Morgunblaðið - 26.01.1982, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
Bergur Axelsson og Kristján Ragnarsson ásamt vinkonum sínum, Hrönn
Y'aldimarsdóttur og Hrönn Ásbjörnsdóttur, en þau voru öll í bflnum þegar
ekið var á minkinn, sem liggur á vélarhlífinni. l.jósm. Mbl. KAX.
Óku á minka við
Markarfljótsbrú
„VIÐ VORIJM stödd skammt aust-
an við brúna á Markarfljóti þegar
minkurinn skaust yfir veginn og
skipti það engum togum að hann
lenti undir bílnum,“ sögðu þeir
Bergur Axelsson og Kristján Ragn-
arsson, þegar Morgunblaðið ræddi
við þá, en þegar þeir voru á leið
austan frá Djúpavogi til Reykjavíkur
í fyrrakvöld óku þeir á minkinn.
Þeir sögðu að minkurinn hefði
verið með stóran silung í kjaftin-
um þegar hann lenti undir bílnum.
„Við stönzuðum þegar og það tók
okkur nokkra stund að finna
minkinn þar sem hann lá á vegin-
um. Nú ætlum við að fara með
skottið til réttra yfirvalda og fá
það sem okkur ber fyrir drápið, en
ekki dugar hann víst í pels.“
Endurbættar mjólkurumbúðir
Á MORGUN þriðjudag koma í versl-
anir endurbættar I lítra mjólkur-
umbúðir frá Mjólkurstöðinni í
Reykjavík. Kr vonast til að neytend-
um reynist auðvelt að opna og loka
þessum nýju umbúðum, sem eru
með áprentuðum leiðbeiningum.
Þar sem breytingar á vélum
taka nokkurn tíma, munu líða
2—3 vikur þar til allar 1 lítra um-
búðir, þ.e. um nýmjólk, undan-
rennu, léttmjólk og súrmjólk
verða af hinni nýju gerð.
(Fréllalilkynnini')
„1941“í
Stjörnubíói
STJÖKNIJBÍO er að hefja sýningar á
amerískri kvikmynd, „1941“.
I kynningu kvikmyndahússins seg-
ir m.a. um efni myndarinnar:
„Kftir árás Japana á Pearl Har-
bour þóttust íbúar Kaliforníu þess
vissir að fylki þeirra yrði næsta
skotmarkið. Ofsahræðsla greip um
sig og hermenn jafnt sem almennir
borgarar bjuggu sig undir hið
versta."
I aðalhlutverkum eru Dan Ayk-
royd, Ned Beatty, John Belushi,
Uirraine Gary, Murray Hamilton,
Christopher Lee og Tim Matheson.
Handrit er samið af Robert Zemeck-
is, Bob Gale og John Milius eftir
samnefndri sögu þeirra. Tónlistin er
eftir John Williams. Kvikmyndun
annaðist William A. Fraker, ASC.
Framleiðandi er Buzz Feitshans og
leikstjóri Steven Spielberg.
Hjúkrunarfræðingar
kynntu borginni
kröfur sínar í gær
KJARARÁI) Hjúkrunarfræðingafé-
lags Islands kynnti kröfur sínar
vegna hjúkrunarfræðinga á Borg-
arspítalanum fyrir Launamálanefnd
borgarinnar á fundi með sáttasemj-
ara í gær. Nýr fundur hefur verið
boðaður á fimmtudag. Eins og kunn-
ugt er, felldu hjúkrunarfræðingar
við Borgarspítalann aðalkjarasamn-
ing við borgina á dögunum, og ef
ekki gengur fljótlega saman í við--
ræðum við borgina nú, hafa þeir lýst
því yfir, að þeir muni boða til verk-
falls.
I gær var gengið frá samkomu-
lagi milli vinnuveitenda og starfs-
fólks vistheimilisins Sólheima í
Grímsnesi. Skrifað var undir
bráðabirgðasamkomulag í gær og
gildir það til 15. maí, en áfram
verður unnið að ýmsum þáttum
þessa máls.
Ivan Rebroff
til landsins
IVAN Rebroff, söngvarinn kunni,
sem kom hingað til lands fyrir fá-
einum misserum, er nú væntan-
legur hingað á ný í næsta mánuði.
Það er Þorsteinn Viggósson, veit-
ingamaður í Bonaparte í Kaup-
mannahöfn, sem skipuleggur ferð
Rebroffs hingað. Mun söngvarinn
koma fram á hljómleikum í Há-
skólabíói dagana 5. og 6. febrúar
næstkomandi.
MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við þá tvo frambjóðendur í prófkjöri Framsóknar-
flokksins í Reykjavík, sem skiptu um sæti eftir að fundið hafði verið út, að 50 atkvæði
vantaði svo tölur stemmdu. Ekki tókst að ná tali af Kristjáni Benediktssyni, borgar-
fulltrúa Framsóknarflokksins.
Gerður Steinþórsdóttir:
„Er hlynnt áframhald-
andi vinstra samstarfi“
„ÞETTA kom mjög óvænt, þar
sem búið var að gefa út aðrar töl-
ur, og ég er ekki búin að átta mig á
þessu ennþá, en ég lýsi yfir ánægju
minni yfir að hafa náð öðru sæti,“
sagði Gerður Steinþórsdóttir kenn-
ari í samtali við Mbl. í gær, er hún
var innt eftir viðbrögðum hennar
við úrslitum prófkjörs Framsókn-
arflokksins sem haldið var um
helgina, en eftir að upp komst um
skekkju í talningu fór Gerður úr
þriðja í annað sæti í prófkjörinu.
„Það sem ég vil segja um þetta
prófkjör er að það átti að vera
bundið við flokksmenn, en reglur
eru þannig að menn gátu gengið
í flokkinn áður en kjörstað var
lokað. Það kom líka í ljós að það
var ákaflega mikið smalað fyrir
þetta prófkjör og skilst mér, að 5
til 600 manns hafi gengið í flokk-
inn. Ég hafði vonast eftir að
fleiri fastir flokksmenn tækju
þátt í prófkjörinu.
Svo var líka annað við þetta
Jósteinn Kristjánsson:
prófkjör að ekkert okkar fram-
bjóðenda náði 50 prósentum at-
kvæðamg höfum því ekki hlotið
bindandi kosningu. Auk þess eru
fjórir af sex í efstu sætunum
nýtt fólk, sem ekkert hefur unn-
ið að borgarmálum.
Annað sætið er það sæti sem
ég hlaut í síðasta prófkjöri
Framsóknarflokksins í Reykja-
vík og var ég eina konan í sex
efstu sætunum þá. Þetta hefur
breyst núna, því þrjár konur eru
i efstu sex sætunum, og tel ég
það vera vegna ótta manna við
sérframboð kvenna og vilja því
menn leggja sitt af mörkum til
að sýna nokkurt jafnrétti.
Ef ég kemst inn í borgarstjórn
mun ég beina kröftum mínum að
öllum málaflokkum borgarinnar
í meiri mæli en áður, en ég hef
verið varafulltrúi Framsóknar-
flokksins í borgarstjórn og starf-
að í tveimur nefndum."
Ert þú hlynnt áframhaldandi
vinstra samstarfi í borgar-
stjórn?
„Já, ég er hlynnt því,“ sagði
Gerður Steinþórsdóttir að lok-
um.
„Styd hið frjálsa framtak“
„ÞETTA voru mannleg mistök
sem alltaf geta komið fyrir og ég
ber fyllsta traust til kjörnefndar.
Eg er ánægður með þriðja sætið,“
sagði Jósteinn Kristjánsson, fram-
kva'mdastjóri, sem lenti í þriðja
sæti í prófkjöri Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík um helgina, er
Mbl. spurði hann um viðbrögð
hans við þeirri skekkju sem átti
sér stað við talningu atkvæða í
prófkjörinu, sem varð þess vald-
andi að Jósteinn, sem áður var í
öðru sæti, lenti í þriðja.
„Mín helstu baráttumál í
næstu borgarstjórnarkosningum
verða að leggja mestu áhersluna
á sparnað fyrir Reykjavíkur-
borg. Það má spara að mínu
mati allverulega með breyttu
vinnuskipulagi. Það mætti sam-
eina borgarfyrirtækin sum hver
og hafa stjórnun þeirra á einum
stað. Ég sé heldur ekkert því til
fyrirstöðu að borgin eftirláti rík-
inu rekstur Borgarspítalans og
ég held það sé vilji hjá stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna að reka
alla spítalana á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu undir sama hatti.
Ég tel að ungt fólk sem vill
byKKja hér í Reykjavík eigi að fá
lóðir og að það sé nauðsynlegt að
fólkið fái þær svo við missum
það ekki út úr borginni, eins og
mörg atvinnufyrirtæki, sem við
höfum misst. Ég er á móti bygg-
ingu leiguíbúða. Það er ekki rétt
þróun, heldur á að auka við
byggingar verkamannabústaða.
Ég hræðist þessa þróun sem
átt hefur sér stað með dagvist-
unarmálin í borginni. Ég geri
mér ljóst að auðvitað þarf dag-
vistunarheimili fyrir einstæða
foreldra og annað fólk sem
raunverulega þarf á því að
halda. En með sama áframhaldi
eins og verið hefur þá er hætt við
að öllum fari að þykja sjálfsagt
að ala börn sín upp á stofnunum.
Staldra þarf við og íhuga þessa
þróun allverulega. Þá verðum
við að gera okkur grein fyrir því
að föst útgjöld borgarinnar eru
komin upp í 80% af tekjum
hennar og það minnkar alltaf
það hlutfall sem við höfum í
framkvæmdir.
Ég styð hið frjálsa framtak og
held það mætti kanna það til
dæmis með Strætisvagna
Reykjavíkur hvort ekki mætti
bjóða eitthvað af leiðunum út.“
En hver er afstaða þín til
áframhaldandi vinstra sam-
starfs í borgarstjórn?
„Það verður bara að koma í
ljós. Ég tel það ekkert óeðlilegt
að vinna að áframhaldandi
vinstra samstarfi. Framsóknar-
flokkurinn verður að vera opinn
fyrir öllum aðilum. Samstarfið
hefur að mínu mati tekist vel
hingað til þó ýmislegt mætti
fara betur. Við verðum að vera
jákvæðir fyrir hvaða samstarfi
sem er, ef við náum góðum
samningi. Ég vil ekki útiloka
neitt," saði Jósteinn Kristjáns-
son að lokum.
Eykur enn á misréttið
milli atvinnuveganna
- segir Gudmundur Arnaldsson, hagfrædingur VÍ, um hugmyndir ríkis-
stjórnarinnar, að lækka launaskatt á fiskvinnslunni og iðnaði
MEÐAL hugmynda ríkisstjórnarinnar
í sambandi við lausn cfnahagsvandans,
sem við er að glíma, er að lækka launa-
skatt á fiskvinnslunni og á iðnaði úr
3,5% í 2,5%, en aðrar greinar, sem í
dag greiða launaskatt, greiði áfram
sömu prósentuna, eða 3,50% af brúttó-
launagreiðslum. Útgerðin og landbún-
aður greiða hins vegar ekki þennan
skatt.
Þessar hugmyndir ríkisstjórnar-
innar skjóta hins vegar nokkuð
skökku við niðurstöður starfsskil-
yrðanefndar, sem skilaði áliti sínu á
sl. ári. Þar er lagt til, að launaskatt-
urinn verði lækkaður og jafnframt
að allar atvinnugreinar greiði launa-
skatt til að jafna aðstöðumun þeirra.
Morgunblaðið innti Guðmund
Arnaldsson, hagfræðing Verzlunar-
ráðs Islands, álits á þessum hug-
myndum. — Þessar hugmyndir
ganga auðvitað þvert á okkar hug-
myndir um þennan skatt og ber því
að mótmæla þeim. Ef þær ná fram
að ganga, eykst enn það misrétti,
sem atvinnuvegirnir búa við, sagði
Guðmundur.
— Það er reyndar okkar skoðun,
að þessi skattur sé ekki af hinu góða
og beri því að ieggja hann niður. Ef
hins vegar á að skattleggja atvinnu-
vegina á þennan hátt, þá finnst
okkur lágmark, að þeir sitji allir við
sama borð, sagði Guðmundur Arn-
aldsson, hagfræðingur Verzlunar-
ráðs Islands, að síðustu.