því næst kom til úrlausnar í dóminum, hvort fjármálaráðherra f.h. ríkisins hefði gert viðhlítandi grein fyrir eignarrétti sínum að þessu afréttarsvæði, þannig að eignardómur yrði kveðinn upp samkvæmt 220. gr. laga nr. 85/1936. Svo fór, að Hæstiréttur varð ekki sammála í afstöðu sinni til þess atriðis. Meirihlutinn, þ.e. þrír dómarar af fimm, taldi óyggjandi sönnun fyrir eignarrétti ríkisins ekki hafa tekist og tók því ekki til greina kröfu fjármálaráðherra f.h. ríkisins um viðurkenningu á eign- arrétti til handa ríkinu á marg- nefndu landsvæði. Minnihlutinn taldi hins vegar öll skilyrði upp- fyllt til að fallast mætti á viður- kenningarkröfu ríkisins. í forsendum meirihlutans kom fram, að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni þó að það hefði verið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvalds um málsefn- ið. í framhaldi af því segir efnis- lega, að um eignartilkall ríkisins sé þess fyrst að geta, að eigi hafi af þess hálfu verið settar fram fullnægjandi röksemdir fyrir því, að ríkið hafi eignast landsvæði Ljósmyndir eftir Randall Hyman í vestri gangi Kjarvalsstaða eru fram að mánaðamótum til sýnis 64 ljósmyndir eftir Banda- ríkjamanninn Randall Hyman. Allar eru myndirnar teknar hér á Iandi á síðustu árum og skipt- ast í 6 flokka afmarkaðs mynd- efnis og nefnast flokkarnir: 1) Kldfjöll og gufuorka. 2) Sjómanna- líf. 3) Landslagsmyndir. 4) Fugla- líf. 5) Reykjavík. 6) Sveitalíf. Þessi sýning kom undirrituð- um skemmtilega á óvart þótt hann vissi af skotspónum, að einhver ljósmyndasýning væri væntanleg í ganginum, því að hér er um að ræða myndir, er sumar hverjar verða að teljast á heimsmælikvarða að gæðum. Nefndur Randall Hyman virðist hafa ákaflega næmt auga fyrir myndrænum sjónarhornum og það sem meira er, þá hefur hann ekki síður ríka tilfinningu fyrir séríslenzkum fyrirbærum. Þá eru myndirnar mjög vel teknar og vandlega frá þeim gengið, þannig að vart verður á betra kosið, — þó kann ég ekki alls- kostar við trérammana utan um myndirnar því að mér þykja þeir draga úr áhrifamætti þeirra. En slíkt kemur myndunum í sjálfu sér ekki par við ... Ein mynd er mér flestum öðr- um minnisstæðari fyrir það hve frábærlega vel hún er tekin og jafnframt fyrir samruna gamla og nýja tímans. Út um gamlan veðraðan glugga gægjast tvo andlit, fulltrúar æskublóma þjóðarinnar. Öll er sú mynd fög- ur í tærleika sínum ogeinfaldari en sterkri frásögn. Aðrar myndir, er vöktu sér- staka athygli mína í það skipti, sem ég punktaði við þær, voru I' 11» t It’ '11» myndirnar „Daginn eftir Heklu- gosið, 1980 (11), „Fullt tungl yfir Gjástykki" (15), „Bærinn undir lleklu“, (16), „Nærmynd af llornströndum'* (35), „Komdu í kaffi elskan" (43), „Bóndinn í Koti“ (47) og „Tvær væntanlegar mæður í Vigur“. — Myndir Randalls Hyman frá Islandi hafa birst í virtum erlendum tímaritum svo sem sjá má á sýningunni og er hér um mikla og góða landkynningu að ræða. Ég er alveg viss um, að úr samsafni þessara mynda mætti gera aldeiiis frábæra bók um land og þjóð og hér sannast mjög skilmerkilega hið fornkveðna „að glöggt er gests augað". Hafi þeir þakkir er standa að þessari sýningu og ekki trúi ég öðru en að allir er myndirnar skoða hafi af þeim mikla ánægju. Bragi Ásgeirsson Litskyggnuraðir Listasafns alþýðu Myndlist Bragi Ásgeirsson Með þessum línum vil ég vekja athygli á mjög merku framtaki Listasafns alþðu, sem er útgáfa á litskyggnuröðum til almennrar kynningar á íslenzkri myndlist. Hverri röð fylgir og textahefti með listasagnfræðilegum um- sögnum. Undirrituðum, sem lengi hefur reynt að vekja athygli á því hve kynning íslenzkrar myndlistar sé ábótavant, er þetta framtak mikið gleðiefni og vill hann trúa því að hér sé komið upphafið er muni valda straumhvörfum um heilbrigða listkynningu hérlend- is. Ennþá er þetta allt á byrjun- arstigi, en þegar hafa komið út tvær raðir. „Gísli Jónsson“ og „íslenzk vefjarlist" og hefur Björn Th. Björnsson, Hstsagn- fræðingur samið textana í báð- um tilvikum. Ekki er að efa að þetta framtak hljóti góðar við- tökur, því að hér verður ekki ein- ungis um að ræða almenna kynningu á myndlistar- og list- iðnaðarmönnum heldur og á stærri og merkari sýningum, sem efnt er til á höfuðborgar- svæðinu. Slíkt gefur þúsundum manna um allt land kost á að kynnast listviðburðum, sem ann- ars færu fyrir ofan garð og neð- an hjá þeim. Sýningarnar lifa þannig áfram að hluta eftir að þær eru afstaðnar. Markmið Listasafns alþýðu er, að litskyggnuraðirnar verði sem ítarlegust úttekt á íslenskri myndlist en til að svo verði þarf að ganga vel frá öllum samn- ingaatriðum um útgáfu- og höf- undarétt og er von að sú hlið málsins leysist farsællega svo að allir aðilar megi vel við una. Nú er unnið að undirbúningi allmargra litskyggnuraða, sem eru þó misjafnlega langt á veg komnar og má nefna hér nokkur verkefni þótt ennþá hafi ekki íslensk vefjarlist 1950—1980 endanlega verið ákveðin útgáfa né útgáfuröð eftirtalinna lit- skyggnuraða: Einar Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Jó- hannes Kjarval, Ásgrímur Jóns- son, Þórarinn B. Þorláksson, Guð- mundur Thorsteinsson, Nína Tryggvadóttir, Jón Stefánsson, Gunnlaugur Scheving, Jón Engil- berts, Svavar Guðnason, Þorvald- ur Skúlason, Bragi Ásgeirsson, Kristján Davíðsson, Ásgerður Búa- dóttir, íslensk vefjarlist fyrri alda, íslenzkir málarar á 19 öld. Upphaf abstraktlistar á íslandi, Septem- berhópurinn, SÚM, íslenzk grafik, Skreytingar á opinberum bygging- um, Byggingarlist á fslandi o.fl. Það gefur auga leið hve slík útgáfa hefur mikið kynningar- gildi varðandi myndlistar- fræðslu um allt land og raunar er það grunur minn að erlendir munu einnig fljótlega taka við sér er þeir fá pata af framtak- inu. Mætti því ætla að grundvöll- urinn sé tryggður frá upphafi og eitt er víst og það er, að allir aðilar munu uppskera ríkulega nái þetta framtak að blómstra. Bragi Ásgeirsson 'l'l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.