Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
Fólk og fréttir í máli og myndum
• Vestur-þýsku landsliðsmennirnir í knattspyrnu voru á dögunum að syngja inn á hljómplötu til fjáröflunar fyrir
sjálfa sig og þýska liðið. í lið með sér fengu þeir söngkonuna huggulegu Lenu Valitas sem sjá má á myndinni ásamt
Haraldi Schumacher markverði frá Köln og þeirra „tvíbura“ Paul Breitner og Karl Heinz Rumenigge frá Bayern
Miinchen. Kapparnir sungu 16 lög inn á umræddan vynildisk, en meðal þeirra var Samba Do Futbol, Old Kngland,
Football Forever og fleiri knattspyrnuslagara. Talið er að hinir 22 landsmiðsmenn VesturÞjóðverja þéni 60.000
krónur hver fyrir hlut sinn í hljómplötunni.
Danir töpuðu 47—0
FYRIK hefur komið að við höfum
tapað stórt fyrir Dönum í íþrótta-
keppni. Flestir muna sjálfsagt eftir
tapinu stóra í fótboltanum, 14—2.
Því gladdi það alla þegar danska
handknattleikslandsliðið var burst-
að á Akranesi með 11 mörkum. En
Danir tapa oft stórt í íþróttakeppni
og eiga meðal annars heimsmet á
þeim vettvangi. Danska landsliðið í
íshokkí tapaði í HM-keppninni í
Stokkhólmi árið 1949 fyrir Kanada
27—0. Þetta er meira að segja skráð
í heimsmetabók Guinness.
• Ungi maðurinn brosmildi hér að
ofan heitir John Golomb, sem er
sannarlega ekki í frásögur færandi,
enda er sennilega vandhitt í meira
lagi á þann íslending sem veit hver
hann er. Golomb þessi gæti þó orðið
frægur næstu árin vegna uppfinn-
ingarinnar sem hann heldur á í
hægri hendinni. Er það flatur hnefa-
leikahanski, þumaífingurlaus með
öllu. í vinstri hendinni er Nonni hins
vegar með hefðbundinn hanska með
tilheyrandi risaþumal. Það sem vak-
ir fyrir Golomb er að draga úr
augnskaða sem hnefaleikamenn
verða furðu oft fyrir er risaþumall
þessi borast inn í auga hnefaleika-
mannsins í hita leiksins. Talið er að
85 prósent þeirra augnmeina sem
hnefaleikamenn verða fyrir stafi af
þessum klaufalega þumalfingri.
Aöalsteinn kjörinn
siglingamaður
Brokeyjar
ADALFUNDUB siglingaklúbbsins
Brokeyjar, Reykjavík, var haldinn
28. nóv. síðastliðinn.
Dagskrá aðalfundar var með
venjulegum hætti. Siglingamaður
Brokeyjar var kosinn fyrir árið 1981.
Þann heiður hlaut Aðalsteinn
Ixiftsson, sem er ungur og áhuga-
samur siglingamaður.
Ný stjórn var kosin; Sigurður
Arason, formaður, Jóhann Gunn-
arsson, gjaldkeri, Jóhann Gil-
bertsson, ritari.
Fundurinn samþykkti að vinna
áfram að eflingu siglingaíþróttar-
innar þar sem sigiing er holl fjöl-
skyldu- og einstaklingsíþrótt.
Einnig var samþykkt að kynna
betur siglingareglur og öryggis-
búnað á sjó.
• Aaaaaaa! gæti hann verið að
segja þessi í taumlausum gleðilátum
sínum yfir frammistöðu sinna
manna á knattspyrnuvellinum. Þá
veitir ekki að eiga stuðning kunn-
ingja sinna undir slíkum kringum-
stæðum, en einn þeirra rígheldur í
þann æsta. Svona þar fyrir utan má
geta þess, að myndin er frá leik-
vangi Boca Jouniors í Argentínu og
Diego Maradonna var rétt í þessu að
senda knöttinn í netið hjá andstæð-
ingnum ...
• Axel Axelsson, handknattleiksmaðurinn kunni, leikur nú aftur í Vestur
Þýskalandi með liði í 2. deild. Axel hefur staðið sig vel í vetur og skorar að
venju mikið af mörkum fyrir lið sitt. A myndinni má sjá Axel í leik þar ytra,
en greinilega er það mótherjinn sem er að horfa á eftir boltanum í markið að
þessu sinni.
IÞROTTABANDALAG
akramss
. -/
• Þetta unga fólk á myndinni er frá Akranesi og stundar það badminton-
íþróttina af miklum krafti. Hefur það unnið til verðlauna í sínum aldurs-
flokkum á mótum í vetur.
• Hjólreiðakappinn kunni Bernard
Hinault hélt ærlega upp á daginn
sem hann sigraði í hinu geysi um
fangsmikla Tour de France hjóla-
fltírðtiiin
keppni. Kappinn veitti vinum og að-
standendum kampavín í lítratali og
síðast en ekki síst tertuna rosalegu
sem Hinault sneiðir sjálfur niður á
meðfylgjandi mynd. Ef grannt er
skoðað má sjá gestina ýmist með
útkýldar kinnar eða sleikjandi út
um.
Tekst Bock að rétta
úr kút stúdenta?
EINS og skýrt hefur verið frá hefur
Iþróttafélag stúdenta fengið banda-
ríska körfuknattleiksmanninn, I’at-
rik Bock, til liðs við sig í stað Denis
McGuire. I’at Bock er 2,06 á hæð og
hefur undanfarin þrjú ár leikið með
þýska liðinu UB(’ Miinster. Á síð-
asta ári léku IJBC Miister í 2. deild
og varð l*at Bock þá stigahæstur í
deildinni með 29 stig að meðaltali.
Pat Bock lék áður með Central
Michigan University og þá við hlið
hins óviðjafnanlega Dirk Dunbar,
sem allir, þeir sem heyrt hafa
minnst á körfubolta, þekkja. Fyrir
þá sem fylgjast með bandarískum
körfubolta, þá má þess geta, að
Pat lék þá einnig með frægum
köppum sem nú eru: Roundfield og
McElroy hjá Atlanta og Poquette
hjá Utah. Má geta þess, að
Roundfield þessi er í svonefndu
„All star“ liði, þar sem lítið rúm er
fyrir aukvisa.
Pat Bock er ætlað að rétta út
kút stúdenta og mun hann því
hafa ærið verkefni bæði sem leik-
maður og þjálfari næstu þrjá
mánuði eða svo. Pat Bock er
hvorki smásmíði né smáfríður og
á hann vafalaust eftir að skjóta
einhverjum andstæðinga IS-inga
skelk í bringu og þá vonandi fyrst
Stew Johnson, KR-ing. Sem dæmi
um stærð og styrkleika Pat Bock
má nefna tvennt: Hið fyrra er, að
fyrir nokkrum árum ók á drenginn
Kádilják einn gríðarlegur. Slasað-
ist Pat mjög alvarlega og lá lengi
milli heims og helju — fylgir sög-
unni að Kádiljákinn hafi gereyði-
lagst. Hið síðari er, að í hamborg-
araáti stenst enginn Pat Bock
snúning, enda er drengurinn
margfaldur meistari í greininni.
Má vitna til hins fornkveðna:
,Takist Pat Bock eigi að bjarga
IS-ingum tekst það engum."
Þá má geta þess, að Guðmundur
Jóhannesson hefur tilkynnt fé-
lagsskipti, úr Val í ÍS, en Guð-
mundur hefur lengi vermt vara-
mannabekk Valsmanna og það
stundum of oft. Ætlar Guðmund-
ur því að freista gæfunnar hjá ÍS.
iltl
n ti
[íTn,
IMMl
'MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMi