Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
Minning — Margrét K.
Asgeirsdóttir Hanson
Jón Óli Jóns-
son - Kveöjuorö
Fædd 1. október 1910
Dáin 24. desember 1981
Gréta móðursystir mín er látin.
Þessi harmafretfn barst okkur á
jóludaf'smori'um, Hún hafði látist
á heimili sínu í Gautaborg á að-
fanKadaf; jóla. Hún var jarðsett í
GautaborK mánudat'inn 4. jan. sl.
Marf;rét Kristrún Ásgeirsdóttir
Hanson var fædd á Akureyri 1.
okt 1910. Hún var dóttir hjónanna
Asueirs Péturssonar útgerðar-
manns og konu hans Guðrúnar
I lalldórsdóttur. Gréta, eins og hún
var ávallt kölluð, átti eina systur,
tvo bræður og einn uppeldisbróð-
ur. Af þeim systkinum lifir aðeins
einn bróðir, Jón Vilhelm
skrifstofúmaður í Reykjavík.
Gréta ólst upp í föðurhúsum. Hún
sat í Gagnfræðaskóla Akureyrar á
árunum 1923—1925, en lauk ekki
prófi þaðan vegna veikinda. Á
þessum árum geisaði berklaveikin
um landið. Urðu flestar fjölskyld-
ur fyrir barðinu á þeim sjúkdómi.
Veiktust þær báðar, amma mín og
Gréta, af berklum. Fóru þær til
Danmerkur á berklahæli. Vegna
þessara veikinda þeirra fluttist
heimili ömmu og afa til Kaup-
mannahafnar og var þar æ síðan.
Gréta frænka kom aðeins tvívegis
til íslands eftir þetta í stuttar
heimsóknir. Gréta var aðeins 15
ára gömul, þegar hún var lögð inn
á herklahæli. Var hún á tímabili
mikið veik, en náði bata. Hún var
þó aldrei fullhraust eftir þetta.
Þegar heilsan leyfði settist Gréta í
verslunarskóla í Kaupmannahöfn
og síðan í Hamborg. Var hún mik-
il námskona og fékk sérstaka við-
urkenningu fyrir góðan náms-
árangur í stærðfræði.
Forlögin höguðu því þannig að í
Hamborg kynntist hún Svíanum
Per Olof Hanson síðar forstjóra,
sem þar var einnig við nám. Voru
þau gefin saman í hjónaband 24.
maí 1933. Virtust þau alla tíð mjög
samrýnd og hamingjusöm hjón.
Þau áttu barnaláni að fagna og
eignuðust tvö börn Gunnel og
Sven Ásgeir, sem búa í Gautaborg
ásamt mökum sínum og börnum.
í raun þekkti ég Grétu frænku
mína ekki mikið, þegar ég var
barn, þar sem hún var búsett er-
lendis. Þó fannst mér ég ávallt
þekkja hana vel, vegna þess hve
margt móðir mín hafði sagt mér
um bernsku þeirra og unglingsár á
Akureyri. Hún sagði okkur systr-
unum frá þessum skemmtilegu og
úhyggjulausu árum af svo mikilli
innlifun, að við urðum sem þátt-
takendur í hinum björtu endur-
minningum hennar. Móðir mín
sagði mér oft frá hinum miklu og
fjölbreyttu gáfum systur sinnar.
Hún var skarpgreind og gædd
góðri tónlistargáfu. Auk þess iðk-
aði hún íþróttir og þótti góð sund-
kona. Gréta var mjög glæsileg
kona og hafði til að bera mikla
persónutöfra.
Mjög eru mér minnisstæðir
maídagar vorið 1946. Þá kom
Gréta frænka ásamt manni sínum
og börnum hingað í heimsókn.
Einnig á ég yndisiegar minningar
frá dvöl okkar systranna með
móður okkar í Gautaborg sumarið
1949. Gerðu þau Gréta og Per Olof
allt til að gera dvöl okkar þar sem
ánægjulegasta.
Það var þó ekki fyrr en ég var
sjálf orðin fullorðin, að ég kynnt-
ist frænku minni betur og þeim
eiginleika hennar, sem ég met
mest, en það var kærleikurinn,
sem hún átti í svo óvenju ríkum
mæli. Hún vildi öllum gott gera og
laðaði fólk að sér með elsku sinni.
Naut ég þessa eiginleika hennar
ríkulega, er ég var búsett þrjú ár í
Kaupmannahöfn með eiginmanni
mínum, sem var þar við nám og
tveim ungum dætrum okkar. Þó
að við Gréta hefðum ekki mörg
tækifæri til að hittast, var hin
umhyggjusama og góða frænka
mín óþreytandi og hringja til
okkar og fylgjast með fjölskyld-
unni.
Á kveðjustund eru mér efstar í
huga þakkir til elskulegrar
frænku minnar fyrir allt það, sem
hún var okkur og allt það góða,
sem hún kenndi okkur með lífi
sínu.
Ég sendi Per Olof, börnum hans
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur. Þau eiga fagrar
minningar um mæta og góða
konu.
Guð blessi minningu hennar.
Sigrún Erla Sigurðardóttir
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, ad
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðst-
ætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendi-
bréfsformi. Þess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.
Fæddur 14. desember 1957
Dáinn 9. janúar 1982
Mig langar til að minnast fyrr-
verandi nemanda míns, Jóns Óla,
hér með nokkrum kveðjuorðum,
en hann lést í bílslysi ásamt bróð-
ur sínum, Hjálmari, laugardaginn
9. janúar. Þegar fregnir berast af
svo hörmulegu slysi stendur mað-
ur orðvana frammi fyrir því
óréttlæti að ungir menn skuli vera
hrifnir burtu í blóma lífsins. Bilið
milli lífs og dauða getur verið svo
örskammt, það vorum við kennar-
ar og nemendur Fiskvinnsluskól-
ans minnt hastarlega á, haustið
1977, þegar þrír nemendur þriðja
bekkjar lentu í alvarlegu umferð-
arslysi á Reykjanesbrautinni, sem
kostaði einn þeirra lífið, en hinir
slösuðust. Þessi atburður tengdi
okkur öll fastari böndum, því fá-
mennum bekk er hver einstakling-
ur svo mikils virði.
Það hefur áreiðanlega engan
órað fyrir því haustið 1976, þegar
ég hóf kennslu við Fiskvinnslu-
skólann og tók þar við fámennum
öðrum bekk, að tveir nemendanna
ættu eftir að enda líf sitt á hörmu-
legan hátt á svo til sama stað.
Hann Jón Óli var nemandi í þess-
um bekk og þar hófust kynni
okkar. Tengslin milli nemenda og
kennara í skólanum voru meiri en
í flestum öðrum skólum, eins og
gengur og gerist í litlum skóla þar
sem nemendur eru fáir. Maður
kynntist vel persónulegum eigin-
leikum hvers og eins. Jón Óli var
einn af mínum betri nemendum,
hann var vel gefinn og skemmti-
legur, fljótur að hugsa og hnittinn
í tilsvörum. Öðrum eiginleikum í
fari hans kynntist ég betur, þegar
ég fór með bekknum hans i
tveggja vikna ferðalag um Noreg
og til Danmerkur. Þar var sam-
stæður og glaðvær hópur á ferð,
og kom vel í ljós í þessari ferð
hversu skapgóður, einlægur og til-
litssamur Jón Óli var. Bekkjar-
bræður Jóns Óla, og hann reyndar
einnig, áttu til að líta inn hjá mér
ef þeir voru á ferð í bænum, og
hefur verið mjög ánægjulegt að fá
þessar heimsóknir. Nú um jólin
kom einn þeirra í heimsókn og
barst þá Jón Óli í tal. Ég frétti þá
að hann væri búinn að stofna
heimili og hamingjan virtist blasa
við. Svo voru áramótin varla liðin,
þegar hin hörmulegu tíðindi bár-
ust. Það er erfitt að skilja og
sætta sig við svo hræðilegar frétt-
ir.
Eigi má sköpum renna. Örlögin
hafa gripið í taumana, en eftir lif-
ir minningin um góðan dreng.
Unnustu Jóns Óla, foreldrum,
systkinum og öðrum aðstandend-
um votta ég mína dýpstu samúð.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Kveðja frá bekkjarfélögum úr Fisk-
vinnsluskólanum
Er sú harmfregn spurðist út að
tveir ungir menn hefðu látist í
umferðarslysi á Keflavíkurvegin-
um að kveldi laugardagsins 9.
janúar sl., setti mann hljóðan.
Enn mannslát á þessum voðalega
vegi.
Er ég síðan frétti hverjir þessir
ungu menn voru, varð ég harmi
sleginn. Jón Óli Jónsson, bekkj-
arbróðir okkar og félagi, hafði
verið kallaður burt yfir móðuna
miklu ásamt hálfbróður sinum,
Hjálmari Hjálmarssyni.
Jón Óli, eins og við kölluðum
hann, hóf námjneð okkur í Fisk-
vinnsluskólanum í Hafnarfirði,
haustið 1975. Árið 1975 var Fisk-
vinnsluskólinn aðeins fimm ára
gömul menntastofnun, skólastarf-
ið var sífelldum breytingum háð
og aðstaða til náms oft ekki upp á
marga fiska. Hinn ungi skóli virt-
ist veltast hálf utanvelta við
skólakerfi landins og framtíð hans
og tilvera virtist oft hanga á blá-
þræði. Ofan á þetta bættist óvissa
og kvíði okkar nemenda um það
hvað tæki við að námi loknu.
Starfsréttindi okkar voru þá á
huldu og enginn vissa fyrir því
hvort nám okkar hefði einhvern
tilgang eða yrði einhvers metið í
framtíðinni. Það þurfti því tals-
vert áræði og kjark til þess að
ganga ótrauður til þessa náms.
Samt sem áður var það galvaskur
hópur ungra manna sem hóf nám
við Fiskvinnsiuskólann haustið
1975. Jón Óli var einn af þeim.
Þessi hópur lét ekki bugast þó á
móti blési, heldur þvert á moti
varð mótlætið til þess að styrkja
hann og efla og þjappa honum
saman. Oftsinnis reyndi á sam-
stöðu og kjark bekkjarins, vegna
réttindamála, kennslufyrirkomu-
lags og eða annarra brýnna hags-
munamála. I þessum málum stóð
allur bekkurinn fast saman. Þar
stóð Jón Óli í fremstu víglínu, en
var jafnframt ómissandi og reynd-
ar óþrjótandi við að bæta oft lævi-
hlandið andrúmsloftið og halda
uppi góðum anda innan hópsins,
með sinni alkunnu glettni og kóm-
íska húmor. Það var þessi aðdáun-
arverði húmor og léttleiki Jóns
Óla sem svo oft kom manni í betra
og léttara skap sem gerði hann
ógleymanlegan öllum sem hann
þekktu.
Vorið 1978 þegar við útskrifuð-
umst, fórum við allur bekkurinn í
skoðunar- og skemmtiferð til Nor-
egs. Farið var alla leið norður til
Tromse og síðan haldið suður eftir
með viðkomu í ýmsum fisk-
vinnslufyrirtækjum, endað í Osló
og síðan farin stutt ferð til Kaup-
mannahafnar og síðan heim. í
þessari ógleymanlegu ferð nutum
við félagarnir þess saman að nú
voru þrjú ströng og erfið ár að
baki og nú blastið lífið við okkur
með öllum sinum lystisemdum. í
þessari ferð var Jón Óli hrókur
alls fagnaðar eins og svo oft áður.
Ekki gat mann órað fyrir því þá að
t
Móöir mín,
GYÐA JÓNSDÓTTIR,
Laufásvegi 9,
lést að morgni sunnudagsins 24. januar.
Matthías Einarsson.
t
Móðir mín og systir,
SIGFRÍDUR SIGURDARDÓTTIR
frá Patreksfirði,
Torfufelli 29, Reykjavík,
lést laugardaginn 23. janúar.
Fyrir hönd ættingja.
Erla Jennadóttir Wiium,
Jóhanna Sigurðardóttir.
t
andaðist
siðar.
SIGRÍDUR JONSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Reykjavík 22. janúar 1982. Jarðarförin veröur auglýst
Steinunn Sigurðardóttir,
Jón Hjaltason.
t
Utför
MARÍU GUOMUNDSDÓTTUR
frá Árnagerði,
Fáskrúösfirði,
fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 27. janúar nk kl 3.
Systrabörn hínnar látnu.
t
Eiginkona mín og móðir mín,
PÁLfNA ármannsdóttir,
Blönduhlíð 10,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 28. janúar, kl.
15.
Kristján Sigurðsson,
Svala Kristjánsdóttir.
t
Maöurinn minn, faðir okkar og tengdafaöir,
AGNAR NORDFJÖRD,
Kjartansgötu 6,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 28. janúar,
kl. 10.30.
Ingibjörg Noröfjörð, •
Sverrir Norðfjörð, Alena Anderlova,
Kristín Norðfjörö, Þorvaldur Búason,
Ingibjörg Nanna Noröfjörö, Agnar Óttar Norðfjörð.
t
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdafööur og afa,
ÞÓRS SKAFTASONAR,
yfirvélstjóra,
Blönduhlíö 11, Rvk.
Sérstakar þakkir til Eimskipafélags Islands
Guð blessi ykkur öll Hulda Helgadóttir,
Guörún K. Þórsdóttir, Páll Þorsteinsson,
Hildigunnur Þórsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson
og barnabörn.