Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 3 Forsvarsmenn vinnuverndarársins á fundi með fréttamönnum. (Ljósm. Mbl. ra.\> Vinnuverndarár ASÍ hafið „VERKEFNI vinnuverndarársins er fyrst og fremst að koma upplýsingum og fræðslu til fólks varðandi aðbúnað á vinnustöðum," sagði Ásmundur Hilm- arsson, starfsmaður nefndar sem komið hefur verið á fót til að sjá um framkvæmd vinnuverndarársins m.a., á fundi með fréttamönnum. Spariskírteini ríkis sjóðs — ný útgáfa Undirbúningur vinnuverndar- ársins hófst á síðasta ári. Lögð var fram umsókn til fjárveitinga- valdsins um sérstaka fjárveitingu á fjárlögum ársins 1982 og eru 25.000 krónur ætlaðar til þessa verkefnis, en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði 340 þúsund krónur. Verður lögð sérstök áhersla á vinnustaðafundi og fundi í einstökum byggðarlögum, en þangað verður boðið fulltrúum Vinnueftirlits ríkisins auk at- vinnurekenda og fulltrúum þeirra. Starfsmenn vinnuverndarársins verða auk þess reiðubúnir að heimsækja vinnustaði og félaga- samtök ef þess verður óskað. Þá er gert ráð fyrir prentun og dreifingu smárita og veggspjalda með að- vörunum og áminningum varð- andi hættur í vinnuumhverfi og Eins og áður hefur komið fram í frétt frá Landsvirkjun, var hinn 1. þ.m. tekin upp nokkur skerðing á forgangsorku til stóriðju og Kefla- víkurflugvallar. Var slíkt talið óhjákvæmilegt vegna óhagstæðrar vatnsstöðu á hálendinu og talið, að til að gæta fyllsta öryggis þyrfti skerðingin að nema alls 10% eða 35,5 MW af forgangsaflsþörfinni. Hin hag- varnir gegn þeim. í lok ársins er síðan fyrirhugað að halda í Reykjavík landsráðstefnu um vinnuvernd með fulltrúum ýmissa aðila er málið varðar. I könnun sem gerð var á vegum ríkisstjórnarinnar um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum og gerð var á grundvelli samkomulags við aðila vinnu- markaðarins 1977, kemur í ljós að ýmsu er ábótavant í þessum efn- um. Könnunin náði til 158 fyrir- tækja og kemur m.a. fram í niður- stöðum hennar mjög ófullnægj- andi aðbúnaður í byggingariðnaði, vöntun á búnings- og fataher- bergjum og þvotta- og baðklefum í fiskiðnaði og slæmt ástand holl- ustuþátta í ýmsum starfsgreinum. Að sögn forráðamanna vinnu- verndarársins virðist viðhorf stæða tíð undanfarið hefur bætt stöðuna í vatnsbúskap Lands- virkjunar til muna og valdið því að umrædd skerðing varð minni en ella eða aðeins 6,7%, þ.e.a.s. 23,8 MW þegar hún varð mest, og bitnaði eingöngu á stóriðjunni og Keflavíkurflugvelli. Vegna þessar- ar hagstæðu þróunar telur Lands- virkjun ekki þörf á frekari tak- mörkun forgangsorku og hefur henni því nú verið aflétt. starfsfólks til vinnustaðar vera þannig, að það telji vinnustaðinn óæðri heimilum sínum og geri mun minni kröfur til ýmissa holl- ustuþátta. Tilgangur ársins er að vekja fólk til vitundar um mikil- vægi þessara þátta og stuðla að breytingum til betri vegar. Flest atkvæði hlaut Hallur Páll Jónsson barnakennari. í öðru sæti varð Þuríður Pétursdóttir kenn- ari. Aage varð í þriðja sæti, sem fyrr segir, og í fjórða sæti varð Margrét Óskarsdóttir. I gær og í dag hefur verið bor- inn i hús hér á Isafirði prófkjörs- listi flokkanna fjögurra, sem komu sér saman um sameiginlegt prófkjör, en félag óháðra borgara, sem stofnað var í síðustu viku, tekur ekki þátt í prófkjörinu. Á lista Alþýðuflokksins eru eftir- taldir: Anna M. Helgadóttir, Árni Sædal Geirsson, Eiríkur Her- mannsson, Eiríkur Kristófersson, Gestur Benediktsson, Gestur Halldórsson, Halldór Antonsson, Karitas Pálsdóttir, Kjartan Sigur- MÁNUDAGINN 22. febrúar hefst sala á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs í 1. flokki 1982. Útgáfan er byggð á heimild í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár, og andvirði seldra skírteina verður varið til opinberra framkvæmda skv. lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar. Grunnvísitala flokksins verður lánskjaravísitala marsmánaðar. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á kjörum spariskírtein- anna frá þeim sem síðast giltu. Mikilvægastar eru eftirfarandi: Vextir hafa verið hækkaðir í 3,5% á ári og verða þeir jafnir allan lánstímann. Raungildi höfuðstóls- ins tvöfaldast sem fyrr á lánstím- anum, sem nú verður 20 ár. Binditími skírteinanna styttist nú úr 5 árum í 3 ár og verða þau innleysanleg eftir 1. mars 1985. Söluverð skírteinanna breytist daglega. í fyrsta lagi breytist það við mánaðamót, frá 1. apríl að telja, í samræmi við breytingar lánskjaravísitölu hverju sinni og áfallna vexti. í öðru lagi bætast sérstakar verðbætur við söluverð- ið innan hvers mánaðar. Þær eru nú 3,25% á mánuði, sem samsvar- ar 39% á ári. Þessar sérstöku jónsson, Kristján K. Jónasson, Snorri Hermannsson og Össur P. Össurarson. Á lista Framsóknarflokksins eru: Björn Teitsson, Einar Hjart- arson, Guðmundur Sveinsson, Guðrún Eyþórsdóttir, Helgi Björnsson, Ingibjörg Norðquist, Kristinn Jónsson, Magðalena Sig- urðardóttir, Magnús Reynir Guð- mundsson, Margrét Árnadóttir, Sigrún Vernharðsdóttir, Sigurjón Hallgrímsson. Á lista Sjálfstæðisflokksins eru: Anna Pálsdóttir, Árni Sigurðsson, Brynjólfur Samúelsson, Emma Rafnsdóttir, Geirþrúður Charles- dóttir, Guðmundur H. Ingólfsson, Guðmundur Marinósson, Hans Georg Bæringsson, Ingimar Hall- verðbætur eru hinar sömu og beitt er til útreiknings verðbóta fyrir hluta úr mánuði á 6 mánaða inn- lánsreikningum í bönkum og sparisjóðum. Fyrir 1. mars drag- ast hinar sérstöku verðbætur frá söluverðinu með sama hætti og þær bætast við frá 1. mars. Þannig verður 1000 króna skírteini selt á kr. 995,75 hinn 25. febrúar en á kr. 1014,95 hinn 15. mars, svo dæmi séu nefnd. Spariskírteini skulu skráð á nafn og þau eru framtalsskyld. Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt kemur þó ekki í neinu tilviki til skattlagn- ingar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Við ákvörð- un á eignaskatti manna ber að telja spariskírteini til eignar. Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna er heimilt að draga þær aftur frá eignum að því marki sem þær eru umfram skuld- ir. Spariskírteini í 1. flokki 1982 eru gefin út í fjórum verðgildum, þ.e. 500, 1.000, 5.000 og 10.000 krónum. dórsson, Pétur Geir Helgason, Valgerður Jónsdóttir og Þórólfur Egilsson. Lista Alþýðubandalagsins skipa: Aage Steinson, Elín Magnfreðsdóttir, Gísli Skarphéð- insson, Guðmundur Skúli Braga- son, Hallgrímur Axelsson, Hallur Páll Jónsson, Jón Baldvin Hann- esson, Margrét Óskarsdóttir, Reynir Torfason, Svanhildur Þórðardóttir, Tryggvi Guð- mundsson, og Þuríður Péturdóttir. Prófkjörið fer fram laugardag- inn 27. febrúar og sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi, klukkan 13 til 18 báða dagana. Kjördeildir verða í Barnaskólanum í Hnífsdal, í Gagnfræðaskólanum á ísafirði og í Kiwanishúsinu í Holtahverfi. Utankjörstaðarkosning hófst í dag og stendur til 26. febrúar. Kosning fer fram í Hótel Hamrabæ, alla daga frá kl. 13. til 16. - Úlfar. Landsvirkjun: Ekki þörf á frekari skerðingu forgangsorku ísafjörður: Prófkjörslistar allra flokka komnir fram ísafírði, 18. febrúar. í SÍÐUSTU viku fór fram forval Alþýðubandalagsins hér á ísafirði, til vals á endanlegum prófkjörslista flokksins við sameiginlegt prófkjör flokkanna, sem fram fer 27. og 28. febrúar næstkomandi. Það vakti athygli, að Aage Steinson, sem verið hefur oddviti Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn síðast liðin kjörtímabil, varð í þriðja sæti í forvalinu. Leikbrúðuland á morgun Leikbrúðuland sýnir á morgun, sunnudag, kl. 15.00 einþáttungana tvo, „Hátíð dýranna", sem Helga Steffensen hefur gert við tónlist eftir Saint Saén og „Eggið hans Kiwi“, eftir Hallveigu Thorlacius. Sýningin fer fram að Fríkirkju- vegi 11 og hefst miðasala kl. 1 á morgun, sunnudag. Myndin sýnir pokadýrið með ungann sinn. (FrétUtilkynning.) Páskaferð til Mexicó Brottför 3. apríl — 17. dagar. Örugg sólskinsparadís, fagurt landslag og framandi þjóðlíf. Aðrir brottfarardagar með íslenskum fararstjóra: 20. marz, 1. maí og 15. maí. Athugið — hagstæð greiöslukjör. MALLORKA: Glæsileg gistiaðstaöa i ibúðum og smáhýsum (bungalows). Viku- legar brottfarir. KORSÍKA: Undurfögur sumarleyfisparadis. Góð gisting i smáhýsum alveg við strönd. Vikulegar brottfarir. RHODOS: Þessi griska ævintýraeyja er rómuð fyrir náttúrufegurð. Góð gisting í íbúðum og hótelum. PARÍS: Vikulegar Brottfarir frá 12. júní. AMSTERDAM: Vikurlegar brottfarir frá 28.mai. Miklir ferðamöguleikar. ALMENN PERÐAÞJÓNUSTA: Við veitum alla almenna þjónustu viö feröamenn — útgáfa flugfarseðla um allan heim — útvegum gistingu og aðra þjón- ustu, sem óskaö er eftir. VERÐLISTAR FYRIRLIGGJANDI. Feröaskrifstofan Laugavegi 66, 101 Reykjavik. Simi 28655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.