Morgunblaðið - 26.01.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
37
hér á landi og snýr því talinu að
klakanum. Hvað finnst þér um inn-
lendar hljómsveitir?
— Eg veit eiginlega ekki hvað
skal segja. Ég hlusta sjálfur helst á
Purrkinn. Mér finnst margar
hljómsveitir hérna leggja of mikið
upp úr flóknum tækjabúnaði og
miklum sólóum. Persónulega finnst
mér að rokk eigi að vera eins hrátt
og mögulegt er. Það er dauðadómur
yfir því að ofhlaða tónlistina. Þetta
hefur sýnt sig t.d. með Bítlunum
sem mörgum fannst mjög hráir í
upphafi og hálfgerður skandall á
sínum tíma. Svo var farið að yfir-
hlaða tónlistina. í kjölfarið kom svo
hipparuglið og þungarokkið. Það eru
svo Sex Pistols sem rífa hlutina upp
aftur.
— Finnst þér kannski að þaer
hræringar sem áttu sér stað eftir
1976 séu hliðstæður við það sem
skeði eftir 1960. Kannski meiri upp-
lausn í þjóðfélaginu í dag og þar af
leiðandi róttækari og grófari tón-
list?
— Já, alveg tvímælalaust. Þetta
er álíka stórt stökk.
— En hvaða skýringu telur þú á
því að t.d. pönkið hefur ekki náð
jafn mikilli útbreiðslu og tónlist
Bítlanna og Stones gerði á sínum
tíma?
— Ég geri mér ekki alveg grein
fyrir því. Það eru náttúrulega miklu
fleiri tónlistarstefnur sem hafa
skotið upp kollinum hin síðari ár, en
þá. Diskóið og allt það. Pönkið var
mjög róttæk breyting. Kannski
grófari í vissum skilningi en það
sem var á ferðinni upp úr 1960.
— Hvernig finnst þér undirtekt-
irnar hafa verið hér?
— Mér virðist tónleikaaðsókn
vera bundin við ákveðinn hóp. En
það er líka góður hópur. Reglur um
aldurstakmörk á Hótel Borg og öðr-
um vínveitingahúsum útiloka
sjálfkrafa stóran hóp tóniistar-
manna og hljómleikagesta. Yngri
hljómsveitirnar eiga mjög erfitt
með að fá að spila fyrir hinn fasta
hóp tónleikagesta.
Að lokum spyrjum við Þorvar
nánar út í nafn hljómsveitarinnar.
Hvort plata sé væntanleg með henni
og hvað sé framundan á næstunni?
— Nafnið er samansuða af ýms-
um hugdettum. Bróðir minn hafði
einhverntíma á orði að hann ætlaði
að skýra son sinn Jón Jón. Nú svo
má nefna Devo-lagið „Come back
Jonee“ og sjálfur var ég búinn að
pæla lengi í þessu nafni. Hvað
plötuútgáfu varðar er alls ekkert
ákveðið. Maður bara bíður og vonar.
Eina sem er á hreinu er það, að við
spilum í Fjölbraut í Breiðholti á
fimmtudagskvöldið og þá líklega
með Purrki Pillnikk.
BV
Úr Rokk í Reykjavík: Vonbrigdi.
Rokk
í Reykjavík...
Söngkonur Q4U slappa af í upptökuhléi.
Ný íslensk kvikmynd
Nú í vetur hefur verid unnið að gerð nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem fjallar
um hina miklu grósku í tónlistarlífinu hér að undanförnu. Kvikmyndin, sem ber
nafnið Kokk í Keykjavík, er unnin af kvikmyndafélaginu Hugrenningi sf.
Pokahornið sló á þráðinn til eins forsvarsmanna Hugrennings, Friðriks
Þórs Friðrikssonar, kvikmyndagerðarmanns með meiru, og innti hann
frétta af gangi mála. Að hans sögn hefur nú verið myndað efni með
rúmlega tuttugu hljómsveitum. Þar á meðal eru Egó, Jonee-Jonee, Purrkur
Pillnikk, Lojpippos og Spojsippus, Þeyr, Þursar, Bodies, Fræbbblarnir,
Start, Friðrvk, Q4U, Vonbrigði, Sjálfsfróun, Baraflokkurinn og Grýlurnar.
Auk þeirra koma fram nokkrar fleiri hljómsveitir sem hafa verið að hasla
sér völl upp á síðkastið, að ógleymdum Sveinbirni Beinteinssyni allsherj-
argoða. Áætlaður sýningartími myndarinnar er um 95 mínútur, en nú er til
efni sem tæki um sólarhring að sýna, þannig að af nógu er að taka, þegar
til klippingar kemur. þess má geta til gamans að þegar kvikmyndin frá
Woodstock hátíðinni var gerð, voru myndaðir um 48 tímar.
Það kom einnig fram í samtalinu við Friðrik Þór, að stefnt er að útgáfu
tvöfaldrar plötu með tónlistinni úr myndinni. Hljóðupptökurnar eru gerðar
á 8 rása tæki og mun það vera einsdæmi við kvikmyndir hér á landi. Þær
hafa verið í höndum þeirra Tómasar Tómassonar og Þórðar Árnasonar
Þursa og Júlíusar Agnarssonar hljóðstjóra hljómsveitarinnar, þannig að
þar ætti ekki að vera kastað til höndunum. Áætlaður frumsýningardagur
Rokks í Reykjavík er á öðrum í páskum og að sjálfsögðu verður hún sýnd í
einhverju af kvikmyndahúsum borgarinnar. Það þarf víst ekki að fara
mörgum orðum um það hversu merkileg og jafnframt skemmtileg heimild
þessi kvikmynd er um uppganginn í rokktónlistinni hér síðustu árin.
BV
Tónlist
í nýjasta hefti breska tónlistar
bladsins New Musical Express eru
birtir tveir athyglisverðir vinsælda-
listar. Annars vegar er listi sem
valinn var af hlustendum hins virta
og vinsæla útvarpsmanns hjá BBC,
John Peel, og hins vegar listi yfir
vinsælustu danslögin í Skotlandi í
fyrra.
Á iista hlustenda John Peel
svífur andi Ian Curtis heitins
yfir vötnum. Hljómsveitirnar
Joy Division og New Order koma
ótrúlega vel úr því vali. Af 50
efstu lögunum eiga þessar tvær
hljómsveitir 10 lög, þar af 5 í
topp tíu. Enskir rokkunnendur
muna einnig vel eftir brautryðj-
endunum Sex Pistols, sem eiga
t.d. lagið í öðru sæti á John Peel
listanum.
Á skoska danslagalistanum,
sem settur var saman af diskó-
tekurum þar í landi, eru ný-
rómantískar hljómsveitir einna
mest áberandi. Hljómsveitin
Human League, sem væntanleg
er hingað til lands, á greinilega
sterk ítök í dansunnendum í
Bretlandi. Einnig virðast diskó-
fríkin kunna vel að meta Ultra-
vox og Spandau Ballet svo að
dæmi séu nefnd.
Við birtum hér tíu efstu lögin á
þessum tveim listum.
Listi John Peel:
1. Almosphere — Joy Division
2. Anarchy in Ihe l'K — Sex INslols
3. Love Will Tear Is Appari — Joy Division
4. (’eremony — New Order
5. New Dawn Kades — Joy Division
6. Teenage kicks — Tndertones
7. Dt'cades — Joy Division
8. A Korest — (’ure
9. Iloliday inCambodia — Dt'ad Kennedys
10. White Man in llammersmith IMace —
Oash.
llumu League njóta hylli víða.
Listi skoskra diskótekara:
1. ('an’l No. I — Spandau Hallet
2. Dón’l Vou Wanl Me — lluman Ix'ayue
3. Tainted lÆve — Sofl ( 'ell
4. Back To My Koots — Odyssey
5. Vienna — Tltravox
6. Ilappy Birlhday — Stevie Wonder
7. Ia»I’s (iroove — Karth, Wind and Kire
8. (’an You Keel It — The Jacksons
9. Love Action — lluman lx»ague
10. I'lanet Karth — Duran Duran
BV
Joy l)ivision/New Order eiga sterk
ítök í breskum tónlistarunnendum.
tveggja heima
4
istle, bassaleikari Who, um þann
orðróm að hljómsveitin sé um það
bil að leggja upp laupana. Hljómsv-
eitin heldur í hljóðver í byrjun
febrúar. Ætti því nýrrar breiðskífu
að vera að vænta með haustinu ef að
líkum lætur. Samkvæmt upplýsing-
um Melody Maker var síðasta plata
Who, Face dances, ein af 50 sölu-
hæstu plötum síðasta árs í Engl-
andi.
-O-
Stevie Wonder verður líkast til í
sviðsljósinu á nýjan leik á árinu. Eftir
upplýsingum, sem Pokahornið hefur
krækt í, mun safnplötu með bestu lög-
um hans vera að vænta á næstunni.
Ber gripurinn nafnið Stevie Wonder's
Original Musiquarium. Mun þar vera
að finna lög á borð við Superstition,
Your Are the Sunshine of My Life,
Master Blaster, Sir Duke, Isn’t She
Lovely og fleiri af perlum hans.
— O —
Sameiginleg könnun á vegum
Stiff og breska stúdentablaðsins
komst að þeirri niðurstöðu að Adam
og maurarnir væru lélegasta
hljómsveitin á Bretlandseyjum. Þá
var Shakin’ Stevens útnefndur slak-
asti söngvarinn. Toyah hlaut hins
vegar þann vafasama heiður að vera
útnefnd bæði besta og versta söng-
konan. Skrýtnir þarna á Bret-
landi .. .
SV
Mikið um að vera hjá Jazzvakningu
l>ad er mikið um að
vera hjá Jazzvakningu
um þessar mundir. í
byrjun mars munu þeir
hefja starfssemi nýs
jazzkjallara í Djúpinu
við Hafnarstræti, en nú
er unnið að stækkun og
breytingum á þeim
stað. Stefna þeirra
Jazzvakningarmanna
er að halda tónlistar-
kvöld þar þrisvar í
viku: fimmtudags-,
föstudags- og laugar-
dagskvöld.
í vor ætla þeir svo
aö gefa út tvöfalda
hljómplötu í minn-
ingu Gunnars Orm-
slevs. Upptökurnar á
þessari plötu eru frá
1951 til 1979, þannig
að hún ætti að gefa
góða yfirsýn yfir sögu
íslensks jazz. Flestir
helstu jazzistar lands-
ins spila á þessari
hljómplötu Jazzvakn-
ingar. Einnig koma
fram á henni ýmsir
erlendir tónlistar-
menn.
Rúsínan í pylsuend-
anum hjá Vakning-
unnni er svo án efa
fyrirhugaðir hljóm-
leikar hinnar frábæru
hljómsveitar Art En-
semble of Chicago
sem verða í Þjóðleik-
húsinu 5. apríl.
Hljómsveit þessi hef-
ur verið valin jazz-
hljómsveit ársins síð-
ustu tvö árin af gagn-
rýnendum tónlistar-
blaðsins Down Beat,
sem er víðlesnasta
jazztímarit í heimi.
Down Beat valdi einn-
ig plötu þeirra, Full
Force, hljómplötu árs-
ins 1981. Hljómeikar
Art Ensemble of Chic-
ago verða þvi örugg-
lega einn af hápunkt-
um tónlistarlífsins
hér á þessu ári. Poka-
hornið mun gera
hljómsveitinni nánari
skil síðar.
BV
llmsjón: llalldór Valdimarsson