Morgunblaðið - 26.01.1982, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982
47
Krá afhendingu gjalarinnar. Frá vinstri: Börkur Árnason, Gestur Árnason, Jónína Árnadóttir, Árni Gestsson, Asta
Jónsdóttir, en þau eru öll í stjórn Glohus hf., og Valur Valsson, formaóur stjórnar styrktarsjóðsins, sem veitti gjöfinni
viðtöku. I.josm.: KM
Globus gaf Styrktarsjóði
Landakots 100 þús.
HINN 11. þ.m. afhenti Arni Gests-
son, forstjóri Globus hf., Styrktap
sjóði St. Jósefsspítala, Landakoti,
kr. 100.000,- að gjöf.
Fór afhendingin fram við hátíð-
lega athöfn að viðstaddri stjórn
Globus hf. og stjórnendum St. Jós-
efsspítala. Sagði Árni Gestsson að
gjöfin væri gefin af því tilefni, að
35 ár væru liðin frá stofnun Glob-
us hf. og að fyrirtækið hefur í 25
ár verið í eigu núverandi eigenda.
I gjafabréfi segir ennfremur:
„Gjöfin er færð Styrktarsjóðn-
um til minningar um foreldra
Árna Gestssonar, hjónin Gest
Fannkoma, skafrenningur
og ófærð í Mývatnssveit
komist. Ærin leit mjög vel út,
enda ágaetir hagar í eyjunni.
Mývetningar héldu þorra-
blót í Skjólbrekku sl. laugar-
dagskvöld. Mikið fjölmenni
var og komu sumir langt að.
Vel var tekið til matar og
drykkjar. Margt var til
skemmtunar, sumt heimagert
og síðast dansað fram eftir
nóttu. Það var kvenfélag sveit-
arinnar sem hafði allan veg af
þessu blóti og vanda, nú sem
fyrr. Má segja, að konunum
hafi farist þetta vel, og sam-
dóma álit allra viðstaddra að
þeir hafi skemmt sér prýði-
iega.
— Kristján
Myvatnssvoil, 2.'». januar.
HÉR (iEKK yfir austanhvass-
viðri í nótt og morgun, með
fannkomu og skafrenningi, en
heldur hefur þó verið vægara
veður síðdegis. Víða hefur sett í
skafla. Ekkert hefur verið reynt
að opna vegi út úr sveitinni í
dag-
Hér innsveitis er færð farin
að þyngjast. Margir áttu í erf-
iðleikum með að komast til
vinnu í morgun, og kennsla
féll niður í skólum fyrir há-
degi.
I gær fannst ær úr Aðaldal í
eyju í Mývatni, það er Sviðins-
ey. Ekki er vitað hveraig eða
hvenær hún hefur þangað
Árnason, prentara (1882—1967),
og Ragnheiði Egilsdóttur
(1884—1972) í þeirri von, að þessi
viðleitni okkar megi verða sjúkra-
húsinu og sjúklingum til heilla og
blessunar."
Valur Valsson, formaður stjórn-
ar Styrktarsjóðsins, veitti gjöfinni
viðtöku og færði fyrirtækinu
þakkir fyrir hina höfðinglegu gjöf.
Hann skýrði frá því, að Styrkt-
arsjóður St. Jósefsspítala hefði
verið stofnaður árið 1979. Hann
hefur það hlutverk að styrkja
hvers konar starfsemi á St. Jós-
efsspítala og bæta aðstöðu sjúkl-
inga og starfsfólks með því að
leggja fé til tækjakaupa fyrir spít-
alann, til heimsókna erlendra vís-
indamanna og til námsferða
starfsmanna spítalans.
Tekjur eru eingöngu gjafir.
'O
INNLENT
Pétur Eiríksson, forstjóri Álafoss hf.:
Við stefnum að halla-
lausum rekstri í ár
en miðum þá við, að stjórnvöld geri okkur ekki fleiri grikki eins og síðasta ári
„ENDANLEGAR tölur um uppgjör liggja ekki fyrir ennþá, en það er
Ijóst, að nokkur halli verður af rekslri fyrirtækisins á síðasta ári,“ sagði
Pétur Eiríksson, forstjóri Álafoss hf., í samtali við Mbl. — f svari sínu
vegna fyrirspurnar á Alþingi í lok október sl. sagði l'étur, að reikna
mætti með 2 3 milljón króna tapi á rekstri fyrirtækisins á árinu. Þessi
halli yrðu fjármagnaður með því, að skerða eigið fé fyrirtækisins.
— Frá minum sjónarhóli er
útlitið á nýbyrjuðu ári ekkert of
gott. Við stefnum hins vegar að
hallalausum rekstri á árinu. Við
munum hiklaust skera niður
kostnaðarliði ef það reynist
nauðsynlegt.
Ef okkur á að takast að koma
út réttum megin við strikið á
árinu, er forsendan sú, að
stjórnvöld geri okkur ekki fleiri
grikki eins og á síðasta ári í
sambandi við gengismálin og
fleira. Ég reikna með í mínum
rekstraráætlunum að Evrópu-
gjaldmiðlar styrkist eitthvað
gagnvart dollarnum.
Pétur Eiríksson sagði að-
spurður, að hann reiknaði með,
að framleiðsluaukning fyrir-
tækisins á yfirstandandi ári
yrði eitthvað í námunda við
10%. Sömuleiðis gerði hann ráð
fyrir, að auka útflutning fyrir-
tækisins um 5—10% í magni
talið, en útflutningurinn vegur
um 70% í rekstri fyrirtækisins.
— Ef okkur tekst að auka út-
flutninginn um 5—10% er ég
mjög ánægður, miðað við það
efnahagsástand, sem nú ríkir í
heiminum, sagði Pétur Eiríks-
son ennfremur. Þá kom það
fram hjá Pétri, að hjá fyrirtæk-
inu starfa nú liðlega 300 manns.
Fallþungi dilka
á Grænlandi
Athugasemd vegna ummæla
Sighvats Björgvinssonar
Eífir Stefan Sc/i.
T/iorsteinsson
í umræðum um landnýtingar-
áætlun í Sameinuðu þingi, sem
skýrt er frá í Morgunblaðinu
föstudaginn 22. þ.m., kemur fram
að Sighvatur Björgvinsson, al-
þingismaður, hefur gert saman-
burð á afurðum sauðfjár á Græn-
landi og Islandi. Hann getur þess
að meðalfallþungi dilka á Græn-
landi sé um 22 kg og að hver ær
gefi af sér 1,6 lömb til jafnaðar.
Samsvarandi afurðir á íslandi
segir hann vera 14,0 kg og 1,3
lömb. Þennan afurðamismun not-
ar hann svo til að sýna fram á að
minni afurðir á Islandi stafi af
ofbeit og rányrkju landsins. Hvað-
an Sighvatur Björgvinsson hefur
fengið upplýsingar sínar um með-
alfallþunga lamba og frjósemi áa
á Grænlandi veit ég ekki, en þar
sem þessar tölur eru svo langt frá
sannleikanum að engu tali tekur,
þá get ég ekki látið hjá líða að
leiðrétta þær. Ég tel mig þess um-
kominn, þar sem ég hef undanfar-
in fimm ár verið Grænlendingum
til ráðuneytis um sauðfjárrækt og
því kynnst sauðfjárrækt þeirra
allnáið.
Hin konunglega grænlenska
verslun, KGH, sem rekur eina
sláturhúsið í Grænlandi, kaupir
allt fé til slátrunar á fæti. Þar er
slátrað um % hlutum fjárins, en
'A hluta er slátrað heima og selt
af bændum sjálfum. Samkvæmt
tölum frá sláturhúsi KGH er með-
alþungi sláturlamba á fæti síð-
astliðin 15 ár (1965—1979) um 36,0
kg með 2,2 kg meðalárasveiflu.
Miðað við 41,5% kjöthlutfall er
meðalfallþungi þessara ára um 15
kg. Frá 1975 hafa átt sér síað um-
talsverðar framfarir í sauðfjár-
rækt á Grænlandi, einkum vegna
bættrar fóðrunar. Meðalþungi
lamba á fæti frá 1975—1979 er því
nokkru hærri en á árunum þar
fyrir eða um 38,0 kg sem mundi
gefa af sér tæplega 16 kg fall.
Varðandi frjósemi grænlenska
fjárins, þá er ekki vitað með vissu
hver hún raunverulega er, en
ráðunautur Grænlendinga hefur
sagt mér að hún muni vera um 1,0
lamb á á til jafnaðar.
Af framangreindu má því ljóst
vera að meðalfall dilka og meðal-
frjósemi áa á Grænlandi er hvergi
nærri því sem Sighvatur Björg-
vinsson vill vera láta og notar til
samanburðar við afurðir íslenska
fjárins. Þess ber þó að geta að til
er a.m.k. eitt fjárbú af u.þ.b. 83
þar sem ær skila afurðum á borð
við það sem þingmaðurinn telur
meðalafurðir á Grænlandi, en það
er tilraunastöðin í Upernaviarsuk
við Julianeháb. Þar hefur meðal-
fallþungi dilka leikið frá 20—22 kg
sl. 5 ár og frjósemi ánna frá
1,5—1,7 lömb á á til jafnaðar.
Þessar afurðatölur sýna að
Grænland er vel fallið til sauð-
fjárræktar þegar góð vetrarfóðrun
og unihirða fjárins fylgjast að við
afbragðs sumarhaga. Um afurðir
íslenska fjárins ræði ég ekki enda
þótt tölur Sighvats séu þar líka
brenglaðar, þar sem tilgangur
minn var ekki að metast um hvort
lömb væru þyngri á Grí*nlar .
eða íslandi, heldur lt iðr. ita
blekkjandi samanburð.
Stefán Sch. Thorsteinsson
búljárfræðingur Rannsókna
stofnunar landbúnaðarins
/■
Fallþungi lamba á Is-
landi og á Grænlandi
Eftir Svein
Hallgrímsson
I blaði þínu föstudaginn 22.
þessa mánaðar var sagt frá um-
ræðum á Alþingi um landnýting-
aráætlun. Þar kom fram að fall-
þungi dilka á Grænlandi væri 22,0
kg en 13—14,0 kg á íslandi. Sömu-
leiðis kom þar fram, að á Græn-
landi kæmi 1,6 lömb eftir hverja á,
en 1,3 lömb hér á landi.
Af þessu tilefni vil ég koma eft-
irfarandi upplýsingum á fram-
færi:
Island (ira-nlaml
Fjtfldi áa I9H»—Kl BK.r» þús. 20 þús.
I.omlnim slálraö haustió lOMIOIó þús. 21 þús.
Kallþunui im ó nvrmör I i,.l ki; 14.7
láimhum slálraó cTlir
\«*lrarfnöraóa a |,,14 1,05
Kjöl oflir vcirarfóóraóa á 10,0 hn 15,5 ku
Tekið skal fram til að fyrir-
b.vggja misskilning, að upplýs-
ingar um fallþunga og fjölda slát-
urfjár á Grænlandi voru fengnar
símleiðis í dag hjá Lasse Bjerge,
starfsmanni á Sauðfjártilrauna-
stöðinni Upernaviarssuk við Juli-
aneháb á Grænlandi. Þær eru í
samræmi við upplýsingar, er fyrir
lágu frá fyrri árum. Lasse Bjerge
sagði, að lífþungi sláturlamba
hefði verið 35 kg haustið 1981, og
að kjötprósenta væri 42. 35,0 kg
lifandi þungi gefur 14,7 kg fall-
þunga niiðað við 42% kjöt. I grein
eftir Soren S. Nilausen í Dansk
fáreavl (tímarit danskra fjár-
bænda) nr. 5 1981 segir, að kjöt-
prósenta sé ca. 45. Sé miðað við
45% kjöt gefur 35 kg þungi lifandi
15,75 kg fallþunga. I sömu grein er
sýnt línurit yfir lifandi þunga
lamba á Grænlandi frá 1965 til
1979. Þar kemur fram, að lífþungi
lamba hefur sveiflast frá 33 kg
(1972) upp í rúm 40 kg
(1977—1979). Þetta gefur fall-
þunga frá 13,9 upp í 17,0 sé miðað
við 42% kjöt. Sé hins vegar miðað
við 45% kjöt, eins og segir í grein
Nilausen, gefur þetta fallþunga
frá 14,9 upp í 18,2 kg.
Fjöldi sláturlamba fa Græn-
landi haustið 1981 var 14.000.
Lasse Bjerge áætlaði að auk þess
væri slátrað heima um 7.000 lömb-
um, samtals um 21.000 lömb. Á
Islandi var slátrað tæplega
895.000 dilkum þetta haust. Aætl-
að er að um 20.000 dilkum hafi
verið slátrað heima, eða af sam-
tals hafi verið slátrað um 915.000
dilkum á íslandi haustið 1981.
Hér er ekki, hvorki á Grænlandi
né íslandi, tekið tillit til þeirra
lamba sem sett eru á til viðhalds
stofninum.
Upplýsingar um fallþunga og
fjölda sláturlamba á íslandi eru
frá Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins og fjöldi vetrarfóðraðra áa er
úr forðagæsluskýrslum.
Samkvæmt upplýsingum Lasse
Bjerge eru föll á Grænlandi vegin
með nýrmör, en á íslandi án
nýrmörs. Talið er að bæta megi
við fallþungann 5% vegna þessa.
Fallþungi á Íslandi haustið 1981 er
samkvæmt skýrslum Framleiðslu-
ráðs 13,65 kg. Sé bætt við hann 5%
vegna nýrmörs verður hann 14,33
kg-
Keykjavík, 22.1. 1981.
Sveinn Hallgrím.sson,
sauðfjárra'ktarráðunautur
Búnaðarfélags íslands.