Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1982 31 >*¦¦ Maternity Hospital í gær. Símamvnd: Kmilía. MARGIR ungir söngvarar koma við sögu í svidssetningu Þjóðleikhússins á óperettunni Meyjaskemmunni sem frum- sýnd verður 25. aprfl nk. Er það frumraun margra söngv- ara á sviði, en í þessari upp- færslu Meyjaskemmunnar koma einnig við sögu margir kunnustu söngvarar landsins. Meyjaskemman var sýnd í Reykjavík á fyrstu áratugum þessarar aldar, en fyrir nokkrum árum flutti Samkór Vestmannaeyja Meyja- Katrín Sigurðardóttir I .ji'ism : Mbl. krislján Örn Kliaxson. Meyjaskemman f Þjóðleikhúsinu: Ung söngkona frá Húsavík med titilsönghlutverk skemmuna á sviði og sýndi hana m.a. í Færeyjum undir stjórn Nönnu Egils Björns- son. Sveinn Einarsson, Þjóð- leikhússtjóri, kvað einn kunnasta leikstjóra Austur- ríkis á þessu sviði, Wilfried Steiner, setja Meyjaskemm- una á svið fyrir Þjóðleikhús- ið. Hljómsveitarstjóri verður Páll P. Pálsson. Katrín Sigurðardóttir, ung söngkona frá Húsavík, fer með eitt aðalhlutverkið, Hönnu, en hlutverk systra hennar, Hildu og Heiðu, syngja þær Kristín Sig- tryggsdóttir og Elísabet Ei- ríksdóttir. Önnur titilhlut- verk eru í höndum Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem leik- ur Schober og Sigurðar Björnssonar sem leikur Schubert. Meðal kunnra söngvara sem Mbl. hefur fregnað að syngi í Meyjaskemmunni er Anna Júlíana Sveinsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Guð- mundur Jónsson, Þuríður Pálsdóttir og Kristinn Halls- son. Meyjaskemman byggir á lögum Schuberts, aðstoðar- leikstjóri verður Sigmundur Örn Arngrímsson og Sigur- jón Jóhannsson mun gera leikmynd, hluti búninga verður fenginn að láni frá Austurríki. Fær meira fyrir 75% vinnu á benzínstöð, en sem hjúkrunarkona „Hjúkrunarfræðingar hrekjast unnvörpum úr starfi vegna lé- legra launa og mikils vinnuálags, sem leggur auknar byrðar á þá, sem eftir standa. Verði ekki fljótlega breyting á, skapast al varlegt ástand í heilbrigðismál- um ... Kjör hjúkrunarfræðinga verða að vera þannoig, að þau laði þá til starfa, en stuðli ekki að flótta úr starfi." Þannig segir m.a. í forystugrein, sem Svanlaug Árnadóttir, formaður Hjúkrunar félags Islands, ritar í „Hjúkrun", tímarit Hjúkrunarfélags Islands. I ritinu er fjallað um hjúkr- unarfræðinga í öðrum störfum og segir í inngangi, að skortur sé á hjúkrunarfræðingum í landinu. Skýrslur HFÍ frá 1. janúar 1980 sýni, að 350 hjúkr- unarfræðingar starfi ekki við hjúkrun og skýrslur 1981 sýni enn umtalsverða aukningu þeirra, sem ekki nýta sér hjúkr- unarmenntunina í starfi. Hjúkrunarfræðingar á eftir- launum og þeir, sem starfa er- lendis eru undanskildir í þess- um skýrslum. Fjórir hjúkrunarfræðingar, sem hafa önnur störf en hjúkr- un að aðalstarfi, greina síðan frá því hvers vegna þær vinna ekki að hjúkrun og er greinin í samantekt Ingibjargar Árna- dóttur. Inga Þ. Haraldsdóttir, starf- andi afgreiðslumaður, segir m.a., að hún hafi lokið hjúkrun- arnámi árið 1979 og hafi síðan starfað við hjúkrun í eitt ár. Hún segir hjúkrunarstarfið mjög krefjandi og að lokinni átta stunda vakt hafi lítil orka verið afgangs. Þegar það hafi Hjúkrunar- fræðingar hrekjast unnvörpum úr starfi, segir Svanlaug Arnadóttir, formaður HFÍ síðan runnið upp fyrir sér, að þessi ábyrgðarmiklu og krefj- andi störf gáfu lítið í aðra hönd hafi hún farið að hugleiða ann- að starf. „Hjúkrunarfræðingar lifa ekki á loftinu einu saman, fremur en aðrir, né. heldur lág- værum röddum þakklátra sjúklinga." Hún segist síðan hafa unnið við afgreiðslustörf hjá sama fyrirtæki nokkuð á annað ár. „Starfið hér er leikur einn, samanborið við hjúkrun- arstarfið. Þó vinn ég 10—11 tíma alla virka daga. Ég get heldur ekki lagt launin að líku," segir Inga Þ. Haraldsdóttir. Petrína R. Bjartmars lauk hjúkrunarnámi árið 1976 og starfaði í fimm ár á St. Frans- -iskusspítala í Stykkishólmi, en hóf þá störf á benzín- og olíu- stöð ESSO og BP í Stykkis- hólmi, sem jafnframt rekur söluturn. „Fyrir störf mín hér á benzínstöðinni, sem eru 75%, fæ ég greidd svipuð laun og fyrir fullt starf við hjúkrun. Ekki get ég þó lagt að líku hvað hjúkrunarstarfið er meira krefjandi, bæði andlega og lík- amlega, en það tók um það bil alla mína orku. Hér í Stykkis- hólmi eru nú búsettir sjö hjúkr- unarfræðingar, enginn er í föstu starfi á sjúkrahúsinu," segir Petrína R. Bjartmars. Alda Sigtryggsdóttir útskrif- aðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1961, en rekur nú söluturn. Hún segir meðal annars: „Að lokum gafst ég upp á að standa í þessu ábyrgðarmikla og krefj- andi starfi fyrir ekki meiri Iaun og fór því út á aðra braut. Nú rek ég söluturn og ræð mínum vinnutíma sjálf, haga honum eftir því, sem mér og mínu fjöl- skyldulífi hentar og ekki skaðar það að launin eru stórum betri. En bezt af öllu er þó að þegar ég loka hurðinni á eftir mér á þessum vinnustað mínum, þá tek ég engar áhyggjur með mér heim," segir í svari Öldu Sig- tryggsdóttur. Valgerður Lárusdóttir brautskráðist sem hjúkrunar- fræðingur árið 1966 og réði sig þá strax sem flugfreyja til Loftleiða. „Það vakti upphaf- lega fyrir mér að fá tilbreyt- ingu, því í þá daga voru kjörin sennilega skárri hjá hjúkrunar- fræðingum en flugfreyjum. I dag eru þetta viss mótmæli. Mér finnst hjúkrunarstarfið vera svo vanmetið, að ég treysti mér ekki til að lifa af dagvinnu- laununum, og í jafn krefjandi starfi sem hjúkrunarstarfið er, bæði andlega og líkamlega, er hart að þurfa að byggja afkomu sína á aukavöktum og yfir- vinnu," segir Valgerður Lár- usdóttir meðal annars. Inga Haraldsdóttir vinnur við afgreiðslustörf. Petrína R. Bjartmars afgreiðir i benzínstöð í Stykkis- hólmi. Alda Sigtryggsdóttir rekur söluturn. Valgerður Lárusdóttir starfar sem flugfreyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.