Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 23
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1982 Politik a ekkert erindi i kaupfelögin - Þau eru hagsmunafélög almennings í landinu „ÞJONUSTA Kaupfélags Þmgey- inga við bændur er mjög mikil, kaupfélagiö umsetur nær alla fram- leiðslu þeirra og verzlun kaupfé- lagins við bændur er sterkasta stoð þess. Bændur geta heldur ekki ver- ið án bess að selja vðrur sínar. Vel- ferð þeirra byggist á því að þeir fái sem bezt verð fyrir framleiðslu sína, og kaupfélögin eru bændum því nauðsyn, séu þau vel rekin og í takt við tímann, en storkni ekki í móti sínu," sagði Vigfús B. Jónsson bóndi á Laxamýri meöal annars. „Það er annars meö öll fyrirtæki, ekki sízt ef þau eru stór eins og KÞ, aö það má setja út á þau. Auövitaö fær KÞ sína gagnrýni, en ég held það sé kaupfélaginu til góös, gagn- rynin sé jákvæð. Kaupfélagið hefur talsverða samkeppni á Húsavík og hún hefur oröið til góös. Öll fyrirtæki þurfa samkeppni, annars hættir þeim til aö staðna og það væri neikvæö þróun ef kaupfélögin næöu undir sig allri verzlun úti á lands- byggöinni. Það hefur oröiö mikil og afgerandi breyting á rekstri Kaupfé- lags Þingeyinga frá því aö þaö var eingöngu bændafyrirtæki og nú, er þaö er alhliöa þjónustuaöili og meö aukinn atvinnurekstur, bæði fyrir þéttbýliö og sveitirnar. Þaö er eölileg breyting aö kaupfélög þjóni fleirum en bændum, en það hefur að mínu mati orðiö til þess aö KÞ leggur sig ekki eins fram um þaö og áöur að halda niðri verði á rekstrarvörum til bænda og það verður að teljast mið- ur," sagði Vigfús ennfremur. Hver telur þú tengsl Framsóknar- flokksins og kaupfélaganna? Vigfús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri „Það eru viss tengsl þar á milli, en kannski ekki eins og margir halda. Andrúmsloftið kringum Kaupfélag Þingeyinga hefur batnaö verulega á seinni árum og sú kenning, að eng- inn geti verið samvinnumaður án þess aö vera á mála hjá Framsókn- arflokknum, er úr sögunni. Þaö er greinilegt að sífellt fleirum verður Ijóst mikilvægi kaupfélaganna og ég get engan veginn séð að framsókn- armenn séu betri samvinnumenn en aðrir. Það er óraunhæf fullyrðing sumra að kaupfélögin lifi á Fram- sóknarflokknum, það er alveg öfugt. Kaupfélögin eru hagsmunafélög al- mennings og pólitík á ekkert erindi inn í þau, en það er Ijóst að fram- sóknarmenn hafa sótzt eftir því aö ná tökum á kaupfélögunum og tekizt þaö víöa. Þaö hefur oröið Framsókn til framdráttar að ýmsu leyti. Fram- sóknarmenn hafa notfært sér að- stööuna á þann hátt aö þaö hlýtur að vera Ijóst aö þeir hafa misnotað samvinnuhreyfinguna. Þá er varla hægt aö minnast á kaupfélög og rekstur þeirra ööru vísi en minnst sé á SÍS, stærsta heild- sala landsins. Þaö er meö Sam- bandiö eins og kaupfélögin, þaö hef- ur gott af réttmætri gagnrýni. Þaö er eitt, sem ég og margir aörir telja at- hugavert. SÍS er er með verzlun í Reykjavik, þar sem starfsfólk verzlar með ákveönum afslætti. Þaö er Ijóst að þeir, sem verzla viö kaupféögin greiöa niður vörurnar fyrir þann fá- menna hóp, sem þessara fríöinda nýtur. Hér er um aö ræöa hróplegt óréttlæti sem ber að afnema. Það er mikil óánægja meö þetta meðal kaupfélaganna og ég skil ekki hvern- ig Sambandiö sér þetta fært," sagði Vigfús. Beint samband á milli vel- gengni KÞ og landbúnaðar „ÞETTA er vissulega merkur áfangi og nú verður staldrað við og litið yfir farinn veg. í, því tilefni geri ég ráð fyrir að út komi bók um sögu Kaupfélags Þingeyinga eftir Andrés Kristjánsson. Viö munum auðvitað einnig horfa fram á veginn og í því tilefni höf- um við sótt um lóð við höfnina til að byggja vðrugeymslu og af- greiðslu og vonumst til að við fáum þá lóð. Þaö er talið heppi- legra aö hafa geymslu þar til aö losna við að aka vörunni langar leiðir í geymslur og þá verður einnig hægt að skipa fóðri beint úr skipum upp í geymsluna og dæla Teitur Björnsson stjórnarformaöur KÞ því síöan á bíla til dreifingar út um sveitirnar," sagði Teitur Bjðrns- son, bondi á Brún og stjórnarfor- maður Kaupfélags Þingeyinga. „Það er enn ekki fast ákveöiö hvert næsta skref fram á við verður, en stefnan er og hefur alltaf veriö áfram, enda er KÞ aöal verzlunar- og þjónustuaöilinn á þessu svæöi. Því tel ég aö efla beri samvinnu- hreyfinguna áfram eins og kostur er, hún hefur þjónað okkur vel og dyggilega í langan tíma, enda kem- ur þaö vel í Ijós í hinni miklu um- setningu og blómlegum landbúnaöi í héraðinu. Starfsemi kaupfélagins hefur alla tíð verið aö aukast hægt og sígandi, þó erfiðir tíma hafi kom- ið eins og kreppuárin upp úr 1930. Það hefur alltaf verið beint sam- band milli velgengni Kaupfélags Þingeyinga og landbúnaðar í héraö- Annars er mér nú efst í huga þakklæti til þeirra, sem ruddu veg- inn í upphafi. Það voru framsýnar aldnar kempur og 2 af 3 í stjórninni, þeir Jón Sigurösson, alþingismaöur á Gautlöndum og séra Benedikt Kristjánsson í Múla, voru alþýöu- menn, sem þekktu vel til hlutanna hér. Sá þriöji var hugsuðurinn gamli Benedikt Jónsson frá Auðnum. Þessir menn völdust í forystu vegna hins stóra þáttar, sem þeir áttu í aödraganda stofnunar KÞ og þekk- ingar sinnar. Þá má ekki gleyma þætti Jakobs Hálfdánarsonar, fyrsta kaupfélagsstjórans, hann var ekki síðri. Allir þessir menn höföu áður staöiö aö undirbúningi pönt- unarfélaga og þekktu því vel til verzlunar. Við, sem nú erum í stjórn, eigum eftir að fá okkar dóm og því er ekki okkar að dæma um frammistööu okkar. En mér er einnig ofarlega í huga þakklæti til þeirra, sem ég hef starfað meö í stjórn KÞ, þar hefur ætið verið gott samstarf á undan- förnum árum þrátt fyrir skiptar stjórnmálaskoðanir. Kaupfélag Þingeyinga er hafiö yfir stjórnmál enda er það sameiginlegt hags- munafélag héraösbúa. Megi gæfan tylgja starfsemi Kaupfélags Þingeyinga um ókomna framtíð," sagði Teitur að lokum. „Máttur hinna mörgu" - einkunnarorð afmælisíns „MÁTTUR hinna mörgu" eru ein- kunnarorð þessa afmælis og hefur verið gefið út sérstakt afmælis- merkí með þessum einkunnarorð- um. Merkið verður notað við ýmis tækifæri. Þá verða í tilefni afmælis- íns sérstök afmælistilboð á ýmaum vörum og þjónustu kaupfélaganna og fyrirtækia innan Sambandsins, meðal annars hja Samvinnuferð- um, gefnir veröa út ýmiss konar miniagripir með merki KÞ," sagði formaður afmælisnefndarinnar, Finnur Krietjánsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri KÞ. „Þetta var svona það sem verður í gangi mikinn hluta ársins, en síöan eru auövitaö fyrirhuguö sérstök há- tíöahöld og ýmislegt fleira. Á afmæl- isdag KÞ verða samtök meðal kaup- félaganna víða um land og Sam- Finnur Kristjánsson, formaður afmælisnefndar bandsins um að hafa opið hús þar sem boöið verður upp á framleiðslu- vörur kaupfélaganna og Sambands- ins. Hér á Húsavík verður afmælisins minnst með stjórnarfundi kaupfé- lagsins og verður hann sennilega haldinn á stofnstaö þess, Þverá í Laxárdal og verða þá væntanlega teknar frekari ákvaröanir um tiihög- un afmælisins. Um kvöldiö verður síðan árshátíð starfsmannafélags kaupfelagsins. Aöalfundur kaupfé- lagsins í maí mun einnig bera svip af afmælinu. Aöalhátíöahöldin veröa svo hér 18., 19. og 20. júní í tengslum viö aðalfund Sambandsins, sem á 80 ára afmæli sama dag og kaupfélag- ið. Þá verða hér mikil fundahöld og verða gestir um 350, bæöi innlendir og erlendir og verða því væntanlega öll hótel héraösins upptekin. Aöal- fundur Sambandsins veröur aö vísu með nokkuö heföbundnu sniði, en þó er fyrirhugaö aö þar verði gengiö frá nýrri stefnuskrá Sambandsins, sem hefur veriö í smíöum síöastliöin tvö ár. 20. júní veröur opinber af- mælishátíö í nýja íþróttahúsinu á Laugum. Hátíðin verður opin öllum og sett verður upp fjölbreytt dag- skrá. Þar með er afmælinu í raun lokiö. Þar fyrir utan hefur svo veríö ákveöiö aö gera upp elztu hús Kaup- félags Þingeyinga, sem enn standa, Jaöar og Söludeildina. Þaö hefur dregizt nokkuö lengi aö taka um þaö ákvöröun vegna skipulagsmála, en nú hefur veriö ákveöiö aö láta þau standa Húsin eru mjög illa farin vegna þess að tvívegis hefur kviknaö í þeim. Fyrirhugað er að hluti þeirra verði geröur að safni, en hinn hlutinn fái einhver verkefni þannig aö hann veröi í fullri notkun. Þá hefur Andrési Kristjánssyni verið falið aö skrifa sögu Kaupfélags Þingeyinga og hef- ur hann lokiö því og vonir standa til að bókin verði komin út í vor. Þá er Helgi Skúli Kjartansson aö skrifa sögu Sambandsins. Þá hefur Lands- samband íslenzkra samvinnustarfs- manna gengizt fyrir því aö átak veröi gert í snyrtingu utan dyra viö hús- eignir og athafnasvaeði Sambands- ins og vinnustaöir veröi geröir vist- legri. Sambandiö hefur einnig ákveöið aö gerð veröi videomynd um skipulag, stefnu og störf Sam- bandsins og veröur hún sýnd víös vegar um landiö. Að lokum má minnast á þaö aö Póstur og sími hefur ákveöiö aö gefa út frímerki aö verögildi 10.00 krónur og verður mynd af Jaöri og Söludeildinni á því," sagöi Finnur. í afmælisnefnd KÞ og S(S eiga sæti 3 menn frá hvorum aöila. Frá KÞ Finnur Kristjánsson, formaður, Baldur Jónsson, Gautlöndum, og Hreiöar Karlsson, kauþfélagsstjóri. Frá SÍS Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri, Kjartan P. Kjartans- son, framkvæmdastjóri, og Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar. Ör uppbygging mjólkursamlagsins og aukin mjólkurframleiðsla bænda hafa haldizt í hendur „1946 hófst bygging mjólkursam- lags Kaupfélags Þingeyinga og vinna í því 10. október árið eftir. Miólkurinnleggið 1948 var 1 milljón og 30.000 lítrar og komst ekki upp fyrir 2 milljónir fyrir 1954, en nú er þaö um 7 milijómr lítra. Ég var ráð- inn hingað í ársbyrjun 1947 og vann þá við uppsetningu véla þar til starfsemi hófst. Það var byrjað af miklu vanefnum, bæöi hvað varð- aði húsakost og tæki og því varð að endurbyggja húsið eftir 7 ár," sagði Haraldur Gíslason, mjólkursam- lagsstjóri KÞ. „Annars ætlaði ég aldrei að koma hingað og hafði ekki sótt um, er um- sóknarfrestur var liðinn. Ég var þá að vinna við Mjólkurbú Flóamanna og ætlaði siðan að fara til Suður- Afríku og vinna á mjólkurbúi þar. En Þórhallur Sigtryggsson, þáverandi kaupfélagsstjóri hafði samband viö mig og bað mig endilega að koma. ég þyrfti ekki að vera nema í eitt ár. Nú hér er ég enn. Mjólkurframleiöslan hér í sýsiunni var fyrr á árum mjög litill þáttur í búskap bænda, sauöfjárafurðafram- leiðslan var um 80% af framleiösl- unni, en sauðfjárveiki felldi mikiö af fé litlu áöur en samlagiö var stofnaö og því var mjólkurvinnslan tekin upp þó mörgum þætti þaö fjarstæða. Nú hefur haldizt í hendur ör uppbygging mjólkursamlagsins, sem býr nú við mjög nýtízkulega húsakost og vélar, og aukin mjólkurframleiðsla bænda. Um 60% tekna þeirra eru nú af mjólkurframleiðslunni. Það hefur einnig sýnt sig að mjólkurbóndinn er nánast eins og hver annar launa- maður, hann fær greitt fyrir afurðir sínar reglulega allt árið um kring og á því ekki í sömu vandræðunum með að láta enda ná saman eins og sauöfjárbóndinn, sem fær greitt fyrir afurðir sína á haustin. Það er þó lítið Haraldur Gíslason mjólkursamlagsstjóri um stór mjólkurbú hér, meöaltals framleiðslan á bú er um 40.000 lítrar árlega á móti 90.000 hjá Eyjafjarö- arbændum. Þrátt fyrir það er innlegg bænda og inneignarstaöa mjög góö og hefur gert hina öru uppbyggingu mjolkursamlagsins mögulega og búskapur stendur hér mjög traust- um fótum. Vegna þess mismunar, sem er á mjólkurframleiðslu sunnalands og norðan, það er að mjólkurfram- leiösla norðanlands er mjög jöfn áriö um kring gagnstætt því sem er sunnanlands, hefur það dæmzt á norðanmenn að sjá að mestu leyti um ostaframleiðsluna og ef miöaö er við frumosta er mjólkusamlagiö hér með fjölbreyttustu ostagerðina. Smurostar eru aðeins bræddir upp úr öðrum ostum. Aðeins um 22% af mjólkurinnleginnu fara í framleiöslu neyzlumjólkur. Fyrst i stað var hór aðeins ostagerö í gamla stílnum, aö- eins framleiddur brauöostur, en upp úr 1960 fór fjölbreytnin að aukast, byrjað var að framleiða stóran blokkost og Gouda, bæöi til sölu innanlands og utan, 1968 byrjuöum við svo fyrstir á óöalsostinum og síö- an komu Port Salut, Tilsitter og loks Búrinn, en mysuost höfum viö fram- leitt frá því í upphafi. Viö höfum alltaf flutt mikið út vegna þess að mjólkur- framleiðslan hér hefur verið stöðug allan ársins hring, en það er for- senda útflutnings. Ostaframleiöslan hefur gengiö mjög vel hjá okkur og í fyrra var okkur boöiö aö taka þátt sem auka- aöilar á alþjóölegri ostasýningu í Danmörku og þar vöktu ostarnir okkar svo mikla athygli, einkum Búr- inn, að nú hefur okkur verið boðin þátttaka sem fullgildum meölimum. Því tel ég okkur hafa mikla mögu- leika á samkeppni viö erlenda aöila. Osturinn er lifandi hlutur gagnstætt því, sem á við um aörar mjólkuraf- urðir og því er hann mjög vandmeð- farinn. Það er því ekki stærö mjólk- ursamlaganna, sem máli skiptir, heldur meöferð ostsins og þar hefur okkur tekizt vel til," sagöi Haraldur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.