Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
Rokkið
á að vera hrátt
Jonee-Jonee
á sviði.
I samrædum l'okahornsins við ýmsa
þá, sem gleggst hafa fylgst með þróun
rokktóniistarinnar hér upp á síðkastið,
hafa margir látið í Ijós þá skoðun sína
að umfjóliun hlaðamanna um hinar
fjólmörgu nýju hljómsveitir sem hér
hafa skotið upp kollinum að undan-
fórnu hafi verið nokkuð á einn veg.
Orðatiltæki eins og; „ein efnilegasta
hljómsveit sem fram hefur komið í
langan tíma," „hljómsveit sem lofar
góðu“ eða „athj'glisverð hljómsveit
sem á eftir að láta mikið af sér
kveða,“ hafi verið mjög algeng á
poppsíðum dagblaðanna. Minna hafi
farið fvrir gagnrýni og umfjöllun um
það sem miður hafi farið hjá viðkom-
andi tónlistarmönnum.
Nokkuð er til í þessu og þar er
Pokahornið örugglega engin undan-
tekning. Margvíslegar skýringar eru
eflaust á þessu. Ein sú veigamesta
kanna að vera sú ánægja sem ríkir
meðal þeirra sem skrifa um rokk í
blöðin með þær gífurlegu hræringar
sem átt hafa sér stað í þeirri tónlist
hér síðustu eitt til tvö árin. Enda
verða þau að skoðast sem eitt mesta
uppgangs- og umbrotatímabil ís-
lenskrar rokksögu, þegar málin eru
skoðuð í heild. Sjaldan eða aldrei
hafa jafn margar nýjar hljómsveitir
sem glíma við að spila eigið efni
komið fram og það eitt hlýtur að
vera mjög jákvætt. En það er aftur
á móti rétt, sem ýmsir hafa bent á,
að þessar nýju hljómsveitir eru ekki
allar „stórgóðar" og að orðatiltækin
sem áður voru upptalin hafa verið
notuð fulloft.
Jonee-Jonee
Astæðan fyrir þessum vangavelt-
um nú er sú staðreynd að þegar
Pokahornið stóð frammi fyrir því að
ætla að segja frá hljómsveitinni
Jonee-Jonee rak það sig illilega á
það, að mikið er til í þessari gagn-
rýni á okkur poppskríbenta. Það er
nefnilega bjargföst skoðun Poka-
hornsins að Jonee-Jonee sé ein besta
hljómsveit sem fram hefur komið
hér síðustu mánuðina og að þarna
séu á ferðinni tónlistarmenn sem
vert sé að fylgjast náið með. En
vegna ofnotkunar á slíkum fullyrð-
ingum eru þær kannski farnar að
missa marks og lesendur jafnvel
farnir að missa trú á því að eitthvað
sérstakt sé á ferðinni þegar þeim er
beitt.
Jonee-Jonee er skipuð þeim
Bergsteini Björgúlfssyni trommara,
Heimi Barðasyni bassaleikara og
Þorvari Hafsteinssyni söngvara
(hann grípur einstaka sinnum í gít-
ar og blæs aðeins í saxafón þar að
auki). Þeir eru allir búsettir í
Garðabænum og eru, að því er Poka-
hornið kemst næst, fyrsta „ný-
bylgjusveitin" þaðan sem vekur
verulega athygli. Eins og sést á
hljóðfæraskipan þeirra er hún ekki
samkvæmt því sem almennt tíðkast
í rokkinu. Það er aðeins örsjaldan
sem Þorvar slær á gítarstrengina
eða þenur saxafóninn. í flestum lög-
um þeirra eru bassinn og tromm-
urnar einu hljóðfærin. Tónlist
þeirra verður kannski helst skil-
greind sem hrátt, kröftugt og einfalt
rokk (ef það útskýrir eitthvað).
Pokahornið hefur tvisvar séð Jon-
ee-Jonee á tónleikum og bæði skipt-
in hefur þeim félögum tekist vel upp
og náð skemmtilegri stemningu
1>ÖRVAR
í JONEE-JONEE
í FOKAHORNI
meðal áheyranda. Þeir hafa ekki
öðlast mikla sviðsreynslu enda hef-
ur hljómsveitin ekki starfað lengi,
eða aðeins síðan í september í fyrra.
Þessa gætir kannski aðeins í keyrsl-
unni hjá þeim, en það eru hlutir sem
þeir þurfa ekki að hfa stórar
áhyggjur af. Æfingin skapar meist-
arann, segir máltækið allavega.
Bassi eða ekki bassi
Pokahornið fékk Þorvar Haf-
steinsson í heimsókn eitt kvöldið til.
að forvitnast frekar um hljómsveit-
ina. Það sem okkur datt fyrst í hug
að spyrja hann um, var hvers vegna
hann og félagar hans hafi farið út í
það að stofna hljómsveit.
Eg fékk smáídeu vestur í New
York í fyrra. Hafði heyrt ýmsar
trylltar hugmyndir, bæði um bassa-
lausar hljómsveitir, svo og aðrar
með bassatríó. Við ákváðum að gera
smá tilraun og nota eingöngu bassa
og trommur, allavega til að byrja
með. Við höfðum samt alltaf í bak-
höndinni að nota annað hvort saxa-
fón eða gítar. Ég reyndist svo slæm-
ur saxisti þegar til kom að ég fékk
ekkert að blása fyrr en nú um jólin.
Þá fékk ég rafmagnsmunnstykki á
saxann og um leið annað tækifæri.
— En gítarinn?
Ég prófaði hann í upphafi, en það
fór út í gripavitleysu. Við tókum svo
aftur upp þráðinn og tókst þá að fá
það fram sem við vildum. Engin
grip. Engin sóló.
— Hvernig verður tónlistin til
hjá ykkur?
Við semjum öll lögin saman á æf-
ingum. Textarnir eru flestir samdir
af vinum og vandamönnum og hefur
Gísli Þorsteinsson verið hvað at-
kvæðamestur í þeim efnum.
Hverja telur þú vera helstu
áhrifavalda á tónlist ykkar, ef þeir
eru þá einhverjir?
— Ja, hvað hljóðfæraskipan
varðar þá svipar okkur til PIL. í
upphafi vorum við uppfullir af
hugmyndum frá þeim um hvernig
ætti að reka hljómsveit sem fyrir-
tæki. Eftir tvenna tónleika gáfumst
við upp á því fyrirkomulagi. Við höf-
um fengið að heyra það, að við líkt-
umst Purrknum, en ég er nú ekki
sammála því. Annars hlustum við
þrír á svo ólíka tónlist, þannig að
áhrifavaldar ef einhvejir eru, koma
úr ólíkum áttum.
— A hvað hlustar þú helst?
— PIL er uppáhaldið.Að vísu á ég
bara eina plötu með þeim. Svo hef
ég líka mjög gaman af Iggy Pop og
Lou Reed. Annars hlusta ég ekki
mikið á plötur. Síðasta mánuðinn
hef ég til dæmist bara hlustað á
kassettur með okkur. Ég er ekki
sammála því sem Bubbi sagði í
blaðaviðtali, að nauðsynlegt sé að
hlusta mjög mikið á aðra tónlist-
armenn þó maður sé að fást við
tónlist.
— Telur þú að það gæti haft
óæskileg áhrif á eigin tónsmíðar?
— Já. Menn geta orðið bundnir af
því sem er að gerast í kringum þá.
Hvað selst, hverjir eru að gera snið-
uga hluti o.s.frv.
I»ad er dauðadómur að
ofhlaða rokkið
Pokahorninu leikur forvitni á að
fá skoðanir Þorvars á gangi mála
stóru
strákunum
Snjórinn lék Phil Mogg og félaga hans í IIFO grált.
Toyah sú besta og versta.
Fréttir af
Fæstir stórpopparar þurfa að hafa
áhyggjur af buddunni sinni. Svo er
heldur ekki um þá félaga í Dire
Straits. Þeir hafa nú ákveðið að gefa
Amnesty International allan hagnað af
plötusölu fiokksins í SuðurAfríku.
Amnesty-samtökin fengu fyrir nokkru
fyrsta framlagið í formi 7.000 punda
ávtsunar.
— O —
Nýjasta breiðskífa AC/DC, For
Those About to Rock, seldist í ótölu-
legum fjölda eintaka og selst enn
grimmt. Framan á plötuumslaginu
er mynd af heljarmikilli fallbyssu.
Til þess að standa nú almennilega
undir nafni bauð flokkurinn að-
dáendum sínum upp á 21 fallbyssu-
skot úr tveimur fallbyssum á öllum
tónleikum sínum í Bandaríkjunum
nýverið. „Heavy metal“ skal það
heita.
-O-
Strákarnir í Damned urðu fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu fyrir
skemmstu að þurfa að fá lánuð hljóð-
færi á lokatónleika hljómsveitarinnar í
nýafstaðinni tónleikaferð um Bret-
land. Flutningsfyrirtækið gleymdi ein-
faldlega að koma með hljóðfærin í
Lyreum-tónleikahöllina þótt fyrirfram
hefði verið um það samið.
— O —
Oveðrið, sem geisað hefur á Bret-
landseyjum hefur komið illa við
fleiri en knattspyrnumenn landsins.
Popparar hafa heldur ekki farið
varhluta af geðvonsku veðurguð-
anna.
Þannig lenti Duran Duran í
árekstri í fljúgandi hálku á leið á
tónleika í Cardiff. Sú borg kom
heldur betur við sögu nú í vikunni er
UFO varð að aflýsa tónleikum í
Sophia Gardens í Cardiff, sem fram
áttu að fara í gær. Orsökin var sú að
þakið á tónleikasalnum hrundi und-
an snjóþunganum.
Ozzy Osbourne, fyrrum söngvari
Black Sabbath, er ekki dauður úr öll-
um æðum. Hann heldur úti hljómsveit
í eigin nafni. Ilún sendi nýverið frá
sér aðra breiðskífu sína og þykir hún
betri en sú fyrri.
Velgengnin hefur þó leikið Ozzy
grátt. Hann varð fyrir nokkru að af-
lýsa tónleikaferð vegna heilsubrests.
Adam og maurarnir fengu háðulega út-
reið í vinsældavali Stiff og breska stúd-
entablaðsins.
Var honum fyrirskipað að taka sér
a.m.k. 6 vikna hlé frá tónleikahaldi.
Þegar fiokkurinn treður upp næst mun
Don Airey, fyrrum hljómborðsleikari
Kainbow, hafa bæst í hópinn.
— O —
„Við erum ekkert á þeim buxun-
um að hætta" segir John Entwh-