Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
Hittu strax á rétta
tóninn,
Esther Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands
rifjar upp í viðtali upphaf og störf KRFÍ á 75 ára afmælinu
sem enzt hefiir í 75 ár
Kvenréttindafélag ísiands er 75 ára. Stofnað 27. janúar
1907. Nú þegar umræða um réttindi kvenna er svo ofatlega á
baugi vegna komandi sveitarstjórnarkosninga og framgangur
kvenna í sveitarstjórnum og á alþingi svo mjög í sviðsljósinu,
er ekki ófróðlegt að rifja upp 75 ára baráttu KRFÍ og líta yfir
farinn veg. í tilefni afmælisins er formaður Kvenréttindafé-
iagsins, Esther Guðmundsdóttir, tekin tali.
Áður en langt er liðið á samtalið, er okkur báðum Ijóst
hversu glöggskyggnar og ótrauðar þessar konur voru, sem
fyrir 75 árum stofnuðu KRFÍ, mótuðu stefnuna og hófu bar
áttuna. Eða eins og Esther segir: — Þær hittu strax á þennan
sama tón, sem enst hefur í 75 ár. Síðan markið var sett, hafa
konur fengið lagalega sömu réttindi og karlar, sem við nýtum
okkur svo kannski ekki. Raunverulegt jafnrétti hefur hins
vegar ekki náðst, svo segja má að markmiðið og baráttumál-
in séu enn hin sömu.
— íslenzkar konur voru mjög
snemma á ferðinni, miðað við
kvenréttindakonur í öðrum lönd-
um, var það ekki Esther?
— Jú, við vorum snemma á
ferðinni, svarar Esther. Fyrsta fé-
lagið sem hafði pólitísk réttinda-
mál kvenna á stefnuskrá sinni, var
Hið íslenzka kvenfélag, sem stofn-
að var 1894 undir forystu þeirra
Ólafíu Jóhannsdóttur og Þor-
bjargar Sveinsdóttur. En þegar
þær féllu frá, breytti þetta félag
störfum sínum í átt við verkefni
hefðbundnu kvenfélaganna.
— Þegar Briet Bjarnhéðins-
dóttir var svo á ferð um Norður-
lönd 1904, kynntist hún konum
sem voru að vinna að réttindamál-
um kvenna þar. Alþjóðasamtök
kvenréttindafélaga, sem stofnuð
höfðu verið í Berlín 1903, voru með
aðalfund sinn í Kaupmannahöfn
1906 og var Briet mjög hvött til að
sækja hann. M.a. lagði fyrsti
formaður þessara alþjóðsamtaka
Carrie Chapman Catt mjög að
henni í bréfi. Briet hafði ekkert
félag á bak við sig, en fékk samt
full réttindi sem fulltrúi og fór á
fundinn. En hún sá að við svo búið
mátti ekki standa. Áður en Briet
fór á fundinn sneri hún sér til
Hins íslenzka kvenfélags og fór
þess á leit að aftur yrði tekið þar
upp fyrra markmið, að berjast
fyrir pólitískum réttindum ís-
lenzkra kvenna. En það vildu kon-
urnar ekki. Sögðu að hagur félags-
ins hefði batnað mjög frá því að
þær lögðu pólitíkina á hilluna.
Briet sá þá að annað hvort yrði
málið lagt á hilluna eða þá að
stofna yrði nýtt félag. Hún kallaði
saman 15 konur í Þingholtsstræti
18 þann 27. janúar 1907. Konurnar
tóku þeirri málaleitan vel, eftir að
hún hafði skýrt fyrir þeim hvernig
slíkum málum væri komið í öðrum
löndum, svo sem í Bandaríkjunum
og á Norðurlöndum, og sagt frá
stofnfundi alþjóðasamtakanna í
Berlín og fundinum í Kaupmanna-
höfn. Var kosin bráðabirgða-
stjórn, sem svo var endurkosin 20.
marz á fundi í Iðnó. Briet var
formaður, en aðrar í stjórn voru
Sigríður Hjartardóttir Jenson,
Guðrún Pétursdóttir, Sigríður
Björnsdóttir og Laufey Vil-
hjálmsdóttir. Félagið var skýrt
Hið ísl. kvenréttindafélag, en fyrir
beiðni Hins íslenzka kvenfélags
var því síðar breytt í Kvenrétt-
indafélag íslands.
— Var ekki Briet þá þegar farin
að hafa afskipti af réttindamálum
kvenna?
— Jú, hún var farin að skrifa
um kvenréttindamál í Kvenna-
blaðið, sem hún gaf út og stýrði í
mörg ár. Skrifaði þar mikið um
uppeldismál og menntun kvenna.
Esther rifjar upp fyrstu lög fé-
lagsins, en drög að þeim lagði
bráðabrigðastjórnin fram á fund-
inum í Iðnó. I annarri grein segir:
Markmið félagsins er að vinna að
því að íslenskar konur fái full
stjórnmálaleg réttindi á við karl-
menn, kosningarétt og kjörgengi.
Einnig rétt til embætta með sömu
skilyrðum og þeir. í öðru lagi að
efla þekkingu og glæða áhuga ís-
lenzkra kvenna á málefnum þess-
um með fundum, fyrirlestrum og
blaðaskrifum. Og í þriðja lagi að
efla félagsskap og samvinnu með-
al íslenzkra kvenna, með því að
stofna sambandsdeildir víðs vegar
um land, sem allar vinni að sama
markmiði, hlýti sömu lögum og
standi í sambandi við aðaldeild-
ina, sem er í Reykjavík. Briet ferð-
ast síðan 1908 um allt land og
stofnar 6 sambandsdeildir.
— Og allt er þetta í góðu gildi
enn, bæði markmið og aðferðir?
— Já, nema hvað sambands-
deildirnar úti á landi lognuðust
smám saman út af. Og á lands-
fundi 1944 er Kvenréttindafélagið
gert að landsfélagi. Þá eru tekin
þau ákvæði i lög þess, að þau félög
sem hafi kvenréttindanefndir inn-
an sinna vébanda geti orðið aðilar.
En félagið sjálft starfar með að-
ildarfélögunum, sem nú eru orðin
45. Auk þess sem 350 einstakl-
ingar eru í félaginu. 1972 var svo
samþykkt að karlar megi engu síð-
ur en konur ganga í Kvenréttinda-
félagið og þeir eru nú nálægt 20
talsins. Hefur fjölgað á seinustu
árum.
— Þá má geta þess að fyrsti
landsfundurinn var haldinn 1923
og síðan hafa verið haldnir slíkir
fundir á fjögurra ára fresti. Fund-
urinn 1942 féll að vísu niður vegna
stríðsins, en var haldinn 1944.
100 ára kosningaréttur
— Nú er orðið nokkuð langt síð-
an sum af réttindamálunum kom-
ust í höfn, svo sem kosningarétt-
urinn? Og eru ekki flest lagaleg
réttindi fengin?
— Konur fengu kjörgengi og
kosningarétt 1908 til sveitar-
stjórnar og 1915 til alþingis.
Raunar höfðu ekkjur og aðrar
ógiftar konur, sem stóðu fyrir búi
eða á einhvern annan hátt áttu
með sig sjálfar, eins og það er
orðað, fengið árið 1882 rétt til að
kjósa í hreppsnefnd, sýslunefnd og
á safnaðarfundum ef þær væru
orðnar 25 ára. Við erum því í
rauninni í ár að minnast 100 ára
afmælis fyrsta kosningaréttar
kvenna á íslandi. Á þeim tima sem
liðinn er síðan, höfum við fengið
lagalegt jafnrétti til menntunar
og til starfa og ættum þvi að hafa
jafnan rétt við karla í þjóðfélag-
inu. Og samkvæmt lögum ættu
konur og karlar nú að fá sömu
laun fyrir sömu vinnu. En meðan
litið er á karlmenn sem aðalfyr-
irvinnu, eru búin til starfsheiti
eða þeim ákveðin yfirvinna eða
eitthvað þess háttar, til að hægt sé
Þingholtsstræti 18, þar
sem 15 konur komu sam-
an 27. janúar 1907 í þeim
tilgangi að stofna félag,
sem varð Kvenréttindafé-
lag íslands.
Esther Guðmundsdóttir,
formaður Kvenréttindafé-
lags íslands.
að greiða karli hærri laun en
konu. Upphafið á samþykkt frá
landsfundi Kvenréttindafélagsins
1980, sýnir kannski hvar við
stöndum. Þar segir: „Markmið
Kvenréttindafélags íslands hefur
frá upphafi verið að vinna að jafn-
rétti og jafnri stöðu karla og
kvenna á öllum sviðum þjóðlífs.
Með setningu laga nr. 78/1976 um
jafnrétti karla og kvenna voru
mörg af stefnumálum félagsins
lögfest. Raunverulegt jafnrétti
hefur hins vegar ekki náðst og
leggur félagið megináherslu á að
konur og karlar fái sömu aðstöðu
og tækifæri til að njóta hæfileika
sinna."
— Nú fóru konur vel af stað
1908, eftir að þær fengu kosn-
ingarétt og ruddu braut inn í bæj-
arstjórn. En nú er Snorrabúð
stekkur. Hvað er í veginum?
— Það er rétt. Strax 1908 buðu
konur úr Kvenréttindafélaginu
fram 4 konur í bæjarstjórnrkosn-
ingum í Reykjavík og komust þær
allar að. Nú eru konur aðeins 6,1%
af sveitarstjórnarfulltrúum á ís-
landi, meðan hlutföllin eru 29,8% í
Svíþjóð, 22,9% í Noregi, 18,2% í
Finnlandi og 17,7% í Danmörku,
skv. þeim tölum nýjustum, sem ég
hef. Óneitanlega erum við þarna
langt á eftir kynsystrum okkar á
Norðurlöndum og sárafáar konur
þar sem ákvarðanir eru teknar í
sveitarstjórnum og á alþingi.
Hvað er í veginum? Ætli það séu
ekki konurnar sjálfar. í fyrsta lagi
eru konur t.d. yfirleitt verr
menntaðar en karlar á íslandi.
Það er ekki fyrr en á síðari árum
að konur fara að afla sér mennt-
unar í ríkari mæli. Konum hættir
til að velja styttra nám, þótt það
sé nú mikið farið að breytast. Og
svo kemur til þetta tvöfalda hlut-
verk konunnar, að hún sér að
mestu um heimilið þótt hún vinni
úti. Það er líka mikið að breytast
hjá yngra fólki.
4ra ára áætlun
— Á aðalfundi Kvenréttindafé-
lagsins 1980 var samþykkt að að-
alverkefni félagsins næstu fjögur
árin, yrði að vinna að því að fjölga
konum á alþingi og í sveitar-
stjórnum og aukinn hlutur kvenna
við ákvarðanatöku í samfélaginu,
heldur Esther áfram. Og að því
erum við að vinna núna. Þar erum
við bæði með langtímasjónarmið í
huga og einnig að gera átak til að
konum fjölgi í sveitarstjórnum í
kosningunum í í vor. Við verðum
ekki ánægðar nema konur í sveit-
arstjórnun verði 20% eftir næstu
kosningar. Og svo verði auðvitað
framhald þannig að í næstu al-
þingiskosningum verði hlutur
kvenna verulega miklu meiri.
— Nú eru uppi raddir um að
konur eigi að skilja sig frá körlun-
um og bjóða fram sér. Þið í Kven-
réttindafélaginu haldið samt enn
sömu stefnu um að karlar og kon-
i ur starfi samhliða eða hvað?
— Við stefnum ennþá á jafn-
rétti á öllum sviðum, að konur
vinni við hlið karla og karlar við
hlið kvenna. Nú eru að koma fram
kvennaframboð. Konur eru orðnar
þreyttar á því að konur hafa ekki
haft brautargengi, telja að þetta
sé eina ráðið til að fjölga konum í
bæjarstjórn í Reykjavík og á Ak-
ureyri. Það er vissulega ein leið til
að fjölga þar konum, ekki hægt að
líta fram hjá því. Kvenréttindafé-
lagið mun hins vegar ekki taka af-
stöðu með eða móti þessum
kvennaframboðum.
— En hver er þín persónulega
skoðun?
— Ég tel sérframboð kvenna
ekki réttu leiðina. Vil að konum
fjölgi í framboðum innan flokk-
anna og þær komi inn gegnum þá.
Þótt ég hafi trú á því að konur geti
unnið saman, bæði pólitískt og
þverpólitísk, þá er þetta miklu
stærra mál en það eitt að koma
konum að. Því þegar komið er t.d.
inn í borgarstjórn þarf að taka af-
stöðu til miklu fleiri mála en ein-
hverra afmarkaðra málaflokka.
Og konur eru alveg jafn pólitískar
í eðli sínu sem karlar og hljóta að
taka afstöðu eftir sinni sannfær-
ingu. Hvernig ætla þær þá að fara
að því að standa saman? Þótt þær
gætu komið 1—2 konum, þá vakn-
ar á eftir þetta pólitíska spursmál,
sem ég veit ekki hvernig ætti að
leysa. Þess vegna er lang eðli-
legast að konur vinni með sinum
skoðanasystkinum innan flokk-
anna. En ekki verður því neitað að
kvennaframboðið hefur þegar gert
gagn, þar sem flokkarnir keppast
nú um að setja konur á listana. Ég
held að tími kvenna hljóti að fara
að koma, að þær taki við þjóð-
þrifastörfum í samfélaginu.
— Ertu bjartsýn á að áhugi sé
að glæðast á baráttumálum
Kvenréttindafélagsins?
— Frá því félagið var stofnað
hefur áhuginn gengið í bylgjum,
komið lægðir í starfsemina. Áhug-
inn hefur farið stöðugt vaxandi
eftir 1968. Að vísu kom dálítil
lægð í baráttuna eftir Kvennafrí-
daginn 1975, en þá voru allir svo
bjartsýnir. Síðan 1979 hefur áhug-
inn aftur glæðst og nú hefur fólk
streymt inn í félagið. Á sl. ári
gengu 50 einstaklingar í félagið.
Við höfum á undanförnum árum
haldið ráðstefnur, sem hafa verið
vel sóttar. Þar nefni ég ráðstefn-
una Konur og kosningar í haust og
Konur í sveitarstjórnum 1980, sem