Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 23 leggja vandaðan veg frá Óbrynn- ishólum í Bláfjöll, þannig, að þeg- ar hann er tilbúinn er kominn hringvegur um fólkvanginn. Þriðj- ungur vegarins mun vera búinn en stefnt er að því að honum verði lokið 1983. Það er hins vegar ekki fyrr en skíðamiðstöðinni verður endanlega lokið uppfrá að grund- völlur er fyrir frekari uppbygg- ingu. Það þarf að fjölga lyftum og Bláfjöll verða að fá sína stökk- palla. Þá er það einnig von okkar að geta bætt aðstöðu göngumanna enn frekar því gífurleg fjölgun hefur orðið á þeim sem stunda skíðagöngu. Við vitum að þetta er langfjölmennasta útivistarsvæði iandsins og mannvirkjagerðin þar er langmest. Það verður því að viðhalda þeirri uppbyggingu, sem nauðsynleg er,“ sagði Stefán í lok- in. Alþjóðleg brekka Ekki sakar að geta þess áður en skilið er við Bláfjöllin að í Kóngsgili hefur verið mæld og tekin út alþjóðleg svigbrekka. Ár- menningar hafa þar komið upp start- og markhúsi þannig að að- staða til mótahalds í svigi er mjög góð. Hins vegar mun 20 metra hafa vantað upp á að fá stórsvigs- brekku samþykkta af FIS (Al- þjóðaskíðasambandinu), en síðan hefur fundist brekka, sem uppfyll- ir öll skilyrði. Til þessa hefur Hlíðarfjall við Akureyri verið eini skíðastaður landsins, sem hefur getað státað af alþjóðlegri svig- brekku. Hvað kostar í lyfturnar? Bláfjallanefnd hefur til sölu fjórar tegundir korta í lyfturn- ar. Fyrst ber að telja svonefnd 8-miða kort á 22 kr. fyrir full- orðna og 11 kr. fyrir börn. Gilda miðarnir í allar lyfturnar, en tvo þarf að borga í stólalyftuna. Þá eru dagskort á 60 kr. fyrir fullorðna og 30 kr. fyrir börn seld, svo og kvöldkort á 45 kr. fyrir fullorðna og 22 kr. fyrir börn. Loks ber að nefna árskort, sem kosta 900 kr. fyrir full- orðna og 450 kr. fyrir börn. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið um helgar og aðra frídaga frá kl. 10—18. Þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga er opið frá 13—22 og mánudaga og fimmtudaga frá 13—18. Sagði Stefán að Bláfjallanefnd væri alltaf reiðubúin til að opna fyrr á daginn fyrir einstaka hópa eða skóla ef haft væri samband með fyrirvara. Sími Bláfjalla- nefndar er 80111 og þar er að finna svör við því hvort svæðið er opið eður ei. KR í Skálafelli vígsluathöfnin fram árið 1959. Nýi skálinn er 130 fermetrar að grunnfleti, kjallari, hæð og svefnloft. Er hann hið veglegasta hús og sýnir vel þann stórhug, er ríkti í Skálafelli á þessum árum. Fyrsta skíðalyftan var tekin í notk- un í Skálafelli í marz 1961. Lyftan var jafnframt fyrsta fasta skíðalyfta landsins. Var hún af Doppelmayer- gerð, 500 m löng og flutti um 400 manns á klukkustund. Á næstu árum var hafist handa við raflýsingu í brekkum. Einnig var bætt við tveimur rafknúnum 300 m Borer- lyftum og 100 m kaðallyfta fyrir börn sett upp við skálann. Gengur hún frá því snemma á morganana þangað til seint á kvöldin alla daga vetrarins. Á árunum í kringum 1974 verður bylting í áhuga fólks á skíðaíþróttinni. Var þá byggð önnur föst lyfta af Doppelmayer-gerð. Var hún vígð árið 1975. Lyftustæðið var valið þannig að brekkur væru aflíðandi og sem heppi- legastar fyrir þá sem stunda skíða- íþróttina til leiks fremur en keppni. Jókst þá aðsókn mjög að skíðasvæð- inu. Árið 1979 reyndist nauðsynlegt að taka í notkun þriðju föstu lyftuna. Var hún reist samsíða næstu lyftu á und- an. Flutningsgeta þessara tveggja lyfta er um 1000 manns á klukkustund og eru þær 600 m langar. Árið 1978 var tekinn í notkun snjótroðari í Skálafelli. í Hlíðarfjalli við Akureyri er vafa- laust ein allra besta skíðaaðstaða á landinu enda hefur staðurinn verið mjög vinsæll og eftirsóttur bæði af Akureyringum og utanbæjarfólki undanfarandi ár. Skíðasvæðið er í 500—1000 m hæð yfir sjávarmáli og er um 7 km akstur þangað frá Akur eyri. í fjallinu eru 4 skíðalyftur sem eni samtals 2,2 km á lengd og geta þær flutt 3000 manns á klst. Nú ný- verið hitti undirritaður ívar Sig- mundsson forstöðumann Skíðastaða að máli og innti hann eftir ýmsu varðandi skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. „Aðsóknin hingað í fjallið hefur aldrei verið betri en einmitt nú í vetur og stafar það auðvitað af fleiri en einum þætti. Hæst ber vissulega hvað það hefur verið mikill snjór hérna í vetur og hefur ekki verið svona mikill snjór á þessum árstíma í mörg undanfar- andi ár. Þá hefur einnig mikið að segja hversu almennur skiðaáhugi fer stöðugt vaxandi og held ég að ef á heildina er litið þá sé skíða- áhuginn hérna á Akureyri nokkuð mikill. Nú og svo höfum við tekið upp eina nýbreytni í vetur og er hún sú að við höfum allar lyftur opnar og brekkurnar flóðlýstar tvö kvöld í viku fram til kl. 22.00. Þetta hefur gefist miklu betur en við höfðum þorað að vona og hefur aðsóknin verið nokkuð góð, en þó er alltaf langmest aðsóknin um helgar og í góðu veðri þá anna lyfturnar ekki flutningsþörf þeirri sem æskileg væri. Ég vil hvetja fólk til að koma á skíði á virkum dögum því það er ekkert síðra að vera hér þá en um helgar. Ég nefndi hér að framan að skíðaáhugi færi sívaxandi hér á Akureyri og á ég þá ekki einungis við áhuga fólks á að vera á svig- skíðum heldur einnig gönguskíð- um, en áhuginn á þeim hefur vaxið hlutfallslega mun meira en áhug- inn á svigskíðum undanfarandi ár. Hér hjá okkur eru fjórar lyftur „Aðsóknin í Hlíðarfjall hefur aldrei verið betriu Þeirri spurningu hefur stundum verið varpað fram hvernig hægt sé að laða fólk að skíðastöðunum. Ég held að það sé ekki hægt að laða fólk að með einum ákveðnum hætti því það eru margir þættir sem spila þar inní. Mitt álit er það að maður laði fólk mest að með því að hafa sem besta aðstöðu á skíðasvæðinu t.d. með skíðaskóla, góðum lyftum, troðnum brautum og mörgum fleiri þáttum. Hérna í Hlíðarfjalli er starfrækt hótel sem tekur bæði á móti hópum og einstaklingum og svo er starfrækt hér veitingasala sem selur mat allan daginn. Nú og svo starfrækj- um við skíðaskóla allan veturinn sem gengst fyrir viku námskeiðum sem hefjast hvern mánudag og lýkur á föstdag, og er námskeiðið 2 klst. á dag. Þessi námskeið eru bæði fyrir þá sem eru að byrja á skíðum og þá sem einhverja undir- stöðu hafa og á hverju námskeiði er nemendahópnum skipt í 2—3 hópa eftir getu svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Aðsóknin í skólann hefur verið mjög góð í vetur og vil ég hvetja fólk sem er að byrja að fara á skíði að fara á námskeið til að byrja með,“ sagði ívar að lokum. — segir ívar Sig- mundsson hótelstjóri Skíðastaða og bjóða þær uppá fjöldan allan af brautum sem við reynum að hafa alltaf troðnar, en hér í fjallinu höfum við tvo snjótroðara til um- ráða, einnig reynum við alltaf að spora göngubrautir um helgar. Hvað aðstöðuna í heildina séð þá held ég að hún sé nokkuð góð en maður er auðvitað aldrei ánægður og vissulega er margt á óskalista hjá okkur hvað varðar fram- kvæmdir. Hæst ber bygging nýrr- ar lyftu í Hjallabraut sem hefur staðið til síðan 1978 en hefur enn ekki komist í verk og verður hún ekki byggð á þessu ári, en við er- um ákveðnir í að láta þennan lyftudraum rætast á næsta ári. Éinnig má nefna að mjög æskilegt væri að geta bætt aðstöðuna fyrir göngufólk með því að leggja var- anlega braut og hafa í henni án- ingastaði þar sem fólk gæti hvílst. Þá erum við hálfnaðir með upp- byggingu stökkbrautar sem vissu- lega væri æskilegt að geta klárað. Síðast en ekki síst þyrfti svo að endurbæta fljóðlýsinguna sem er talsvert ábótavant í dag. En það er nú einu sinni þannig að það þarf peninga til að gera hlutina og við höfum ekki ótakmörkuð fjárráð frekar en önnur íþróttastarfsemi, annars held ég að við getum nokk- • ívar Sigmundsson, hótelstjóri Skíðastada. uð vel við unað miðað við hvað veitt er í aðra íþróttastarfsemi í bænum, en eins og allir vita þá er verið að byggja íþróttahöll í bæn- um og hlýtur sú bygging að taka sitt á kostnað annarra íþrótta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.