Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÖ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 33 Anna Júlíana SveinsdóUir Jón Sigurbjörnsson Gudmundiir Jónsson Kristinn Ilallsson Klín Sigurvinsdóttir Már Magnússon Jean-Pierre Jacquillat Stórkostlegir tónleikar Tónlist Jón Asgeirsson Óperan Aida eftir Verdi er magn- að verk og erfitt til flutnings. I>að, að uppfæra þessa óperu, hér á landi er ekki fjarlægur draumur, því söngvara og hljóðfæraleikara höfum vid til að standa undir slíkri sýn- ingu. I'ó enn kunni mönnum að þykja dýr sá umbúnaður, sem til þarf og tæplega í nokkurt hús að venda. hað þykir ekki tiltökumál erlendis, þar sem óperuuppfærslur hafa tíðkast í þrjár aldir og meir, að leita vítt og breitt til annara þjóða til að manna sitt lið, og því meir, sem viðkomandi ópera er rík af fjár muntim og frægð. I tilefni af þessari sýningu er fenginn til landsins einn erlendur söngvari, Corneliu Murgu og er óhætt að fullyrða að hann er heimssöngvari. Celeste Aida, arían fræga úr fyrsta þætti, var sungin með eftirminnilegum glæsibrag. Það þarf ekki að hafa mörg orð um söng Murgu, slíkur söngvari á ekkert minna skilið en heims- frægð. Aida var sungin af Sieg- linde Kahmann og með þessu verki hefur þessi glæsilega söng- kona unnið eftirminnilegan söngsigur, söngsigur mikillar listakonu. Amneris var sungin af Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og þrátt fyrir að einstaka sinnum og þá helst í upphafi óperunnar, hafi hún yfirkeyrt röddina, var söngur hennar allur mjög glæsilegur, sér- staklega í síðari hluta verksins, þar sem henni tókst frábærlega vel upp. Guðmundur Jónsson og Jón Sigurbjörnsson sungu báðir mjög vel og Már Magnússon, er fór með stutt hlutverk í upphafi óperunnar, söng sína stuttu stófu með ágætum. Kristinn Hallsson, sú gamla kempa, söng konunginn með virðuleik. Hljómsveitarstjórinn Jacquillat átti þarna stóra stund og stjórn- aði liði sínu með glæsibrag. Hann hefur sterka tilfinningu fyrir spennu, sem verkið er fullt af og náði virkilega að fá hljómsveitina með sér. Flutningur hljómsveitar- innar mjög góður svo og leikur unga fólksins í Lúðrasveitinni Svanur, sem aðstoðaði í sigur- marsinum fræga. Ballettkaflinn var eftirminnilega vel leikinn. Söngsveitn Fílharmonía söng vel og naut aðstoðar félaga úr Karla- kór Reykjavíkur. Elín Sigurvins- dóttir staðsett hjá kórnum, söng hlutverk hofgyðjunnar og skilaði sínu litla hlutverki vel. Þegar upp er staðið verður ekki annað sagt en að flutningur óper- iinnar hafi í alla staði verið frá- bær og ber að þakka stjórn Sin- fóníuhljómsveitar íslands fyrir þetta framtak og vonandi tekst að halda þessari venju, að flytja í konsertformi að minnsta kosti eina óperu á ári. Söngur hefur slíkt aðdráttarafl hjá okkur ís- lendingum, að ef vel tekst til um val á verkefnum og hægt er að fá til landsins svona stórsöngvara. eins og Corneliu Murgu, er víst að þrennir til fernir tónleikar munu varla nægja til að hýsa alla söng- þyrsta Frónbúa. UTSALA í GJAFAVÖRUDEILD 20—40% AFSLÁTTUR STÓRLÆKKAÐ VERÐ Á MIKLU ÚRVALI AF HÚSGÖGNUM OPIÐ TIL KL. 16.00 í DAG F/\ kristjríi SIGGEIRSSOÍl HF. ® LAUGAVEGI 13 REYKJAVIK. SIMI 25870 TRESTIGAR Laugardag og sunnudag frá kl. 10-17 Nýjar gerðir tréstiga. Ýmsar viðartegundir. GðÆ I Uppsettir stigar til synis á $55 ?^pI s,aðnum- ,," w w m>- -m^JTi^ *w ¦*&¦ ¦Mm~íL?w ^* **w'- ðJ Gasar .f. Armúla 7 - Roykj.vik - Sími 30600. Höfum einnig til sýnis nokkrar gerðir furu-fulningahurðir og skápa o.fl. Flugleiðir bjóða sérstök kjör á ílugi og gistingu í tengslum við 50 ára aímœli FÍH Um leið og við óskum FÍH til hamingju með 50 ára aímœlið viljum við benda landsbyggðarbúum á sérstök kjör á ílugi og gistingu í tengslum við hátíðahöld FÍH22.til28.íebrúar. Jaíníramt minnum við á leikhús- og óperuíerðirnar okkar sem njóta sívaxandi vinsœlda. Leitið upplýsinga hjá nœsta umboðsmanni eða hjá íerðaskriístoíunum. FLUGLEIÐIR Traust fólk hjá góóu felagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.